Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 4

Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Elegant og töff dagatalsbók með myndskreyttum hugleiðingum. Góð fyrir skapið og skipulagið! Við styrkjum BLEIK kápa, bleikt reiðhjól og rautt hús skera sig rækilega úr hvíta litnum sem umlykur allt þessa dagana. Vetrarríki hefur verið á landinu öllu, stórhríð víða og þæfingsfærð í höfuðborg- inni. Þó að ekki sé mikill snjór í Reykjavík tefur þó þetta litla sem er á gangstéttum og erfitt get- ur verið að basla með barnavagninn þegar gang- stéttir hafa ekki verið ruddar. Heldur á að hlýna á landinu í dag þó að norð- anátt ríki og áfram verður kalt í veðri. Þó að kuldaboli bíti áfram er reiknað er með að létt- skýjað verði að mestu á suðvesturhorninu í dag. Þannig má búast við að vetrarfatnaður verði áfram fyrir valinu þegar búist er til útivistar og eins gott að bíllinn sé vel búin til vetrarverka. Litadýrðin nýtur sín í skammdeginu Morgunblaðið/Kristinn Vetrarlegt um að litast á landinu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÁÆTLANIR eru langt á veg komn- ar um byggingu stórrar áburð- arverksmiðju hér á landi. Ef þær verða að veruleika eru nú taldar sterkastar líkur á að henni yrði val- inn staður í Þorlákshöfn. Fleiri staðir hafa þó verið skoðaðir og ekki útilokaðir, m.a. Bakki við Húsavík. Félagið Fertil ehf. vinnur að miklum undirbúningi verkefnisins, sem hefur staðið yfir í hálft annað ár og farið mjög hljótt. Íslendingar standa að félaginu auk norsks sér- fræðings. „Við erum búnir að kynna þetta fyrir yfirvöldum og höfum rætt við orkuveiturnar og Landsvirkjun og erum á lokahnykknum við að loka sölu- og kaupmálum,“ segir Eggert Guðmundsson, byggingarfræðingur og einn af forsvarsmönnum Fertil. Einnig hafa farið fram 2 fundir með forsvarsmönnum lífeyrissjóð- anna til að kynna þeim verkefnið og kanna áhuga þeirra á þátttöku í fjármögnun. Áætlanirnar gera ráð fyrir að reist yrði risavaxin verksmiðja á ís- lenskan mælikvarða auk stór- skipahafnar. Að sögn Eggerts gera áætlanir ráð fyrir að framleidd yrðu 700 þúsund tonn af áburði í verk- smiðjunni og 760 þúsund tonn af kalíumnítrati til útflutnings en til samanburðar er innanlandsmark- aðurinn fyrir áburð um 80 þúsund tonn. ,,Þetta er allt undir því komið að við fáum orku. Það er vanda- málið sem við stöndum frammi fyrir í dag að við fáum ekki orku fyrr en í fyrsta lagi árið 2014,“ segir hann. Orkuþörf verksmiðjunnar yrði 350 MW. Stefna á 1,4 millj. tonna framleiðslu Hugmyndir kynntar stjórnvöldum og lífeyrissjóðum um verksmiðju til framleiðslu á 700 þús. tonnum af áburði og 780 þús. tonnum af kalíumnítrati til útflutnings Orkuafhending ekki tryggð fyrr en 2014 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þorlákshöfn Mestar líkur eru taldar á að verksmiðjan rísi í Þorlákshöfn. LANGMEST var á síðasta fisk- veiðiári flutt út af óunnum afla frá Vestmannaeyjum. Magnið dróst þó lítillega saman frá árinu á undan, en verðmæti útflutningsins frá Eyj- um jókst hins vegar um rúman milljarð. Fyrir rúmlega 20 þúsund tonn fengust hátt í 5,7 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Verðmæti útflutnings frá Grund- arfirði og Grindavík nam tæpum milljarði frá hvorum stað en magn- ið sem flutt var út frá Grundarfirði var verulega meira. Aukning magns og verðmætis á milli ára var hins vegar áberandi frá Grindavík. Á síðasta fiskveiðiári var fluttur út óunninn afli á erlenda fiskmark- aði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 17,8 milljarðar króna. Verðmæti útflutts óunnins afla jókst því um 45,5% á milli ára. Út- flutt magn jókst úr 56.548 tonnum í 59.349 tonn eða 5%. aij@mbl.is Óunninn afli fluttur út fyrir 5,7 milljarða frá Eyjum Aukning í verð- mæti og magni frá Grindavík Stærstu hafnirnar í útfluttum óunnum afla 20 15 10 5 0 6 5 4 3 2 1 0 Vest- manna- eyjar Grundar- fjörður Grinda- vík Reykja- vík Eski- fjörður Þorláks- höfn Vest- manna- eyjar Grundar- fjörður Grinda- vík Reykja- vík Eski- fjörður Þorláks- höfn Heimild: Fiskistofa Magn þús. tonn 2007/08 2008/09 2007/08 2008/09 Verðmæti milljarðar kr. KJARASAMNINGAR hafa náðst til eins árs á milli Blaðamanna- félags Íslands og Samtaka at- vinnulífsins. Blaðamannafélagið hafði áður vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Samningurinn, sem nú verður borinn undir atkvæði, felur m.a. í sér 30 þúsund kr. hækkun allra launataxta í tveimur áföngum, þann 1. nóvember síðastliðinn aft- urvirkt og síðan 1. febrúar. Þá hækka öll laun um 2,5% 1. júní. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, for- maður Blaðamannafélagsins, seg- ir samninginn vera varnarsigur í erfiðu árferði; lögð hafi verið áhersla á að hækka lægstu laun. kjon@mbl.is Blaðamenn semja um kjör til eins árs FJÓRIR karlmenn voru handteknir í gærkvöld eftir að þeir réðust að ein- um í Fossvogi í gærkvöldi. Menn- irnir voru vopnaðir loftskammbyssu. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og gerði varðstjóri ráð fyrir að mönn- unum yrði haldið yfir nótt. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins má rekja tildrög árás- arinnar til sambands fórnarlambsins við fyrrverandi unnustu eins árás- armannsins. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu en varðstjóri staðfesti þó að mennirnir þekktust að ein- hverju leyti. Réðust á mann vopnaðir loftbyssu Miklu ræður um staðarval að nóg framboð sé á vatni en áburðarverksmiðjan þarf 4.000 sekúndulítra af vatni og er Þorlákshöfn talin ákjósan- legust í því efni. Viðræður hafa farið fram við sveit- arstjórn Ölfuss. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Ölf- uss, segir að ekki muni standa á sveitarfélaginu að leggja til land undir starfsemina. Að sögn Eggerts stafar nánast engin mengun frá verksmiðj- unni en hún muni að sjálf- sögðu fara í umhverfismat. Þarf mikið vatn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.