Morgunblaðið - 03.12.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 BLAÐAMANNAFÉLÖGIN í Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir áhyggjum af þróun mála á íslenskum fjölmiðlum. Fjöldi blaðamanna hafi verið rekinn. þ. á m. forystumenn í Blaðamannafélagi Íslands. Sérlega alvarleg sé staðan á Morgunblaðinu. „Þar hafa eigendur ráðið sem rit- stjóra fyrrum forsætisráðherra landsins, sem var síðan seðlabanka- stjóri þegar hrunið varð, á sama tíma og viðkomandi sætir rannsókn vegna þáttar hans í efnahagshruninu,“ seg- ir í ályktuninni. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, furðar sig á að nor- rænir blaðamenn telji sig geta út- hlutað tjáningarfrelsi og atvinnu- frelsi á Íslandi. „Því er ranglega haldið fram í ályktuninni að ritstjóri Morgun- blaðsins sæti einhverri rannsókn á Íslandi. Svo er ekki. Fjölmargir hafa gefið skýrslur fyrir rannsóknar- nefnd Alþingis, þar á meðal blaða- menn. Það er alrangt að halda því fram að þessir aðilar sæti rannsókn. Blaðamaður sem ber slíkt á borð fyr- ir lesendur er vondur blaðamaður.“ Óskar segir að kunnugleiki hinna norrænu blaðamanna á aðstæðum á Íslandi orki mjög tvímælis og þeir hafi ekki spurt um sjónarmið útgef- anda Morgunblaðsins. „Og spyrja má, hvað hafa þeir les- ið mikið af fréttaflutningi frá Íslandi og á hvaða tungumáli? Var ályktunin samin undir áhrifum frá formanni ís- lenska blaðamannafélagsins sem sagt var upp störfum á Morgun- blaðinu nýlega? Er það líklegt til hlutleysis? Það er ekki hlutverk blaðamanna að ákveða hvort menn sem ekkert hafa til saka unnið og sæta engum rannsóknum eða ákærum, hafi heim- ild til að starfa á fjölmiðli eða tjá sig um málefni líðandi stundar. Nær væri að þeir læsu beitta og gagnrýna umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is og drægu svo ályktanir af verkum manna,“ segir Óskar. kjon@mbl.is Lýsa áhyggjum af tjáningar- frelsi á Íslandi Útgefandi Morgunblaðsins furðar sig á ályktun norrænna blaðamannafélaga Morgunblaðið/ÞÖK KÆRLEIKSKÚLAN 2009 var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Að þessu sinni hlýtur Kærleikskúluna Embla Ágústsdóttir, ung kraftmikil kona sem lætur hreyfihömlun ekki hindra sig í að lifa lífinu til fulls og ná háleitum markmiðum sínum í námi og starfi. Með því að miðla af reynslu sinni og lífssýn hefur hún unnið að því að breyta við- horfum til fatlaðra og fengið fólk til að skilja að þó að hreyfihömlun sé sannarlega áskorun sé hún ekki endilega hindrun eða afsökun. Þetta er í sjöunda sinn sem Kærleikskúlan er af- hent en fyrri handhafar hennar eru Halaleikhópurinn (2008), Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfsbjargar (2007), Ný-ung ungliðahreyfing Sjálfs- bjargar (2006), Haltur leiðir blindan: Bjarki Birg- isson, Tómas Birgir Magnússon og Guðbrandur Ein- arsson (2005), Freyja Haraldsdóttir (2004), Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands (2003). Snerting eftir Hrein Friðfinnsson Hreinn Friðfinnsson leggur nú starfi með fötluðum börnum og ungmennum mikilvægt lið með list sinni, en Kærleikskúlan 2009 kallast Snerting og er eftir Hrein. Snerting er sjöunda Kærleikskúlan, en áður hafa Erró, Ólafur Elíasson, Rúrí, Gabríela Friðriksdóttir, Eggert Pétursson og Gjörningaklúbburinn skreytt kúluna. Morgunblaðið/Heiddi Kærleikskúlan til Emblu Snerting Hreins Friðfinnssonar kærleiksrík E N N E M M /S ÍA /N M 39 94 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.