Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 26
26 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 ✝ Þórveig HuldaBergvinsdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1955. Hún lést á heimili sínu að morgni 27. nóv- ember sl. Foreldrar hennar voru Fanney Sigurbaldursdóttir verkakona, f. 4. nóv- ember 1924, d. 29. ágúst 2008 og Berg- vin Jónsson verka- maður, f. 1. ágúst 1918, d. 18. júní 1963. Systkini Huldu eru: Ásta Dóra Egils- dóttir, f. 3. mars 1942, Petrína Bergvinsdóttir, f. 24. desember 1944, og Jón Bergvinsson, f. 22. ágúst 1957. Hinn 19. júlí 1974 giftist Hulda Gunnari Hallssyni, tölvunarfræðingi, f. 18. október 1950 á Akureyri. Foreldrar Gunnars eru Aðalheiður Gunn- arsdóttir húsmóðir, f. 9. janúar 1927, og Hallur Sigurbjörnsson skattstjóri, f. 9. nóvember 1921. Hulda eignaðist Davíð Bjarnason rekstrarfræðing, 17. desember 1970. Davíð er giftur Maríu Birnu Arnardóttur líffræðingi, f. 11. nóvember 1973, þau eiga Ísa- fold Filippíu, f. 28. júní 1999, og Laufeyju, f. 3. október 2003. Hulda og Gunnar eignuðust tvo syni; 1) Hallur tölvunarfræð- ingur, f. 30. ágúst 1976. Hallur er giftur Andreu Hjálmsdóttur, gullsmið og fé- lagsfræðingi, þau eiga Fönn, f. 8. apríl 1999, og Dögun, f. 1. júní 2004. 2) Brynjar, fé- lagsfræðingur og ljósmyndari, f. 16. mars 1978. Sam- býliskona Brynjars er Hlín Finnsdóttir arkitekt, f. 5. des- ember 1982. Hulda og Gunnar bjuggu á Akureyri frá 1975 til 1999. Hulda lauk sjúkraliðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1976 og starfaði á Fjórðungsjúkrahúsinu á Akureyri. Um fjögurra ára skeið starfaði Hulda sem dag- móðir. Árið 1998 lauk Hulda námi í hjúkrunarfræði frá Há- skólanum á Akureyri. Eftir út- skrift starfaði Hulda við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri þar til þau hjónin fluttu til Reykja- víkur. Frá árinu 2000 starfaði Hulda sem deildarstjóri á end- urhæfingardeild Landspítalans á Grensási. Hulda hefur um árabil verið meðlimur í íslenskum frið- arhreyfingum, Samtökum hern- aðarandstæðinga og Amnesty International. Útför Huldu mun fara fram að heiðnum sið fimmtudaginn 3. desember kl. 15 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík. Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá hennar blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson.) Við þökkum þér allar dásamlegu stundirnar sem við áttum saman og hversu ótrúlega vel þú hefur reynst okkur alla tíð. Blíðari móður- og ömmubarm var ekki hægt að hugsa sér. Slík ást, velvild og umhyggja sem þig einkenndi er vandfundin og við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta. Við erum menn og konur að meiri að eiga fyrirmynd í slíkri konu sem þér. Þín verður afar sárt saknað enda missirinn mikill fyrir okkur öll, ekki síst ömmustelp- urnar þínar sem nú missa sína kær- ustu vinkonu. Það er þó þannig að gleði fylgir ávallt góðum minningum og það er okkar gæfa að geta yljað okkur við ljúfar minningar um þig um ókomna tíð. Með ómældri ást og söknuði, Hallur, Andrea, Fönn og Dögun. Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þá þrá sem ég göfgasta á, og gleði, sem aldrei kól. Ef ég hallaði mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. (Davíð Stefánsson.) Mamma, í dag kveðjum við þig eftir stutta baráttu við krabbamein. Barátta þín við veikindin var aðdá- unarverð, aldrei kom til greina að leggja árar í bát og aldrei skyldi því trúað að öll von væri úti. Og eins og venjulega bárum við fullt traust til þess að þú vissir best. Þessi von sem þú kveiktir í brjósti okkar varð til þess að síðustu þrír mánuðir voru fullir af gleði og kærleik. Tilviljun réð því að við fluttum heim frá London á sama tíma og þú veikist, við fengum því tækifæri til að eyða mér þér síðustu mánuðunum og sá tími verður okkur ævinlega ómet- anlegur. Í dag kveðjum við þig og þrátt fyrir að söknuðurinn sé mikill vilj- um heldur gleðjast yfir tímanum sem við fengum með þér, gleðinni sem þú komst með í líf okkar og um- hyggjunni sem þú sýndir okkur alla tíð. Brynjar og Hlín. Tengdamóðir mín Hulda er látin. Ég mun sakna hennar. Hún var besta tengdamamma sem ég get hugsað mér. Hún var glæsileg, greind, hógvær, sterk, ósérhlífin og umfram allt hlý manneskja. Hún var alltaf til staðar fyrir vini og fjölskyldu. Hún var ekki bara umhyggjusöm, hún sýndi umhyggju sína heilshugar í verki. Sama hvort hún var við störf sín við umönnun sjúklinga eða í samskiptum við sína nánustu. Hulda tók alltaf vel á móti fólki og skapaði notalega stemningu í kring- um sig enda óhemjugóður og rausn- arlegur gestgjafi. Hún bar gott skynbragð á þarfir gesta sinna og allir skiptu máli. Það er góð og skemmtileg minn- ing sem ég á frá því að ég hitti hana fyrst. Við Davíð vorum búin að vera stuttan tíma saman og ég kveið svo- lítið fyrir að hitta tengdó eins og oft er við þessar aðstæður. Ég var hjá Davíð sem fór snemma í vinnu og skildi mig eftir eina, ég dreif mig fram í náttfötunum og hitti Huldu sem umvafði mig hlýju og velvild og kvíðinn gufaði upp. Hún fékk mig til líða vel í þessum skrýtnu aðstæðum á þann hátt sem engum öðrum hefði tekist. Mér fannst hún svo sveigj- anleg og opin, hún sem hafði alltaf allt í röð og reglu. Mér verður hugs- að til þessara eiginleika hennar því einn veturinn bjuggum við sjö í Litluhlíðinni á Akureyri og einu sinni fórum við í Evrópuferðalag, sjö saman í húsbílnum. Þetta gerði Hulda að sjálfsögðum hlut, þetta var ekkert mál. Alltaf hlýja og þægi- lega andrúmslofið sem hún skapaði og Gunni ýtti líka undir. Í ömmuhlutverkinu gekk Hulda líka heilshugar til verks og myndaði sitt eigið sérstaka samband við stelpurnar mínar, þær Ísafold og Laufeyju, með hlýju, ást og gleði. Hún var til staðar fyrir þær í blíðu og stríðu. Þær fundu upp sín eigin orð saman, eins og gefins gjafir sem þær notuðu um gjafir sem eru bara til að gleðja. Tækifæri eða tilefni þurfti ekki að vera annað sem lýsir mjög vel gjafmildi Huldu. Það er ekki hægt að lýsa sökn- uðinum og missinum við brotthvarf Huldu. Þórveig Hulda Bergvinsdóttir JÆJA, kallinn, þá ertu loksins búinn að ná völdum! Ég man þá tíð þegar þú varst á móti nánast öllu sem lagt var til á Alþingi og víðar, gott og vel, það gæti hafa bjargað þér frá dauð- anum þarna í Langadalnum um árið. En nú eru breyttir tímar, þvílík breyting á einum manni, ég sé nú ekki fyrir mér Steingrím J Sigfússon þegja þunnu hljóði og samþykkja Icesave bara si svona áður en þú fékkst leðurstólinn. Skattaleiðin sem þú ert að leggja til er mjög merkileg í ljósi þess að vera alinn upp í sveit. Ég veit nú hvort það voru kýr hjá ykkur en þú hlýtur að hafa haft spurnir af þessum ágætu skepnum sem má mjólka tvisvar á dag ef þeim er gefið nóg að éta. Prófaðu að spurja bóndann á næsta bæ, ég er alveg viss um að nyt- in minnkar ef kýrin fær minna að éta og fellur alveg niður í 0 ef kýrin drepst! Hvar grófuð þið upp félagsmála- ráðherrann, sem þú ert að starfa með? Hann ætlar að breyta öllum húsnæðislánum í landinu bara si svona án þess að tala við okkur skuldarana, hvað þá að fá skriflegt leyfi, nei við getum bara hringt í Íbúðalánasjóð og sagt að við viljum ekki þessa „frábæru“ hjálp frá mann- inum. Nú, ég hringdi og afþakkaði „hjálpina“, stúlkan sem svaraði pikk- aði eitthvað á tölvuna og sagði þetta er komið, já fínt, og ertu þá að segja að eiginkona mín geti þá hringt á morgun og breytt þessu aftur? Já, þú meinar, ja, við skulum bara vona að hún fari nú ekkert að hræra í þessu. Þetta er enn ein aðgerðin sem þið skötuhjúin eruð að framkvæma að vel athuguðu máli er það ekki? Þá er það nú blessuð krónan okk- ar! Nú ert þú orðinn æðsti yfirmaður hennar, finnst þér virkilega að hún sé á vetur setjandi! Nei, Steingrímur, hún er að éta allt heyið frá beljunum og svo ætlar þú að taka það litla sem eftir er með sköttunum. Farðu nú bara strax á morgun og talaðu við Jenna Stolta í Noregi og leggstu al- veg niður á skeljarnar og nuddaðu þeim ofan í parketið á skrifstofunni hjá honum og vertu bara helvíti aum- ur og reyndu nú að semja við hann um að tengja íslensku krónuna við frænku sína í Noregi og svo þegar þú ert búinn að lofa Samfylkingarsn- úðunum að leika sér í Brussel (nóg til af peningum í svona leikaraskap) þá getur þú kannski fengið að taka upp norska krónu að fullu. Ps.: alls ekki senda Jóhönnu, ég held að hún sé eitthvað slæm í hnjánum. Þá er það síðasta málið sem ég ætla að benda þér á að sinni. „Nýr Landspítali.“ Góðan daginn! Eruð þið að reykja eitthvað sterkara en Winston þarna niðurfrá? Við höfum ekki efni á að reka spítalann sem fyr- ir er. Taktu nú gamla Volvoinn (Borgarspítalann) og farðu með hann í Hringrás, þú færð 15.000 kall fyrir hann, kauptu svo nýjan Range Rover (nýja spítalann) með kúluláni í mynt- körfu og tölum svo saman eftir tvö ár og sjáum þá hvort þetta er nú gáfu- leg aðgerð. Nei, Steingrímur, ég get sagt þér það strax að þetta er arfavit- laust og teljir þú að íslenska þjóðin eigi nóga peninga í þetta verkefni þá skaltu bara hætta að tala um að hér sé einhver kreppa. Hér er kreppa en ég er alveg viss um að við getum önglað saman fyrir flugmiða á Saga Class aðra leiðina til Honululu fyrir Svandísi Svavarsdóttur. Virðingarfyllst, GUÐMUNDUR K. BERGMANN, húsasmíðameistari. Opið bréf til Steingríms J Sigfússonar Frá Guðmundi K. Bergmann ÞESSA dagana er mikið rætt um breytingar á t.d. virðisaukaskatti. Ekki virðist vera neinn áhugi fyrir að lækka virð- isaukaskatt af lyfj- um t.d. sem bera í dag rúm 24%, eru þó lyf mjög stór útgjaldaliður hjá eldri borgurum. Helstu kaupendur að lyfjum hér á landi eru örugg- lega eldri borg- arar. Tekjur af þeim virðisaukaskatti eru öruggulega hundruð milljóna. Á sama tíma er virðisaukaskattur af ýmsum vörum er kallast ekki beint nauðsynjavörur niður í rúm 7%. Ekki getur þessi álagning talist sanngjörn eða eðlileg, eða skyldi það vera vilj- andi til að ná sem mestu fé af eldra fólki? Nú eiga lífeyrissjóðir landsmanna að standa fyrir framkvæmdum á ýms- um sviðum til að bjarga okkar bág- borna fjármálaástandi. En hafa þeir er raunverulega eiga lífeyrissjóðina, þ.e.a.s. við sem höfum greitt í þessa sjóði á umliðnum árum og áratugum verið eitthvað spurðir um heimildir til þessara nota? Ég kannast ekki við að slík umræða hafi farið fram. Á bara að ákveða slíkan gjörning án þess að leita heimildar okkar? Spyr sá er ekki veit. Fyrir nokkrum dögum barst mér í hendur skýrsla um hvernig kjör eldri borgara á Norðurlöndum eru. Þar kemur margt athyglisvert í ljós. T.d. í skýrslu frá Finnlandi er sagt að 50% af útgjöldum sveitarfélaga þar í landi fari til öldrunarþjónustunnar, ótrú- legar tölur. Hverjar skyldu sambæri- legar tölur vera hér á landi? Ég er ansi hræddur um að þær séu langt frá þessum tölum. Eldri borgarar verða að halda vöku sinni, látum ekki endalaust ganga á okkar rétt. Þó að við eigum ein- hverjar krónur í banka er alls ekki sanngjarnt að endalaust sé sótt í okk- ar vasa sem verða með sama áfram- haldi galtómir innan tíðar. Í hvað sjóði verður þá sótt? JÓN KR. ÓSKARSSON formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Hugleiðing um málefni eldri borgara Frá Jóni Kr. Óskarssyni Jón Kr. Óskarsson HAFNFIRÐINGAR heimta nú einkaleyfi á heitinu Jólaþorp og hafa kvartað til Neytendastofu yfir fyr- irhuguðum mark- aði samtakanna Miðborgarinnar okkar í Reykja- vík. Gunnar Ax- elsson, formaður menningar- og ferðamála- nefndar Hafn- arfjarðar, segir að Reykvíkingar ætli meira að segja líka að vera með Grýlu og Leppalúða – nákvæmlega eins og hjá Hafnfirðingum! Til þess að bíta höfuðið af skömminni býður Reykja- vík einnig upp á álfa og huldufólk – sem Gunnar telur „kannski dálítið sérhafnfirskt fyrirbæri“. En er hægt að eigna sér menning- ararf, á við jólasveina eða foreldra þeirra? Eða á við álfa og huldufólk, þótt vissulega sé mikil álfabyggð í Hafnarfirði? Hvað mætti Jón Árna- son þá segja? Hann var einn ötulasti safnari íslenskra þjóðsagna, sem skiluðu okkur einmitt þeim sögnum sem við þekkjum af álfum og huldu- fólki og ég held að hann hafi áreið- anlega ekki verið úr Hafnarfirði. Sögur Jóns vöktu mikla athygli og höfðu reyndar mikil áhrif á þjóð- arímynd og sjálfstæðisviðleitni Ís- lendinga næstu hundrað árin. Er til- raunin til þess að eigna sér menningararf ekki á við að kona sem saumar þjóðbúninga gæti bannað öðrum saumakonum slíka iðju? Sem tæpast væri hægt að fá einkaleyfi á því þjóðbúningar eru hluti af menn- ingu hverrar þjóðar og vinnubrögð, sem notuð eru við gerð þeirra, eru dýrmætur menningararfur. Sama gildir um þjóðlög og þjóðsögur, al- menn notkun í langan tíma gerir þetta þjóðlegt og tryggir það í sessi. Afar torsótt yrði til dæmis að fá einkaleyfi á þulum, kvæðum og þjóð- lögum, jafnvel þótt maður hefði lagt „ómælt fjármagn og vinnu“ í að flytja þau því með þjóðlögum barst alþýðukveðskapur milli kynslóða hér áður fyrr. Þingvellir eru líka hluti af menn- ingararfinum – þeir eru lögum sam- kvæmt sameign þjóðarinnar og ólög- legt er að hindra för fólks um þjóðgarðinn. Engu að síður hefur óprúttinn aðili lokað vegi að stóru svæði umhverfis þrjá sumarbústaði í leigulandi í Gjábakka með keðju og skilti sem á stendur „Einkavegur“. Þessi aðili virðist telja sameign þjóð- arinnar einkaeign sína og vitanlega stendur það nú upp á Þingvallanefnd að leiða honum hið rétta fyrir sjónir sem nefndin fer vafalítið í þegar hún má vera að. Því menningararfur er það sem þjóðin á sameiginlega og það er þjóðin öll sem erfir. Eins og sænski þjóðfræðingurinn Barbro Klein sagði í viðtali við Valdimar Tr. Hafstein árið 2003: „Í (menningar)arfinum felast okkar helstu tákn sem verður að vernda hvað sem það kostar og skila til komandi kynslóða.“ Þetta er það sem Hafnarfjörður hefur verið að gera undanfarin sjö ár og nú ætlar Reykjavík loksins að standa sig í sínu menningararfleifðarstykki og bjóða upp á Grýlu, Leppalúða og vonandi syni þeirra líka. Og því ber að fagna. ÞÓRDÍS BACHMANN, þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands. Tvö stykki menningararf, takk Frá Þórdísi Bachmann Þórdís Bachmann MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.