Morgunblaðið - 03.12.2009, Page 28

Morgunblaðið - 03.12.2009, Page 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 ✝ Kristín EllenBjarnadóttir fæddist 21. sept- ember 1961 í Reykja- vík. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 24. nóv- ember 2009. For- eldrar hennar eru Snjólaug Bruun, f. 23. september 1931, og Bjarni Kristjánsson, f. 18. maí 1929. Systkini hennar eru Gunnar Bruun Bjarnason, f. 14. febr- úar 1954, maki Bára Einarsdóttir. Kristján Bjarnason, f. 13. október 1956, maki Svava Bogadóttir. Snjó- laug Elín Bjarnadóttir, f. 9. nóv- arfirði og kom snemma í ljós áhugi hennar á listum og handiðnaði. Hún stundaði nám í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og lærði einnig í lýðskóla á Borgundarhólmi í Danmörku, lagði stund á vefnað og lauk námi í vefnaði og text- ílhönnun frá Kolding á Jótlandi. Hún bjó um tíma í Frakklandi og Svíþjóð, en flutti aftur heim 1991. Bjó hún þá ásamt börnum sínum í Hveragerði og rak lengi hand- verksmarkaðinn Grænu smiðjuna. 2000-2009 bjó hún í Vestmanna- eyjum að undanskildum tveimur vetrum þegar hún lærði blóma- skreytingar í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Í Vest- mannaeyjum kenndi hún text- ílmennt í Barnaskóla Vest- mannaeyja og rak í nokkur ár sína eigin verslun undir nafninu Ull- arblóm. Útför Kristínar Ellenar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 3. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. ember 1958, maki Hans Kristjánsson. Björn Bjarnason, f. 25. apríl 1964, maki Kolbrún Elíasdóttir. Knútur Bjarnason, f. 28. ágúst 1965, maki Helga Friðriksdóttir. Börn Kristínar Ell- enar eru Kristján Aage Hilmarsson, f. 1. mars 1986, El- ínborg Hilmarsdóttir, f. 12. september 1990, Guðbergur Ingvarsson, f. 29. október 1993, og Jóhann Hrafn Sigurjónsson f. 24. desember 1997. Kristín Ellen ólst upp hjá for- eldrum sínum í Reykjavík og Hafn- Skammt varð á milli þeirra Krist- ínanna, móður minnar og dóttur. Kristín Ellen f. 21. sept. 1961, d. 24. nóv. 2009 varð krabbameini að bráð. Það var í höfði og varð með skjótum hætti óviðráðanlegt. Það er mikið áfall fjórum börnum, á aldri 11 til 23 ára, þegar elskuleg og umhyggjusöm móðir fellur frá. Það er illt og hart fyrir fimm systkin að missa kæra systur í blóma lífsins. Fyrir foreldra er það strangt – eig- inlega rangt – að þurfa að lifa börn sín. Ekki dugir að biðjast vægðar. „Svo skal böl bæta að bíða annað meira“. Fráfall dóttur minnar er fyrsta skarðið sem höggvið er í afkomenda- hóp ömmu hennar Kristínar Frið- riksdóttur, sem lést 23. október 2009, hálfnuð með hundraðasta ævi- ár. Þá voru afkomendur 95, allir á dögum og engir mjög laskaðir aðrir en dóttir elsta sonar hennar. Þær nöfnur voru ákaflega sam- rýndar. Mér er minnisstætt úr fjalla- ferðum, þegar fyrir bar liti og form náttúrunnar, þá var sem þær væru alveg á sömu bylgjulengd. Svo var og þegar skoðað var listrænt handverk þeirra beggja af mörgum toga. Sam- band þeirra var náið þótt vík væri milli vina. Í veikindunum komst dótt- ir mín ekki að útför ömmu sinnar og olli það henni miklum harmi í kröm sinni. Minningin um þessar tvær mun fylgja mér á ævistig. Blessuð sé sú minning. Bjarni Kristjánsson. Elsku mamma mín, mig langar að segja nokkur orð um þig og við þig þó ég viti að þú sért dáin og komin til guðs þíns, elsku mamma. Við gerð- um margt skemmtilegt saman á þeim stutta tíma sem við fengum. Við lékum okkur alla tíð mikið sam- an, fórum í kitluleik og hlógum hátt og mikið. Þá minnist ég skemmtilegu göngutúranna sem við gengum í Gufudal hjá Hveragerði, inn í Herj- ólfsdal í Vestmannaeyjum og á fleiri fallegum stöðum þar sem við eign- uðumst saman heimili. Þú komst oft með mér upp á golfvöll og dróst golf- settið fyrir mig í golfmótum en samt bara þegar þú nenntir. Það var alltaf alveg sama hvort veðrið var gott eða vont, þér þótti rigningin góð og nátt- úran alveg yndisleg. Við fórum í mörg ferðalög þar sem þú bentir mér á fegurð náttúrunnar, það fábrotna og hrjóstruga fannst þér fallegast. Á kvöldum þegar ég fór að hátta breiddir þú yfir mig og last fallegar sögur svo ég svæfi rótt alla nóttina. Einnig passaðir þú að ég færi alltaf með bænirnar okkar. Þú hugsaðir fyrir öllu, mamma mín, og ég get sagt það með miklum söknuði að þú varst besta mamman mín í öllum heiminum og ég mundi enga aðra mömmu vilja eiga. Elsku mamma, nú ertu dáin og fallin í hinn langa svefn en ég veit að þú munt vaka yfir mér og leiða mig á minni lífsgöngu til góðs. Ég mun aldrei gleyma þér að eilífu. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Jóhann Hrafn Sigurjónsson. Hvernig verður Ellen, mágkonu minni, og vinkonu best lýst? Ég vil lýsa henni þannig að hún hafi aldrei farið auðveldustu leiðina í lífinu held- ur sínar eigin leiðir og látið tilfinn- ingarnar oftar en ekki ráða för. Sýn Ellenar á lífið var alls ólituð af lífs- gæðakapphlaupinu. Og hún var óvenjubóngóð og gjafmild. Ég kynntist Ellen fyrst fyrir al- vöru þegar við Kristján, bróðir henn- ar bjuggum í Hveragerði, þar sem hún bjó líka. Þegar við fluttumst síð- an til Vestmannaeyja 1999 kom Ell- en í heimsókn, en þangað hafði hún aldrei komið. Náttúran skartaði sínu fegursta – teningunum var kastað, hún vildi flytja til Eyja. Þar fékk hún starf sem textílkennari við Barna- skólann og fluttist því út sumarið 2000. Ég skoðaði nokkur hús með henni, en aðeins eitt kom til greina í hennar huga til búsetu, Breiðholtið. Hús sem kallaði á hana, eins og hún sagði. Ég gleymi því aldrei þegar við gengum saman um húsið, sem einu sinni var glæsilegt og mátti muna fíf- il sinn fegri. Það var komið að við- haldi bæði að utan og innan. Hún sá í gegnum öll ósköpin og lýsti því hvað hún hugðist gera í hverju herbergi. Henni tókst svo sannarlega að hrífa mig með sér, slík var sannfæringin og sköpunarkrafturinn. Þangað flutti hún síðan með börnin sín fjög- ur. Þar með hófst vinna við uppbygg- ingu hússins, meira af vilja en mætti. Lífið í Eyjum átti vel við hana, ekki síst þjóðhátíðin. Hún var alltaf mjög hófstillt í sínu skemmtanalífi, en allur undirbúningur og umstangið í kringum þjóðhátíðina heillaði hana og hún tók þátt í því af fullum krafti. Tjaldið okkar, sem við höfðum stækkað saman, var alltaf smekk- lega skreytt og stútfullt af alls konar heimabakkelsi. Ég þekki fáa jafn smekkvísa og hún var. Hún gat breytt hreysi í höll. Mér er minnisstæð veisla sem starfsfólk grunnskólanna hélt eitt árið. Þemað var miðaldir og var Ell- en fengin til að skreyta salinn. Það var auðfengið. Reynt var að halda kostnaði í lágmarki. Skemmst er frá því að segja að hún dró fram úr pússi sínu alls konar dót sem flestir hefðu verið búnir að henda, og notaði til að skreyta salinn. Útkoman var ótrúleg og stóðu veislugestir agndofa. Hún var snillingur á þessu sviði. Hugur hennar beindist næst að námi í blómaskreytingum, svo hún flutti til Hveragerðis með fjölskyld- unni í tvö ár til að ljúka því. Þegar hún kom síðan aftur til Eyja stofnaði hún sína eigin blómabúð. Þar eign- aðist hún góða vini sem urðu fasta- gestir í búðinni, hún sýndi þeim alúð og umhyggju og sagði oft frá því hve hjálplegir allir voru við hana þegar á reyndi í veikindum hennar. Í hennar huga var hálfkák aldrei boðlegt. Hún sinnti sínu starfi hundrað prósent, eins lengi og hún gat. Ef annríki var mikið vakti hún heilu og hálfu næt- urnar eftir þörfum. Snemma á þessu ári þurfti hún hins vegar að hætta rekstri þar sem sjúkdómurinn haml- aði starfskröftum. Mikill er söknuður barna, foreldra og annarra aðstandenda nú að leið- arlokum. Ég er þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman og kveð mágkonu mína með mikilli virð- ingu. Svava Bogadóttir. Konan bláklædda – þín bjarta trú – kyssti augu þín á æskudögum. Þú sást því land og ljósar hallir þar dapureygðir sjá dimmu. (Jóha igurjónsson.) Nú er farin af þessari veröld frænka mín og systurdóttir Kristín Ellen Bjarnadóttir aðeins fjörutíu og átta ára gömul og fjögurra barna móðir. Þegar almættið spinnur hverjum og einum lífsins vef er rað- að saman mörgum myndum þar sem hver og ein hefur sitt sjálfstæða augnablik og tilgang og verður að lokum hluti af heild í þessum millj- ónum listaverka sem líf hvers og eins okkar er. Sú mikla ráðgáta hvort betra sé stutt líf eða langt verður aldrei ráðin. Hins vegar veit- ir gæfan sumum innihaldsríkari og fegurri ævi en öðrum. Þá haldast í hendur gleði og sorgir, fjölbreytni og einfaldleiki en umfram allt að kunna að njóta hvers andartaks sem er rétt upp í hendurnar á manni. Ell- en frænka mín var þeirrar gerðar manneskja. Virði barna kemur oft snemma í ljós af því hvernig þau umgangast gamalt fólk, afa og ömmur og á því sést að sumum börnum er eðlislægt að verða góðmenni. Þannig börn verða oft góðar mæður, eða feður þegar þau vaxa upp og Ellen frænka mín var svoleiðis manneskja auk þess að vera framúrskarandi lífs- kúnstner. Hún lifði stutta en ríka ævi. Hún óf vefi og hnýtti fagra blómvendi, þessi kyrrláta móðir fjögurra barna. Hún gaf þeim tilveru sína og þau voru aðaltilgangur henn- ar. Í þeim og minningunum lifir hún áfram. Á þessari kveðjustund kemur mér í hug virði hins smáa, augna- tillit, raddblær, hæglátt bros eða klukknahljómur í lágum glaðværum hlátri. Þannig varst þú, frænka góð. Eins og fagurt lifandi listaverk ofið af fíngerðustu þráðum lífsins á leið inn í eilífðina. Látum svo þetta ljóð verða kveðju mína til þín. Það smáa er stórt í harmanna heim, – höpp og slys bera dularlíki, – og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. – En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Benediktsson.) Knútur Bruun. Það var mikil eftirvænting í hóp nýnema á blómaskreytingabraut þegar flest okkar voru að hittast í fyrsta skiptið við skólasetningu Garðyrkjuskóla ríkisins vorið 2004. Næstu tvö árin þjappaðist hópurinn saman, vinskapur jókst og kynni urðu nánari. Kristín var náttúru- barn, haustið 2005 ákvað hún að fara í leiðsögumannanám samhliða blómaskreytingunum. Naut hún sín vel að kynna sér land sitt á nýjan hátt enda óvenjuhrifnæm. Kristín var fyrst og fremst listamaðurinn í hópnum, hún var lærður textílhönn- uður og báru verk hennar þess merki hve listræn hún var. Kristín var bæði áræðin og fylgin sér, það þarf bæði kjark og þor fyrir ein- stæða móður með fjögur börn að flytja frá Vestmannaeyjum til Hveragerðis og hefja nám að nýju. Hún var baráttukona sem lét drauma sína rætast. Kristín var hæglát, hafði skoðanir á hlutunum og var ófeimin við að láta þær í ljós ef svo bar undir. Kunni að gleðjast í góðra vina hópi, hlæja og njóta augnbliksins. Hafði mikið dá- læti á íslenskri náttúru, útbjó gjarn- an grasate og þurrkaði mikið af jurt- um. Eftirlætið var þó íslenski mosinn, lokaverkefni hennar við skólann fjallaði einmitt um það efni og vel heppnaðar útfærslur hennar við að útbúa skreytingar úr mosan- um. Hún hreifst af fögru listaverki skaparans, dáðist að hverju blómi sem hún handlék, allar plöntur voru mismunandi einstaklingar, þar sem hver og ein þeirra hafði sitt hlutverk og bjó yfir eigin fegurð. Hún tók þátt í nokkrum blómaskreytingakeppn- um og vann til ýmissa verðlauna á því sviði. Að lokinni útskrift flutti hún aftur til Eyja, stofnaði versl- unina Ullarblóm, þar sem hún tvinn- aði saman iðngreinar sínar við góðan orðstír, seldi blómaskreytingar og þæfða ull. Kristín Ellen var mikill tónlistar unnandi og kunni að njóta augna- bliksins. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru upp í Hvalfjörð, nið- ur í Þorlákshöfn og til Reykjavíkur til að njóta uppáhaldstónlistarmann- anna, lifandi tónlist og dans var hennar yndi. Í minningunni er ein magnþrungin stjörnubjört nótt í súrheysturni í Hvalfirðinum. Vafalítið var Kristín löngu farin að kenna sér þess meins er að lokum sigraði hana. Strax á fyrstu önn fór að bera á sérkennilegum höfuð- verkjum með sjóntruflunum sem greinilega þjáðu hana, þó að hún reyndi að láta lítið á því bera og harkaði af sér. Hennar draumur var fyrst og fremst að getað lifað sjálfs- ætt af list sinni. Lífið brosti við henni og allt virtist á réttri leið þegar áfall- ið dundi yfir. Mikill baráttuvilji dugði henni skammt. Nú er vetur konungur genginn í garð, á mesta annatíma blóma- skreyta við kransagerð og annan undirbúning jólaskreytinga, þegar frostrósir og snjór hylja gróður jarð- ar kveður Kristín Ellen okkur. Minningarnar eru okkur dýrmætar og ekki síst þær síðustu, þegar við bekkjarsystkinin ákváðum að fara út að borða eitt haustkvöldið. Við er- um þakklát fyrir að hafa átt þá ynd- islegu stund með Kristínu Ellen. Börnum Kristínar, foreldrum hennar og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð og megi Guð gefa þeim styrk á erfiðum tímum. F.h. útskriftarárgangs af blóma- skreytingabraut LbhÍ vorið 2006, Arndís Þórðardóttir. Það var haustið 2004 sem Kristín Ellen kom til mín og var að kanna með nám í blómaskreytingum við Garðyrkjuskóla ríkisins. Málið var auðsótt enda var þarna mikill fag- urkeri á ferðinni sem bar sterkt skynbragð á fegurð náttúrunnar og alls þess sem vex og lifir. Í sínu fyrra námi og starfi hafði hún fengið inn- sýn í ullina og vefnaðinn og nýtti hún sér síðan þá reynslu og þekkingu í blómaskreytingunum. Ásamt því að notast ávallt við það efni sem er í umhverfi okkar. Hún var hug- myndarík, útsjónarsöm og nýtin og sá notagildið í efni og hlutum sem lágu gjarnan við fætur okkar. Ekki lá hún á skoðunum sínum um notkun gerviefna í blómaskreytingarvinnu, fannst það hin mesta fjarstæða að nota lituð blóm þegar náttúran væri falleg eins og hún er, Og þannig vil ég minnast Kristínar Ellenar, sem náttúrulegrar, fallegrar og þrosk- aðrar konu. Konu sem þurfti oft að glíma við mörg erfið verkefni tilver- unnar þar sem hún varð að láta í minni pokann í lokabaráttunni. Því miður get ég ekki fylgt þér síðasta spölinn, en hugur minn er hjá börnunum þínum sem ég veit að voru þitt mesta stolt í lífinu og sendi ég þeim og öðrum ástvinum þínum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kvölda tekur, allt er hljótt, húsið verður kyrrt og rótt. Skuggar ekki hræða mig, Góði guð ég treysti á þig. Ég bið englana að passa mig, ég bið englana að passa mig. Mamma kyssir góða nótt, mig má ekki dreyma ljótt. Ég horfi út um gluggann minn, úti bíður nóttin dimm. Ég bið englana að passa mig, ég bið englana að passa mig. Þetta er litla bænin mín, ég beini henni upp til þín. Þú vakir alltaf yfir mér, og fyrir það ég þakka þér. Ég bið englana að passa mig, ég bið englana að passa mig. (Hafdís Huld.) Júlíana Rannveig Einarsdóttir, blómaskreytir. Kristín Ellen Bjarnadóttir Minningar á mbl.is Hálfdan Ármann Björnsson Höfundur: Gunnlaug Hulda Berg- vinsdóttir Höfundur: Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grens- ásdeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.