Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009  Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson fagnar brátt tveggja ára afmæli sínu og ætlar að spenna bogann hátt í til- efni þess. Hinn 18. desember næst- komandi mun afmælis-fagnaðurinn fara fram og um er að ræða stór- glæsilega tónlistar-hátíð sem haldin verður á þremur sviðum á Hótel Ís- landi. Sviðin þrjú hafa hlotið nöfn við hæfi og kallast þau nú Jólakött- urinn, Betlehem og Rómanskotið en í koti Rómans munu allir knúsast og kyssast í dyrunum undir mistilteini – í sannkallaðri jólastemningu. Miða- sala á hátíðina er heitir Jól Jólsson hófst á miði.is í gær. Fjöldi tónlistarmanna, hljóm- sveita og plötusnúða munu koma fram á tónlistarhátíðinni þar á með- al Gus Gus, FM Belfast, Lúdó og Stefán, Ben Frost, Egill Sæbjörns- son, Feldberg, Sykur og BB & Blake. Plötusnúðar verða m.a. Party Zone dj’s, breakbeat.is, Margeir, Presi- dent Bongo og Sexy Lazer. Jón Jónsson og Jól Jólsson í góðum fíling! Fólk Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur kristrun@mbl.is RAKEL McMahon myndlistarkona opnar sýn- ingu sína FEED ME í versluninni Kron Kron í kvöld kl. 20. Rakel útskrifaðist úr myndlist- ardeild Háskóla Íslands árið 2008. Hún hefur fengist við samsýningar og gjörninga síðastliðin ár en hefur upp á síðkastið verið að einbeita sér að teikningum, klippimyndum og fleiru á plex- ígler. „Þessi verk eru aðallega málverk unnin á plexígler. Heildarhugmyndin að sýningunni er einhvers konar leiðrétting á fullkomnun. Þetta byggist á að sýna einhverja mynd af hinu mann- lega eðli. Ef það á að líkja þessu við eitthvað má segja að þetta minnir svolítið á Basic Instinct, en án Sharon Stone. En það er mín túlkun, það er í raun hægt að flokka þetta á breiðan hátt. Mér fannst nafnið FEED ME lýsa þessari heild- armynd vel,“ segir Rakel. Hún hefur fengist við ýmis form listarinnar en segir sýninguna vera í anda þess sem hún hafi fengist við áður. „Þetta er í mínum anda og minnir margt á aðra hluti sem ég hef verið að vinna að.“ Rakel segir margt sameiginlegt með verk- unum á sýningunni, þó svo þau sé ólík á margan hátt. „Ég held að maður fari yfirleitt inn á svipuð svæði á svona sýningum þó að birtingarmyndin sé ekki eins. Í þessu tilfelli geri ég það ekki með- vitað.“ Sýningin stendur fram yfir jól. Sýning sem leiðréttir fullkomnun Morgunblaðið/Eggert Rakel Titillinn FEED ME lýsir verkunum vel.  Designer Desember verður hald- ið í fyrsta skipti á veitinga- og skemmtistaðnum b5 í dag, frá kl. 18 til 21. Þetta er hönnunarpartí opið öllum þar sem íslenskir kven- hönnuðir koma til með að sýna vörur sínar og selja, alls 15 þekktir hönnuðir en meðal þeirra eru E- label, Ann design, Kasy-design, Emami og Nakti apinn. Þarna verða alls kyns vörur, föt, skór, kertastjakar og skart svo eitthvað sé nefnt. Gestir eru hvattir til að koma með einhverja smáhluti innpakk- aða og merkja t.d. „strákur, 8 ára“. Pökkunum verður komið fyr- ir hjá þeim sem fá fáar gjafir um jólin. Hver hönnuður mun einnig gefa hlut úr sinni hönnun til þeirra sem minna mega sín. B5 verður opinn fyrir þá sem vilja, hanastél verða í boði og Sig- urjón Brink spilar fram eftir kvöldi. Íslenskir kvenhönnuðir halda teiti á b5 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Pascal Pinon vakti verðskuldaða athygli á liðn- um Músíktilraunum en hún er skip- uð fjórum ungum stúlkum; þeim Jó- fríði og Ásthildi Ákadætrum, Kristínu Ylfu Hólmgrímsdóttur og Höllu Kristjánsdóttur. Sveitin hefur verið giska iðin við hljómleikahald eftir að Tilraun- unum lauk og fyrir stuttu kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, sam- nefnd henni, og er hún prýdd ellefu lögum. Það er Jófríður sem er lagasmið- ur sveitarinnar og segir hún að upprunalega hafi staðið til að negla plötunni út strax í ágúst en upp- tökur fóru fram í júlí. „Sem betur fer heyrði pabbi (Áki Ásgeirsson tónlistarmaður), af- raksturinn og hvatti okkur til að vanda betur til verka. Málið er að við tókum þetta upp algerlega sjálfar, komum með eigin tæki og tól og vorum ekkert að pæla í því að það þyrfti kannski aðeins meira en eina, tvær tökur til að ná þessu rétt!“ Jófríður segir að lögin hafi hún samið í fyrra og í upphafi þessa árs. „Textarnir fjalla um hitt og þetta sem var mér hugstætt á þeim tíma. Fólk er stundum að spyrja mig út í textana og oftar en ekki er ég búin að gleyma út frá hverju þeir voru samdir (hlær). Hlutirnir gerast hratt og fleiri lög eru farin að safn- ast upp og efnið sem er á plötunni er þannig séð orðið gamalt.“ Jófríður segir í framhaldinu að mikil gerjun sé í bandinu, mikil ástríða sé innanborðs og þær stöll- ur séu mjög spenntar fyrir næstu misserum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferskt Stelpurnar í Pascal Pinon eiga framtíðina fyrir sér. Best að flýta sér hægt  Pascal Pinon gefur út sína fyrstu plötu  Platan var unnin alfarið af meðlimum sjálfum  Lögin hlaðast upp Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÓHÆTT er að segja að hinni skemmtilega nefndu sveit Morðingj- unum hafi vaxið ásmegin með hverri plötu og hefur frísku og melódísku pönkrokki hennar verið tekið hönd- um tveim af rokkþyrstum út um land allt. „Það er eitt og hálft ár síðan síð- asta plata, Áfram Ísland! kom út,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar sem gaf sig góðfúslega að spjalli við blaðamann, rétt eftir hádegið í gær. „Þannig að þessu vindur sæmilega hratt fram, myndi ég segja. Við átt- um engin lög á lager þegar við byrj- uðum á þessari en þau söfnuðust í sarpinn hægt og rólega á um hálfu ári.“ Slípað Haukur segir að þeir hafi aldrei áður dvalið jafn lengi í hljóðveri, alls hafi upptökur tekið um einn mánuð. „Sem er mjög mikið fyrir þessa sveit. Við unnum plötuna með Axel „Flex“ Árnasyni sem var alger draumur. Hann slípaði þetta vel til og dró fram það besta í sveitinni.“ Þegar Haukur er beðinn um að setja plötuna í samhengi við fyrri verk hljómsveitarinnar segir hann þetta vera „lokaskrefin á pönkgöng- unni góðu sem hófst með fyrstu plöt- unni, Í götunni minni.“ Sú plata var bæði illa upp tekin og illa spiluð, segir hann. En... „Og þannig átti hún líka að vera. Mér finnst hún standa frábærlega í dag. Einföld og hrá. En það má segja að þessi nýjasta plata og hún liggi á sitthvorum endanum í þessu pönkrokkslega tilliti. Áfram Ísland! er síðan einhvers staðar þarna á milli mætti segja.“ Hvað Flóttann mikla varðar segir Haukur að þeir félagar séu afskap- lega sáttir við útkomuna og hann hrósar útgefandanum sérstaklega, Baldvini Esra hjá Kimi Records. „Við erum honum þakklátir fyrir að hafa þá trú á okkur að hleypa okkur áfram í þriðju plötuna. Síð- asta plata hefur ekki beint selst í bíl- förmum – en hún mjakast þó eitt- hvað...“ Segjum þetta gott … Plötunni nýju verður svo fylgt eft- ir með tónleikahaldi eins og lög gera ráð fyrir. Gigg hér og gigg þar. En hvað svo? „Ætli við glápum ekki á Rambo í vetur og síðan tökum við upp þráð- inn aftur í vor.“ – En nú talarðu um lokaskref. Hvert á þá að halda næst ... inn á nýjar lendur? „Þetta er góð spurning,“ svarar Haukur og strýkur sér um skeggið. „Mjög góð spurning. Við höfum nefnilega verið að ræða þetta okkar á milli undanfarið. Hvort við séum nokkuð búnir að stilla sjálfum okkur upp við vegg, tónlistarlega. Eitt af því sem hefur verið á dagskipun sveitarinnar er að endurtaka sig ekki og þess vegna eru góð ráð dýr. Ætli næsta plata verði ekki bara eitthvert léttbylgjupopp eða einhver svona „aftur í ræturnar“ plata sem menn gera alltaf þegar þeir eru orðnir hugmyndasnauðir. Sem er auðvitað gjörsamlega glatað. Eða við segjum þetta bara gott. Ég veit það ekki ... við sjáum bara til hvað gerist næst þegar við félagarnir setjumst niður til að búa til tónlist,“ segir Haukur að lokum. Enn sömu drullublesarnir  Þriðja plata Morðingjanna, Flóttinn mikli, er komin út  Ákveðinn lokapunktur í vegferð sveitarinnar, að mati Hauks Viðars Alfreðssonar söngvara og gítarleikara Ljósmynd/Árni Torfason Hugur Morðingjarnir eru í miklu stuði á nýjustu plötu sinni, Flóttinn mikli, sem er ívið persónulegri en fyrri verk. Textar Morðingjanna eru til muna persónulegri í þetta sinn- ið, segir Haukur, og lögin eru ekki „öll framreidd með glotti út í annað“ eins og hann orðar það. „Ég held að flestir hafi átt von á einhverri brjálaðri kreppu- plötu þannig að það var bara of freistandi að gera það alls ekki. Áfram Ísland! var eiginlega kreppuplata á undan áætlun. Og það hefði verið ansi lúðalegt og allt of fyrirsjáanlegt að halda þeim leik áfram.“ Ekki kreppuplata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.