Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 37
Jóhanna Vigdís Arnardóttir –Hansa – hefur sýnt ogsannað gegnum árin að húner eigi kona einhöm þegar kemur að söng; hún er jafnvíg á reffilegan djass, söngleikjalög, franska vísnamúsík, popp og hvað sem vera skal; hún hefur til að bera söngrödd sem er jafn styrk og hún er kristaltær. Hér leiða þau hesta sína saman, Hansa og Friðrik Karlsson, og hefði líkast til ekki verið hægt að tefla saman öflugra tvíeyki til að klára verkið sem hér um ræðir; að setja vel valin lög í þann búning sem söngkonan Enya hefur skapað sér heimsfrægð fyrir. Til þess arna er öllum trixunum úr kokkabók hinnar írsku söng- gyðju beitt. Plokkaðir fiðlustrengir, fjarlægar og yfirbergmálaðar radd- ir, keltnesk flauta og hörpuleikur, allt leggst á eitt að skapa draumi líka stemmningu og Friðrik fer létt með útsetningarnar enda sprengv- anur slíku eftir útgáfu fjölmargra geisladiska undanfarin ár með slök- unartónlist. Á plötunni er að finna ýmsar íslenskar perlur laga og ljóða, og nægir þar að nefna Vísur Vatnsenda-Rósu, Hættu að gráta Hringaná og Vikivaka, í bland við frumsamin lög Friðriks. Þá er að finna tökulagið „Engla“ sem upp- runalega heitir „Angel“ í flutningi Söruh MacLachlan (ekki McLaug- hlin, eins og stendur í bæklingnum – skömm í hattinn fyrir það). Hansa syngur sjálf allar raddir eins og engill, plötuna í gegn, enda mögnuð söngkona sem fyrr segir. Einhverjum kann að þykja held- ur sótt í annars sánd á plötu þeirra Hönsu og Friðriks, og má það sjón- armið til sanns vegar færa. En móti fagmennskunni og fáguðum útetn- ingunum verður ekki mælt og óhætt er að mæla með plötunni við þá sem kunna að meta engilþýðar kvenraddir yfir seiðandi slök- unarmúsík – að hætti Enyu. Seiðandi og engilþýtt Geisladiskur Hansa og Friðrik Karlsson – Sveitin milli sanda bbbnn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Glæpir eru orðnir algengtsöguefni í íslenskumbókmenntum og hefurþað væntanlega gerst samhliða óheillavænlegri þjóð- félagsþróun síðustu ára. Í nýrri glæpasögu, Sporum, eftir Lilju Sigurð- ardóttur kem- ur lunkinn raðmorðingi til skjalanna sem murkar lífið úr fórn- arlömbum sínum á skelfilegan hátt. Að- alpersóna sögunnar er Magni sem tekur að sér að aðstoða fyrrverandi maka sinn, Iðunni rannsóknarlögreglukonu, við að leysa hryllilega morðgátu. Magni er nýkominn úr áfengismeðferð og þar sem morðin virðast tengjast samtökum óvirkra alkóhólista er hann á heimavelli. Hann tekst á við sporin sín skv. AA-fræðunum og glímir um leið við fortíð sína, sorg og veikleika og þroskast heil- mikið í sögunni. Persónurnar heita margar goðfræðilegum nöfnum (Iðunn gefur Magna m.a.s. epli í lokin) en eru manneskjulegar og trúverðugar. Það er helst ameríski prófælerinn Megan sem virkar klisjulegur í Sporum: stórvaxið kvenskass sem hesthúsar heilu vínarbrauðslengjurnar en slær öll- um löggum við í gagnrýnni rök- hugsun. Bygging sögunnar er hefðbundin og sagan þétt, í upp- hafi er dramatískri dauðastund eins fórnarlambanna lýst og brátt koma fleiri morð í svipuðum dúr inn á borð lögreglunnar, ýmsir eru grunaðir og málin flækjast. Spenn- an vex eftir því sem líkin hrannast upp og meira reynir á edrú- mennsku Magna. Karlar hafa lengi verið ráðandi bæði sem aðalpersónur og höf- undar glæpa- og spennusagna. Það er því sérlega gleðilegt að fá fleiri verk eftir konur í þessum geira. Höfundi gengur þó misvel að til- einka sér karlmannseðlið og þegar tilhugsun um súludansmeyju vekur Magna losta gellur við: „Karlmenn eru bara stundum svo furðulegir“ ( 129). Mikilvægast er að formúlan virkar og ráðgátan raðast alveg saman, það gengur ágætlega upp að tengja á milli trúarpælinga samtakanna og morðanna sem eru táknfræðileg og vandlega skipu- lögð. Blóðbragðið sem heldur manni á sporinu er ferskt þar sem morð í íslenskum glæpasögum eru oft framin óvart, í skyndibrjálæði eða á fylleríi en hér er al- vörumorðingi á ferð. Fyrsta bók Lilju Sigurðardóttur er í grunninn fínasta spennusaga, vel byggð og metnaðarfull en líður dálítið fyrir ákafan boðskap fræðanna sem hún er kennd við. Alvörumorðingi mættur á svæðið Spennusaga Spor bbmnn Eftir Lilju Sigurðardóttur. Bjartur 2009. 256 bls. STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR BÆKUR Smáralind / s ími 555 2900 JÓL Í SELECTED /FEMME NÝJAR VÖRUR VIKULEGA 24900 4990 8900 6990 9900 24900 KJÓLL FÆST Í SVÖRTU OG DÖKKBLÁU        SÖNGKONAN Susan Boyle hef- ur slegið sölumet í Bandaríkjunum með fyrstu breið- skífu sinni, I Dreamed a Dream. Engin plata tónlist- arkonu hefur náð annarri eins sölu fyrstu vikuna á markaði vest- anhafs og plata Boyle. 701.000 þús- und eintök seldust í Bandaríkjunum fyrstu vikuna en í fyrsta sæti yfir karlkyns tónlistarmenn er Snoop Dogg, 803.000 eintök seldust fyrstu vikuna í sölu af plötu hans Doggy- style árið 1993. Boyle vakti heimsathygli í hæfi- leikaþættinum Britain’s Got Talent fyrr á þessu ári. Platan hennar hef- ur einnig rokselst í Bretlandi, er sú söluhæsta þar í landi frá upphafi mælinga hvað fyrstu vikuna varð- ar. 410.000 eintök seldust í þeirri viku. Platan hefur fengið misjafnar viðtökur gagnrýnenda en það virð- ist litlu máli skipta í ljósi sölutalna. Boyle er 48 ára gömul og var með öllu óþekkt fyrir þátttöku sína í hæfileikaþættinum. Boyle sló sölumet Susan Boyle Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.