Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 40

Morgunblaðið - 03.12.2009, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Íkvikmyndinni Coco verðurChanel sem sýnd er í Laug-arásbíói um þessar mundir ersögð saga Gabrielle „Coco“ Chanel frá því að faðir hennar skilur hana eftir á munaðarleysingjahæli og þar til að hún verður goðsagna- kenndur tískuhönnuður og tákn- mynd nútímakvenna. Coco hefur feril sinn sem aðstoðarstúlka skraddara en á kvöldin syngur hún og dansar með systur sinni á knæpu. Þar hittir hún glaumgosann og bar- óninn Etienne Balsan sem gerir hana að lagskonu sinni. Hann kynnir hana fyrir úrkynjuðum velmeg- unarlífsstíl franskrar hástéttar og gerir henni kleift að hanna eftirsótta hatta. Síðar kynnist Coco stóru ást- inni, enska viðskiptajöfrinum Arth- ur Capel, sem hjálpar henni enn frekar að ryðja sér til rúms í tísku- heiminum. Á sama tíma og hagur Coco vænkast flækist einkalífið til muna. Myndin er í flesta staði ágæt en viðfangsefnið er ef til vill helst til rómað. Persónurnar eru aðeins of fínpússaðar og frásögnin er frekar ójöfn þar sem hún byggist á ævi Coco fremur en gullnum frásagn- arsniðum. Útgangspunktur mynd- arinnar er ekki nógu afmarkaður þar sem frásögnin er hvorki beint ástarsaga aðalhetjunnar né þroska- saga hennar heldur tekur hún fyrir hluta af ævi þar sem öllu ægir sam- an. Engu að síður eru persónurnar afar áhugaverðar og samskipti þeirra skjóta glæðum og tendra áhorfið. Búningar og öll sjónræn umgjörð er sömuleiðis stórbrotin og leikurinn er framúrskarandi. Aud- rey Tautou vinnur leiksigur þar sem hún verður Coco endurfædd. Þetta er dramatískara hlutverk en leik- konan hefur áður glímt við þar sem hetja hennar er ekki jafn geðþekk, lífsglöð og augljóslega hrífandi og sú sem hún léði svo eftirminnilega líf í Amélie árið 2001. Hrifnæmi og fegurð persónu hennar í þessari mynd býr í hinu óhefðbundna og óbeislaða en afstaða Coco til persónulegra sambanda og stöðu konunnar í samfélaginu var einstök. Hún lét samfélags- formgerðina ekki sníða sér stakk og skipa á bás heldur fylgdi sinni eigin köllun og leyfði rannsakandi og gagnrýnu augnaráði að stýra sér í gegnum lífið. Myndin gerir út á þetta augnaráð hennar og áhorf- endum gefst kostur á að samsama sig við það. Þeir sjá og gægjast með henni en upplifa jafnframt ut- angarðsstöðu hennar, hún tilheyrir ekki umhverfinu sem hún rannsakar og er á skjön við allt og alla. Það er magnað að sjá Tautou sem Coco beita augunum og hvernig klipping og römmun sýna hvernig áferðir, form og litir í klæðnaði fanga at- hygli hennar. Þegar Coco kemur á munaðarleysingjahælið sér hún til dæmis ekki framan í nunnurnar en hvítir bátlaga hattar þeirra, sem eru algjör andstæða látlausra blá- svartra kjólanna, heilla hana. Líkt og þessir bátlaga hattar er myndin helst til rómuð og stílfærð en segja má að andhetjan Etienne Balsan sem leikin er með tilþrifum af Benoit Poelvoorde bjargi henni frá því að vera of formfáguð. Bar- óninn er burðarás frásagnarinnar þar sem hann er þriðja hornið í ást- arþríhyrningnum og trúður sem léttir á dramanu. Hann er aðal- áhrifavaldur framvindunnar og þar sem hann er andhetja fá persónu- legir annmarkar hans örlítið bit fremur en að vera rómaðir í hæstu hæðir eins og ímynd Coco Chanel hefur óneitanlega orðið jafnt á hvíta tjaldinu sem og utan þess. Coco og Balsan Tautou og Poelvoorde í hlutverkum sínum. Rómuð goðsögn Laugarásbíó Coco verður Chanel / Coco avant Chanel bbbmn Leikstjórn: Anne Fontaine. Handrit: Anne Fontaine, Camille Fontaine. Aðalhlutverk: Audrey Tautou, Benoit Poelvoorde, Alessandro Nivola, Marie Gillain. 110 mín. Frakkland, 2009. Hjördís Stefánsdóttir KVIKMYNDIR Leikkonan Audrey Tautou tók við af Nicole Kidman sem ímynd Chanel No. 5 ilmvatnsins sam- hliða útkomu kvikmyndarinnar Coco verður Chanel. Leikstjór- inn Jean-Pierre Jeunet stýrir Tautou í tengdri auglýsinga- herferð en þau hafa áður starf- að saman við gerð kvik- myndanna sem komu leikkonunni á kortið, Amélie og A Very Long Engagement. Chan- el No. 5 er fyrsta og frægasta ilmvatnið sem Coco setti á markað en það hefur verið í sölu frá árinu 1921 og áætlað er að á heimsvísu seljist ein flaska af því á 30 sekúndna fresti. Chanel No. 5 YFIR 32.000 GESTIR FRÁBÆR MYND UM UPP- VAXTARÁR EINS ÁSTSÆLASTA KÖRFUBOLTAMANN SAMTÍMANS, LEBRON JAMES. SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞRIÐJA STÆRSTA FRUMSÝNINGAR- HELGI ALLRA TÍMA Í USA BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER Robert Pattinson og Kristen Stewart eru mætt í einni stærstu kvikmyndaseríu allra tíma! „ÞEIR SEM DÝRKUÐU FYRSTU MYNDINA... MUNU ÁBYGGILEGA ELSKA ÞESSA ÚTAF LÍFINU.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI THE TWILIGHT NEW MOON kl.5:20-8-10:10-10:50 12 DIGITAL MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8 L A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl.5:503D 7 3D-DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 16 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.83D ótextuð 7 3D-DIGITAL / ÁLFABAKKA THETWILIGHT2NEWMOON kl. 6-8-9-10:50 12 DIGITAL LAW ABIDING CITIZEN kl.10:20 L THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:20 - 8 - 10:50 LÚXUS MORE THAN A GAME kl. 5:50 7 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 5:503D ótextuð 7 3D DIGITAL COUPLES RETREAT kl. 8 12 ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl. 5:50 7 ALGJÖR SVEPPI.. kl. 6 Sýnd í síðasta sinn L ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl. 8-10:10 7 PANDORUM kl. 8 16 NÚ geta þeir sem hafa gaman af því að horfa á aðra kasta sér niður tröppur, fá rafmagnsstraum í gegnum líkamann eða gera aðra hluti sem geta dregið fólk til al- varlegrar lömunnar, jafnvel dauða, tekið gleði sína á ný. Það er orðið opinbert að Jackass 3 er í vinnslu og á hún að koma í þrívídd. Johnny Knoxville er búinn að staðfesta að hann verði með í nýjustu myndinni. Þeir Jeff Tremaine, leikstjóri myndarinnar, eru nú þegar farnir að gera tilraunir með hvernig marblettir og önnur meiðsl líta út í þrívídd. Tökur hefjast í janúar á næsta ári. Jackass 3 væntanleg Jackass Úr mynd númer tvö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.