Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1960, Síða 4

Skólablaðið - 01.11.1960, Síða 4
- 36 - horfinna tíma í þessu húsi. En hitt er víst„ að núverandi ástand skolahússins elur með nemendum slæma umgengnis- háttu og virðingarleysi fyrir musteri menntunarinnar. j Margsinnis á síðustu áratugum hefur i bygging nýs menntaskóla verið á döfinni. ; Margir hafa ritað og rætt um nauðsyn á að flýta þeim framkvæmdum. Samt er nýr menntaskoli enn þá aðeins töluð orð. ; Og enn á ný er rætt um að reisa nýjan menntaskola. Margt hefur komið i fram í dagsljósið við umræðurnar, sem sýnir, að við slíka byggingu eru gífur- lega mórg vandamál. Þó er eitt atriði, sem enn hefur ekki komið fram. Það er hverjum þeim Ijóst, er fylg- ist með starfi hér í skóla, að kennslu- hættir og námstilhögun eru að sliga all- an þroska- og menntunarvilja nemenda. Þurr utanbókarlærdómur er að myrða hvern þann sköpunarneista, er kann að i leynast í brjósti okkar. Við erum þræl- . fjötruð við staur ítroðslunnar, og í j kringum okkur hlaða kennarar nauðugir viljugir bálköst forheimsku og ófrjálsrar j tjáningar, og í nánd stendur glottandi púki andleysis og axturfarar tilbúinn til að kveikja x. Slíkt ástand gerir skjótlega út af við starfsgleði læriíeðranna og slekkur j alla löngun nemenda til að bergja veigar j menntagyðjunnar. Sú námsgrein, sem núverandi kennslu- í kerfi tröllríður einna mest, er mannkyns- ; sagan. Af spjöldum sögunnar hafa horfnar kynslóðir numið, hvernig mannkynið hefur j á göngu sinni gegnum aldirnar hrasað og hrapað, en lært af víxlsporunum og stigið örugglega og vonglatt næsta vegarspotta. Gildi mannkynssögunnar fyrir nútíma- manninn er fyrst og fremst fólgið í þeim möguleikum, er hún veitir til að þjálfa dómgreind og skipulagða hugsun. Góður j skrásetjari setur atburðina þannig fram, að þeir blasi greinilega og í réttri mynd sinni við lesandanum, sem minnst meng- j aðir persónulegu mati ritarans á mikil- vægi þeirra, og um leið gefur hann lesand- anum tækifæri til að kveða sjálfur upp dóma og tengja atburðina saman í orsaka- keðju. Nú á dögum gerir stjórnskipula^ið kröfu til, að þegnarnir láti í Ijós álit sitt á gjörðum íorráðamannanna og marki stefnuna á komandi tímum. Til þess, að krafan eigi siðferðislegan rétt á sér, verða borgararnir að hafa þekkingu á liðn- i um atburðum og þroska til að bera þá sam- an við núverandi ástand. Til þessa er sag- an bezta tækið, sé hún kennd á réttan hátt. Mannkynssögukennsla, sem miðast við það eitt, að úttroða heilaskjóður vesalings nemendanna af ártölum og mannanöfnum, ber aldrei ávöxt. Og mér er spurn, hvaða gagn er að vita af hverjum, hvar og hvenær Cæsar var drepinn, ef viðkom- andi gerir sér enga grein fyrir, hvaða á- hrif dauði hans hafði á stjórnskipulags - þróun og menningu rómverska ríkisins. Þannig er sagan kennd. Persaríki er afgreitt í einni kennslustund með því, að nemendur þylja nöfn, landavinninga og dánardægur helztu kónganna. Meiri fræðslu um áhrif Persa á menningu og stjórnmál seinni alda fáum við ekki í musteri menntagyðjunnar. Henni er að fullu og öllu lokið. Punktum. Mannkynssögu á að kenna með fyrir- lestrum og óformlegum viðræðum. Nem- endur kynna sér áður ákveðið svið sög- unnar, hlýða síðan á fyrirlestur kennara og þar á eftir skrifa þeir ritgerð, unna úr kennslubókinni, fyrirlestrinum og öðrum heimildum. Á þennan hátt öðlast þeir djúpstæðari þekkingu á atburðunum og þjálfun í að greina kjarnann frá hisminu, jafnframt því sem hæfni þeirra til að átta sig á og dæma atburðarás líðandi stundar eykst til muna. Því skrifað stendur : Sá, sem ekki þekkir aðra, þekkir ekki sjálfan sig. Að vísu gerir slík tilhögun stórum meiri kröfur til ástundarsemi og starfs- gleði nemenda og yrði líklega erfitt í fyrstu að hrekja kæruleysið, námsleiðann og sviksemina úr hásæti því, er þau nú skipa í hugum þeirra vel flestra. En ávextir hins nýja kerfis myndu fljótlega þerra svitadropana, sem kynnu að spretta fram á enni meistaranna á hinni nýju braut. Mannkyns sagan er þó einungis ein námsgrein af rösklega tíu. Líkt má segja um kennslutilhögun hinna. Hún sóar bæði tíma og kröftum nemenda jafnt sem kenn- ara. Nú er komið að hinni brennandi spurn- ingu : Hví er ei skipt um kerfi ? Þv'í er til að svara, að núverandi skólahús krefst þessa þjakandi kerfis. Nýtt kerfi hefur óhjákvæmilega í för með sér annað skólahús. Nú er bygging skóla- hússins á döfinni, en enginn nefnir breyt- Frh. á bls. 42.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.