Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1960, Side 10

Skólablaðið - 01.11.1960, Side 10
42 - semdir við málflutning og rök annarra ræðumanna. Að vísu getur það sært statistískt stolt Ólafsj að ekki skuli vera stöðugur straumur á mælendaskrá eða þögn í þrjár mínutur. Allt um það, ég hlakka til næsta málíundar og vona, að menn reynist þá ögn sjálfstæðari í mál- flutningi. Augljóst er, að Ólafur hýr yfir ó- þrjótandi orku, og ætti að geta stýrt Framtíðinni skammlau.st, ef hann rasar ekki um ráð fram. Þó hefur hann einu sinni hlaupið all-illilega á sig. Á ég hér við þegar altaristaflan alræmda var negld upp á vegg. Mér finnst taflan forljót. Hun er fremur klunnaleg og út- flúr hennar er smekklaust. En það, sem mestu máli skiptir, er að taflan er ekki 'í stíl við skólann né innviðu hans. Rægi- tungur segja, að Ólafur hafi sett statist- ískt stolt sitt í að láta töfluna aldrei standa auða. Framtíðarskútan hefur haft góðan byr að undanförnu. En stundum getur verið heppilegra að rifa seglin, ef ekki á að kollsigla. Nuntii Ithacae. Rekstur íþöku gengur vel. Dansleik- ir eru jafnvel of fjölmennir. Þó hefur Ólafur R. stolið einni skrautfjöður úr hatti Garðars, og á ég hér við skrípa- myndasýningarnar, sem Ljósmyndaklúbb- urinn virðist ha.fa yfirtekið. Er þetta e.t. v. eðlileg þróun, en hvað er skrípa- myndasýning án Garðars Halldór ssonar ? Ars gratia artis. Listafélagið hefur haldið 3 listkynn- ingar, þegar þetta er ritað. Því miður gat ég aðeins komið Jdví við að sækja þá fyrstu. Tókst hún frabærlega vel, en þar var Vilhjálmur frá Skáholti kynntur. Helgi Sæmundsson flutti erindi um skáld- ið, Ævar R. Kvaran las upp, Sigfús Hall- dórsson söng og að lokum las skáldið sjálft. Var það mál þeirra, sem kynn- inguna sátu, að sjaldan eða aldrei hefði listkynning tekist jafn vel. Kynningar á Cesar Franck og Mugg ku hafa tekizt vel, einkum hin síðari. Þó mun Maríu- maríusöngur ofan af lofti hafa skygjjt nokkuð a. Via dolorosa. BLEKSLETTUR, frh, af bls, 36. ingu á námskerfinu. Er ætlunin að miða nýja skólahúsið við núverandi kennsluskip- an eða skal fyrst reisa húsið og laga síð- an kennslukerfið eftir því? Hvor tveggja er mjög óráðlegt og getur dregið þungan og þrálátan dilk á eftir sér, sem komandi kynslóðir myndu bíða óbætanlegt tjón af. Nei, hér gildir enn hið fornkveðna : Kapp er bezt með forsjá. Sannarlega er mikil þörf á nýju skólahúsi, en sízt minni er nauðsyn þess, að rífa gamla kerfið til grunna og reisa annað. Bygging nýs skóla- húss og endurskipulagning kennslunnar verða að haldast í hendur. Sú eina lausn þessa ófremdarástands er líkleg til að hafa í för með sér menntunar- og menn- ingarauka íslenzku þjóðarinnar á ókomn- um tímum. L is_t in_og_ við ._ Bókmenntirnar voru á niðurlægingar- tímabili xslenzku þjóðarinnar traustasti hlekkurinn í sameiningarkeðju hennar. Efni þessara gömlu doðranta hamraði þjóðartilfinninguna í sífellu og reyndist tryggur förunautur í frelsisbaráttunni. í þann txma var það talið til dyggða á ís - landi að lesa vísdómsbækur og nema af þeim. Margur kotungurinn víkkaði sjón- deildarhring sinn og kynntist nýjum heim- um við lestur þeirra ; þjóðin vitkaðist og styrkti sálina. Flækingar jafnt sem óðals- bændur þráðu að líta útlöndin, hvar malerí og allsslags kúnstir væru framdar og spilagosar létu unaðartóna óma frá skringilegum kössum, er spekilegir menn nefndu fíólín. En jörðin ku snúast og mannskepnan breytast. Á okkar dögum tíðkast í æ ríkara mæli að líta þá menn annarlegum augum, sem leita afreksverka mannsandans og kynna sér þau, sjálíum sér til þroska og yndis eða félögum sxnum til fræðslu. Einnig ber það tíðum við, að þeir eru nefndir eftir erlendum tungum "snobbaxar." Það fæðist enginn fullskapaður. Þessi Frh. á bls. 60. ætlar að starfa af miklu kappi. Hefur hinn vinsæli eðlisfræðingur Teoríus (Páll Theodórsson) flutt erindi, og nú hafa þeir í hyggju að gefa út blað. Ritdómur kemur í næsta blaði. Raunvísindadeild Framtíðarinnar -b-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.