Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
íþróttir
Rússinn á Anfield Andrei Arshavin gerði Liverpool aftur lífið leitt og skoraði glæsilegt
sigurmark fyrir Arsenal. Lundúnaliðið komið á fleygiferð í baráttuna um enska meistaratitilinn. 7
Íþróttir
mbl.is
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
„ÉG er búinn að ná mér vel á strik
og finnst ég yfirhöfuð búinn að spila
mjög vel frá því að ég kom til Dan-
merkur. Ég hef náð upp góðum stöð-
ugleika og sýnt að þetta góða tímabil
í fyrra var ekki bara eitthvert „one
hit wonder“,“ sagði Sölvi Geir Otte-
sen, landsliðsmaður í knattspyrnu, í
samtali við Morgunblaðið í gær eftir
að í ljós kom að hann er besti leik-
maðurinn í fyrri hluta dönsku úr-
valsdeildarinnar samkvæmt ein-
kunnagjöf Ekstrabladet.
„Þetta er fínasta viðurkenning.
Ég vissi svo sem alveg að ég væri bú-
inn að spila vel í haust en ætli það
megi samt ekki segja að þetta hafi
komið mér á óvart. Ég fékk þó ekk-
ert sjokk,“ sagði Sölvi og hló. Sönd-
erjyskE hefur komið nokkuð á óvart
í dönsku úrvalsdeildinni þar sem lið-
ið er hvergi nálægt fallbaráttu, eins
og búist hafði verið við, og hefur að-
eins fengið á sig 18 mörk í jafn-
mörgum leikjum. Á Sölvi stærstan
þátt í því að mati danskra fjölmiðla.
„Við erum með mjög trausta vörn
en mér er ætlað að stjórna henni og
ætli leikstíll minn sé ekki þannig að
fólk taki frekar eftir mér. Við höfum
fengið miklu færri mörk á okkur á
þessari leiktíð en áður og erum núna
í fjórða sæti yfir þau lið sem hafa
fengið á sig fæst mörk í deildinni,
sem er nokkuð gott,“ sagði Sölvi.
Hann reiknar frekar með því að
hafa spilað sinn síðasta leik fyrir
SönderjyskE en mörg félög hafa
fylgst náið með Sölva að undanförnu.
Reiknar með góðri jólagjöf | 5
Þetta er fínasta viðurkenning
Sölvi bestur í dönsku úrvalsdeildinni hjá Ekstrabladet Kom honum á óvart
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
ÁGÚST Jóhannsson handknatt-
leiksþjálfari hefur gert nýjan
samning við norska félagið Lev-
anger. Ágúst
tók við liðinu
fyrir þetta tíma-
bil og greinilegt
að forráðamenn
félagsins eru
ánægðir með
störf hans og
hafa aðilar
skrifað undir
þriggja ára
samning.
„Já, já, maður tapar öllum
leikjum og þeir eru bara ánægðir
með það,“ sagði Ágúst léttur í
lund í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Nei, svona að öllu gamni
slepptu, þá er búið að skrifa und-
ir þriggja ára samning. Ég kann
mjög vel við mig hérna í Noregi
og forráðamenn félagsins ágæt-
lega ánægðir með mig,“ sagði
Ágúst.
Levanger er frá samnefndum
20 þúsund manna bæ í
Suður-Þrændalögum, skammt
norðan við Þrándheim.
Stefnir á að komast
í úrslitakeppnina
Levanger er sem stendur í 9.
sæti í norsku úrvalsdeildinni með
sex stig en næstu tvö lið þar fyrir
neðan eru með fimm stig og Gjer-
pen er á botninum með mínus
þrjú stig. „Við höfum leikið ágæt-
lega og tapað mörgum af þessum
leikjum naumlega. Við höfum ver-
ið frekar óheppin og eins hafa
margir leikmenn verið meiddir.
Nú fáum við frí fram til 10. jan-
úar og þá verða flestir búnir að
ná sér af meiðslunum þannig að
við erum bara nokkuð brött.
Það er ekkert langt upp í sæti í
úrslitakeppninni, en að sama
skapi er heldur ekki langt niður í
fallsætin,“ sagði Ágúst sem hefur
fulla trú á að hann komi liði sínu
í úrslitakeppnina.
Rakel Dögg á eftir
að nýtast liðinu vel
Landsliðskonan Rakel Dögg
Bragadóttir gekk fyrir skömmu
til liðs við Levanger eftir að hafa
verið á mála hjá KIF Kolding í
Danmörku í hálft annað ár og
segir Ágúst hana eftir að nýtast
liðinu vel. „Hún er búin að spila
tvo síðustu leiki og það er ekki
nokkur vafi á að hún á eftir að
nýtast okkur vel. Hún er ekki í
nægilega góðri æfingu, enda lítið
spilað upp á síðkastið,“ segir
Ágúst.
Ágúst með
þriggja ára
samning
Ágúst Jóhannsson
Áfram hjá Levanger
Kann mjög vel við sig
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
ÞAÐ kom mikill undrunarsvipur á
andlit landsliðsfyrirliðans Her-
manns Hreiðarssonar þegar hann
ætlaði að ganga inn á leikvöllinn í
upphafi seinni hálfleiks í viðureign
Portsmouth og Sunderland í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu á
laugardag. Steve Bennett dómari
leiksins ákvað nefnilega að sýna
honum þá gult spjald sem Eyja-
maðurinn var ansi ósáttur með.
„Þetta var víst fyrir að labba út
af vellinum í leik-
hléi með „aggre-
sífum“ hætti,“
sagði Hermann í
samtali við
Morgunblaðið í
gær.
„Ég var samt
ekkert að tala við
dómarann, bara
aðeins að rabba
við Fraizer
Campbell [leikmann Sunderland] í
rólegheitum. Mér fannst hann
renna sér tvisvar aðeins of óþægi-
lega í mig og vildi minna hann á að
það væri komið að mér. Þetta var
bara mjög asnaleg áminning. Og af
hverju spjaldaði dómarinn mig ekki
þá frekar þegar þetta gerðist?“
sagði Hermann sem fékk engin
ásættanleg svör um það frá Benn-
ett.
Leiknum sjálfum lauk með 1:1
jafntefli og hefur Portsmouth því
náð í fjögur stig í síðustu tveimur
leikjum. Félagi Hermanns úr vörn-
inni, Younes Kaboul, skoraði jöfn-
unarmarkið í uppbótartíma. Hann
réð sér ekki fyrir kæti og reif sig
úr treyjunni til að fagna markinu
en fékk þá sitt annað gula spjald og
þar með rautt.
„Þetta var auðvitað á 93. mínútu
og við höfum ekki fagnað mikið upp
á síðkastið en að sjálfsögðu var
þetta heimskulegt. Hann við-
urkenndi það sjálfur strax eftir leik
og baðst afsökunar á þessu. Tilfinn-
ingarnar tóku bara yfir hjá honum
og þetta sýnir að mönnum stendur
ekki á sama,“ sagði Hermann sem
virðist vera búinn að ná sér vel af
meiðslunum sem hrjáðu hann fram-
an af leiktíð.
Þetta var asnaleg áminning
Hermann fékk gula spjaldið þegar hann gekk til síðari hálfleiks Minnti
sóknarmann Sunderland á að halda sig á mottunni Fékk ekki skýringar
Hermann
Hreiðarsson
Morgunblaðið/Kristinn
Tilþrif Frekar skrýtnir tilburðir í leik Fram og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handknattleik í gær. Sigurður Örn Arnarson markvörður Fram er með
boltann en samherji og mótherji eru ekki alveg á hefðbundnum stöðum á vellinum. Stjarnan vann fallslaginn í Safamýrinni með átta mörkum. | 3