Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VALUR verður á toppi N1-deildar
kvenna í handknattleik þegar leik-
menn njóta jólahátíðarinnar þenn-
an veturinn eftir stórsigur á liði
HK, 41:22, um helgina. Íris Ásta
Pétursdóttir gerði átta mörk fyrir
Val og Ágústa Edda Björnsdóttir
sex en Húsvíkingurinn Elva Björg
Arnarsdóttir var markahæst hjá
HK með sjö mörk.
Valskonur hafa því enn ekki tap-
að leik í deildinni en gert tvö jafn-
tefli og hafa því aðeins eins stigs
forskot á Fram sem er í 2. sæti.
Framarar áttu ekki í vandræðum
með að leggja botnlið Víkings að
velli í gær, 41:14, þar sem Víkingar
skoruðu aðeins þrjú mörk í seinni
hálfleiknum.
Framarar geta komist á topp
deildarinnar með sigri í fyrsta leik
eftir áramót en á þrettándanum
eigast Fram og Stjarnan við í stór-
leik. Stjarnan er einnig í hópi fjög-
urra liða sem virðast ætla að keppa
af hörku um efsta sæti deildarinnar
því Garðbæingar eru í 4. sæti,
þremur stigum á eftir Val en með
leik til góða.
Haukar eru svo í 3. sæti og eru
tveimur stigum á eftir Val en hafa
leikið einum leik betur. Hafn-
arfjarðarliðið hafði betur gegn
KA/Þór að Ásvöllum, 33:20, eftir
að staðan í hálfleik hafði verið
14:12 Haukum í vil. Erna Þráins-
dóttir gerði átta mörk fyrir Hauka
og Hanna G. Stefánsdóttir sex en
þær Martha Hermannsdóttir, Arna
Erlingsdóttir og Inga Dís Sigurð-
ardóttir gerðu fimm mörk hver fyr-
ir Akureyrarliðið sem tapaði
reyndar tveimur leikjum um
helgina því liðið mátti einnig sætta
sig við tap gegn Fylki í hörkuleik,
25:23. Arna var þá markahæst hjá
KA/Þór með átta mörk en Elín
Helga Jónsdóttir gerði sex fyrir
Fylki.
Sigur Árbæinga þýðir að þeir
eru á góðu róli um miðja deild nú
þegar rúmur þriðjungur af Íslands-
mótinu er búinn en KA/Þór er sem
áður í næstneðsta sæti með þrjú
stig. sindris@mbl.is
Valskonur á toppnum yfir jólin
Morgunblaðið/Kristinn
Stöðvuð Leikmenn KA/Þórs komust ekki mikið áleiðis gegn Haukum í gær
og hér er Arndís Heimisdóttir í liði norðankvenna tekin föstum tökum.
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
FH tókst að tryggja sér sæti í deilda-
bikarkeppni HSÍ sem fram fer á milli
jóla og nýárs með því að leggja Val
að velli 23:20 í N1 deild karla á laug-
ardaginn. Liðin mættust á heimavelli
Vals að Hlíðarenda og FH þurfti á
stigum að halda til þess að tryggja
sér eitt af fjórum efstu sætum deild-
arinnar fyrir jólafrí. Fjögur efstu lið-
in takast á í deildabikarnum en það
verða Haukar, FH, Akureyri og Val-
ur.
„Já mér skilst að þessi sigur hafi
tryggt okkur sæti í deildabikarnum.
Það er auðvitað það sem var undir
hjá okkur í þessum leik. Við ætluðum
okkur svo sannarlega að komast inn í
þá keppni fyrst hún var sett á. Það er
titill í húfi og þáttökuréttur í Evr-
ópukeppni líka. Að sjálfsögðu viljum
við frekar taka þátt í deildabikarnum
heldur en að vera í einhverjum jóla-
fótbolta í Kaplakrika og einhverju
gríni,“ sagði varnarjaxlinn hjá FH,
Sigurgeir Árni Ægisson í samtali við
Morgunblaðið að leiknum loknum.
Sigurgeir gleymir sjaldnast barátt-
unni heima og honum tókst að binda
varnarleik FH vel saman að þessu
sinni, enda hafa Valsmenn ekki átt
því að venjast að skora aðeins 20
mörk á heimavelli en þó hefur það nú
gerst í tveimur leikjum í röð.
Góð úrslit gegn stóru liðunum
Sigurgeir sagðist hafa verið
ánægður með sigurinn sérstaklega
vegna þess að Valur hefði haft frum-
kvæðið um tíma í síðari hálfleik eða
allt þar til FH skoraði fjögur mörk í
röð og breytti stöðunni úr 17:15 í
17:19. Sigurgeir segir FH-inga þurfa
að leika oftar eins og þeir gerðu gegn
Val ætli þeir sér að berjast um tit-
ilinn í vor: „Ég er ekki alveg nógu
sáttur við okkar leik á fyrri helmingi
tímabilsins. Við höfum verið allt of
brokkgengir og það hefur vantað all-
an stöðugleika í leik okkar. Við verð-
um að vinna jafnt og þétt í að bæta
þá hluti sem aflaga hafa farið fyrir
áramót. Á hinn bóginn er margt gott
í þessu liði og við höfum náð góðum
úrslitum gegn stóru liðunum. Það
hefur vantað gegn liðunum sem eru
fyrir neðan okkur í deildinni og þar
komum við akkúrat að því að við er-
um ekki nægilega stöðugir. Það hef-
ur verið mikill munur á baráttuand-
anum í þessum leik eða bikarleiknum
gegn Haukum annars vegar og hins
vegar í leikjunum sem við töpuðum á
móti Gróttu og HK. Ef við náum upp
álíka geðveiki og í þessum leik þá
verður þetta svo miklu auðveldara
fyrir okkur,“ sagði Sigurgeir enn-
fremur.
Aðventan virðist ekki hafa farið
sérstaklega vel í liðsmenn félags sr.
Friðriks ef marka má þennan leik.
Leikmenn Vals voru óvenju pirraðir
og kusu að eyða mikilli orku í vanga-
veltur um störf dómaranna. Einbeit-
ing Valsmanna fauk því út í veður og
vind og þeir köstuðu frá sér mögu-
leikanum á því að vinna leikinn með
óskynsamlegum aðgerðum í sókn-
arleik sínum á lokakafla leiksins.
Morgunblaðið/Kristinn
Ógnandi Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir FH-inga á laugardaginn og ógnar hér marki Valsmanna.
FH vildi frekar deildabik-
arinn en jólafótboltann
Pirraðir Valsmenn misstu niður góða stöðu FH nældi í deildabikarsætið
Vodafonehöllin að Hlíðarenda, úr-
valsdeild karla, N1 deildin, laug-
ardaginn 12. desember 2009.
Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:4, 7:8,
9:10, 12:11, 14:12, 14:14, 17:15,
17:19, 19:20, 19:22, 20:23.
Mörk Vals: Arnór Gunnarsson 5,
Elvar Friðriksson 4, Orri Freyr
Gíslason 3, Gunnar Ingi Jóhanns-
son 3, Ernir Hrafn Arnarson 3,
Ingvar Árnason 1, Fannar Frið-
geirsson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 16
(þar af 2 aftur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk FH: Bjarni Fritzson 6/3, Örn
Ingi Bjarkason 5, Ólafur Gúst-
afsson 4, Ólafur Guðmundsson 4,
Jón Heiðar Gunnarsson 3, Ásbjörn
Friðriksson 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 14/1
(þar af 2 aftur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Anton Pálsson og Jónas
Elíasson. Þokkalegir.
Áhorfendur: Í kringum 350.
Valur - FH 20:23
Gísli Krist-jánsson
var í stóru hlut-
verki hjá Nord-
sjælland á
laugardaginn
þegar liðið
vann Ringsted,
27:24, á útivelli
í dönsku úr-
valsdeildinni í handknattleik. Gísli
var annar markahæsti leikmaður
liðsins með fimm mörk. Nord-
sjælland er nú komið í 6. sæti
deildarinnar með 16 stig eftir 14
umferðir en átta efstu liðin að
loknum 26 umferðum leika til úr-
slita um meistaratitilinn.
GOG, undir stjórn GuðmundarÞ. Guðmundssonar, vann
FHK Elite, 27:22, og er í fjórða
sætinu með 20 stig. Ásgeir Örn
Hallgrímsson lék ekki með GOG
vegna meiðsla en Björn Ingi Frið-
þjófsson var í marki FHK Elite
sem er í 12. og þriðja neðsta sæti
með sex stig. Arnór Atlason lék
með FCK en skoraði ekki þegar
lið hans vann Skjern á útivelli,
30:26. FCK er með 23 stig í öðru
sætinu, þremur stigum á eftir
toppliðinu Bjerringbro-Silke-
borg.
Sigurður Ari Stefánsson skor-aði fimm mörk fyrir Elverum
í gær þegar lið hans gerði jafn-
tefli, 32:32, við Arendal á útivelli í
norsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik. Elverum er í 5. sæti
deildarinnar með 13 stig eftir 10
leiki, aðeins stigi á eftir Fyllingen
sem er í öðru sætinu. Drammen
er efst með 17 stig.
Ólafur H.Gíslason
var í marki
Haugaland allan
tímann og varði
16 skot þegar lið
hans vann Bodö í
miklum fallslag á
útivelli í gær,
28:22, í norsku
úrvalsdeildinni.
Bodö situr eftir í næstneðsta sæt-
inu með þrjú stig en Haugaland er
næst fyrir ofan með fimm stig.
Hið gamalkunna lið Sandefjord
vermir hins vegar botnsætið með
aðeins eitt stig.
Til stóð að dómaraparið kunnaAnton Gylfi Pálsson og Hlyn-
ur Leifsson dæmdi leik Vals og
FH í úrvalsdeild karla í hand-
knattleik á laugardaginn. Hlynur
glímir hins vegar við meiðsli í
kálfa og var því ekki fær um að
dæma leikinn. Jónas Elíasson
hljóp í skarðið og dæmdi leikinn
með Antoni en Jónas dæmir iðu-
lega með Ingvari Guðjónssyni.
Fólk sport@mbl.is