Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 3

Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt upplifað ógleymanlega stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára fá að fara ásamt fylgdarmanni á leik í Meistaradeild Evrópu í Englandi 2010 og leiða leikmann inn á völlinn. Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA SÍNA INN Á VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is ÞRETTÁN mínútur liðu í byrjun síðari hálfleiks án þess að Fram tækist að skora þegar Garðbæingar komu í heimsókn í gær og þegar gestirnir skoruðu 7 mörk á meðan varð erfiður eltingaleikur hlutskipti Framara. Enda urðu þeir að sætta sig við 8 marka tap, 34:26. Þeir fara þar með í fríið með aðeins tvö stig og sitja einir á botninum, með Stjörnuna tveimur stigum fyrir of- an sig. Framarar áttu ágæta kafla en líka afar dapra svo Einar Jónsson þjálfari Fram var dapur í bragði. „Ég tek tap alltaf nærri mér og við höfum oft rætt í vetur að menn eigi að vera tilbúnir í leik og allt það en nú sást í þessum leik hvort það gekk því við tókum enga lausa bolta, fráköst eða slíkt. Það sýnir skort á einbeitingu og ef menn eru ekki tilbúnir eiga þeir að gera eitt- hvað annað, til dæmis að fara í borðtennis og hætta í handbolta,“ sagði Einar eftir leikinn. Hann gefst samt ekki upp. „Það býr mik- ið meira í liðinu og í mönnum sem ég hef ekki fengið nógu mikið út úr í síðustu þremur leikjum. Mig vant- ar til dæmis Andra Berg sterkari inn og hann veit af því, sérstaklega í skyttuhlutverkið. Við vitum ekk- ert um hvenær Magnús kemur aft- ur og ég held að Björn Guðmunds- son sé alveg frá en Einar Rafn Eiðsson verður tilbúinn í fyrsta leik eftir jól og Arnar Birkir Hálf- dánsson á enn eftir einn leik í leik- banni.“ Halldór Jóhann Sigfússon, Haraldur Þorvarðarson og Stefán Baldvin Stefánsson skiluðu sínu auk þess að Matthías Daðason átti góða spretti. Áhyggjuefni var að Magnús G. Erlendsson varði ekki skot fyrstu 15 mínúturnar en Sig- urður Örn Arnarsson kom þá inná og varði 4 skot strax en þar við sat. Jólasteikin smakkast enn betur Annað var upp á teningnum hjá Stjörnumönnum því frá upphafi mátti greina grimman sigurvilja enda fögnuðu leikmenn hverri dáð, helst þó þegar stórskyttan Vil- hjálmur Halldórsson hóf sig á loft og þrumaði inn átta mörkum. „Ég held að ég eigi að skjóta, gerði ekk- ert of mikið af því í síðustu leikjum en fann mig nú vel í fyrsta skoti og þá hélt ég áfram,“ sagði Vilhjálmur eftir leikinn, með hugann við jóla- steikina. „Við unnum Fram í Mýr- inni þegar við skorum sjö mörk í röð á tólf mínútna kafla og nú gerð- ist svipað þegar Roland fer að verja og vörnin small þá saman, svo við fáum þá hraðaupphlaup og fleiri sóknir. Ungu strákarnir eru að koma til, þeir fá nú aukna ábyrgð og þetta kemur hjá þeim. Við erum enn nokkrir gamlir þarna með – reyndar varla gamlir, bara 27 ára en Roland er gamall. Jólasteikin mun smakkast miklu betur og það er gríðarlega gott að fara með svona sigur í jólafrí því undirbún- ingstímabilið byrjar aftur í janúar.“ Roland Valur Eradze var einnig öflugur eins og Björn Friðriksson á línunni en Daníel Einarsson var í miklum ham, iðinn við að skora og líka sem „indjáni“ í framliggjandi vörn Stjörnunnar. Morgunblaðið/Kristinn Sterkur Frömurum gekk illa að hemja Vilhjálm Halldórsson í gær en hér hefur þó Lárus Jónsson náð góðu taki. Þrettán mínútna martröð Fram  Stjarnan skildi Fram eftir á botn- inum  Fram í fríið með tvö stig Framhúsið, úrvalsdeild karla, N1 deildin, sunnudaginn 13. des. 2009. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:4, 4:7, 5:8, 8:8, 9:10, 11:10, 11:12, 14:14, 14:16, 15:17, 15:24, 17.24, 20:26, 21:29, 23:29, 24:32, 26:34. Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 6/1, Halldór Jóhann Sigfússon 5, Matthías Daðason 5/2, Andri Berg Haraldsson 3, Hákon Stefánsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Elías Bóasson 1, Atli Steinar Siggeirsson 1. Varin skot: Magnús G. Erlendsson 9 (þar af 2 til mótherja), Sigurður Örn Arnarson 5 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Hall- dórsson 8, Björn Friðriksson 8, Daní- el Einarsson 7/2, Ragnar Helgason 4, Guðmundur S. Guðmundsson 3, Kristján Svan Kristjánsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1, Sigurður Helgason 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 19/1 (þar af 7 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Svavar Ó. Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Áhorfendur: Um 140. Fram – Stjarnan 26:34 NOREGUR og Danmörk standa bæði tæpt í heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik sem nú stendur yfir í Kína. Bæði lið töpuðu dýrmætum stigum í milliriðlum keppninnar um helgina. Norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tapaði fyrir Suður-Kóreu, 27:28, og danska liðið tapaði mjög óvænt fyrir liði Angóla, 23:28. Norðmenn verða þar með að sigra Spánverja í lokaumferð milliriðlanna í fyrramálið til að komast í undan- úrslit. Spænska liðið er þegar öruggt með sæti þar. Að öðrum kosti verða Þórir og hans stúlkur að treysta á að Suður-Kórea nái ekki að vinna Rúmena. Danir eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn Rússum um sæti í undanúrslitum. Danmörk, Rúss- land og Frakk- land eru með 6 stig hvert lið en franska liðið getur gulltryggt sig með því að sigra Austurríki. vs@mbl.is Noregur og Danmörk í kröppum dansi í Kína Þórir Hergeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.