Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 5

Morgunblaðið - 14.12.2009, Síða 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 Hreiðar LevyGuðmunds- son landsliðs- markvörður í handknattleik átti góðan leik í marki Emsdetten þegar lið hans vann B-lið Magdeburg á úti- velli, 30:22, í norðurriðli þýsku 2. deildarinnar um helgina. Hreiðar lék allan tímann í markinu og varði 11 skot fyrir aftan sterka vörn. Ems- detten styrkti enn frekar stöðu sína í öðru sætinu en liðið er fjórum stig- um á eftir toppliðinu Hamm.    Einar Ingi Hrafnsson skoraði eittmark fyrir Nordhorn sem vann Anhalt Bernburg, 35:25, í sama riðli, en Ólafur Bjarki Ragn- arsson náði ekki að skora fyrir Ahle- ner sem tapaði heima gegn Empor Rostock, 26:27. Nordhorn er í fjórða sæti og Ahlener í fimmta.    Arnar Jón Agnarsson var marka-hæstur hjá Aue með 6 mörk þegar liðið tapaði, 23:25, fyrir Eise- nach á heimavelli í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Aue er í 12. sæti af 18 liðum í riðlinum en þar er Hüttenberg með þriggja stiga forystu á toppnum.    Rafn AndriHaralds- son, knatt- spyrnumaður úr Þrótti, er geng- inn til liðs við bik- armeistara Breiðabliks. Rafn Andri er tvítugur og hefur ávallt leikið með Þrótturum en hann hefur spilað 38 leiki með þeim í úrvals- deildinni undanfarin tvö ár og skor- að eitt mark.    Þróttarar hafa hinsvegar fengiðtil sín Muamer Sadikovic, framherja frá Bosníu, sem skoraði 17 mörk í 21 leik fyrir Hvöt á Blönduósi í 2. deildinni síðasta sum- ar. Þá er Hörður Bjarnason, fyrrum leikmaður Víkings R. og Breiða- bliks, kominn í raðir Þróttara en hann spilaði með 3. deildarliðinu Berserkjum í sumar.    Kylfingurinn Robert Allenbyvirðist heitur þessa dagana en um helgina sigraði hann á ástalska PGA meistaramótinu og var það annar sigur hans á hálfum mánuði. Kappinn lék síðasta hringinn á fimm höggum undir pari og endaði á 14 höggum undir pari. Hann sigraði með fjórum höggum en þeir John Senden og Scott Strange komu næstir.    SpánverjinnPablo Mart- in, skráði nafn sitt í sögubækur golfsins um helgina þegar hann sigraði á Alfred Dunhill meistaramótinu í Suður-Afríku. Þar með varð hann fyrstur allra kylfinga til að sigra á móti, bæði sem áhugamaður og atvinnumaður. Kappinn sigraði nefnilega á Evr- ópumótaröðinni fyrir tveimur árum og varð þá fyrsti áhugamaðurinn til þess. Martin lauk leik á 17 höggum undir pari, einu höggi á undan Charl Schwartel frá Suður-Afríku.    Það gekk hins vegar ekki öllumjafn vel og Martin því Ernie Els átti hræðilegan lokadag og lauk leik í gær á fimm höggum yfir pari. Hann var í öðru sæti fyrir síðasta hring en hrundi niður í 17. sæti við þetta. Fólk sport@mbl.is AKUREYRINGAR fylgja Skautafélagi Reykjavíkur eins og skugginn í íshokkí karla. SA lagði um helgina Björninn 6:3 og er tveimur stigum á eftir SR, sem er í efsta sæti deildarinnar eftir að liðin hafa leikið níu leiki. Leikmenn SR hafa fengið 19 stig en SA 17 og markatala liðanna er ótrúlega lík því SR hefur gert 44 mörk en fengið á sig 34 en Akureyringar hafa gert 43 mörk og fengið á sig 34. Björninn er síðan með þrjú stig í þriðja sæti deildarinnar. Fyrsti leikhluti í leik Bjarnarins og SA í Egilshöll á laugardaginn var jafn og spennandi, 2:2 þegar annar leikhluti hófst. Þar gerðu gestirnir frá Akureyri tvö mörk en Björninn ekkert. Í síðasta þriðjungi héldu Akureyringar uppteknum hætti og gerðu tvö mörk en heimamenn settu eitt. „Við höfum ákveðið tak á Bjarn- armönnum og höfum haft það lengi,“ sagði Sigurður S. Sigurðsson hjá SA eftir leik- inn. „Bjarnarstrákarnir eru samt flottir og Sergei Zak er að gera góða hluti með þá,“ sagði Sigurður ánægður með sigurinn. Mörk Bjarnarins, og stoðsendingar: Brynjar F. Þórðarson 1/1, Gunnar Guð- mundsson 1/0, Trausti Bergmann 1/0, Birgir Hansen 0/2, Úlfar Jón Andrésson 0/1, Bergur Einarsson 0/1. Refsitíminn var 16 mínútur en hjá SA var hann 12 mínútur. Mörk og stoðsendingar SA: Sigurður S. Sigurðsson 2/2, Stefán Hrafnsson 1/1, Jó- hann Már Leifsson 1/0, Josh Gribben 1/0, Gunnar Darri Sigurðsson 1/0, Ingvar Þór Jónsson 0/2, Björn Már Jakobsson 0/1. skuli@mbl.is SA heldur ógnartaki sínu á Bjarnarmönnum iel í þýsku 1. deildinni í hand- rf 41:22 þar sem Aron Pálm- ki með Burgdorf. Kiel er sem a liðið sem ekki hefur tapað á heimavelli sínum við Lemgo. ar lentu í kröppum dansi um ði liðinu 25:24 sigur með marki Lübbecke en Þórir Ólafsson er auðveldlega 40:21 og þar gerði Guðjónsson og Ólafur Stef- r. orf létu ekki mikið að sér kveða koraði ekki, en lék vörnina hjá iddur og því ekki með. Sturla r liðið heimsótti Róbert Gunn- , 27:26. Alexander gerði sig- rir Gummersbach. skuli@mbl.is ðs tinni Morgunblaðið/hag Sex Alexander Petersson lét að sér kveða með Flensburg í gær. en Una Margrét Heimisdóttir, leik- í 1. deild kvenna. Morgunblaðið/Kristinn r enda engin hávörn hjá HK. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is VITAÐ er um áhuga félaga á borð við Twente frá Hollandi og Hamburger frá Þýskalandi sem vilja fá Sölva til sín, en að sögn Ekstrabladet ku enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland einna áhugasamast um að krækja í kappann. Sölvi er þó hinn rólegasti yf- ir þeim fréttum. „Eitthvað þessu líkt var líka sagt í sumar og maður náttúrulega stefnir hærra en það er aldrei hægt að vita hvort úr þessu verður. Ég vil að minnsta kosti ekki hugsa of mikið um þetta því ég get sjálfur litlu breytt um þetta öðru vísi en með því að spila áfram vel,“ sagði Sölvi en telur hann miklar líkur á að hann fái jólagjöf í formi kauptilboðs frá eftirsókn- arverðu félagi? „Já já, ég er alltaf mjög jákvæður og ég held að það eigi eitthvað eftir að gerast. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sölvi sem neitar því ekki að enska úrvalsdeildin hljómi vel. „Það er náttúrulega toppdeild og maður væri alveg tilbúinn að fara þangað en það þarf í huga hvaða hlut- verk manni er ætlað hjá þessum lið- um. Það hljómar rosalega vel að vera í ensku úrvalsdeildinni en svo er fullt af góðum liðum fyrir utan hana. Ég veit ekki af neinum tilboðum sjálfur en ég veit nú að það komu ein- hver tilboð í sumar sem mér var ekk- ert sagt frá svo það er aldrei að vita. Það er áhugi frá Englandi, Þýskalandi og Hollandi og það er bara spurning hversu mikill hann er,“ sagði Sölvi. Hann var nýlentur í Danmörku eft- ir stutt frí í Dubai þegar Morg- unblaðið náði tali af honum en er svo væntanlegur til landsins þar sem hann mun njóta jóla og áramóta með fjölskyldunni. Í Dubai hitti Sölvi fyrir einskæra tilviljun nýjasta liðsfélaga sinn hjá SönderjyskE, Ólaf Inga Skúlason. Hvort sem þeir ná að spila leik saman með liðinu eða ekki fagnar Sölvi því að félagi sinn úr íslenska landsliðinu skuli hafa ákveðið að koma til SönderjyskE. „Það væri allt í lagi að taka eitt topptímabil hérna með Óla. Það vildi svo skemmtilega til að við hittumst úti í Dubai og náðum að fara aðeins yfir málin. Óli er toppnáungi og frábær fótboltamaður og ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir hann og Sönder- jyskE,“ sagði Sölvi. Sölvi reiknar með góðri „jólagjöf“  Sölvi Geir er orðaður við ensk, hollensk og þýsk félög  Hitti nýja íslenska samherjann fyrir tilviljun í Dubai Eins og fram kemur á forsíðu íþrótta- blaðsins er varnarjaxlinn Sölvi Geir Ottesen besti leikmaður dönsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu það sem af er að mati danska miðilsins Ekstrabladet. Sölvi hefur skarað fram úr í sterkri vörn SönderjyskE sem hef- ur aðeins fengið á sig 18 mörk í jafn- mörgum leikjum á leiktíðinni sem er talsvert betra en á þeirri síðustu þegar hún fékk á sig tæplega helmingi fleiri mörk að meðaltali. Það skal því engan undra að Sölvi skuli hafa vakið mikla athygli félaga utan Danmerkur. Morgunblaðið/Ómar Eitilharður Sölvi Geir hefur getið sér gott orð fyrir að vera eitilharður á velli og hér hefur hann betur í skallabaráttu á æfingu íslenska landsliðsins. Í HNOTSKURN »Sölvi Geir Ottesen er 25 ára gamall varnarmaður sem er á mála hjáSönderjyskE í Danmörku. »Sölvi Geir kom til SönderjyskE frá sænska úrvalsdeildarfélaginuDjurgården þar sem hann lék undir stjórn Sigurðar Jónssonar en Sigurður stýrði Sölva einmitt einnig hjá uppeldisfélagi Sölva, Víkingi í Reykjavík. »Sölvi lék sinn fyrsta landsleik í júlí 2005 gegn Póllandi og hefurleikið níu landsleiki fyrir Íslands hönd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.