Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 7

Morgunblaðið - 14.12.2009, Page 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 SPÁNARMEISTARAR Barcelona eru áfram með fimm stiga forystu á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helg- arinnar en þeir unnu 1:0 sigur á Espanyol í miklum grannaslag á laugardaginn. Svíinn Zlatan Ibrahimovic gerði sig- urmarkið úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en hann hefur nú gert 11 mörk í 13 deildarleikjum eftir að hann kom frá Inter fyrir þessa leiktíð og sannarlega staðið undir væntingum. Real Madrid er eftir sem áður í 2. sæti deild- arinnar en stjörnum prýtt Madridarliðið mátti hafa mikið fyrir 3:2 útisigri sínum á Valencia á Mestalla-leikvanginum þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleiknum. Gonzalo Higuaín hefur verið iðinn við kolann fyrir Madridinga á leiktíð- inni, gert átta mörk í 11 deildarleikjum, og hann kom þeim tvívegis yfir í leiknum en þeir David Villa og Joaquín jöfnuðu metin fyrir Valencia. Varamað- urinn Ezequiel Garay sá hins vegar til þess að Real færi með öll stigin heim til Madridar. Sigurinn var þó keyptur dýru verði því portúgalski varnarmað- urinn Pepe meiddist og verður sennilega frá út leiktíðina. sindris@mbl.is Börsungar sýna engin veikleikamerki Zlatan Ibrahimovic EMIL Hallfreðsson heillaði stuðningsmenn enska 1. deildarliðsins Barnsley með frammi- stöðu sinni í leiknum gegn Newcastle á laug- ardaginn þar sem hann m.a. skoraði fyrra mark Barnsley í 2:2 jafntefli. Á opinberri vef- síðu stuðningsmanna Barnsley er Emil við annan mann efstur í einkunnagjöf með 9 og segir þar að hann hafi verið hreint út sagt stórkostlegur á miðjunni gegn toppliði deild- arinnar. Markið góða skoraði Emil með þrumuskoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri en hann jafnaði þá metin í 1:1. Newcastle náði svo aftur forystunni áður en seinna jöfn- unarmark Barnsley kom skömmu fyrir leiks- lok. Emil og félagar bundu þar með enda á sjö leikja sigurgöngu Newcastle í deildinni en Barnsley er jafnframt aðeins annað lið- ið í vetur til að gera fleiri en eitt mark gegn New- castle. Newcastle er eftir sem áður í efsta sæti deild- arinnar með átta stiga for- skot á næsta lið og stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina á nýjan leik. Barnsley er hins vegar í 16. sæti með 26 stig eftir 20 leiki. sindris@mbl.is Stuðningsmenn ánægðir með Emil Emil Hallfreðsson Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is ARSHAVIN virðist kunna einkar vel við sig á Anfield því á síðustu leiktíð, hans fyrstu í ensku úrvals- deildinni, gerði hann fernu í mögn- uðum leik þar sem liðin skildu jöfn, 4:4. Segja má að snilli Rússans hafi gert gæfumuninn í gær í annars nokkuð jöfnum leik þar sem Liver- pool var sterkari aðilinn í fyrri hálf- leiknum en Arsenal mikið betra í þeim seinni. Ferill Arshavins er nokkuð óvenjulegur en hann vakti mikla at- hygli á EM í Austurríki og Sviss á síðasta ári, þá orðinn 27 ára gamall. Hann varð því einn af elstu leik- mönnum hins unga liðs Arsenal þeg- ar hann kom þangað í byrjun þessa árs frá Zenit St. Pétursborg þar sem hann hafði leikið allan sinn feril. Arshavin hefur gert 12 mörk í 25 deildarleikjum fyrir Arsenal en fá jafnmikilvæg og markið góða í gær sem gerði líklega endanlega út um vonir Liverpool um að keppa um Englandsmeistaratitil á þessari leik- tíð en hélt góðu lífi í vonum Arsenal- manna sama efnis en þeir eru sex stigum á eftir toppliði Chelsea og eiga leik til góða. „Ég tel að Liverpool sé mjög gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er þegar sjálfstraustið er til staðar. Þessi sigur var virkilega góður fyrir okkar sjálfstraust og í ljósi annarra úrslita um helgina var einnig afar sætt að ná að vinna í dag. Núna verðum við að sýna stöðugleika og það er ljóst að lið- inu sem tekst það vinnur deildina. Ekkert lið hefur enn sýnt nægilega afgerandi stöðugleika til þess,“ sagði Wenger eftir leikinn. Hann vildi lítið tjá sig um hálfleiksræðu sína en hún virtist gjörbreyta leik Arsenal. „Stjórinn öskraði á okkur. Ég hef aldrei séð hann svona,“ sagði fyr- irliðinn Cesc Fabregas eftir leikinn. „Hann var virkilega vonsvikinn með frammistöð- una í fyrri hálfleiknum og sagði að við ættum ekki skilið að klæðast Arsenal-treyjunni ef við spiluðum svona. Ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér en við náðum að snúa blaðinu við í seinni hálfleiknum,“ sagði Spánverjinn hreinskilinn. Landi hans Rafa Benítez var þungur á brún eftir tapið enda hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Liv- erpool upp á síðkastið. Endurkoma Fernando Torres í byrjunarliðið breytti engu þar um og nú er svo komið að Liverpool er fimm stigum frá 4. sætinu sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meist- aradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Markmiðið er enn það sama hjá okkur eftir þetta tap. Það er að einbeita okkur að næsta leik og reyna að komast í hóp fjögurra efstu liðanna. Ef við spilum fleiri leiki eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum munum við svo sannarlega vinna sigra,“ sagði Benítez eftir leik en Liverpool hafði yfir í leikhléi, 1:0, með marki Dirk Kuyt. Glen John- son gerði hins vegar sjálfs- mark snemma í seinni hálfleik sem gerði gæfu- muninn fyrir Arsenal að mati Benítez. Arshavin beit á jaxlinn Í HNOTSKURN »Andrei Arshavin er 28 árarússneskur sóknarmaður sem leikur með Arsenal. »Hann kom til Lundúna fráZenit St. Pétursborg í jan- úar á þessu ári. » »Arshavin gerði sig-urmarkið gegn Liverpool í gær og fernu þegar Arsenal gerði jafntefli á Anfield í fyrra. „Hann [Andrei Arshavin] er alltaf að koma markvörðum og varn- armönnum á óvart. Hann var meiddur á þessum fæti og gat ekkert notað hann alla vikuna en þegar þetta færi gafst notaði hann löppina og nýtti færið til fulls. Skömmu seinna varð ég að taka hann af velli af þessum sökum en þegar hann skoraði markið fann hann ekki fyrir sársauka,“ sagði Arsene Wenger stjóri Arsenal eftir 2:1 sigurinn á Liverpool í gær í stórleik helgarinnar í ensku knattspyrnunni þar sem Rússinn Andrei Arshavin gerði sigurmarkið með glæsilegu þrumuskoti í stöng og inn. Grétar RafnSteinsson virðist vera að festa sig í sessi á nýjan leik í byrj- unarliði Bolton en hann lék allan leikinn í 3:3 jafn- tefli við Man- chester City á laugardaginn. Grétar er á vef Sky- sports með 7 í einkunn fyrir frammi- stöðu sína en aðeins Suður- Kóreumaðurinn Lee Chung-Yong fékk hærri einkunn eða 8.    Það gekk mikið á í leik Zulte-Waregem og Cercle Brugge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu gær. Dómarinn þurfti þrívegis að lyfta rauða spjaldinu til að vísa mönnum af velli. Fyrstur fauk liðs- félagi Arnars Þórs Viðarssonar hjá Cercle, en hann var rekinn af velli eftir 27 mínútur. Því næst var heimamaður rekinn af velli sjö mín- útum síðar og svo annar á 84. mínútu leiksins. Heimamenn unnu 1:0.    Bjarni ÞórViðarsson var atkvæðamik- ill í liði Roeselare sem kom veru- lega á óvart með því að sigra Standard Liege, 1:0, á útivelli í belgísku 1. deild- inni í fyrrakvöld. Standard lauk ein- mitt keppni í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en Roeselare er neðst í deildinni þrátt fyrir sigurinn.    Aron Einar Gunnarsson kommikið við sögu þegar Coventry vann Peterborough, 3:2, í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Hann lagði upp annað mark liðsins með löngu innkasti og krækti síðan í auka- spyrnu sem gaf af sér sigurmarkið.    Jens Lehmann,markvörður Stuttgart, hefur löngum verið lag- inn við að koma sér í vandræði. Um helgina var hann talsvert í fréttum og ekki vegna frábærrar markvörslu hjá Stuttgart. Lið hans var að vinna Ma- inz þegar hinn fertugi markvörður hrinti sóknarmanni Mainz – innan vítateigs. Markvörðurinn var rekinn af velli og Mainz skoraði úr víta- spyrnunni sem dæmd var og tryggði sér eitt stig. Það dugar ekki alltaf að skora sexmörk í leik til að sigra og það fengu leikmenn Hannover að sann- reyna á laugardaginn. Þá mætti liðið Gladbach í þýsku deildinni og gerðu leikmenn Hannover sex mörk en töpuðu leiknum engu að síður 3:5. Þrjú markanna voru nefnilega sjálfsmörk og síðan sáu leikmenn Gladbach um að skora eitt mark. Fólk sport@mbl.is ENGLANDSMEISTARAR Manchester United nýttu ekki gullið tækifæri til að jafna Chelsea að stigum á toppi úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardag. Chelsea gerði þá 3:3 jafntefli við Ever- ton en síðar um daginn tapaði United gegn Aston Villa á heimavelli, 1:0, og var þetta fyrsti sigur Villa á Old Trafford frá árinu 1983. Því munar enn þremur stigum á United og Chelsea á toppi deild- arinnar. Það var enski sóknarmaðurinn Gabriel Ag- bonlahor sem gerði mark Villa-manna í fyrri hálf- leik og það dugði til þrátt fyrir stífa sókn United. Villa hefur því fagnað sigri gegn bæði Chelsea og United á þessari leiktíð. Sir Alex Ferguson stjóri þeirra rauðklæddu var ósáttur við að fá ekki lengri uppbót- artíma en rúmar þrjár mínútur til að ná inn marki í seinni hálf- leiknum. „Manni er farið að finnast að ákvarðanir um uppbótartíma ættu ekki að vera í höndum dómarans. Leikurinn var tvisv- ar sinnum stöðvaður í rúmar tvær mínútur en samt fengum við bara þriggja mínútna upp- bótartíma,“ sagði Ferguson og bætti við að staða United væri enn góð þrátt fyrir þrjú töpuð stig. „Þetta er ekki auðveld deild eins og ég hef margoft sagt. Ef okkur tekst að vera enn svona nálægt efsta liðinu fram í janúar þá höfum við frá- bæra möguleika á titlinum,“ sagði Ferguson. Didier Drogba gerði tvö marka Chelsea gegn Everton en toppliðið komst tvívegis yfir í leiknum, 2:1 og 3:2. Louis Saha gerði hins vegar sínum gömlu félögum í United greiða með athyglisverðu jöfnunarmarki. „Mér fannst við sýna mjög góða frammistöðu og leggja allt í leikinn, eina vandamálið var að við unnum ekki,“ sagði Carlo Ancelotti stjóri Chelsea og bætti við: „Við vörðumst illa í föstum leik- atriðum og verðum að laga það.“ sindris@mbl.is  Man. Utd og Chelsea töpuðu óvænt stigum  Ferguson vildi lengri tíma Sir Alex Ferguson United nýtti ekki gullið tækifæri Liverpool-baninn Andrei Arshavin kann heldur betur vel við sig á Anfield. Hann skoraði fjögur mörk þar í fyrra og gerði sigurmark Arsenal í gær.  Andrei Arshavin gerði Liverpool aftur skráveifu með glæsimarki  Var ekki búinn að nota fótinn í viku segir Wenger  Blés góðu lífi í titilvonir Arsenal Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.