Magni - 21.04.1961, Síða 1

Magni - 21.04.1961, Síða 1
N Mðlejni Bœjarútgerðar Akraness Bjarni Ólafsson seldur á nauðungaruppboði fyrir kr. 3,6 milljónir. — Rekstrartap kr. 10—11 milljónir 1960. Hvað gera mennirnir, sem valdið hafa Akraneskaupstað milljónatjóni? Á árunum 1954—’57 var togaraútgerð í land- inu almennt rekin með halla. Bæjarútgerð Akra- ness fór ekki varhluta af þessu. I maí 1958 var rekstrargrundvöllur togaranna stórbættur og aflamagnið það mesta, sem það varð um mörg ár. Margir togarar bættu hag sinn verulega á þessu ári. Hins vegar varð hallinn þá hjá Bæjarútgerð Akraness um kr. 2 millj. auk þess, sem kr. 908 þús. af viðhaldskostnaði var færður til eignar og engir vextir voru reiknaðir af kr. 11 millj. láni frá bæjarsjóði. Önnur útgerðarfélög hefðu orðið að bæta þeim lið við rekstur sinn og jafnvel út- svari. Með slíkri viðbót hefði hallinn orðið allt að kr. 4 millj. í mesta veltiári togaraútgerðarinnar á s. 1. áratug. Deilan um útgerðina hefst. F/árhojsÁietlun Skrants- kaupstaðar 1961 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 15. marz s.l. er stóð í 9^2 klst. Á fundinum komu eftirgreindar staðreyndir í ljós: 1. Rekstrarútgjöld bæjarins eru hækkuð um kr. 1,5 millj. eða um 20% frá fjárhags- áætlun ársins 1960. 2. Ýmsar verklegar framkvæmdir — einkum byggingarframkvæmdir — eru lækkaðar um kr. 1.360.000,00 — eða um 70%. 3. Vanskil af lánum hafnarinnar um s. 1. ára- mót námu kr. 2.451.000,00. 4. Ríkissjóður hefur þegar verið krafinn um kr. 1 millj. af vanskilum þessum. 5. Umframgreiðslur bæjarsjóðs 1960 námu kr. 1.873.000,00. 6. Á fjárhagsáætlun hafnarinnar vantar raunverulega ca. kr. 3 millj. Sjá grein um fjárhagsáætlunina í næsta blaði. Þegar þessar staðreyndir lágu fyrir 1959 í sambandi við reikninga ársins 1958 taldi ég, að ekki væri lengur eftir neinu að biða. Leggja bæri útgerðina niður og koma skipunum í sæmilegt verð. Óforsvaranlegt væri að leggja þennan mikla taprekstur á gjaldendur bæjar- ins, einkum eftir að í ljós kom, að aðrir togarar — nálega all- ir nema þeir austfirzku — hefðu skilað verulegum hagn- aði og margir gróða. Atvinnu- ástand bæjarins réttlætti þetta engan veginn eftir að sements- verksmiðjan hefði komið til viðbótar öðrum atvinnutækjum á Akranesi. Deildi ég á tog- aranefnd fyrir að láta fljóta sofandi að feigðarósi og gera það eitt að krefjast fjár úr bæj- arsjóði í botnlausa hít útgerð- arinnar. Fékk mál mitt litlar undirtektir en fullkomna and- stöðu framkvæmdastjórans, G. Sveinbj., sem sagði m. a.: „Tap útgerðarinnar 1958 er ekki meira en um mörg und- anfarin ár og gefur því ekki tilefni til sérstakrar um- ræSu“. Svo starblindur var hann í þessum málum, að hann sá ekkert athugavert við rekst- urinn fyrst hallinn var ekki meiri en undanfarin ár, og taldi ekki þörf á að ræða slíka smámuni. Þá lágu fyrir upp- lýsingar uni mjög góða útkomu hjá nálega öllum öðrum togara- félögum landsins. Það er ekki von á breytingu til batnaðar með slíku hugarfari. Nokkru síðar fékk þó Sig. Guðm • sam- þykkta tillögu í útgerðarráði um að bæjarstjórnin kysi 3 manna nefnd til að gera sér- stakar athuganir á rekstri tog- aranna í samvinnu við útgerð- arráð. Þessi samþykkt var þó ekki send bæjarstjórn fyrr en löngu síðar, enda voru G. Sv. og H. Sv. staðráðnir í því að gera ekkert með hana. Um- rædd nefnd var svo kjörin 24. febrúar 1960 og skyldi H. Sv. kalla hana saman, en hann var þá orðinn formaður útgerðar- ráðs. Það lét hann ógert næstu 5 mánuði, en þá var svo farið að þrengja að útgerðinni að þeir H. Sv. og G. Sv. gátu ekki lengur setið auðum hönd- um. Tillaga um sölu togaranna. Á bæjarstjórnarfundi 31. maí 1960 bar Bj. Th. Guð- mundsson fram svofellda til- lögu: „Bœjarstjórnin telur óviöunandi aö verja árlega 15—20% af útsvarstekj- um bœjarins í hallarekstur bæjar- útgerÖarinnar, auk þess sem bæjar- sjóöur veröur jafnframt aö taka á sig stárfelldar ábyrgÖir vegna rekst- urslána útgerÖarinnar. Atvinnulíf á Akranesi er hins veg- ar svo fjölþœtt aÖ engin brýn nauö- syn er til þess að bæjarsjóöur hafi meö höndum jafn áhœttusaman at- vinnurekstur. Fyrir því samþykkir Bœjarstjórn Akraness aÖ leggja niö- ur togaraútgerÖ bæjarins og selja togarana innanbæjar, ef þess er kost- ur — en annars hverjum þeim, sem gerir aÖgengileg tilboÖ í þá.“ H. Sv. varð ókvæða við til- lögu þessari og barðist hart fyr- ir þvi að hún væri drepin strax. Ég lagði til að henni yrði vísað til útgerðarráðs og nefndar þeirrar, sem áður getur, þar sem ekki var von fyrir sam- þykkt hennar strax, sem æski- legast hefði verið. Sú tillaga var samþykkt gegn atkvæðum tveggja krata. Þeir vildu ekki einu sinni láta ræða þann möguleika að koma togurunum í sæmilegt verð meðan enn var tími til þess. Rétt áður en þetta skeði var b.v. Norðlendingur seldur fyr- ir kr. 8,4 millj. og b.v. Aust- firðingur fyrir kr. 10,6 millj. og vitað var um ýms togarafé- lög, sem þá vildu auka flota sinn, og höfðu möguleika til þess. Bókfærðar skuldir útgerð- arinnar í árslok 1958 voru kr. 16,3 millj. og í árslok 1959 kr. 17,6 millj., auk framlags bæjarins, sem var kr. 12,4 millj. Hefðu bœfarfulltrúar vilj aS lœra af reynslu ársins 1958 var auSvelt aS selja togarana fyrir áhvílandi skuldum. AS- eins bœjarframlagiS hefSi tap- azt, sem var alltaf vonarpen- ingur. ÞaS hefSi veriS góS út- koma fyrir bœinn móti þeim ósköpum, sem nú hafa skéS. Ég átti sæti í 3 manna nefnd inni og tók þar upp tillögu Bj. Th. Guðm. lítið breytta, ásamt ítarlegri greinargerð, er ég lagði fram. Enginn vilji var fyrir því að auglýsa togarana á frjálsum markaði. Hins vegar var rætt við frystihúsaeigendur um stofnun útgerðarfélags og kaup á skipunum með þátttöku bæjarins. Bak við það virtist þó lítil alvara, eins og síðar kom á daginn, því úr þeirri félags- stofnun varð ekkert. En í sam- bandi við meðferð þessa máls fékk G. Sv. og kratamir brenn- andi áhuga fyrir því að víkja mér úr starfi bæjarstjóra, hvað þeir fengu samþykkta tillögu um 24. ágúst og eftir þaS féllu niSur allar umræSur um sölu togaranna. G. Sv. hafSi lengi óttast viShorf mitt til togara- málsins, en nú varS hann ró- legri og taldi ekkert aS óttast. Alvöruna fann hann svo 29. marz s. I. Hin fræga ,.klössun“. Eftir að mér var vikið frá rekur G. Sv. útgerðina sem einkafyrirtæki sitt. Fundur var aldrei haldinn i útgerðarráði frá 26. ágúst og þar til nýtt útgerðarráð var kjörið í febrú- ar s.l. G. Sv. sendir b.v. Bjama Ólafsson í „klössun" í South- Shields i Bretlandi í október eftir að bæjarstjórnin hafði samþykkt á fundi sínum 24. ágúst að leggja útgerðina nið- ur og selja togarana. Hann semur um „klössun“ fyrir kr. 3,3 millj. án þess að nokkur samþykkt bæjarins liggi fyrir um þá ráðstöfun, eða hann hafi hugmynd um, hvernig eigi að greiða upphæðina. Hann mátti vita, að útgerðin hafði ekkert fé og lánstraust hennar var löngu glatað. Þegar „klössun“ var lokið 4. des. var enginn pening- ur til þess að greiða með og allt stóð fast. Var nú gengið milli Lands- bankans og ráðuneytanna og beðið um hjálp til að leysa vandræðin, því skipasmíðastöð- in hótaði sölu á skipinu. Setið var fyrir ráðherrum og banka- stjórum, hvar sem þeirra var von og beðið um hjálp, eins og beiningarmenn, sem rétta fram höndina og biðja um einn máls verð. Þannig gengu málin vik- um og mánuðum saman. Þeim lauk þannig að ríkisstjórnin sagði nei. Landsbankinn sagði Framhald á síSu 3. GagnfrœSaskóli Akraness var byggSur á árunum 1958—'60. Hófst kennsla í skólanum haustiS 1959 og þá kennt í nokkrum hluta hans en allur var skólinn tekinn í notkun haustiS 1960, aS undanteknu skólaeldhúsinu. Enn er þó eftir aS fullmála skólann, ganga frá lóSinni °g girSa hana. Samkvœmt áætlun á þessum áfanga aS vera lokiS í ár. ÁœtlaSur kostnaSur er kr. 6 millj. og er líklegt aS hann œtli aS standast furSuvel, þrátt fyrir miklar hækkanir, eink- um a s. I. ári. RíkissjóSur greiSir % stofnkostnaSar. — StærS skólans er 4700 ms og grunn- flötur 867 rrr. 1 honum verSa 9 kennslustofur og skólaeldhús, auk herbergja fyrir kenn- ara og skólastjóra og bókasafn. Er þetta hiS glæsilegasta hús og mjög þægilegt á allan hátt. Gert er ráS fyrir viSbyggingum síSar t. d. fyrir verklegt nám, samkomusal, íbúS fyrir hús- vörS og fleiri kennslustofur. Skólinn er skuldlaus eign bæjarins og enn óvéSsettur. Eitt dæmi úr framfaratímabili Akraness síSustu árin. &: 11L' f'O f; 'oa f ui 3 Qr C1 ív í l tV 1J/C.'V

x

Magni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Magni
https://timarit.is/publication/789

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.