Magni - 21.04.1961, Blaðsíða 4
4
M AGNI
Föstudagur 21. apríl 1961
Jylgl úr hlaði
Framsóknarfélögin á Akranesi hafa ákveÖiö aÖ hefja útgáfu bœjarmálabláÖs,
sem hlotiÖ hefur nafniÖ MAGNI, en svo hét sonur Þórs og Sif og bjó aÖ ÞruÖvangi.
Hann var því góÖrar œttar og hinn gjörvilegasti. Vœri gott honum að líkjast. Magni
hefur mikilvægu hlutverki að gegna, eins og málefnum bœjarins er nú komið og
mun hann leitast við að verða hlutverki sínu trúr.
Ekki er ákveÖið, hvort Magni kemur reglulega út, nema næsta blað kemur um
miðjan maí. Birtast þar m. a. greinar um fjárhagsáætlunina 1961 og ýms önnur
málefni bœjarins. Magni tekur þakksamlega við greinum og bréfum frá stuðnings-
mönnum sínum til birtingar og styrktarfé til útgáfunnar. BlaÖaútgáfa kostar mikið
fé og er því heitið á þá, sem telja málgagn þetta hafa verk að vinna — og þeir
eru áreiðanlega margir — að- leggja því nokkurn fjárhagslegan stuðning. Allt slíkt
ber að senda ritstjórninni. Ennfremur auglýsingar.
MeÖ beztu óskum um gleðilegt sumar.
Ritstjórn MAGNA.
► Pólitízk hrossakaup.
Talið er að þeir sem stóðu að bylt-
inguuni í bæjarstjóminni í fyrra
sumar hafi samið um tvennt. Sjálf-
stæðismenn 9kyldu taka fulla ábyrgð
á útgerðarbraski Guðmundar Svein-
bjömssonar á kostnað bæjarins. Hafa
þeir dyggilega staðið við það. Al-
þýðuflokksmenn áttu að samþykkja
kaup bæjarins á húseign Bifreiða-
verkstæðis Akraness við Þjóðveg í.
Eitthvað hafa þeir verið feimnir við
framkvæmdina, enda ekki vitað að
bæinn skorti slíkt húsnæði, þvi hann
á mikið af tómum geymsluhúsum við
Ægisbraut.
Ráðamenn bæjarins hugsuðu sér að
koma húsunum inn á rafveituna. Það
liti betur út. Eftir að Ólafur Tryggva
son rafveitustjóri hafði skoðað húsin
afþakkaði hann þau. Hafa því bönd-
in borizt að bæjarstjóra að standa
við loforð sín. Hefur hann skoðað
þau nokkrum sinnum, en biður betra
tækifæris til að fullkomna hneykslið.
► Hvað er km?
Við umræður um gatnagerð á síð-
asta bæjarstjómarfundi taldi Geir-
laugur — leiðtogi Alþýðuflokksins i
menningarmálum — ekki lengi gert
að steypa allar götur í bænum og
heldur ekki dýrt, þótt km kostaði
2 millj. kr. „þvi km væri ekkert
smáræði. T. d. hefði sér alltaf verið
sagt að það væri km frá Bióhöllinni
upp að Görðum.“ D. Á. greip þá
fram í og sagði: „Það er langur km.“
Geirlaugur endurtók þá „að þetta
væri auðgert, því samkv. þessu væru
allar götur í bænum örfáir km.“
Guðmundur Jónsson, sem staddur
var á fundinum, gekk nú niður á
skrifstofu og mældi umrædda vega-
lengd. Hann komst að þeirri niður-
stöðu, að frá Bíóhöllinni að efsta
húsi við Skagabraut væm 1350 m og
upp að Görðum c.a. 2,8 km. Var
óspart hlegið við upplýsingar þessar,
sem sönnuðu betur en allt annað
rökfærslu Geirlaugs almennt og
ályktun til annarra mála.
► Hvað varð um
uppboðin?
Framan af í vetur voru auglýst i
þremur eintökum Lögbirtingablaðs-
ins uppboð hjá tveimur fyrirtækjum
hér í bænum til greiðslu útsvars til
bæjarsjóðs. Áttu uppboðin að fara
fram 20—22. febrúar s. 1. Ekki hef-
ur heyrzt að sala hafi farið fram. En
skyldu útsvörin hafa verið greidd?
Væri fróðlegt fyrir gjaldendur í bæn-
um að fá fréttir af því.
► Enginn veit sína
ævina . . .
Það hefur vakið mikið umtal í
bænum, að G. Sv., sem flutti tillög-
una í sumar að reka bæjarstjórann
m. a. fyrir kaup á bifreið fyrir kr.
300 þús. skyldi á eigin ábyrgð senda
togara í „klössun" fyrir kr. 3,3 millj.
án þess að hafa nokkra samþykkt. —
Kaupin á bifreiðinni vom gerð með
samþykki meirihluta bæjarráðs og
hefur hún á hálfu ári skilað meir en
helmingi kaupverðsins í beinum
hagnaði. — „Klössunin" á Bj. Ól.
verður hins vegar talin til hinna
mestu fjármálaafglapa og lengi til
hennar vitnað.
► Hvað þarf að fela?
Þegar kosið var i nefndir og önn-
ur trúnaðarstörf í bæjarstjóminni í
febrúar benti Sigurður Guðmundsson
á þá almennu venju að gefa minni-
hlutanum kost á að tilnefna endur-
skoðanda og fulltrúa i kjördeildir.
Væri þetta algengt t. d. i Reykjavik.
Jón Ámason neitaði slíku og kvað
hvergi tíðkast. Var þetta fullyrðing
út í bláinn. Af 3 endurskoðendum í
Rvik eru 2 frá minnihlutaflokkunum.
1 kjördeildum er fulltrúum skipt milli
allra flokka og talið nóg að hver
flokkur eigi þar einn fulltrúa. Að
ryðja andstæðingunum úr kjördeild-
um og neita þeim um endurskoð-
anda er litilmannlegt ofstæki, sem
engin fordæmi mun eiga. Þarf bœj-
arstjórnarmeirihlutinn aS fela eitt-
hvaS? HvaS er hér óhreint á ferS-
inni? Þannig spyrja bœjarbúar svo
lengi sem minnihlutanum er ekki
gefinn kostur á endurskoSanda. Það
eitt getur upprætt alla tortryggni.
Það er ennfremur brot á heiðarlegri
kosningaframkvæmd að útiloka
minnihlutann frá þátttöku í kjör-
deildum en láta einn flokk eiga þar
tvo fulltrúa. Hér er seilzt heldur
lengra en sæmilegt er, eins og stund-
um áður.
► Stjórnarhættir
frá Kongó.
Byltingin á Akranesi i sumar bar
upp é sömu dagana og óstjómin
hófst í Kongó. Þóttu hvort tveggja
mikil tiðindi. Akranes var af ýmsum
um þær mundir nefnt Litla-Kongó.
Ýmislegt er likt með krataforingjun-
um hér og svertingjunum í Kongó,
og meira en almenningur veit. Þeir
viku úr embætti sitt á hvað og var
oft erfitt að fylgjast með því, hver
var í embætti og hver rekinn. H. Sv.
tók þá til fyrirmyndar, eins og bréf
þetta sýnir:
Akranesi, 12. sept 1960.
„ÞaS tilkynnist ySur hér meS
aS fyrrverandi bœjarstjóri, Daníel
Ágústínusson, skoSast ekki lengur
í stjórn sameignarfélagsins Mal-
bik, sem fulltrúi Akraneskaup-
staSaé.
V irSingarfyllst,
H. SVEINSSON,
bœjarstjóri á Akranesi.
Til stjórnar Malbiks sef,
Reykjavík."
Bréf þetta er meðal fyrstu em-
bættisafglapa H. Sv., eins og dagsetn-
ingin ber með sér.
1 fyrsta lagi vegna þess, að D. Á.
var ekki kjörinn i stjóm Malbiks af
Akraneskaupstað, heldur af fulltrú-
um 9 kaupstaða í landinu og réði
Akranes ekkert yfir starfi þessu.
1 öðm lagi, að fyrir bréfi þessu er
engin samþykkt i bæjarstjóm, held-
ur virðist H. Sv. skrifa bréfið é eigin
ábyrgð, sem er mjög vitavert. —
Bréf þetta var þvi markleysa ein,
sem vakti góðlátlegan hlátur hjá
stjóm Malbiks. En það var bókað,
sem ævarandi minnisvarði um höf-
undinn. Já, krataforingjamir á Akra-
nesi og svertingjamir í Kongó eiga
sitt hvað sameiginlegt.
► Flóttinn frá
tölunni 13.
Guðm. Sv. hefur um nokkurt skeið
verið formaður iþróttabandalagsins.
Á þingi þess i fyrra sagði öll stjóm-
in af sér nema G. Sv. Á þinginu i
ár sagði enn öll stjómin af sér nema
hann, sem hlaut kosningu með 13
atkv. af 26 greiddum.
► Bæjarútgerðin
og Framtak.
Einhver furðulegasti þvættingur,
sem lengi hefur sézt á prenti er
gVeinin um málefni bæjarútgerðar-
innar í síðasta Framtaki. Þar segir
m. a.: „vinstri flokkarnir gáfust upp“
og látið liggja að þvi, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi tekið að sér björgun-
arstarf. Ætli það sé fólgið i því að
láta selja b.v. Bjama Ól. á nauðung-
aruppboði fyrir kr. 3,6 millj.? Ekk-
ert finnst í greininni um þá nauð-
ungarsölu, sem telst þó til stórtíðinda.
Af hverju er Framtak feimið við að
segja frá henni, svona rétt eftir að
björgunarstarfið hefst? Hins vegar
viðurkennir blaðið, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi tekið fulla ábyrgð á
framkvæmdastjóm G. Sv. og kallar
vantraust á hann „skripaleik“. —
Aldrei hefur hagur bæjarútgerðar-
innar verið bágbomari en eftir að
Sjálfstæðismenn tóku að sér málefni
bæjarins á s.l. sumri og mun aðeins
eitt fyrirtæki finnast i bænum, sem
stendur á svipuðu stigi fjárhagslega.
► Framsóknarvist.
Næsta Framsóknarvist og hin síð-
asta að þessu sinni verður að Rein
sunnudagskvöldið 30. april og hefst
kl. 8,30. — Hljómsveit leikur fyrir
dansinum. Öllum heimill aðgangur.
Hverjir bera ábyrgðina?
Á bæjarstjórnarfundi 15. marz s.l. fluttu þeir SigurSur
Guðmundsson og Daníel Ágústínusson svofellda tillögu:
„Þar sem upplýst er, aS GuSmundur Sveinbjörnsson hefur
ákveSiS viSgerS á togaranum Bjarna Ölafssyni fyrir ca. kr. 3,3
millj. án samráSs viS útgerSarráS, bæjarráS eSa bæjarstjórn,
vanrækt aS gera ráSstafanir til öflurtar fjár til greiSslu á viS-
gerSarkostnaSinum, en togarinn legiS í óhirSu í erlendri höfn
mánuSum saman á ábyrgS bœjarsjóSs, þá samþykkir Bœjarstjórn
Akraness aS víta GuSmund Sveinbjörnsson framkvœmdastjóra
útgerSarinnar fyrir þessa ráSstöfun og felur bœjarráSi aS koma
í veg fyrir aS slíkt endurtaki sig.“
Tillagan var felld með 4:3 atkv. Agnar Jónsson greiddi
henni atkv. auk flutningsmanna. Þessir bæjarfulltrúar
felldu hana: H. Sv., Geirl. Á., Jón Á. og Sigr. Auðuns.
Hjá sátu Valg. Kr. og G. Sv. Um útgerðarmálin urðu
langar og harðar umræður. H. Sv. og G. Sv. varð svara-
fátt, en eftirgreindum spurningum var m a. beint til
þeirra:
1. Hverjar eru horfur með að losa Bj. Ól. úr haldi í
Bretlandi? Svar: Málið í athugun, ekkert hægt að
segja.
2. Eru margir skipverjar á kaupi hjá útgerðinni i vetur?
Ekkert svar.
3. Hvers vegna var ekki fengin samþykkt fyrir „klössun“
á Bj. Ól.? H. Sv. svaraði: „Það talaði maður við
mann.“ Gjaldendur bæjarins, sem eiga að borga hverja
einustu krónu af þessari ráðsmennsku krefjast þess að
fá að vita, hverjir bera ábyrgðina, auk H. Sv. og G. Sv.
Var talað við Jón Árnason? Var talað við
Geirl. Árnason? Var talað við Sigríði Auð-
uns? Þessir bæjarfulltrúar hafa lýst sér-
stöku trausti sínu á framkvæmdastjórn út-
gerðarinnar. Verður eltki komizt hjá því
að sækja þá til ábyrgðar á störfum hennar.
Tíminn
er nú óumdeilanlega glœsilegasta dagblaö
landsins. Þeir sem vildu kynnast því af
eigin raun, geta fengiö blaöiö sent heim
ókeypis til nœstu mánaÖamóta.
Taliö viö afgreiöslumanninn,
GUÐMUND BJÖRNSSON, kennara,
Jaöarsbraut 9, — sítni 199.
TILKYNNING
Frá 4. apríl n. k. hefur verið ákveðið að af-
greiðslutími Sparisjóðsins verði þannig:
Alla virka daga nema laugardaga kl. 10 til
11 og 12,30 til 15. Á laugardögum er opið kl.
10 til 11. — Þó verður alveg lokað á laugar-
dögum á tímabilinu frá 15. júní til 15. sept-
ember.
Viðtalstími kl. 10 til 11.
SPPARISJÓÐUR AKRANESS.
Þýzka ullargarnið
er komið aftur, margar gerðir.
Verzlunin GRÍMA, Akranesi