Magni - 23.12.1966, Page 6

Magni - 23.12.1966, Page 6
6 M A G N I Föstudagur 23. desember 1966 Æskuminningar Drjúgum léttum skrefum gengur Arnmundur Gíslason um götur Akraness og kemur Þjóðvilj- anum skilvíslega til kaupenda. Það er hvorki fum eða hávaði í fylgd með Arnmundi. En hann kemst það sem hann ætlar sér og vinnur öll sín verk af samvizkusemi og vandvirkni. Ekki er að sjá að ellin hafi enn náð tökum á Arnmundi og svipur- inn er hýr og góðmannlegur. Gefist tími til að spjalla ofurlitla stund eru umræðuefnin næg. Eitt af mestu skáidum íslend- inga á þessari öld — Magnús Stefánsson — var sveitungi Arn- mundar og kunnugur honum frá œskuárum. Eitt af kvœðum hans er að mestu helgað Arnmundi og nefnist það Ærupris. Það er 25 erindi og hefst þannig: „Einhvers staðar á ísaláði einhvern tíma við svo bar, að einhver kona eignast náði ofurlitið krakkaskar. Vatni ausinn var sá snáði og valið nafnið Arnmundar." Magni hefur farið þess á leit við Ammund, að hann rifji upp nokkrar minningar frá bernsku og æskuárum sínum, og varð hann góðfúslega við þvi, þótt hann teldi þær lítt frásagnar verðar. Fæddur í f járhúsi. Ég er fæddur að Smyrlafelli í Skeggjastaðahreppi, Norður- M'úlasýslu, 3. marz 1890. For- eldrar mínir — Sveinbjörg Da- víðsdóttir og Gisli Ámason — voru þar í húsmennsku og bjuggu í torfkofa, er áður var fjárhús og stóð í túninu á Felli. I þessu fjárhúsi er ég fæddur. Ekki mun ég þó hafa verið lagð- ur í jötu, eins og Kristur forð- um, heldur var ég lagður í töðumeis og varð hann min barnsvagga. Það er ekki víst að meisinn hafi verið neitt verra ílát en vöggurnar — sem ekki voru allar beisnar í þá daga — nema erfitt var að rugga snáð- anum, þegar hann var óvær. Ekki veit ég af hverju það var, að enga mjólk var að fá, þegar ég fæddist. I staðinn fyr- ir mjólkina var soðið handa mér bankabygg og mér gefið seyðið af því með sykurlús út í. Um aðra næringu var tæpast að ræða, nema móðurmjólkina, er var af mjög skomum skammti. Áratugurinn frá 1880 og fram yfir 1890 var Islending- um ákaflega erfiður tími. — Mikil hafísár og harðindi — fátækt og næringarskortur al- mennur. Þetta var talinn mesti harðindakafli 19. aldarinnar. Þrátt fyrir þessi bágindi óx ég upp úr töðumeisnum og komst á kreik. Þegar ég var á öðru ári fluttu foreldrar minir að Saurbæ, sem er skammt frá Felli, og ári síð- ar að Kverkártungu í sömu sveit, sem er býli inni á heið- inni. Þar bjuggu foreldrar mín- ir smá búi. Ólst ég þar upp til 11 ára aldurs við sömu kjör og þá gerðist hjá fátæku fólki. Já, fá- tæktin var mikil. Þegar leið fram á veturinn varð að skammta matinn milli okkar krakkanna, en við vorum 5. Við urðum að láta okkur nægja skammtinn, því að meira var ekki til. Að sumrinu voru meiri úrræði með matföng. Fært var frá 20 ám i Kverkártungu. Beitilandið var gott og þær mjólkuðu vel, þetta %—1 lítri úr hverri á. Ur mjólkinni var mmið smjör og skyr og var það mikill búhnykkur. Fyrstu minningarnar. „Á misjöfnu þrifast börnin bezt,“ segir máltækið. Þrátt fyrir knappan kost varð ég með stærstu strákum í sveitinni og hafði í fullu tré við stráka, sem voru allt að 3 árum eldri. Ég naut þess að í minni ætt voru stórir menn og sterkir. Annars var voðalegm- uppkreistingur á fólki yfirleitt á þessmn árum. % man fyrst eftir mér á 3. ári, er við fluttum að Kverk- ártungu. Einstök atvik festast þannig í huganum og svo líður langur tími að einskis er að minnast. Þegar við komum að Kverkártungu í fardögum 1892 var jörðin búin að vera í eyði 1—2 ár. Hafði fennt inn í bæ- inn. Sjálfsagt hafa rúður verið brotnar eða hurðir fokið upp. Faðir minn þurfti því að byrja á því að moka snjó út úr bað- stofunni, áður en farið var að búa um fjölskylduna. Þetta var köld aðkoma og eftirminnileg. Við baðstofugluggann stóð lágt og litið borð. Var ég býsna rogginn er ég gat staðið við borðið og teygt mig svo hátt, að ég sæi yfir borðplötuna, sem mér fannst heil veröld. Ég fór snemma að þekkja stafina. Kristín systir mín sýndi mér þá og hún kenndi mér að lesa. Hún var 15 árum eldri en ég. Mér gekk lengi illa að muna stafinn æ, hvemig sem á því stóð. Þegar ég stanzaði við æ kleip hún mig í eyrað og þá kom æ eins og af sjálfu sér. Það var lítið um stafrófskver, og mér aðallega kennt að lesa í Nýja testamenntinu, sem var með smáu letri. Ég hafði mik- inn áhuga fyrir því að verða læs og sámaði beisklega, ef syst ir mín tók ekki eftir lestri mín- um. Ég var meir og tilfinninga- næmur á uppvaxtaránmum. Húslestra var ég látinn lesa 9 ára gamall og þá lærði ég einn- ig að lesa gotneska letrið. Var mér alveg sama, hvort letrið ég las. Ég las allt, sem til féll. Kunni mikið í Biblíunni og þótti langmest varið í Júdas Makkabeus og Samson sterka. Það vom mínir menn. Þetta voru mestu kapparnir. Sögur af köppum og hetjum drakk mað- ur i sig. Draugatrúin var sterk. Þegar ég var 8 ára fór ég að sitja yfir ánum. Þótti mér það fyrst í stað mesta leiðindaverk, en um það þýddi ekki að ræða. Sat ég yfir ánum í 3 sumur. % var myrkfælinn mín bemskuár, einkum í hjásetunni, er degi tók að halla á sumrin. Tungubrestxn- var svæsinn draugur, sem fylgdi staðnum og heyrði ég fólk tala mikið um hann. Draugur sá fór með brest mn og skellum, eins og læki vatn á hart skinn. Bóndi, sem bjó í Kverkártungu nokkru á undan föður mínum — Páll að nafni — átti löngum að hafa hjá sér exi í rúminu og ráðast með henni gegn draugsa, þeg- ar hávaðinn varð sem mestur. Sagt var, að það hefði lítið dreg- ið úr hávaðanum, en samt sem áður hefur hann talið sig hafa nokkra vöm af vopni þessu. Draugurinn átti að hvolfa pott- um, sem stóðu með mat i hlað- varpanum. Mikið gekk því á. Allt ber þetta saman við ald- arfarslýsingu Davíðs í forspjall inu fyrir Gullna hliðinu, en þar segir: „Hver baðstofa var myrk af seið og galdri. Draugar og vofur dönsuðu um pallinn og drápu menn — og hestana við staliinn. í hamrinum bjó tröll, — í hóln- um áifur. í Helvíti var Óvinurinn sjálfur, sem fyllti hverja byggð af böli og syndum og birtist þar í óteljandi myndum.“ Draugatrúin var svo sterk á þeim ámm að tilefnið þurfti ekki einatt að vera mikið. Man ég gjörla táknræna sögu um slíkt. Hjá Guðmundi mági mínum á Felli var vinnumaður. Hann var eitt sinn í dimmu að koma frá Þórshöfn og mmi hafa ver- ið lausgangandi. Líklega hefur færð verið all góð og hjam yf- ir öllu. Þegar hann kemur nið- ur í brekkurnar fyrir ofan Fell Arnmundur Gíslason heyrir hann allt í einu skelli, eins og eitthvað elti hann eða hlammist á eftir honum. Tekur hann þá til fótanna og hleypur allt hvað af tekur, en heyrir alltaf sömu skellina hvað mik- ið sem hann herðir sig og þorir aldrei að líta til baka. Gengur þetta svona þar til hann kemst heim að Felli nær sprunginn af mæði. Um leið og hann opn- ar bæjardyrnar þorir hann loksins að líta við og sér þá ekki annað en stóra skinnbót, sem lafir aftur úr skónum hans. Hafði saumur losnað og bótin slegizt við hjamið. Var hann lengi að jafna sig eftir hlaup þessi. Þegar búið var að kveikja óttann var alveg ótrúlegt hvað menn gátu gert. Að þessu var hent gaman á eftir. Nú er trúin á drauga og álfa hvorfin. Hvað þetta er verður aldrei skýrt til fullnustu. Þetta gætu verið fyrirbæri í ljósvak- anrnn, sem erfitt er að skýra, eða svipir framliðinna manna. Ég held að þeir geti verið til fyrst eftir að menn eru dánir. Augu okkar em svo takmörk- ¥ Spjallað við Arnmund Gíslason um fá- tækt, reimleika og skáldið Örn Arnarson uð. Við sjáum svo skammt. Margir hlutir em ekki eins og við sjáum þá. Með góðu stækk- unargleri sjást lautir og hæðir, sem okkur sýnist vera slétt. Til- veran er fjölbreytt, en við dauð- legir menn sjáum svo skammt. Hef ég þó aldrei verið haldinn af drauga- og álfatrú. Syrtir í álinn. Þegar ég var 11 ára eða 1901, deyr faðir minn úr lungnabólgu aðeins 52 ára gamall. Þá var heimilið leyst upp, en ég fylgdi móður minni til föðursystur minnar að Þorvaldsstöðum í sömu sveit. Búið var selt og fór það að mestu leyti upp í skuld- ir. Ég fékk eina kind með mér. Það vom 3 fjölskyldur á Þor- valdsstöðum og bjuggu þær all- ar í sömu baðstofunni, sem var þrískipt. Á Þorvaldsstöðmn kynntist ég fyrst Magnúsi Stef- ánssyni, sem síðar var kunnur undir skáldanafninu öm Arn- arson. Hann var rúmum 5 ár- um eldri en ég. Hann var þama með móður sinni og fósturföð- ur — Þórami Ámasyni — en Stefán faðir hans hafði búið í Kverkártungu nokkm á undan föður núnum en dmkknaði í Miðfjarðará vorið 1887. Við Magnús vorum þá báðir heimalningar og þekktum ver- öldina þá lítið utan landareigna Þorvaldsstaða. Við ræddum margt saman, töluðum um heima og geima, og vorum með heimspekilegar vangaveltur. Ég held hann hafi þá ekki orkt mikið, nema þá helzt gaman- kvæði og kersknisvísur. Magn- ús vann þetta ár, sem við vor- um saman á Þorvaldsstöðum, að öllmn algengum sveitastörf- um. Eftir að leiðir okkar skildu þar dvöldum við ekki saman svo heitið gæti, en skiptumst oft á bréfum. Eftir ársdvöl á Þorvaldsstöð- um fór ég að Djúpalæk til bræðranna, sem þar bjuggu, Einars og Þorsteins Eiríksson- ar. Vann ég að hálfu hjá hvor- um bræðranna. Einar þessi var faðir Kristjáns skálds frá Djúpa læk. Heimurinn stækkar. Þennan vetirr kom fyrir mig atvik, sem er mér minnisstætt, þótt ekki verði það talinn neinn stórviðburður. Kaupmaðurinn á Bakkafirði — Halldór Run- ólfsson — sendi bréf til Einars húsbónda míns og bað hann koma því áfram til Snæbjarnar Arnljótssonar verzlunarstjóra á Þórshöfn. Við vorum tveir ungl ingar á bænum. Ég var 12 ára, hinn 15 ára. Sá eldri var fyrst beðinn um að fara, en treysti sér ekki yfir Brekkuheiði, en um hana lá leiðin til Þórshafn- ar. Þá kom röðin að mér. Mig hálf langaði að sjá meira af ver öldinni, því að út fyrir Skeggja staðahrepp hafði ég þá aldrei komið, en var óhræddur um að ég villtist. Var ég svo í snatri búinn til ferðarinnar. Það var einmuna tíð um þetta leyti og miklar stillur og ekki sjáanleg hætta á veðrabreytingu. Ég

x

Magni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Magni
https://timarit.is/publication/789

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.