Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 1

Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 1
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 íþróttir Fjölhæf Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í aðalhlutverki hjá bandaríska háskólaliðinu TCU. Stefnir á atvinnumennsku í Bandaríkjunum eða Evrópu. 3 Íþróttir mbl.is SÍÐUSTU leik- irnir í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik á þessu ári fóru fram í gær og voru nokkur Íslend- ingalið á ferð- inni. Hamburg er stigi á undan meisturum Kiel þegar frí er skoll- ið á í deildinni vegna úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Austurríki í næsta mánuði.  Hamburg er stigi á undan Kiel en bæði lið fögnuðu sigri í gær. Ham- burg lagði Grosswallstadt og læri- sveinar Alfreðs Gíslasonar í liði Kiel burstuðu Dormagen, 32:18. Aron Pálmarsson var ekki á markalist- anum hjá Kiel en sænski landsliðs- maðurinn Kim Andersson var markahæstur í meistaraliðinu með 9 mörk.  Rhein-Neckar Löwen er heldur betur að gefa eftir í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við tap gegn TuS N-Lübbecke, 29:23. Heið- mar Felixson skoraði 2 mörk fyrir Lübbecke en Þórir Ólafsson lék ekki vegna meiðsla. Ólafur Stef- ánsson skoraði 6 mörk fyrir Rhein- Neckar Löwen, Snorri Steinn Guð- jónsson 2 og Guðjón Valur Sigurðs- son 1.  Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson ekki neitt þegar liðið fagnaði úti- sigri á Magdeburg, 25:23.  Gylfi Gylfason skoraði 8 mörk fyrir Minden sem tapaði fyrir læri- sveinum Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin, 29:24. Ingimundur Ingimundarson náði ekki að skora fyrir Minden og það gerði heldur ekki Rúnar Kárason í Berlínarlið- inu.  Hannes Jón Jónsson skoraði 1 af mörkum Hannover-Burgdorf sem tapaði fyrir Balingen, 29:23. gummih@mbl.is Stefnir í ein- vígi hjá Kiel og Hamburg Ólafur Stefánsson JÓN Arnar Ingv- arsson hefur ósk- að eftir því við körfuknattleiks- deild ÍR að láta af störfum sem þjálfari meist- araflokksliðs karla vegna veik- inda eiginkonu sinnar. Eft- irmaður Jóns Arnars hefur ekki verið ráðinn. Jón byrjaði að þjálfa ÍR-liðið haustið 2006 og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari árið 2007. ÍR-ingar eru í sjöunda sæti Ice- land Express deildarinnar með 10 stig eftir 11 leiki. Jón Arnar hættur hjá ÍR Jón Arnar Ingvarsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SIGURÐUR Ari Stefánsson varð í gærkvöldi norskur bikarmeistari í handknattleik þegar lið Elverum bar sigurorð af Drammen, 25:24, í æsispennandi úrslitaleik sem háður var í Spektrum-höllinni í Osló að viðstöddum 6.700 áhorfendum. Sig- urður skoraði eitt af mörkum El- verum sem lengst af leiknum var skrefi á eftir Drammen. Staðan í leikhléi var 12:11, Drammen í vil, og í seinni hálfleik náði Drammen mest fjögurra marka forskoti en Sigurður og félagar áttu góðan endasprett og tókst að knýja fram sigur með því að skora sig- urmarkið hálfri mínútu fyrir leikslok og var Lars Nordberg þar að verki. Þetta er fyrsti bikarmeistaratit- ill Elverum- liðsins og braust út gríðarlegur fögnuður hjá leikmönnum og stuðn- ingsmönnum liðsins í leikslok. Í fyrra tapaði Elverum bikarúrslita- leiknum gegn Runar. Sigurður skoraði sjö mörk í þeim leik og Kristinn Björgúlfsson skoraði fjög- ur fyrir Runar. „Þetta var hreint magnað og dramatíkin var rosaleg. Við vorum tveimur mörkum undir þegar fjórar mínútur voru eftir en við gáfumst ekki upp og tókst að leggja Dram- men að velli,“ sagði Eyjamaðurinn Sigurður Ari í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn. „Það ætlaði allt um koll að keyra hjá okkur leikmönnum þegar úrslit- in voru ráðin og stuðningsmenn okkar grétu margir hverjir á pöll- unum enda búnir að bíða lengi eftir bikarnum,“ sagði Sigurður, sem varð deildarmeistari með Elverum fyrir tveimur árum. „Það kom ekki til greina að tapa bikarúrslita- leiknum annað árið í röð og núna finnur maður muninn. Það er ólíkt skemmtilegra núna. Þótt ég hafi ekki náð að skora nema eitt mark var ég mjög sáttur við minn leik. Ég átti góð skot sem markvörð- urinn varði og fyrst skotin rötuðu ekki rétta leið þá reyndi ég bara að spila félaga mína uppi og það gekk fínt,“ sagði Sigurður Ari sem ætlar að verja áramótunum heima á Ís- landi en hann er væntanlegur til landsins í dag og verður örugglega með gullverðlaunin um hálsinn. Þetta var hreint magnað  Sigurður Ari Stefánsson norskur bikarmeistari með Elverum í gærkvöldi  Fagnar áramótunum heima á Íslandi og gat því ekki fagnað sem skildi Sigurður Ari Stefánsson RAJ K. Bonifacius og Eirdís C. Ragnarsdóttir fögnuðu sigri í karla- og kvennaflokki á Bik- armóti Tennissambands Íslands sem lauk með úrslitaleikjum í einliðaleik í tennishöllinni í Kópavogi í gær. Raj hafði betur gegn Andra Jónssyni í spennandi úrslitaleik hjá körlunum, 7:6 og 7:6, og þegar staðan var 5:5 í fyrsta setti í viðureign Eirdísar og Söndru Dísar Kristjáns- dóttur í kvennaflokki gaf Sandra leikinn vegna meiðsla. Á myndinni mundar Rafn Kumar Bo- nifacius tennisspaðann en hann tók þátt í mótinu eins og margir tennisspilarar. Morgunblaðið/RAX Bonifacius og Eirdís fögnuðu sigri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.