Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
KNATTSPYRNA
England
Úrvalsdeild:
Portsmouth – Arsenal..............................1:4
Nadir Belhadj 45. – Eduardo 28., Samir
Nasri 42., Aaron Ramsey 69., Alexandre
Song 81.
Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði
Portsmouth.
Manchester United – Wigan ...................5:0
Wayne Rooney 28., Michael Carrick 32.,
Rafael da Silva 45., Dimitar Berbatov 50.,
Luis Antonio Valencia 75.
Staðan:
Chelsea 20 14 3 3 45:16 45
Man. Utd 20 14 1 5 45:19 43
Arsenal 19 13 2 4 51:21 41
Tottenham 20 11 4 5 42:22 37
Man. City 19 9 8 2 38:27 35
Aston Villa 20 10 5 5 29:18 35
Liverpool 20 10 3 7 37:25 33
Birmingham 20 9 5 6 20:18 32
Fulham 19 7 6 6 24:19 27
Sunderland 20 6 5 9 28:31 23
Everton 19 5 7 7 26:32 22
Stoke City 19 5 6 8 15:23 21
Blackburn 20 5 6 9 20:35 21
Burnley 20 5 5 10 22:40 20
Wolves 20 5 4 11 18:36 19
Wigan 19 5 4 10 21:44 19
West Ham 20 4 6 10 28:37 18
Bolton 18 4 6 8 26:36 18
Hull 20 4 6 10 20:42 18
Portsmouth 20 4 2 14 18:32 14
Markahæstir:
Jermain Defoe, Tottenham ...................... 14
Didier Drogba, Chelsea ............................ 14
Wayne Rooney, Man Utd ......................... 14
Darren Bent, Sunderland......................... 12
Fernando Torres, Liverpool .................... 12
Louis Saha, Everton ................................. 10
Cesc Fabregas, Arsenal.............................. 9
Carlos Tevéz, Man City .............................. 9
Gabriel Agbonlahor, Aston Villa................ 8
Carlton Cole, West Ham ............................ 7
Robin Van Persie, Arsenal ......................... 7
Emmanuel Adebayor, Man City................ 6
Andrei Arshavin, Arsenal........................... 6
Craig Bellamy, Man City............................ 6
Skotland
Hearts – Motherwell.................................1:0
Rangers – Dundee United........................7:1
Eggert G. Jónsson var í byrjunarliði
Hearts.
Staða efstu liða: Rangers 43, Celtic 36,
Hibernian 32, Dundee 28, Hearts 23.
Belgía
Kortjikj – Club Brugge.............................1:4
Anderlecht – Zulte-Waregem..................2:1
Mechelen – Charleroi ...............................1:0
Lokeren – Beerschot ................................2:0
Roeselare – Gent .......................................0:4
Bjarni Þór Viðarsson var í byrjunarliði
Roeselare.
Staðan: Anderlecht 45, Club Brugge 43,
Gent 37, Beerschot 35, Zulte-Waregem 31.
Roeselare er í neðsta sæti með 13 stig.
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
N-Lübbecke – R.N. Löwen ..................31:26
Magdeburg – Lemgo ............................23:25
Wetzlar – Dormagen.............................25:26
Kiel – Melsungen...................................32:18
Fücshe Berlín – Minden .......................29:24
Balingen – Burgdorf .............................29:23
Hamborg – Grosswallstadt ..................32:28
Kiel – Melsungen...................................32:18
Staðan:
Hamburg 18 16 1 1 607:479 33
Kiel 18 15 2 1 618:471 32
Göppingen 18 13 1 4 539:523 27
Flensburg 18 13 0 5 549:493 26
R.N. Löwen 18 12 1 5 554:483 25
Gummersbach 18 10 3 5 524:486 23
Lemgo 18 10 2 6 507:481 22
Grosswallstadt 18 9 3 6 493:489 21
Füchse Berlin 18 10 0 8 512:507 20
Magdeburg 18 8 0 10 515:534 16
Lübbecke 18 6 3 9 507:503 15
Wetzlar 18 6 1 11 478:527 13
Melsungen 18 6 0 12 473:540 12
Balingen 18 5 0 13 471:496 10
Burgdorf 18 4 1 13 452:535 9
Dormagen 18 4 0 14 465:562 8
Düsseldorf 18 3 1 14 443:531 7
Minden 18 1 3 14 426:493 5
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA
Úrslit í fyrrinótt:
Atlanta – Cleveland...............................84:95
Washington – Oklahoma.....................98:110
Detroit – New York.............................87:104
Chicago – Indiana................................104:95
Houston – New Orleans....................108:100
San Antonio – Minnesota....................117:99
LA Lakers – Golden State................124:118
í dag
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Gamlársmót ÍR
Kastmót ÍR fer fram á kastsvæðinu í Laug-
ardal og hefst það kl. 11.30.
Gamlárshlaup ÍR
Gamlárshlaup ÍR fer fram í 33. sinn og
hefst það kl. 12. Hlaupið hefst fyrir framan
hús Hjálpræðishersins. Skapast hefur hefð
fyrir því að hlauparar mæti í hinum ýmsu
búningum og í ár verða veitt verðlaun fyrir
bestu búningana.
FYRR á leiktíðinni hafði United betur
gegn Wigan, 5:0, á útivelli og Eng-
landsmeistararnir léku sama leikinn í
gær á heimavelli sínum. Þeir fóru á
kostum gegn slöku liði Wigan og 10:0
hefðu ekki verið ósanngjörn úrslit
eins og leikurinn þróaðist. Tvívegis
fór boltinn í markstangir Wigan auk
þess sem varnarmenn liðsins björg-
uðu í tvívang á marklínu. Wayne Roo-
ney, sem átti enn einn stórleikinn, hóf
markaveisluna á Old Trafford eftir 28
mínútna leik og þeir Michael Carrick,
Rafael da Silva, Dimitar Berbatov og
Antonio Valencia bættu fjórum mörk-
um við. Þar með gáfu leikmenn Man-
chester-liðsins Alex Ferguson stjóra
sínum góða afmælisgjöf en Skotinn
heldur í dag upp á 68 ára afmæli sitt.
Vidic og Brown breyta miklu
,,Við áttum svo sannarlega mögu-
leika á að vinna enn stærri sigur en ég
er ánægður með 5:0 sigur. Frammi-
staða liðsins var virkilega góð og það
er mikilvægast,“ sagði afmælisbarnið
Sir Alex Ferguson við fréttamenn eft-
ir sigur sinna manna. ,,Lykillinn að
því að við höfum rétt úr kútnum er að
við höfum endurheimt sterka varn-
armenn. Vidic og Brown breyta rosa-
lega miklu fyrir liðið og þegar við höf-
um fengið fleiri til baka úr meiðslum
munum við sjá betra lið.“
Arsenal á góðu skriði
Hermann Hreiðarsson og sam-
herjar hans í Portsmouth áttu ekki
möguleika gegn spræku liði Arsenal
sem lítur mjög vel út um þessar
mundir. Eduardo, Samir Nasri, Aaron
Ramsey og Alex Song settu mörkin
fyrir Lundúnaliðið en Alsírbúinn
Nadir Belhadj gerði eina mark heima-
manna sem eiga erfiðan vetur fram
undan.
,,Við litum út sem lið sem var tilbúið
í leikinn og ég var mjög ánægður með
framlag minna manna. Við munum
berjast allt til loka og þetta lið er
tilbúið í baráttu um titilinn,“ sagði Ar-
sene Wenger knattspyrnutjóri. Hann
vildi ekki staðfesta hvort hann ætlaði
að styrkja lið sitt í janúar. ,,Það eru
allir að segja okkur að kaupa fram-
herja en við erum að skora mikið af
mörkum og ég hef trú á mínu liði. Við
munum svipast um ef þetta er ekkert
sem veldur okkur áhyggjum. Það fer
eftir því hvernig gengur að end-
urheimta leikmenn úr meiðslum,“
sagði Wenger.
Manchester United og Ars-
enal sendu skýr skilaboð
Reuters
Heitur Wayne Rooney er hér að opna markaveisluna á Old Trafford í gær með sínu 14. marki í úrvalsdeildinni.
Manchester United og Arsenal sendu
Chelsea skýr skilaboð í gærkvöld. Bæði
unnu sannfærandi sigra gegn mótherj-
um sínum þegar tveir síðustu leikirnir í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á
þessu ári fóru fram. Englandsmeist-
arar Manchester United tóku Wigan í
kennslustund á Old Trafford og unnu
stórsigur, 5:0, og Arsenal fór létt með
Hermann Hreiðarsson og félaga hans á
Fratton Park en lokatölurnar þar urðu,
1:4. Chelsea er efst í deildinni með 45
stig, Manchester United hefur 43 og
Arsenal 41 en liðið á leik til góða á
toppliðin tvö.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Bæði hrósuðu stórsigrum í gær og elta Chelsea eins og skuggann
UMRÆÐUR hafa skapast um kæru
Hauka á hendur Val í deildabik-
arkeppni kvenna í handknattleik á
milli jóla og nýárs. Kæran var lögð
fram eftir að Valur tefldi fram
ólöglegum leikmanni í fyrr-
greindum leik. Hermt er að heið-
ursmannasamkomulag hafi verið í
gildi milli þjálfara liðanna um að
Valur mætti nota hinn ólöglega
leikmann í fyrrgreindum leik.
Haukar voru ekki sáttir við sam-
komulagið, virtu það að vettugi og
lögðu fram kæru, enda sam-
komulag þjálfaranna út í hött.
Hvorki þjálfurum né öðrum þátt-
takendum leiksins er heimilt að
virða reglugerðir sérsambands að
vettugi í opinberu móti á vegum
þess.
Kæran var réttilega tekin til
greina af Handknattleikssambandi
Íslands og Haukum úrskurðaður
sigur og sæti í úrslitaleik deildabik-
arsins.
Hafi þjálfari Vals séð fram á að
geta ekki teflt fram 14 leikmönnum
í viðkomandi leik úr hópi meist-
araflokksliðs síns var honum nær
að sækja leikmenn niður í unglinga-
flokk fremur en virða reglugerð að
vettugi. Sannarlega stendur hugur
„hins ólöglega leikmanns“ til að
ganga í raðir Valskvenna þegar
opnað verður í skamman tíma fyrir
félagaskipti hinn 7. janúar. Slíkt
nægir heldur ekki til þess að ganga
á svig við reglur.
Þegar lið Vals í fyrrgreindum
leik er skoðað kemur í ljós að það
saknaði ekkert fleiri leikmanna en
sum önnur sem tóku þátt í mótinu.
Ýmsir hafa haft á orði að kæra
Hauka og afgreiðsla HSÍ hafi gjald-
fellt mótið og úrslitaleik kvenna.
Slíkt er fullkomlega út í hött.
Deildabikarkeppni HSÍ er eitt
þriggja móta sambandsins ár hvert.
Það er því á sama stalli og Íslands-
mótið og bikarkeppni. Hvaða aug-
um sem menn kunna að líta mótið,
hvaða tilgangi sem það þjónar í
augum handknattleiksmanna og
þjálfara, verður það fyrst gert ótrú-
verðugt fái þátttakendur að sneiða
hjá þeim reglum sem í gildi eru.
Hverju má þá búast við næst? Að
mæta með ólöglegan leikmann í
leik í bikarkeppninni eða á Íslands-
mótinu? iben@mbl.is
Reglur ber undantekningarlaust að virða
Á VELLINUM
Ívar Benediktsson
LEIKMENN Barcelona ætla að fagna með stuðnings-
mönnum sínum fyrir leik liðsins gegn Villareal í spænsku 1.
deildinni í knattspyrnu sem fram fer á Camp Nou, heimavelli
Barcelona, á laugardagskvöldið.
Börsungar hafa ríka ástæðu til að fagna en liðið náði þeim
einstaka árangri að vinna sex titla á árinu sem er að líða eða
alla bikarana sem þeir voru í keppni um. Barcelona varð
Spánarmeistari, Evrópumeistari, heimsmeistari félagsliðs,
bikarmeistari og vann ofurbikar UEFA og ofurbikarinn á
Spáni.
Forráðamenn Katalóníuliðsins hafa boðið Eiði Smára Guð-
johnsen, Samuel Eto’o, Sylvinho og Jorquera að taka þátt í
fagnaðarlátunum á laugardagskvöldið.
Allir yfirgáfu þeir Barcelona í sumar en þeir hömpuðu öllum titlunum með fé-
laginu í ár að undanskildum heimsmeistaratitlinum sem Börsungar innbyrtu
fyrr í mánuðinum. gummih@mbl.is
Eiði boðið á Camp Nou
Eiður Smári
Guðjohnsen
HANNA Guðrún Stefánsdóttir úr Haukum og Ólafur
Indriði Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen, hafa verið valin
handknattleiksfólk ársins af Handknattleikssambandi Ís-
lands.
Hanna hefur allan sinn feril leikið með Haukum fyrir
utan eitt tímabil sem hún lék með Holstebro í Danmörku.
Hanna hefur verið burðarás í liði Hauka og landsliðsins
undanfarin ár og er frábær hornamaður sem skilar ávallt
sínu.
Ólafur vann á árinu 2009 alla titla sem hægt var að
vinna með liðinu, Evrópumeistari meistaraliða, Spán-
armeistari og Konungsbikarmeistari. Í haust skipti Ólafur
um lið og leikur hann með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Ólafur hefur
verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarinn ár. Hann hefur leikið 283
landsleiki og skorað í þeim 1.337 mörk og er markahæsti landsliðsmaður
Íslands frá upphafi. iben@mbl.is
Hanna og Ólafur valin best
Hanna Guðrún
Stefánsdóttir