Ísfirðingur - 21.09.1949, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 21.09.1949, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 '•;»,>*M~J,"J»,!**J,,í~I“í**í*’í***~J**t“M*,í**Í**!*,’***“****"*******'~ FJÖRU . . steinar. Um úrslit kosninganna i Vest- ur-Isafj arðarsýslu er ýmsu spáð, en um eitt eru menn vestur þar sammála, að i þess- um kosningum liðist þetta lé- lega fley Sjálfstæðisílokksins í sýslunni alveg í sundur, vegna þeirrar þjónkunar við Ásgeir Ásgeirsson, sem þar er fyrir- skipuð af f lokksstj órninni syðra. Þeim sem unna málefnum sýslunnar þykja þetta góðar fréttir, því eftir algjörða út- þurkun íhaldsins verður auð- veldara fyrir Vestur-Isfirðinga að reka loðmolluna af höndum sér. Gautagat. Eins og menn niuna var mikill rafmagnsskortur seinni- partinn í vetur. Tjónið af þessu rafmagnsleysi er óút- reiknanlegt, einkum fyrir iðn- aðarmenn og önnur fyrirtæki, sem byggja starfrækslu sína. á ralknúnum verkfærum. F.yrir skömmu tóku nokkrir iðnaðarmenn, sem allir eru velmetnir borgarar þessa bæj- ar, sér ferð á hendur og gerðu athugun á því, hversu úr mætti hæta, svo þessi saga vetrarins endurtæki sig ekki aftur. Þessir félagar skrifuðu svo mjög hógværa grein um þessa ferð sína í blöð bæjarins.Vara- vararitstj óri Vesturlandsins var svo hugulsamur að sýna formanni rafveitunefndar þessa grein áður en hún fór í pressuna. Eftir lestur greinarinnar virð ist formaðurinn hafa afklæðst hinni þunnu blæju háttvísinn- ar, sem hann ef til vill á til og birtist alnakinn í langri at- hugasemd í áframhaldi af grein iðnaðarmannanna. Sennilega er ekki öllum ljóst á hverju þessi gorgeir for- manns rafveitunefndar er byggður, nema ef skýringuna væri að finna í þeim fram- kvæmdum, sem hafnar eru á viðbótaraflstöð við rafveituna í Engidal. Þessi viðbótaraflstöð er olíu- mótor, sem byggt er yfir við endann á gamla stöðvarhús- inu. Að sinni verður ekki farið út í að lýsa þessu verki hér, en hal'i verið ástæða, fyrir bæjar- búa að eyða tíma og peningum í að sjá okkar fræga „þjóðgat" á Súðavíkurvegi, þá er ekki minni ástæða til að skreppa inn í rafstöð og sjá þar „Gautagat", sem fonnaður raf- veitunefndar á ábyggilega eftir að standa fastur í eitthvað fyrst um sinn, eins og fleiri slysagötum flokksbræðra sinna. Tveir um nót. Það er nú fullvíst að í hönd- farandi kosningum er undirbú in víðtæk samvinna milli AI- þýðu- og Sjálfstæðisflokksins, sem einu nafni er nú kallað — íhaldið —. Dæmi um þetta eru ótelj- andi. Eitl er mjög nærtækt, en það er framboð Axels Tulini- usar í V.-Isaf j arðarsýslu. Hann er einn af fáum mönnum, sem líklegir eru til að sætta sig við að fleiri og fleiri atkvæði séu færð yfir á frambjóðanda Al- þýðuflokksins í hverjum kosn- ingum. Þó reyna þessir flokkar að láta líta svo út að þeir eigi í harðri baráttu sín á milli. En ástæðan er sú, og engin önnur, að í þessum kosningum hefur verið ákveðið að reyna að fiska á tveim miðum, en leggj a svo aflann upp sameiginlega eftir kosningar til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, þar sem Alþýðuflokksþingmennirnir eiga að vera sendlar hjá heild- verzlun íhaldsins. Hér á Isafirði virðist þó eiga að láta nægja eina íhaldsnót, sem íhaldsflokkarnir ætli svo að róa sameiginlega með. Þetta staðfesta ummæli eins Alþýðuflokkskjósanda hér í bæ, en hann sagði þegar hann var spurður hvort Kjartan læknir yrði ekki í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn: „Það veit ég ekki, en Finnur Jónsson verður hér í kjöri og er ekki nóg að íhaldið hafi einn fram- bjóðanda“? Eftir síðasta Skutli að dæma er þj óðvarnarhetj an Hannibal fallinn. Hvort hans skeleggu fylgismenn leggjast á kné með foringja sínum og skríða fyrir fætur Finns Jónssonar á kjör- degi, er ekki vitað ennþá, en margt bendir til að þeir séu farnir að heykjast í hnjánum og eigi ekki langt eftir til jarð- ar. En sem sagt virðast þessi tvö íhaldsfley hér á Isafirði ætla að láta sér nægja eina nót í þessum kosningum, því engin mynd sézt ennþá af Kjartani. Valtý vikið frá ritstjórn. Ásberg kempan Sigurðsson hefir nú tekið sig til og vikið Valtý Stef- ánssyni frá ritstjórn Morgunblaðs- Framhald á 4. síðu. Vöruhappdrætti S.LB.S. 5000 vinningar að verðmæti kr. 1.200,000,00 Dregið 6 sinnum á ári ASeins heilmiöar gefnir út. Verð kr. 10,00. Endurnýjun kr. 10,00. Ársmiöi kr. 60,00. Á þessu ári verður aðeins dregið í tveim flokkum. Þann 5. okt. og og 5. desember. Ársmiði kr. 20,00. VINNINGASKRÁ 1. dráttur 5. október. 420 vinningar, að verðmæti kr. 100.000,00 1 vinningur á kr. 15.000,00 Vinningurinn er HÚSGÖGN: í dagstofu: Sófi, 3 hægindastólar og útskorið sófaborð. 1 borðstofu: Borð og 6 stólar og skápur. 1 vinningur á kr. 8.000,00 Vinningurinn er HEIMILISTÆKI: Isskápur, Rafhaeldavél, þvotta- 1 vél og strauvél. vinningur á kr. 5.000,00 1 — — — 4.000,00 1 — — — 3.000,00 2 — — kr. 2.500,00 — 5.000,00 2 — — — 2.000,00 — 4.000,00 5 — — — 1.500,00 — 7.500,00 5 — — — 1.000,00 — 5.000,00 5 _ — — 500,00 — 2.500,00 7 — — — 300,00 — 2.100,00 389 — — — 100,00 — 38.900,00 ■ Ofan skráðir vinningar eru: Vörur eða þjónusta frjálst val. 2. dráttur 5. desember. 580 vinningar að verðmæti kr. 140.000,00. 1 vinningur á kr. 25.000,00 Vinningurinn er: HtJSMUNIR í nýtt heimili: 1 dagstofu: Sófi, 3 hægindastólar, sófaborð og málverk. — I borðstofu: Borð, 6 stólar og skápur. — Heimilistæki: Isskápur, Rafhaeldavél, þvotta- vél og strauvél. 1 vinningur á kr. 8.000,00 Vinningurinn er: Dráttarvél með vinnuverkfærum. 2 vinningar á kr. 7.500,00 — 15.000,00 1 — — — 5.000,00 1 — — — 4.000,00 1 — — — 3.000,00 2 — — 2.500,00 — 5.000,00 2 — — — 2.000,00 — 4.000,00 5 — — — 1.500,00 — 7.500,00 5 — — — 1.000,00 — 5.000,00 5 — — — 500,00 — 2.500,00 2 — — _ 400,00 — 800,00 552 — — — 100,00 — 55.200,00 Ofantaldir vinningar eru: Vörur eða þjónusta, frjálst val. Umboðsmenn happdrættisins á Vestfjörðum: BARÐASTRAND ARSÝSLA: Sæmundur Björnsson, Reykhólum, Jónína Hermannsd. Flatey, Jóhann Jónsson, Mýrartungu, Rut Jónsdóttir, Patreksfirði Albert Guðmundsson, Tálknaf., Ebenezer Ebenezersson, Bíldudal. ISAFJARÐARSÝSLA: Jóhanna Þorbergsdóttir, Þingeyri, Sveinn Gunnlaugsson, Flateyri, Jón Valdimarsson, Suðureyri, Jóhannes Guðjónsson, Bolungarvík, Alfons Gíslason, Hnífsdal, Bjarni Sigurðsson, Isafirði, Páll Pálsson, Þúfum, Jóhann Ásgeirsson, Skjaldfönn, Þorvarður Hjaltason, Súðavík. STRANDASÝSLA: Jón Sæmundsson, Hólmavik, Guðmundur Jónsson, Borðeyri.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.