Ísfirðingur - 21.09.1949, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 21.09.1949, Blaðsíða 4
4 ÍSFIRÐINGUR Kosningarnar í N.-ísafjarðarsýslu. Framsóknarmenn í N-Isa- fjarðarsýslu hafn nú ákveðið að bjóða fram Þórð Hjaltason, símstjóra í Bolungarvík við i höndfarandi kosningar. Það er óþarfi að fjölyrða um Þóx-ð Hjaltason, hann er Norð- ur-Isfirðingum svo kunnur, fyrst sem bóndi, en nú síðasta ár, sem símstjóri i Bolungai'- vik. Við síðustu kosningar huðu framsóknarmenn elcki fram í Norðui’-Isafjax-ðarsýslu. Mest fyrir áeggjan Hannihals Valdimarssonar og fullyrðing- ar hans um að honum tækist að losa sýsluna við Sigurð Bjarnason og vissulega hefði það vex-ið mikill greiði við héraðshúa. En það kom franx við kosn- inguna að Hannibal hafði ekki tekizt að hópa mönnum það fast saman, að hann næði settu marki. Hannibal koixxst þó á þing, sem uppbótai’þingmaðui’, enda mun kjördæmið hafa verið þurfandi fyrir slíka uppbót. En við nánai’i athugun kemur í ljós, að til þess að ná þessu xippbótarsæti, þurfti Hannibal ekki á þessxun framsóknarat- kvæðurn að halda, heldxir korna þau á næsta uppbótar- þingnxann Alþýðuflokksins. En það er hlutur sein franx- sóknannexxn í N.-Isaf j arðai’- sýslu ætla ekki að láta konxa fyrir aftm*, að þeir séu að fleyta föllnum Alþýðuflokks- mönnum í Reykjavík eða amx- ars staðar inn á Alþing íxxeð sínunx atkvæðuixx. Þessvegna munu þeir og aðrir frjálslynd- ir kjósendur í sýslunni flykkj- ast unx Þórð Hjaltason við þessar kosixingar. ------O------ Bæjarkeppni Siglfirðinga og Isfirðinga í frjálsunx íþróttunx fór fram á Isafirði fyrir skömmu. Orslitin urðu þau, að Isfirðingar unnu nxjög glæsilega nxeð 11320 stig- um gegn 10645. Árangur mótsins var mjög góður. Sett voru fjögur ný Vestfjarðamet og tvö Siglu- fj arðai’met. Ritnefnd: Guttormur Sigurbjörnsson. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Þorleifur Guðmundsson. Afgreiðslu annast: Guðmundur Sveinsson, Engjaveg 24. FJÖRUSTEINAR. Framhald af 3. síðu. 1 eftirmælagrein, i léleguin lík- ræðustíl, um Sigurð Bjarnasön í næst síðasta Vesturlandi, segir sá lofsæli höfundur, að Sigurður Bjarnason hafi hin síðari ár, jafn- framl þingstörfum verið stjórn- málaritstjóri Morgunbl. Ég leitaði og leitaði í Morgunblaðinu, en fann hvergi nafn Sigurðar Bjarnasonar. Aftur blasir við nafn Jóns Pálma sonar í Isafold, svona til punts, á borð við falskan postulinslnind eða öllu heldur gylltan leirhund á gam- alli kommóðu. Valtýr mun hins vegar nota rit- smíðar Sigurðar í Moggann, eink- um þær sem vindgangur Sigurðar er inikill því hinir ritarar Morg- unblaðsins eru lognliattslegir og kauðalegt orðbragð þeirra, og á fjaðrafok Sigurðar að bæta upp þann brest þeirra. Þetta er nú vegtyllan, sem Sig- urði Bjarnasyni hefir hlotnast þarna. Menn fáir svo aumir að þeir öfundi hann af lilutskiptinu, nema máske vesalings Ásberg. Vegagerðii’ á Vestfjörðuin. Allmikið hefir verið unnið að vegabótuin á Vestfjörðum í sumar, en seint sækist róðurinn víða og ýmsum vegum, sem áttu að vera fullgerðir í fyrra, er enn ólokið. Bolungarvíkurvegur er nú orðinn fær út að svonefndum Sporhamri, yzt á Óshlíð, og mun um það lokið að ryðja Óshólana, ineð jarðýtu sem Ræktunarsamband Hóls,-Eyr- ar- og Súðavíkurhreppa eignaðist í sumar. Súðavíkurvegur er nú kominn alllangl inn á Súðavíkurhlíð. Er um 2 km. vegar inn í Súðavíkur- þorp, og torfærulaust að kalla. Flestir bjuggust við, að Súðavíkur- vegur opnaðist snemma í fyrra- sumar. — Hefði það að líkindum tekizt, ef ekki hefði svo miklum tíma og fé verið eytt í hamarsgatið. Annars má gera sér vonir um að vegurinn þarna standi og verði ekki ýkja viðlialdsfrekur. Verra er, að ekkert hefir verið unnið að veg- inum út Langadalsströnd í suinar. Er nú ekki bílfært með góðu lengra en að Nauteyri eða Hafnardal. I Vestur-lsafjarðarsýslu hefir verið unnið að vegarlagningu yfir Rafnseyrarheiði. Er nú korninn all- góður vegur yfir heiðina, og niður úr heiðartungunum að vestan, en neðri hluti Rafnseyrardals, að Rafnseyri og Auðkúlu einungis fær jeppum. Með Dýrafirði að vestan liafa verið gerð myndarleg átök í vega- málunum, mest fyrir forgöngu odd- vitans í Þingeyrarhreppi, Eiríks Þorsteinssonar, kaupfélagsstjóra. Fyrir alllöngu er ágætur vegur kom inn í Haukadal og ár brúaðar á þeirri leið. Vegur er líka fær fram í Kirkjubólsdal. Inn með Dýra- firði að vestan er fullgerður vegur inn fyfir Kjaransstaði, og verið að ljúka við brúargerð á þá á. Búið er að forma fyrir veginum að Botni. Til þessara vegagerða hefir Þingeyrarhreppur lagt tiltölulega rnikið fé. Norðan Dýrafjarðar er vegurinn kominn nokkuð inn fyrir Höfða, og lauslega rutt að Næfranesi, en verið að ryðja lilíðina milli Lamba dals og Botns. 1 önundarfirði er fyrir skömmu kominn góður akvegur að Holti, og vel bílfært út að Hjarðardal. Vegagerð með Súgandafirði mið- ar seint áfram, og ennþá er ólagður vegur að mestu milli Botns og Suð- ureyrar. Aftur er nú orðið bílfært út í Staðardal. 1 vesturhluta Barðastrandarsýslu er nú loks langþráðu marki náð með að fullgera veginn inn á Barða strönd, svo nú verður komizt frá Patreksfirði að Brjánslæk. Sömu leiðis milli Patreksfjarðar og Bíldu- dals, en vegurinn í Hálfdán Bíldu- dalsmegin er mjög ósléttur ennþá og aðeins fær jeppabílum. Á þessum vegum var byrjað í þingmannatíð Bergs Jónssonar, og mörg ár eru síðan Barðastrandar- vegurinn var kominn að Kleifa- heiði, og bílfært var til Tálkna- fjarðar. ■■ ■ ■ -.O----- Krukkspár... Framhald af 2. síðu. Bjanxa á Laugai’vatni ei' úr sögunni. 1 Vestur-Skaftafellssýslu er ekki unnt að segja hver sigur muni bera úr hýtunx, en Jón Gíslason hefir reynzt nýtur þingniaður og öruggur fulltrúi sýslu sinnar, svo kjósendur hans liafa síður en svo orðið fyrir vonbrigðum. Síðast er svo Austui’-Skafta- fellssýsla. — Þar er talið ör- uggt að Páll Þoi’steinsson verði endurkjörinn, að líkindum við vaxandi fylgi. Gunnar Bjarna- son, sá er Alþýðuflokkurinn taldi sér einu sinni, og síðar gekk í Framsóknarflokkinn, en hafnaði að lokunx hjá iliald inu (gruggið setzt á botninn), er nú orðinn vonlítill sjálfur — hvað þá aðrii*. Þá er það höfuðstaðurinn. — Fréttum og kunnugum mönn- uxxx ber yfirleitt sanxan unx það að Reykjavík sé óútreiknan- leg. Flokkarnir hafa sína föstu stofna af kjósendaliði, en ó- nxögulegt að segja hvar stórir hópar kjósenda kunni að lenda. — Alþýðuflokkux’inn er þó alli’a flokka þai*, snxeikast- ur við hrörnandi fylgi. —- Hvort kommúnistum tekst enn þá að villa fjölnxöi’gum kjós- endunx sýn, svo þeir verji at- kvæðunx sínunx á Sósíalista- flokkinn, er gáta, senx líklega verður ekki ráðin fyrr en að kosningum loknum. Þetta er nú það, senx sagt vei’ður í fáúm ox’ðunx unx kosn- ingahorfurnar. Eitt verður sagt nxeð fulli’i vissu! Enginn stjórnnxálaflokk ur fær meii’ihluta í kosningun- um, og ekkert nálægt því. — En mestar líkur eru til að Franisóknarflokkurinn eflist verulega. Allt ber að tryggja. Innbúið — verzlunarvörur og efnisvörur — vélarnar — bílinn í vetraigeymslunni — heyfenginn — búpeninginn. Munið að eldurinn gerir ekki boð á undan sér. S AMVINNUTRY GGIN G AR. Tilkynning írá Brunabótafélagi íslands. Bæjai’fógeti hefir úi’skurðað lögtak á ógi-eidd brunabótagjöld og dráttarvextir fyrir síðasta gjaldár. Lögtök hefjast 1. október án frekai’i aðvörunar. Þess er vænst að þeir, senx eiga eftir að greiða gjöld sín geri skil fyrir þann tínxa svo konxist verði hjá kostnaði og fyrirhöfn senx af lögtaki leiðir. Brunabótafélag Islands. Hrefna Bjarnadóttir, umboðsmaður, tsafirði. Prentstofan ísrxin h. f. 1949.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.