Ísfirðingur - 21.09.1949, Blaðsíða 1
ÐINGUR
BLAÐ FRAMSÓKNARMANNA A VESTFJÖRÐUM
I. árgangur.
I
Isafjörður, 21. september 1949.
1. tölublað.
Mikil f jármálatíðindi.
Bretar fella gengi sterlingspundsins.
Þau tíðindi gerðust siðastlið-
inn sunnudag, að breska stjórn
in framkvæmdi stórfelda geng-
islækkun, feldi sterlingspundið
i verði miðað við dollara, um
ca. 30%. Ráðstöfun þessi mun
hafa komið öllum á óvart,
nema ef til vill nánustu sam-
starfsmönnum stj órnarinnar.
Ástæður fyrir ráðstöfun þess
ari, segir Stafford Cripps,
f j ármálaráðherra vera þær,
að brezka stjórnin hafi séð
fram á það, að ef gengi punds-
ins gagnvart dollara yrði hald-
ið óbreyttu, myndi óhjákvæmi
legt, að samdráttur atvinnulífs
ins, og þar af leiðandi atvinnu-
Ieysi hafa haldið innreið í
Bretland, og ennfremur að
óbreyttu gengi myndi hafa
reynst ókleift að halda hinu
brezka alþýðutiyggingakerfi ó-
breyttu. Brezka stjórnin hefði
þvi séð sig til neydda að fella
sterlingspundið í verði, í því
skyni að koma í veg fyrir at-
vinnuleysi og vernda trygginga
kerfið. Síðan hafa 16 ríki farið
að dæmi Breta, þar á meðal
allar Norðurlandaþjóðirnar.
Þessi ráðstöfun hefir alheims-
þýðingu, og er yfirleitt ekki á
færi annara þjóða að dæma
um ákvarðanir Breta í þessu
efni.
Viðhorf Islendinga.
Hvað sögðu Fram-
sóknarmenn?
Málið er athygliSVert fyrir
Islendinga, og einkum hvernig
við höfum snúizt við þessu
vandamáli, þveröfugt því sem
hinir reyndu brezku stjórn-
málamenn. — Brezka stjórnin
og þing brezka verkalýðsfélag-
anna, sem háð var fyrir stutt-
um tíma fordæmdi allar kaup-
hækkanir, taldi þjóðawiauð-
syn að halda kaupgjaldi og
verðlagi óbreyttu í því skyni
að koma í veg fyrir atvinnu-
leysi, og forða frá gengisfalli.
Þótt Bretar hafi þannig hald
ið launum og verðlagi niðri,
hefir það þó ekki getað forðað
gengisfallinu.
Alþýðublaðið hefir í suniai'
verið síjórtrandi a því að
Framsóknarmenn ætli að
koma á geUgisfalli íslenzku
krónunnar eftir kosningar. Nú
hefir farið svo að Alþýðuflokk-
urinn hefir ásamt hinum flokk
unum orðið að standa að geng-
isfalli íslenzku krónunnar
gagnvart dollara fyrir kosning-
ar.
Framsóknarflokkurinn vill
ekki gengislækkun, — en for-
mælendur flokksins hafa hald-
ið því fram, sem öllum er aug-
ljóst, að Alþýðufl. og Sjálf-
stæðisfl. væru þegar búnir að
fella krónuna í verði. Hér yrði
þvi að veita viðnám með því
að taka upp heilbrigða stjórn-
arhætti. — Tillögur Fram-
sóknarmanna þar að lútandi í
ríkisstjórn og á Alþingi hafa
allar verið felldar af spyrðu-
bandi Alþýðufl. og íhalds, —
einmitt þær tillögur sem mið-
uðu að lækkun dýrtíðar. Og
rétt er að láta þess getið í
þessu sambandi fyrir, þá, sem
ekki lesa fundargerðir, en láta
sér nægja afskræmdar frásagn
ir andstöðublaðanna, að aðal-
fundur miðstjórnar Framsókn
arflokksins í vetur, sem taldi
að vart yrði komizt hj á gengis-
lækkun eða verðhjöðnun, og
máske yrði að reyna hvoru-
tveggja, lagði svo til, orðrétt:
„að leitað yrði álits og samráðs
stéttasamtakanna, hvor leiðin
skuli farin. og að hve miklu
leyti, áður en endanleg ákvörð-
un yrði tekin".
Framsóknarmenn töldu að
betra væri að viðurkenna
hreinskilnislega gengisfall
krónunnar, en að fela það. Og
þeim var líka ljóst, að gengis-
fall eða opinber lækkun á
verði krónunnar gat komið
líkt og skriða úr fjalli, án þess
þing eða. stjórn æskti þess, \
jafnvel þótt þingflokkarnir
væi-u gengisfalli mótfallnir. —
Þetta hefir nú rætzt.
Gengislækkunarraus Alþýðu-
blaðsins er nú oltið um sjálft
sig.
Gera verður ráð fyrir, að
annars konar gengislækkun ís-
lenzku krónunnar komi ekki
til greina. Gengismálið verður
ÁVAPSORÐ.
Þegar kosningar fara í hönd, þykir öllum flokkum og
aðstandendum frambjóðandanna bryn þörf á að eiga að-
gang að blaði um lengri eða skemmri tíma til að túlka
skoðanir sínar, og viðhorf til helztu dagskrármálanna, —
vísa ranghermum og afflutningi d stefnumdlum flokks-
ins á bug, og benda á hin jákvæðu. Fyrir flokka, sem
ekki eiga aðgang að blaði, er það sama og að vera meinað
máls á almennam kjósendafundi. Þótt Framsóknarmenn
eigi því láni að fagna, að aðalblað þeirra, Tíminn, er
bæði stórvinsælt og að allra dómi bezt skrifaða blað
landsins, þá fer ýmislegt framhjá almenningi, einkum
þeim sem fjær búa, er vert væri að festa sér í minni.
Þetta blað býst að vísu ekki við að geta sinnt verkefni
sinu, svo sem vert væri, og biður menn í því efni að taka
viljann fyrir verkið. En gæti því auðnast að leiðrétta mis-
skilning þótt eigi væri nema nokkurra einstaklinga, sem
stuðst hafa við einhliða áróður og ranga túlkun á málstað
Framsóknarflokksins, þykist blaðið eigi til einskis hafa
vaknað til lífsins.
Isfirðingur fulltreystir því, að allir Framsóknarmenn,
leggi frambjóðendum flokksins, alltþaðliðsem þeirmega.
Blaðið heitir líka á alla þá mörgu, sem nú eiga samstöðu
með Framsóknarflokknum, en kjósa ýmsir að svo stöddu
að standa utan flokka, að stuðla fast að atkvæðaaukningu
flokksins við þessar kosningar. Með sameiginlegri sókn
og skörpum átökum er vissulega unnt að nema ný lönd
og vinna aftur gömul.
því ekki þrætuepli í þessum
kosningum. —
Það verða annars konar ráð-
stafanir til lækkunar dýrtíð-
inni, sem glímt verður um.
Að svo stöðnu verður ekkert
sagt um hvort og að hve miklu
leyti dýrtíð hér á landi kann
að aukazt við hækkun á gengi
dollarans. Vörur frá Banda-
ríkj unum hækka vitanlega,
svo sem vélar, ef til vill mat-
vörur, en aftur fæst hærra
verð fyrir afurðir okkar, sem
þangað sendast — þær sem
ekki eru seldar í sterlinspund-
um.
Frambjóðendur
Framsóknarflokksins í Isa-
fj arðarsýslum við næstu al-
þingiskosningar eru:
Jón Á. Jóhannsson, yfirlög-
regluþjónn, Isafirði, í Isafjarð-
arkaupstað. Þórður Hjaltason,
símstöðvarstjóri í Bolungar-
vík, 1 N.-lsafjarðarsýslu og
séra Eiríkur J. &Eiríksson,
skólastjóri að Núpi, i Vestur-
Isafjarðarsýslu. 1 næstu blöð-
um verur nánar sagt um fram-
boð þessara manna.
Áttræður.
Þann 16. þ.m. átti Magnús
Guðmundsson, hér í bæ, átt-
ræðisafmæli.
Heilla óskir.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína:
Ungfrú Sigríður Sigurðar-
dóttir og Gunnar Pétursson
(Péturssonar), Grænagarði.
Ungfrú Inga Bjarnadóttir
frá Akureyri og Jens Sumar-
liðason, Isafirði.
Ungfrú Jóna Júlíusdóttir
frá Vestm.eyjum og Tryggvi
Jónasson, Isafirði.
Ungrfú Arndís Stefánsdóttir,
Hnífsdal og Ásgrímur Bene-
diktsson, Isafirði.
Isfirðingur árnar þessum
hjónaefnum allra heilla.