Ísfirðingur


Ísfirðingur - 21.06.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 21.06.1957, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR / . ...... ÍSFIBÐINGUE Ctgefandi: Framsóknaríélag IsfirOinga. Abyr gSarmaðor: Jón Á. Jóhannsson Af greiðslamaður: GuCmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 - -* Bæjarmálefni Með bréfi dags. 1. þ. m. hefur Kristján Kristjánsson, yfirhafn- sögumaður sagt upp starfi sínu frá og með 1. september n. k. Hafnarnefnd hefur lagt til að starfið verði auglýst til umsóknar með umsóknarfresti til 15. n. m. Rafmagnsveita Isafjarðar hefur sótt um lóð undir spennistöð við þvergötuna norðan við byggingu Isfirðings h.f. við höfnina. Hafn- arnefndin telur heppilegast að fella spennistöð á þessum stað inn í fyr- irhugaðar byggingar og hefur hún falið byggingarfulltrúa að gera tillögu um þetta. Stjórn Kaupfélags Isfirðinga hefur samþykkt að fela kaupfé- lagsstjóra að leita eftir samkomu- lagi við hafnarnefnd um að fram- kvæma varanlega viðgerð á upp- fyllingunni framan við vöru- skemmu kaupfélagsins. Hafnar- nefnd samþykkti að fela þeim Jóni Guðjónssyni bæjarstjóra og Mar- sellíusi Barnharðssyni, bæjarfull- trúa að ræða þetta mál við kaup- félagsstjórann, og yrðu tillögur þeirra lagðar fyrir hafnarnefnd. Hafnarnefnd hefur samþykkt tillögu Guðmundar Guðmundsson- ar, hafnsögumanns um að kaupa nýja ljósbauju ásamt tvöföldum Ijósaútbúnaði og varahlutum. —o--- Á fundi skólanefndar Húsmæðra- skólans 14. þ. m. upplýsti forstöðu- konan, að Anna Gísladóttir, mat- reiðslukennari hafi sagt upp starfi sínu við skólann, og að frú Guð- rún Vigfúsdóttir hefði sótt um eins árs leyfi frá kennslu. Samþ. nefndin, að auglýsa starf mat- reiðslukennara og fól jafnframt forstöðukonunni að reyna að fá kennara í starfið. Andrés Jónsson, Urðarveg 10 og Ásgrímur Benediktsson, Hraun- prýði, hafa sótt um leyfi til að byggja bílskúr á leigulóð þeirra, innan túns Veturliða Guðbjarts- sonar. Byggingamefnd hefur sam- þykkt bygginguna, skv. nánari skilyrðum. Byggingarnefndin hefur samþ. að leyfa Guðmundi E. Guðmunds- Yfirlit um aflabrögð i Vestfirðinga- ffórðungi i maímánuði 1957 Patreksf jörður: Togarinn Ólafur Jóhannesson aflaði vel. Fékk hann 559 lestir af ísuðum fiski í tveimur veiðiferðum. Þilfarsbátarnir hættu veiðum frá 10. til 14. maí. — Vb. Andri fór 8 sjóferðir í mánuðinum, aflaði 44 lestir, Sæborg fékk 44 lestir 1 7 sjóferðum, Sigurfari fékk 47 lestir í 12 sjóferðum. Tveir smá- vélbátar fóru nokkrum sinnum tii fiskjar og öfluðu jafnan vel. Tveir menn á bát fengu upp í 1000 kg. í sjóferð. Bíldudalur: Bátamir þar hættu veiðum um 10. maí, fóm 8 sjó- ferðir hvor. Vb. Geysir fékk 40 lestir, vb. Sigurður Stefánsson um 40 lestir. Þingeyri: Þar hefur verið ágæt- ur afli á færi undanfarið. Sex bát- ar eru á veiðum, tveir þilfarsbát- ar, Gullfaxi og Bjargmundur, með 4 til 5 mönnum, hitt tveggjamanna för. Bátar hafa að jafnaði fengið um og yfir 500 kg. á mann í sjó- ferð. — Vb. Gullfaxi fékk 30 lest- ir í 3 vikur, með 4 og 5 mönnum. Flateyri: Togararnir öfluðu báð- ir vel. — Gyllir fékk 401 lest í þremur veiðiferðum, Guðmundur Júní fékk 357 lestir í tveimur veiðiferðum. Nokkrir smávélbátar með tveimur og þremur mönnum byrjuðu færaveiðar um 20. maí. Öfluðu þeir mjög vel, fengu um og yfir 3 lestir í sjóferð, þrír á bát. Suðureyri: Vb. Freyja og Frið- bert Guðmundsson héldu úti til 18. maí, fóru 14 og 15 sjóferðir og öfl- uðu hvor um sig rúmar 67 lestir. — Einn 5 lesta bátur byrjaði færa- veiðar eftir 20. maí og nokkrir fleiri bátar fóru á færi undir mán- aðarlokin. — Fengu þeir góðan afla. Bolungavík: Stærri bátarnir þrír hættu veiðum um 15. maí. Fóru þeir 13 sjóferðir hver og öfluðu: Einar Hálfdáns 65 lestir, Flosi 55 og Hugrún 47 lestir. Fimm og sex smærri þilfarsbátar með 4 og 6 mönnum voru einnig að veiðum og öfluðu allvel, sá hæsti 33 lestir til mánaðarloka. — Tveir smávélbát- ar með tveimur mönnum stunduðu færaveiðar, og fleiri slíkir bátar bjuggust til veiða um mánaðamót- in. Fengu þeir oftast góðan afla. syni að byggja bílskúr við húsið Hlíðarveg 33, enda verði lagður fram fullkominn uppdráttur og lóðarréttinda aflað fyrir skúrinn. Guðmundur Skúlason hyggst hefja byggingu íbúðarhúss á lóð- inni nr. 8 við Seljalandsveg. Hnífsdalur: Vb. Mímir hætti veiðum 11. maí og hafði fengið 24 lestir í mánuðinum. Páll Pálsson hætti 16. maí, aflaði 54 lestir frá mánaðamótunum. Isafjörður: Stærri bátarnir hættu veiðum um og upp úr miðj- um maí. Afli þeirra varð: Guð- björg 66 lestir í 15 sjóferðum, Gunnvör 47,7 lestir í 13 sjóferðum, Ásbjörn 38 lestir í 10 sjóferðum, Már rúmar 30 lestir í 8 sjóferðum. Smávélbátamir byrjuðu veiðar upp úr miðjum mánuðinum. Urðu þeir 5 til 6, sem komnir voru á veiðar fyrir mánaðamótin. öfluðu þeir vel fyrstu vikuna, en stormar hömluðu sjóferðum síðustu viku mánaðarins. Ennfremur tóku 3 þilfarsbátar upp færaveiðar síð- ustu vikuna og sóttu suður undir Barða, en gátu lítið aðhafst vegna storma. — Togararnir öfluðu all- vel. Sólborg fékk 256 lestir af ís- uðum fiski og 236 lestir af söltuð- um fiski, Isborg fékk 205 lestir af ásfiski og 205 lestir af söltuðum fiski í tveimur veiðiferðum hvor. Upp á síðkastið hefir mestmegn- is verið um karfa að ræða hjá tog- urunum. Mestu aflahlutir á vetr- arvertíðinni eru: Guðbjörg 30.981 króna, þar með talið orlofsfé, Gunnvör 25 þúsund kr. með orlofs- fé, Ásbjörn með 20 þúsund krónur en auk þess orlofsfé, er mun nema 1000 til 1200 krónum. — Aflahlut- ur v.b. Guðbjargar er sá hæsti, er nokkru sinni hefir fengist hér um slóðir. Súðavík. Fjórir smávélbátar, einn 7 lesta með þilfari, hófu veið- ar upp úr miðjum mánuðinum. Afli þeirra jafnan góður, mest á þil- farsbátinn 15 lestir í 10 sjóferðum. Grunnavík: Vb. Heklutindur, um 5 lesta, byrjaði veiðar um miðjan maí. Fékk hann góðan reytings- afla, um 20 lestir í 9 sjóferðum. Steingrímsfjörður: Afli þar rýr að vanda, en þó skárri en í apríl. Um skeið var sæmilegur afli í maí, en tregðaðist brátt. Mest hefir afl- að vb. Barði frá Drangsnesi rúm- ar 60 lestir, en Völusteinn sama stað, fékk einungis um 40 lestir. Var vélbilaður um tíma. — Vb. Hilmir frá Hólmavík var með um 40 lestir, Guðmundur nokkru minna. Bátamir fóru 18 til 20 sjó- ferðir hver. Trillubátur 2y2 tonns, til sölu. — Upplýsingar gefur Sigtryggur Jörundsson Silfurgötu 8, Isafirði. Skólaslit. Framhald af 1. síðu. Auk fastra nemenda voru haldin námskeið fyrir konur í bænum og sóttu þau 16 konur. Tveir nemendur urðu að hætta námi vegna veikinda, annars var l&ilsufar ágætt. Fastir kennarar voru: Þorbjörg Bjamadóttir, skólastj., Jakobína Pálmadóttir, saumak., Guðrún Vigfúsdótir, vefnaðark., Anna S. Gísladóttir, matreiðsluk. Handavinnusýning nemenda var opin 1.—2. júní og var fjölsótt að vanda. Meðal annara gesta var kvenfélagið Brautin í Bolungarvík, en þær komu í boði skólans fyrri sýningardaginn. Skólakostnaður varð að meðal- tali kr. 6500,00, þar innifalið fæði, skólagjald, bækur og handavinnu- efni, það sem nemendur keyptu hjá skólanum. Félagslíf hefur verið gott í skól- anum í vetur. Nemendur héldu árs- hátíð síðast í marz og skemmtu þar með leik og söng. Einnig gáfu nemendur út skóla- blað innan skólans. Er það þriðja sinn sem það kemur út undir stjórn íslenzkukennarans frú Hólmfríðar Jónsdóttur. Nemendur unnu einn dag í lok skólatímans að skóggræðslu í skógræktarlandi bæjarins. Höfðinglegar gjafir bárust skól- anum, s. s. kr. 10 þúsund frá Kven- félaginu Ósk, í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Hefur félagið jafnan látið sér mjög annt um skólann. Skal gjöf þessari varið til kaupa á einhverju sem verða má til gagns og prýði innanhúss, en hefur ekki enn verið ráðstafað. Einnig komu inn í nemendasjóð á handavinnusýningu kr. 450,00, sem gjafir frá sýningargestum. Að lokinni ræðu skólastjóra, stóð upp ein af nemendum, Aðal- björg Ingvarsdóttir. Þakkaði hún fyrir hönd nemenda og færði skól- anum að gjöf kr. 1000,00, sem verja skal til kaupa á einhverju fallegu fyrir skólann. Þakkaði skólastjóri fyrir allar þessar gjafir og bauð gestum til kaffidrykkju í borðsal skólans. Undir borðum söng skólakórinn undir stjóm Ragnars H. Ragnar, sem annast hefur söngkennslu í skólanum í vetur. Frú Sigríður Jónsdóttir talaði fyrir hönd skólanefnda og óskaði nemendum til hamingju með nám- ið. Einnig þakakði hún önnu Gísla- dóttur fyrir vel unnin störf, en hún hættir nú kennslu við skól- ann. Þá var almennur söngur. Margir gestir voru viðstaddir, þar á með- al gamlir nemendur frá ýmsum árgöngum. Færðu 25 ára nemend- ur skólanum blóm í tilefni dagsins. Var samkoman hin ánægjulegasta.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.