Ísfirðingur - 03.12.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 03.12.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 332. KaupiS og lesiS ÍSFIRÐING 7. árgangur. ísafjörður, 3. desember 1957. 14. tölublað. Þab" borgar sig að auglýsa. Auglýsid í ÍSFIRÐINGI Bajjarstjórn ísaíjarðar selur 5 úígerðarfyriFtækjum í tatisíffl tiiiiiii sjottu hluta af hlutafjáreign sinni i ís- Msféiagi ísfirðinga h.f. Stöðugur rekstur hraðfrystihússins tryggður. Forspjall. Þegar bæjarstjórn ísafjarðar vann að kaupum á íshúsfélagi ís- firðinga h.f. var almennt litið svo á, að þetta fyrirtæki myndi falt fyrir tiitölulega lágt verð, og var margt sem studdi þá skoðun. Fyr- irtækinu hafði vegnað illa, um all- langt skeið, lítil áhersla hafði ver- ið lögð á að halda því sómasam- lega við, hvað þá að gera á því þær endurbætur, sem nauðsynlegar og sjálfsagðar voru, ef það átti að fylgjast með kröfum tímans um búnað og fyrirkomulag slíkra fyr- irtækja, og vera reksturshæft. Húsið var í megnustu niður- nýðslu á allan hátt, tæki bæði gam- aldags og úr sér gengin og húsa- kostur í hörmulegu ástandi. Margt mun hafa valdið því, að þetta hús varð svo hart úti sem raun varð á, en þó aðallega eitt. Ótrú fyrri eigenda og útvegsmanna yfirleitt á útgerð vélbáta héðan frá ísafirði, og þar af leiðandi hið geigvænlegasta hráefnishungur. Mun þessi vantrú á útgerð héðan aldrei hafa verið meiri en einmitt um þær mundir sem kaupin voru á döfinni. Það var því, meðal annars af þeirri ástæðu, óglæsilegt að fara að festa kaup á „íshúsgarmi", jafnvel þótt hann fengist fyrir lágt verð, ef engin von var um að úr rættist um öflun hráefnis til vinnslu í húsinu. Þáttur Sjálfstæðismanna. En fljótlega kom á daginn, að sú von manna brást að fyrirtækið fengist fyrir hóflegt verð, því að fleiri reyndust lysthafendur en bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn hér í bænum reyndust hafa mikinn hug á að komast yfir þessar eignir, og gerðu allt' sem þeir gátu til að ná kaup- um á þeim. Urðu þeir til þess að hækka verðið á eignum þessum um stórar upphæðir, en urðu af kaup- unum vegna vantrausts eigenda á þeim. Hlutabréf íshúsfélags ísfirðinga keypti svo bæjarsjóður, fyrir verð sem Sjálfstæðismenn töldu síðar 600—800 þús. kr. of hátt. Höfðu þeir stór orð og ljót um þann verknað þáverandi bæjarstjórnar- meirihluta, að gera slík kaup. Minnir allt háttalag þeirra í þessu máli á söguna um refinn og vín- berin sem voru súr af því að hann náði ekki í þau. Húsið var keypt of dýru verði, jafnt fyrir því hvor hinna kepp- andi aðila hefði hlotið það, á þessu eina verði sem það var endanlega falt fyrir. Breytt viðhorf. Hraðfrystihúsið hefur síðan ver- ið í eigu bæjarsjóðs, og rekið af fulltrúum hans. Hefur húsið verið endurbætt mjög mikið og rekstur þess farið vaxandi með hverju ári. Stjórnendur þess hafa lagt ríka áherzlu á, að jöfnum höndum væri unnið að því, að koma húsinu í nýtískulegt horf, og jafnframt unnið að því að tryggja tilveru þess með auknum möguleikum á öflun hráefnis til vinnslu í húsinu. Má mönnum vera það minnisstætt þegar allt var komið í kaldakol, enginn rekstur, engin atvinna, ekkert framundan. Stjórnin hefur viljað koma í veg fyrir að sú hörm- ungarsaga endurtaki sig. Undanfarin ár hefur félagið fengið verulegan hluta' hráefnis síns úr togurum, en þó árlega minnkandi, og svo að nokkru af bátum. Fyrir meira en tveimur ár- um var það fyrirsjáanlegt, að að því myndi reka, eigi síðar en 1957 —1958 að félagið myndi engan fisk fá til vinnslu úr togurum. Þótti því stjórninni sjálfsagt að gera einhverjar ráðstafanir til að tryggja því hráefni með öðrum hætti. Var þá horfið að því að leigja bát til veiða, og reyna að stuðla eftir mætti að útgerð vél- báta til fisköflunar fyrir félagið. Jafnframt var horfið að því að láta byggja nýjan bát, í félagi við áhugamenn, og hefur hann nú haf- ið veiðar. Félagið hefur ennfrem- ur gerst aðili að hlutafélagi til tog- arakaupa í sama skyni. Þrátt fyr- ir allt þetta blasti sú staðreynd við, snemma á þessu ári, að félagið Mulýðsheimili fsafjarðar Æskulýðsheimilið hóf starf sitt á þessum vetri, miðvikudaginn 20. nóv. Ætlunin var að byrja fyr, en vegna inflúenzunnar var það ekki hægt. Starfið í fyrravetur: Þá starfaði heimilið frá 26. okt. til 29. marz. Opnar voru leikstofur með ýmsum leiktækjum. Ennfrem- ur var efnt til námsskeiða í dansi og bastvinnu, og þrjár kvöldvök- ur voru haldnar. Eftirlit á leik- stofum hafði með höndum Guðni Jónsson, kennari fram að áramót- um, en eftir áramót Guðný Frí- mannsdóttir. Kennarar á náms- skeiðunum voru: María Gunnars- dóttir, sem kenndi dans og Finn- ur Finnsson, sem kenndi bast- vinnu. Aðsókn var mikil, bæði að leikstofum og námsskeiðum. Eink- um áttu dansnámskeiðin vinsæld- um að fagna. Starfið nú: 1 vetur verður starfsemin mun fjölbreytatri. S.l. haust var tekin á leigu efri hæð Templarahússins. Þar verða námsskeiðin og leikstof- urnar. Dansnámsskeiðið verður þó í salnumniðri í Templarahúsinu, eins og s.l. vetur. Fyrir áramót eru námsskeið í eftirtöldum greinum: Dansi, bast- og tága-vinnu, rafmótorsmíði og föndri ýmiskonar. Eftir áramót eru fyrirhuguð námsskeið í dansi, Ijósmyndagerð, flugmódelsmíði og e. t. v. fleiru. Leikstofur heimilisins verða Framhald á 4. síðu. myndi sáralítinn afla fá til vinnslu á vertíð þeirri sem nú er að hef j- ast, ef ekki yrði ráðið fram úr því til frambúðar á þessu hausti. Augljósar ástæður. Ástæðurnar til þessa eru aug- ljósar öllum þeim sem eitthvað fylgjast með þessum málum hér í bænum. Togarafélög landsmanna hafa yfirleitt fengið eigin fiskverkunar- stöðvar og því einskis þaðan að vænta. Vélbátar þeir, sem til þessa höfðu selt hraðfrystihúsinu veru- legan hluta hráefnis þess, höfðu á prjónunum að koma sér upp að- stöðu til að verka sjálfir afla sinn. Voru þá litlar líkur til að félagið fengi annan afla nú, en af einum báti. Það var vonlaust verk að ætla sér að reka hraðfrystihúsið með afla eins báts, og var þá afkoma þess fólks sem atvinnu hefur sótt til félagsins að engu gerð. Finna varð því ráð til þess að tryggja hvortveggja, reksturgrundvöll hraðfrystihússins og afkomu alls þess fólks, sem þar hefur starfað. Efnt fyrirheit. íshúsfélag ísfirðinga var keypt með það fyrir augum að tengja rekstur þess við vélbátaútgerðina í bænum. Lá það því beint fyrir að láta þá ætlan koma til fram- kvæmda, og leysa með því þann vanda sem félaginu var á höndum um rekstur hússins og atvinnu starfsfólks þess. Var þetta þeim mun sjálfsagðara þar sem megin hluta vélbátaflotans í bænum var um leið sköpuð aðstaða til að hag- nýta afla sinn á eigin vegum. Frá hagrænu sjónarmiði verður varla um heppilegra form að ræða, þar sem með þessum hætti fara saman hagsmunir félagsins, verka- fólksins og sjómannanna á bátun- um, og þá um leið bæjarins. Annarleg sjónarmið. Við meðferð þessa máls hafa svo komið fram ýms önnur sjón- armið en að framangreindum aðil- um snúa, og eru sum hin furðu- legustu og verða lítt rakin hér. Þau sanna þó að dæmisagan um refinn og vínberin er enn í gildi. Isfirðingsmenn, (ekki sjálfstæð- ismenn hér í bænum), Matthías og Ásberg, ætluðu sér hraðfrystihús- ið, en þegar það ekki tókst, var það einskis nýtt að þeirra dómi og glapræði að kaupa það. Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.