Ísfirðingur - 08.01.1960, Qupperneq 1
Áskriftarsími blaSsins
er 332.
Kaupið og lesiS
ÍSFIRÐING
árgangur
ísafiörður, 8. ianúar 1960.
Þa8 borgar sig að
, auglýsa.
AuglýsiS í
ÍSFIRÐINGI
„Sannleikurinn mun gera yður frjálsa"
ISFIRÐINGUR
Um síðastliðin áramót skrifaði
Hermann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins, mjög at-
hyglisverða grein í Tímann. Hér á
eftir verður birtur kafli úr þessari
grein, og sýnir hann ljóslega
starfsaðferðir og óheilindi núver-
andi stjórnarflokka.
,,1 allri kosningabaráttunni héldu
stjórnarflokkarnir því fram, að
sannleikurinn væri sá, að verð-
bólgan væri stöðvuð án fórna. Það
væri stórfellt afrek, sem kjósend-
ur ættu að þakka með atkvæði
sínu .
Að stjórnarflokkarnir hafi ekki
allan tímann vitað um efnahags-
ástandið, er afsökun, sem fáir
trúa, þar sem vitað er, að stjórn-
arflokkarnir höfðu allar skýrslur
um efnahagsástandið í höndum allt
síðastliðið ár.
Hverju á þjóðin nú að trúa? Að
allt hafi verið stöðvað án fórna?
Eða að allt sé að sökkva í óðaverð-
bólgu, sem almenningur þurfi að
fórna 250 milljónum til þess að
stöðva?
Árið 1947 var það hinn eini sálu-
hjálplegi sannleikur til bjargar að
taka ríkisábyrgð á framleiðslunni.
Nú virðist eiga að treysta og
þakka sömu flokkum fyrir það að
láta ríkið þar hvergi koma nærri
neinu, „skrá gengið rétt“ og láta
allt leita jafnvægis í höndum ein-
staklinganna. Hvoru á að trúa?
Hvað er sannleikur?
Bráðabirgðalögin.
Og svo síðasta dæmið, bráða-
birgðalögin. Alþýðuflokkurinn seg-
ir, að hann hafi komið sínu fram.
Sjálfstæðisflokkurinn segir, að
bændur hafi fengið sitt. Ekki get-
ur hvort tveggja verið sannleikur.
Hið rétta í málinu er þetta: Bænd-
ur höfðu heimild til þess að lög-
um að hækka verð á búvörum seld-
um innan lands, til að bæta upp
verð á búvörum seldum til útlanda,
svo að' það verð næðist, sem þeir
eiga að fá að lögum. Bændur hafa
alltaf talið neyðarúrræði að nota
þetta ákvæði og raunverulega,
eins og kom ljóst fram í hæstar-
réttarmálinu, aldrei gert það. 1
stað þess fá þeir nú samkvæmt
nýrri heimild greitt úr ríkissjóði
það, sem þarf til þess að ná lög-
legu verði fyrir útfluttar búvörur.
Flestir munu skilja, að bændur fá
hér sitt og þeir peningar koma úr
sömu vösum og ella hefðu greitt
hækkun á búvörum seldum inn-
anlands.
Annað atriði er dreifingarkostn-
aðurinn. Neytendum hefur hvað
eftir annað á undanförnum árum
verið boðið að skoða reikninga yf-
ir dreifingarkostnaðinn, en ekki
þegið. Bændur vissu, að þeir hefðu
ekkert að fela, því að þeir höfðu
Hermann Jónasson.
sjaldan fengið dreifingarkostnað-
inn greiddan að fullu. Þess vegna
er þeim einnig ljóst, að ef þeir
leggja fram skýlausa reikninga yf-
ir dreifingarkostnaðinn, getur
dómur hlutlauss manns ekki farið
nema á einn veg — orðið réttlæti,
annars hafa bændur aldrei krafizt.
Þriðja atriðið er verðhækkunin
frá 1. september s.l. Bændur geta,
ef þeir vilja, ásamt fulltrúum neyt-
enda samið um nýjan verðlags-
grundvöll. Ef ekki verður sam-
komulag, gildir gamli grundvöllur-
inn og hækkun samkvæmt honum,
eins og bændur eiga rétt á frá 1.
september.
Það er því engum blöðum um
það að fletta, að fyrir atfylgi
Framsóknarflokksins og þá fyrst
og fremst fyrir harðfylgi bænda,
og vegna yfirvofandi sölustöðvun-
ar, hafa þeir náð rétti sínum. —
Eftir stendur, að Alþýðuflokkur-
inn notaði bráðabirgðalögin til
þess að undirstrika þá fölsun sína
við þjóðina, að hann hafi stöðvað
verðbólguna. Eftir stendur og, að
hann sagði þjóðinni þann sann-
leika, að hann mundi aldrei stjóma
með þeim, sem slökuðu til fyrir
bændum. En þarna sitja þeir í
ráðherrastólunum, þót bændur hafi
komið sinum málum fram. Hér
voru ósannindi notuð í stað sann-
leika og margir gátu ekki greint
satt frá lognu, en Alþýðufíokkur-
inn mun telja, að þetta sé búið að
gera sitt gagn.
— Ég hef valið hér fjögur dæmi
af mörgum um það, hvernig
stjórnmálaflokkarnir hafa talað til
þjóðarinnar í stjórnarandstöðu og
svo aftur í ríkisstjórn fyrir kosn-
ingar og eftir kosningar. Þar
stendur ekki steinn yfir steini. Ég
véfengi það ekki, að ríkisstjórnin
þurfi nú á tiltrú þjóðarinnar að
halda. En er það ekki til full mik-
ils mælzt, að þjóðin, sem staðið
hefur stjórnarflokkana að ósann-
indum hvað eftir annað í stjórnar-
andstöðu og fyrir kosningar, trúi
því og treysti, að sömu flokkar
segi allt satt eftir kosningar.
Hverjir „lifa um efni fram?“
Nú hefur sjómönnum og útgerð-
armönnum verið sagt: Farið af
stað. Ykkar hlutur skal ekki skert-
ur, nema síður sé. — Samtímis er
sagt: Þjóðin lifir um efni fram.
Hverjir?
Mannslíkaminn þolir visst magn
af eitri án þess að lamast. Er því
ekki líkt háttað með lýðræðislegt
þjóðfélag? Það þolir ósannindi að
vissu marki. En þegar ósannindin
eru komin á það stig, að enginn
veit, hverju trúa skal, hvernig á
þá að skapa þá tiltrú, sem þarf
nauðsynlega að vera til staðar, til
þess að hægt sé að stjórna lýðræð-
islega á farsælan hátt. Er það ekki
oftast þessa leiðina, sem lýðræðis-
ríkin hafa horfið yfir í hóp einræð-
isríkja?
„Sannleikurinn mun gera yður
frjálsa", segir spakmælið. Er þá
ekki réttmætt að álykta, að ósann-
indin geti gert okkur ófrjáls? Von-
andi erum við ekki komnir svo
langt. En þegar stjórnarflokkarnir
gera nú þær ráðstafanir til kjara-
skerðingar, sem þeir telja, að gera
þurfi, þarf þeim ekki að koma það
á óvart, þótt þeir séu ófrjálsari í
því verki en þeir kysu, vegna þess
að þeir hafa á þann hátt, sem rak-
inn er lítilsháttar hér að framan,
sjálfir eyðilagt þá tiltrú, sem þeim
er mest þörf á að hafa.“
óskar lesendum sínum
og öðrum góðs og
farsœls ngárs.
IJr bænum
Eins og að undanförnu voru
miklar jólaskreytingar hér í bæn-
um nú um hátíðarnar. Ljós voru
tendruð á jólatrjám og skrautljós-
um komið fyrir við götur, í aug-
lýsingagluggum verzlana og á
fjölda mörgum húsum einstakl-
inga.
Eins og jafnan áður lögðu skát-
ar hér í bænum fram mikla vinnu,
án endurgjalds, i sambandi við
götuskreytingar. Ber vissulega að
þakka fyrir það framtak og fyrir-
höfn alla.
o o o
Kvenfélagið Hlíf hefur nýlega
gefið Elliheimili ísafjarðar níu
vönduð rúmstæði með dýnum.
Einnig hefur Elliheimilinu borist
vandað rúmstæði að gjöf frá Guð-
mundi L. Þ. Guðmundssyni, hús-
gagnasmið.
o o o
Stubbur
Kvenfélagið Brautin og Ung-
mennafélag Bolungavíkur sýndu í
gærkveldi leikritið Stubb, eftir
Arnold og Bach, í Alþýðuhúsinu
hér í bænum. Leiksýningin verð-
ur endurtekin á sama stað í kvöld.
Leikendur eru 14 og leikstjóri er
Einar Kristjánsson Freyr, frá
Reykjavík.
Leikritið hefur að undanförnu
verið sýnt fjórum sinnum í Bol-
ungavík og tvisvar á Suðureyri við
ágætar undirtektir.
Isfirðingar ættu sem flestir að
sjá og heyra þetta létta og
skemmtilega leikrit.
Adalfundup
Aðalfundur Framsóknarfélags Isfirðinga verður haldinn í
fundarsal Kaupfélags ísfirðinga sunnudaginn 24. þ. m. kl. 4 e. h.
S t j ó r n i n.