Ísfirðingur - 08.01.1960, Page 2
2
ISFIRÐINGUR
r, ....—- ==?
ISFIRÐINGUR
Útgefandi:
Framsóknarfélag ísfirðinga.
Ábyrgðarmaður:
Jón Á. Jóhannsson
Af greiðslumaður:
Guðmundur Sveinsson
Engjaveg 24 — Sími 332
^— —J
Ráöþrota rikisstjára.
Bölsýnn forsætisráö-
herra. ðii snnd Iokuð
Ræða sú sem forsætisráðherra
flutti í útvarpið nú um áramótin
hefur orðið mörgum ærið umræðu-
og undrunarefni. Þjóðin hafði ekki
áður heyrt af vörum nokkurs for-
sætisráðherra jafnmikla bölsýni,
ráðleysi, fyrrur og ásakanir í garð
almennings. Hlustendum þótti sem
öll sund væru lokuð fyrir ríkis-
stjórn forsætisráðherrans, og þeim
þótti það ekki spá góðu um far-
sæla lausn þeira fjölmörgu og
þýðingarmiklu viðfangsefna sem
úrlausnar bíða.
Hér er ekki að þessu sinni rúm
til að rekja allar þær fyrrur og
mótsagnir sem svo ríkulega voru
á borð bornar í áramótahugleið-
ingum forsætisráðherrans. T. d.
verður lítið um það talað, að for-
sætisráðherrann fullyrti að stjóm
Emils Jónssonar hefði tekist að
stöðva verðbólguna, en svo rétt í
sömu andránni hélt hann fram
hinu gagnstæða, sem sé því, að
þegar núverandi ríkisstjóm kom
til valda í nóv. í haust, hafi hið illa
ástand efnahagsmálanna yfir-
gnæft allt annað. Fyrir hafi legið
að ekki yrði úm flúið að leggja
,,a. m. k. 250 millj. kr. nýja skatta
á þjóðina", sem óhjákvæmilega
mundi valda stórfelldri kjararýrn-
un. Er allt hjalið um afrek Alþýðu-
flokksstjórnarinnar, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn bar ábyrgð á, þar
með afsannað.
f áramótaræðunni varð forsætis-
ráðherranum skrafdrjúgt um það
afrek núverandi stjómarflokka og
kommúnista, „að endurreisa lýð-
ræðið á íslandi með réttlátri kjör-
dæmaskipan, og það áður en í
stórræðin —• varanlegu úrræðin —
yrði ráðist, svo að leiðin yrði val-
in af réttum umboðsmönnum þjóð-
arinnar og í umboði hennar.“
Hvað mun þjóðin hugsa um
þessi ummæli forsætisráðherrans í
ljósi þeirra staðreynda sem nú eru
komin á daginn.
Forsætisráðherrann, Ólafur
Thors, hafði ekki fyrr lokið við að
mynda núverandi ríkisstjórn í
nóv. s.l. en hann og stjórn hans
krafðist þess, að hinir löglega
kjörnu fulltrúar þjóðarinnar, al-
þingismennirnir, hinir réttu um-
boðsmenn þjóðarinnai; til þess að
velja leiðirnar, — yrðu reknir
heim af Alþingi. Og þetta gerræði
var framkvæmt af ríkisstjóm for-
sætisráðherrans. Nú eru alþingis-
mennimir ekki að velja leiðirnar
til úrlausnar í málefnum þjóðar-
inngr, eins og hún hafði ætlast til
af þeim, af því að ríkisstjóm Ólafs
Thors kvaðst ekki hafa starfsfrið
á sama tíma sem Alþingi væri að
störfum. Þetta er hið „endurreista
lýðræði" í framkvæmd núverandi
ríkisstjómar. Meiri lítilsvirðingu
er naumast hægt að sýna þjóðinni,
Alþingi, alþingismönnum og lýð-
ræðinu.
f áramótaræðu sinni leggur for-
sætisráðherrann hvað eftir annað
áherzlu á nauðsyn þess að loka Al-
þingi íslendinga. Hann segir:
„Þing kom saman 20. nóv., en var
frestað 7. des., til þess að stjórnin
fengi starfsfrið." Og aftur segir
hann: „Stjórnin bað um heimild
til að fresta fundum þingsins, svo
að hún fengi starfsfrið.“ Og enn:
„Eftir að þingi var frestað og
stjórnin fékk vinnufrið, tók hún
strax til óspilltra málanna." Öllum
ætti að vera augljós áhugi forsæt-
isráðherrans fyrir að koma í fram-
kvæmd hinu „endurreista lýðræði“
á íslandi. Og það stóð, sem fyrr
segir, ekkert á framkvæmdum.
Stjórnin hafði ekkert með störf
alþingismanna að gera, þeir voru
sendir heim, til þess að þeir væru
ekki að þvælast fyrir og tefja störf
ríkisstjórnarinnar. Þannig á hið
endurreista lýðræði að vera í fram-
kvæmd að dómi ríkisstjórnar Ólafs
Thors.
En mundi þjóðin vera á sömu
skoðun?
illllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllÍllllllllllIÍIIIIIIIIIIIIil
Til sölu
Góður flygill til sölu. Tilboð ósk-
ast fyrir 14. þ. m.
Nánari upplýsingar gefur
Franlt Herlufsen.
Mlllll'llllllllllllllllllllVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
4IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1II1II1I
Starfsstúlkur
vantar nú þegar í Elliheimili Isa-
fjarðar. Upplýsingar hjá forstöðu-
konunni, sími 110.
B æ j a r st jó r i.
iiiiHii!ininiNn<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Aflabrögð
hafa að undanförnu verið góð
hjá bátunum héðan. T. d. fékk mb.
Gunnhildur, skipstj. Hörður Guð-
bjartsson, um 15 smál. í gær.
AufllýsiuB frá Skattstofunni
Hér með eru atvinnurekendur og aðrir í Isafjarðarkaupstað, 1
| sem laun hafa greitt á árinu 1959, áminntir um að skila launa- |
| miðum til skattstofunnar, í því formi sem eyðublöðin segja til 1
| um, og eigi síðar en 15. þ. m. Nauðsynlegt er að heimilisföng |
| séu tilgreind, aldur launþega, vinnutímar, vinnutímabil og tegund |
1 vinnu. Útgerðarmenn skulu tilgreina vinnutímabil þeirra sem |
| vinna sem landmenn við bátana.
Skýrslum um hlutafé og arðsútborganir hlutafélaga á s.l. ári |
| ber að skila til skattstofunnar fyrir 20. þ. m.
Skattskýrslur verða bomar út strax og þær berast, væntan- |
| lega fyrir eða um 15. þ. m. en framtalsfresti lýkur 31. jan. n. k. |
Söluskattsgreiðendur eru minntir á, að frestur til að skila |
= söluskattsskýrslum fyrir síðasta ársfjórðung 1959 rennur út |
1 15. þ. m. |
= ísafirði 5. janúar 1960. |
| SKATTST JÓRI. |
iTllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllTl
lllllllllllllllllll III111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111
ÍSFIRÐINGAR — VESTFIRÐINGAR
Tökum upp í vikulokin hrærivélar, ryksugur og bónvélar með |
| hinu þekkta merki ELEKTROLUX. |
| ■ Hömum einnig: Straubretti, sem hægt er að hækka og lækka. |
I Masonitt. Plastplötur á borð og veggi í fjölbreyttara úrvali en |
| áður. Skrár og handföng, úti og inni. Gluggastangir, tvær gerðir. |
I Höfum fengið söluumboð fyrir Reyplast einangrun og stálhús- |
i gögn frá Stálprýði. 1
| Rúðugler, þaksaumur og pappasaumur er væntanlegt með ;
| næstu skipsferð. |
ISFIRÐINGAR — VESTFIRÐINGAR
Höfum tekið að okkur umboð fyrir Gleraugnaverzlunina Fókus, §
| Reykjavík. Framköllun, kopiering, stækkun. Mjög vönduð vinna. =
| Sýnishorn fyrir hendi. Afgreiðslutími 7—10 dagar, nema veður |
| hamli flugi. |
Filmur í fjölbreyttu úrvaii. Ansco litfilmur 35 mm (36 mynd- |
| ir) og 6x9 (8 myndir). Ansco, Mímosa og Perutz svart-hvítar, |
| fínkorna 35 mm (20 og 36 myndir) og 6 X 9 tréspólur, 17—28 dín. |
Opið daglega frá 9—12 og 4—6 nema laugardaga 9—11.
| Verzlun Jóns í. Magnússonar
Sími 195 - Silfurgötu 4 - ísafirði.
Illllllllllllllllinilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Aðalfundur
Aðalfundur Togaraútgerðar ísafjarðar h.f., verður haldinn í i
m "
= Skátaheimilinu á ísafirði, sunnudaginn 17. janúar 1960 kl. 13,30. jj
DAGSKRÁ:
m “
1. Venjuleg aðalfundarstörf. |
2. önnur mál.
Stjórnin. |
ll■IIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIHIIIIHIIIIH■IIIHIHIHIHIII■llllllll■HIII■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^lllllllllllllllll
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
móður okkar,
SIGURRÓSAR HELGADÓTTUR.
Helgi, Ólafur og Gunnar Hjartarsynir.