Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.01.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 27.01.1960, Blaðsíða 4
Hraðfrystihús Kaupfélags Dýrfirðinga Hvað er í fréttum? Hjónaefni. Opinberað hafa trúlofun sína: Frk. Fjóla Ölafsdóttir, Urðar- veg 11, Isafirði, og Sigurður Krist- insson, deildarstjóri hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja, Keflavík. Frk. Herdís Halldórsdóttir og Jón Þór Jónsson, Isafirði. Afmæli. Hinn kunni skipstjóri og afla- maður, Halldór Sigurðsson, Sund- stræti 31 hér í bænum, átti átt- ræðisafmæli 26. þ. m. Hann var skipstjóri á fiskibát- um frá ísafirði í fjöldamörg ár, m. a. lengi með mb. Vébjörn, einn af bátum Samvinnufélags ísfirð- inga. Halldór var mjög farsæll skipstjóri og aflamaður hinn mesti. Kona Halldórs er Svanfríður Albertsdóttir. Andlát. Guðmundur Páll Kristjánsson, Mjallarg. 6 hér í bænum, andaöist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 12. þ. m. Páll, en svo var hann jafnan nefndur, var fæddur að Bakka í Hnífsdal 9. marz 1884, en foreldr- ar hans, Björg Pálsdóttir og Krist- ján Guðmundsson, voru þá þar í húsmennsku. Páll ólst upp með föður sínum i Bolungavík, og hóf um eða eftir fermingaraldur lað stunda sjó þaðan. Nokkru eftir aldamótin fluttist hann til ísafjarðar og átti hér heima síðan. Stundaði hann jafn- an sjómennsku, á stærri bátum lengi frameftir, en síðan reri hann á trillubát sem hann átti. Páll hafði skipstjórnarréttindi, en var lengstum stýrimaður. Var hann eftirsóttur sjómaður. Árið 1909 giftist Páll. Var kona hans Guðmundína Þórðardóttir, ættuð úr Langadal í N.-ís. Þeim varð átta barna auðið. Eru 5 þeirra á lífi og eru þessi: Gunnar, skipstjóri og Ki’istján, verkamað- ur, báðir búsettir á ísafirði, Guð- mundur, vélstjóri, á Suðureyri, Björg, búsett í Rvik og Pálína, bú- sett á Suðureyri. Páll var hinn mesti elju- og dugnaðarmaður. Hann var mikill skapfestumaður og drengur góður, enda var öllum vel til hans er af honum höfðu kynni. Síðustu æfiárin átti Páll heima hjá Gunnari syni sínum og Salvöru konu hans hér í bænum. Aflabrögð. Aflabrögð á báta héðan úr bæn- um hafa verið ágæt frá áramótum. Hefur aflinn verið frá 5—15 smál. í sjóferð. Þeir bátar sem mestan afla hafa fengið munu vera búnir að fá um eða yfir 130 smálestir það sem af er janúar. Gæftir hafa verið góðar. Kaupfélag Dýrfirðinga hefur ný- lega lokið við uppbyggingu og end- urbyggingu á hraðfrystihúsi sínu og vélakosti þess. Er húsið byggt upp í nýtísku stil með fullkomn- um vélum og færibandakerfi. Ræð- ur frystihúsið nú yfir vélastyrk- leik til að starfrækja 700 þús. cal. pressur. Bæði vinnslusalir og fiskmót- tökuhúsnæði er mjög rúmgott og öllu haganlega fyrir komið, og eru því vinnuskilyrði þarna hin ákjós- anlegustu. í hraðfrystihúsinu er nú yfir 20 þús. kassa geymsla. Þar eru og geymsluhólf sem leigð eru almenningi til geymslu matvæla. í húsinu er ísframleiðsluvél sem get- ur farmleitt um 7 tonn á sólar- hring. Húsið fær rafmagn frá Mjólkárvirkjun í Amarfirði. Bjarni Þórðarson, frá h.f. Hefli á Flateyri sá um byggingu húss- ins, en vélsmiðjurnar Héðinn h.f. Varðskipið Óðinn 1 dag kemur hið nýja og glæsi- lega varðskip íslendinga, Óðinn, til Reykjavíkur. Þetta nýja skip verður bezt útbúna og hraðskreið- asta skip landhelgisgæzlunnar. Eru miklar vonir bundnar við þetta skip við varnir landhelginnar og til björgunarstarfa. Skipheri’a er Eiríkur Kristófers- son. o o • Níu bátar hafa gengið til veiða frá ísafirði í þessum mánuði. Afli Hnífsdals- og Bolungavíkur- báta mun einnig hafa verið góður, eða svipaður og afli bátanna frá IsafirÖi. Bækjuveiðarnar . Rækjuafli hefur verið góður á báta héðan frá ísafirði, það sem af er þessu ári. Vélstjóranámskeið. Vélstjóranámskeiði því sem stað- ið hefur yfir hér í bænum frá því í okt. s.l. lauk í gær. Námskeiðið sóttu 14 nemendur, aðallega af Vestfjörðum. Guðmundur Þor- valdsson, vélfræðingur, veitti nám- skeiðinu forstöðu, en auk hans kenndu fimm aðrir menn hin ýmsu fög. Námskeið þetta var haldið á vegum Fiskifélags íslands. o o o Eiríkur Þorsteinsson og Hamar h.f. í Reykjavík sáu um vélar og niðursetningu þeirra, svo og færibandakerfið. Þrír bátar hafa í vetur stundað veiðar frá Þingeyri og leggur einn bátanna allan afla sinn upp í hrað- frystihúsið og hinir tveir að nokkru leyti. Hefur afli þessara báta verið mjög sæmilegur. Eiríkur Þorsteinsson, kaupfé- lagsstjóri, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins, hefur sýnt mikinn dugnað og at- orku í sambandi við uppbyggingu þessa mikla atvinnutækis. o o o Happdrætti Framsókn- arfiokksins Dregið var í happdrætti Frain- sóknarflokksins 23. des. s.l. Stærsti vinningurinn var íbúð í Laugarásnum og kom hann á núm- er 18500. Miðinn var seldur í Reykjavík. Aðrir vinningar voru þessir: 2. Mótorhjól á nr. 178. Seldur í Reykjavík. 3. Matar-, kaffi- og mokkasteil á nr. 30139. Seldur á Akranesi. 4. Riffill á nr. 14068. Seldur á Hólmavík. 5. Veiðistöng á nr. 32432. Seldur í Reykjavík. 6. Herrafrakki á nr. 11063. Seld- ur í Reykjavík. 7. Dömudragt á nr. 9011. Seldur í A-Hún. 8. Málverk frá Helgafelli á nr. 10275. Seldur á Húsavík. 9. Ferð til Kaupmannahafnar og heim á nr. 31990. Seldur í A-Skaft. 10. Flugfar til Englands og heim á nr. 35570. Seldur í V-Skaft. Nýir fiskibátar Rétt fyrir s.l. áramót komu hingað til bæjarins tveir nýir vél- bátar. Annar þessara báta, ms. Guð- björg, er 76 lesta eikarbátur, smíðaður í V-Þýzkalandi, og er Hrönn h.f., Isaf., eigandi bátsins. Skipstjóri á bátnum er Ásgeir Guðbjartsson. Hinn báturinn, ms. Straumnes, er 94 lesta stálbátur,, smíðaður í A-Þýzkalandi, og er eigandi hans Kögur h.f., Isafirði. Skipstjóri er Haukur Helgason. Þá kom til Hnífsdals um sama leyti nýr 94 lesta stálbátur, einn- ig smíðaður í A-Þýzzkalandi. Heit- ir báturinn Mímir og er eign sam- nefnds hlutafélags. Skipstjóri er Karl Sigurðsson. Allir þessir bátar eru hin fríð- ustu og vönduðustu skip. o o o Skipaútperö ríkisins Skipaútgerð ríkisins átti 30 ára afmæli um áramótin. Skipaútgerð- in á að baki merkilega og heilla- vænlega sögu í samgöngumálum þjóðarinnar. T. d. um starfsemi útgerðarinn- ar skal þess getið, að á árinu 1958 fluttu skip hennar tæplega 20 þús. farþega og um 40 þús. smálestir af stykkjavöru. Flutningur á olíu og lýsi nam 75 þús. smál. Skip útgerðarinnar koma að staðaldri á 50—60 hafnir við ströndina ,og voru viðkomurnar rúmlega 3000 á árinu 1958. Pálmi Loftsson var fyrsti for- stjóri útgerðarinnar, og gegndi hann því starfi þar til hann andað- ist á árinu 1953 .Síðan hefur Guð- jón Teitsson verið forstjóri út- gerðarinnar . o o o Doktorsvörn Laugardaginn 16. þ. m. varði frú Selma Jónsdóttir doktorsritgerð í Háskóla íslands. Er hún fyrsta konan sem ver doktorsritgerð hér á landi. Ritgerð dr. Selmu fjallar um fjalabrot sem varðveitt eru úr svo- nefndri dómsdagsmynd úr Flata- tunguskálanum í Skagafirði. Mjög mikið fjölmenni var í há- skólanum þegar doktorsvörnin fór fram, enda hér um sögulegan at- burð að ræða, er fyrsta konan var að verja doktorsritgerð sína við Háskólann. Athöfnin fór mjög há- tíðlega og virðulega fram. Andmælendur voru þeir dr. Francis Wormald, prófessor í lista- sögu við Lundúnaháskóla og dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð- ur. Luku þeir miklu lofsorði á doktorsritgerð frúarinnar. Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.