Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.09.1960, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 22.09.1960, Qupperneq 4
Frá Flateyri Hvað er í fréttum? Hjúskapur. Jónína Jakobsdóttir, kennari, Sundstræti 23 ísafirði og Garðar Guðmundsson, kennari, Smiðju- götu 10 ísafirði voru gefin saman í hjónaband laugardaginn 17. þ.m. Gullbrúðhjón. Þriðjudaginn 20. þ.m. voru 50 ár liðin frá því að hjónin Sigurrós Finnbogadóttir og Helgi Finnboga- son, Túngötu 22 Isafirði, voru gef- in saman í hjónaband. Fiskveiðar á bátum héðan úr bænum hafa lítið eða ekki verið stundaðar að undanförnu. Handfæraveiðum er fyrir nokkru hætt, og veiðar með línu hafa ekki hafizt ennþá. Bátar hafa hinsvegar verið á smokkfisk- veiðum hér í Djúpinu, og hefur smokkfiskaflinn verið sæmilegur upp á síðkastið. Haustslátrun hófst s.l. þriðjudag hjá Kaupfé- lagi ísfirðinga. I haust mun verða slátrað 7—8 þúsund fjár á vegum Kaupfélagsins. Jón Kristmannsson lögregluþjónn hefur sagt upp starfi sínu frá 13. þ.m. Ævisögu- og ættfræðirit Um s.l. áramót var Nýjum kvöldvökum á Akureyri breytt í ævisögu- og ættfræðirit. Eiga nú landsmenn þar greiðan aðgang ,að traustum heimildum um þessi efni. Þegar er tekinn að safnast í rit- inu dýrmætur ættfræðifróðleikur, og nýtur ritið þar sérstaklega óvenjulegs fróðleiks Einars B j amasona r, ríki sendurskoðanda, sem gerzt hefur einn af ritstjórun- um. Fyrir utan framhaldsgrein hans, íslenzkir ættstuðlar, hafa þegar verið raktar vandlega ættir allmargra manna, og mun þannig mörgu'm íslendingum innan skamms kleift að finna ætt sína í ritinu. Þannig mun haldið áfram að safna í ritið æviágripum og ættar- tölum manna hvaðanæva að af landinu. Gefst hverjum þeim, sem sendir ritinu góða grein um ætt- ingja eða vini, kostur á að fá ætt- artölu viðkomandi manna rakta eftir traustum heimildum, en slíku hafa menn ekki áður átt kost á. Þeir, sem unna þjóðlegum fræð- um, ættu að gerast áskrifendur strax frá byrjun. Árangurinn kost- ar aðeins kr. 70,00. Geta menn snúið sér beint til útgáfunnar á Akureyri eða til umboðsmanns á viðkomandi stöðum. Útgerðarfélagið Hjallanes h.f. var nýlega stofnað á Flateyri. Hefur félagið nú keypt bát frá Norðfirði er hlotið hefur nafnið Ásgeir Torfason, ís. 96. Er þetta hið myndarlegasta skip, 64 smálestir með 240—280 ha. Alfa-Dieselvél, og er báturinn búinn radar og öll- um öðrum venjulegum siglingar- tækjum. Báturinn er nú á smokk- fiskveiðum, en fer á línuveiðar síðar í haust. Gert er ráð fyrir að Kaupfélag Önfirðinga taki afla bátsins, að mestu, til verkunar, en eitthvað af aflanum kann að verða selt hraðfrystihúsinu á Flateyri. Aðaleigandi hins nýja útgerðar- félags er Kaupfélag Önfirðinga, en meðeigendur eru: Benedikt V. Gunnarsson, skipstjóri, Haraldur Olgeirsson, stýrimaður, Einar Jó- hannesson, vélstjóri, og fleiri. Morgunblaðið ber sig mjög illa yfir því að afli hafi brugðist á síldveiðum og verðfall orðið á fisk- imjöli. Segir það síðan: „Sérstaklega er ljóst, að alger- lega er tilgangslaust fyrir einstak- ar stéttir að ætla út i kaupgjalds- baráttu meðan þessir erfiðleikar vara, því að kjarabætur fást að- eins með framleiðsluaukningu, en þegar um framleiðslurýrnun er að ræða, mega menn þakka fyrir að halda sömu kjörum og áður.“ í þessu tilefni má minna á það, að menn hafa nú ekki sömu kjör og áður þó að þeir hafi jafnmiklar tekjur að krónutölu. í öðru lagi má svo spyrja, hvort ríkisstjórnin hafi nú áttað sig á því að það var ranglátt og heimsk- ulegt að bæta kjör hátekjumanna um tugi þúsunda á ári hverju með breyttum reglum um álagningu skatta? Sá hópur hefur fengið kjarabætur að frumkvæði ríkis- stjórnarinnar, einmitt á þeim tíma, sem Morgunblaðið segir að eng- inn jarðvegur sé fyrir neitt slíkt. Ríkisstjómin verður vitanlega að taka afleiðingum verka sinna. Og þá er ekki nema eðlilegt, að þeir, sem vinna erfiðustu störfin og hafa ekki nema til hnífs og skeiðar, vilji fá einhverja leiðrétt- ingu sinna mála til jafnvægis við þær kjarabætur, sem ríkisstjórn- in gaf hátekjumönnunum. „Kjarabætur fást aðeins við framleiðsluaukningu", segir Morg- unblaðið. Þetta hefði ríkisstjórnin átt að hugleiða betur áður en hún gerði samdráttarstefnuna að sinni stefnu. Leiðin til að auka fram- M/b Hjálmar, bátur sá sem skipasmíðastöð M. Bemharðssonar lauk við smíði á í sumar, verður gerður út frá Flateyri í haust og vetur. Hefur hraðfrystihúsið á Flateyri tekið bátinn á leigu, og verkar það aflann. Báturinn hefur að undanförnu verið á smokkfisk- veiðum á Amarfirði og ísaf jarðar- djúpi. Dýpkunarskipið Grettir hefur að undanförnu verið á Flateyri, og hefur verið unnið að dýpkun hafn- armegin við bryggjuna. Skapar þetta miklu betri aðstöðu fyrir báta, sem út eru gerðir frá Flat- eyri. Slátrun hjá Kaupfélagi Önfirð- inga hófst 20. þ.m. Gert er ráð fyrir að slátrað verði 3700 fjár í haust. leiðsluna er ekki sú, að fækka vinnustundunum, en stjórnarstefn- an er einmitt sú að takmarka yfir- vinnu og minnka eftirspurn eftir vinnuafli. Árferði og aflabrögð verður sennilega lengstum misjafnt á ís- landi og nokkrar sveiflur í þeim efnum daglegt brauð. Stjórnar- blöðin hafa nú skiljanlega tilhneig- ingu til að gera sem mest úr erfið- leikum af því tagi. En því meiri sem þeir erfiðleikar eru því frá- leitara hefur það verið, að bæta kjör tekjuhæstu mannanna eins og ríkisstjórnin gerði. Til eru menn, sem halda því fram, að bak við þessa ríkisstjórn séu menn, sem hafi grætt á vax- andi dýrtíð og verðfalli peninga og vilji nú fá óðaverðbólgu til að græða enn meira á næstu misser- um. Þessir menn stjórni stjórn- inni og ráði því að hún forðist öll samráð við fjöldasamtök þjóð- arinnar til að vinna ráðstöfunum sínum samúð. Þeir ginni stjórnina líka til að ögra alþýðu, sem gjalda- byrðin er stórum þyngd á, með því að létta byrðar hátekjumannanna um leið. Þetta sé allt saman gert til að minnka líkurnar fyrir því að ríkisstjórnin ráði við vandann. Sýzt skal því haldið fram hér að ríkisstjórninni gangi annað en gott til með því sem hún hefur gert, en óneitanlega er mönnum ærin vork- unn þó að þeir freistist til að trúa því, að stjórnin sé raunverulega leiksoppur þeirra glæframanna, sem óska einskis fremur en óða- verðbólgu, H. Kr. Malbikunin Eins og sagt var frá hér í blaö- inu á sínum tíma hófst malbikun gatna hér í bænum 27. júlí s.l. Síðan hefur stöðugt verið unnið að malbikuninni og verkinu miðað vel áfram. Hér er um að ræða fjár- freka framkvæmd, en sem flestir eða allir bæjarbúar munu þó ein- dregið óska eftir að haldið verði áfram með. Með auglýsingu 15. ágúst s.l. bauð bæjarstjórn ísa- fjarðar út handhafaskuldabréfalán til malbikunarinnar, og eru vaxta- kjör af bréfunum mjög hagstæð, eða 1% hærri en almennir spari- sjóðsvextir. Þess er að vænta að bæjarbúar og félagasamtök í bænum bregðist vel við og kaupi nú umrædd hand- hafaskuldabréf til þess að tryggja áframhaldandi framkvæmd við malbikun gatna í bænum. 16. þing A.S.V. 16. þing Alþýðusambands Vest- fjarða var sett í Alþýðuhúsinu á ísafirði kl. 16 þriðjudaginn 20. þ.m. Björgvin Sighvatsson, forseti sam- bandsins, setti þingið og lagði fram dagskrá. Um 30 fulltrúar verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum voru mættir til þinghalds, svó og forseti Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson. Forsetar þingsins voru kjörnir þeir Marías Þ. Guðmundsson og Karvel Pálma- son. Ritarar: Eyjólfur Jónsson og Sigurður Jóhannsson. Þá var og kosið í nefndir, samþykkt laga- breyting og reikningar sambands- ins lagðir fram. Fundi var síðan frestað til kl. 20,45. Kl. 20.45 hófst fundur að nýju. Þá flutti forseti Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson, ræðu. Að henni lokinni flutti for- seti A.S.V., Björgvin Sighvat$son, yfirlitsræðu um starfsemi sam- bandsins á s.l. tveimur árum. Þá hófust umræður um skýrslu stjórnarinnar og um útlitið í kjaramálunum. Margir tóku til máls, og stóð fundur til kl. 3 um nóttina. Umræðum varð ekki lokið og hófst fundur aftur kl. 16 í gær. Frá samþykktum þingsins verð- ur sagt í næsta blaði. Rækjuvinnslan. Rækjuveiðibátar héðan úr bæn- um hófu aftur veiðar 27. ágúst s.L, og hefur afli verið ágætur. Fyrir Guðmund & Jóhann fiska 4 bátar, og í verksmiðjum þeirra vinna 40—50 manns. Fyrir Niðursuðu- verksmiðjuna h.f. fiska 2 bátar, og vinna þar 60—70 manns. Fyrir verksmiðju Ole N. Olsen fiska 2 bátar og þar vinna 40—50 manns. Rækjuvinnslan er mjög þýðing- armikill þáttur í atvinnurekstrin- um í bænum. Fara nú stjórnarbloðin að sjá?

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.