Ísfirðingur - 25.09.1965, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR
3
SLÁTUBHÚS KAUPFÉLAGS ISFEKÐINGA
Hausímarkaður
Útsöluverð á kjöti, slátri o. fl. haustið 1965.
) Dilkaslátur m/ósv. haus ........... kr. 62,00 pr. stk.
)DiIkalifur............................ — 81,80 pr. kg.
)Diikahjörtu og nýru .................. — 53,30 pr. kg.
) Dilkahausar, ósviðnir ............... — 28,00 pr. kg.
)Mör .................................. — 13,10 pr. kg.
rBlóð ................................. — 3,00 pr. ltr.
)vambir................................ — 5,00 pr. stk.
^Hálsæðar og þynndar .................. — 10,00 pr. kg.
kDilkakjöt ............................ — 54,35 pr. kg.
) Veturgamalt, sauðir, dilkakjöt III. fl. . . — 48,50 pr. kg.
)Geldar ær, 4ra vetra eða eldri.........— 36,85 pr. kg.
)Ærkjöt I. fl...........................— 33,00 pr. kg.
)Ærkjöt n. fl.......................... — 28,60 pr. kg.
) Slög og bringur af dilkakjöti.........— 54,35 pr. kg.
Fólki skal bent á, að haustmarkaðurinn stendur aðeins
' rneðan aðalslátrun varir, væntanlega næstu tvær vikur.
í Næstliðin haust hefur ekki verið hægt að afgreiða allar
j sláturpantanir síðustu daga sláturtíðar, og er því vissara
^að kaupa slátur tímanlega í þetta sinn.
Isafirði, 21. september 1965
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA.
Hlustað á Gylfa
Krötum mun hafa tekist að
kalla saman til fundar nokkra
menn úr kjördæminu fyrr í
sumar, enda hvatti Alþýðu-
blaðið gesti til fundarsóknar.
Hlustað var á Gyliia, þann sem
sjaldan tekur til máls, og
nokkru síðar sagt fundi slitið.
Ekki er vitað hvað helst var
spjallað um á fundinum, en
líklegt er að Gylfi hafi aðal-
lega talað um búskap og bú-
fræði. Miðað við áhuga Gylfa
þessa fyrir búskap, er ekki
ólíklegt að hann fari nú bráð-
lega að gerast bóndi að aðal-
atvinnu. Væri einhver kirkju-
jörðin sem komin er í eyði til-
valið viðfangsefni fyrir atorku
hans og búnaðarþekkingu.
Gæti farið svo, að hann yrði
með tímanum allt að því
meðal bóndi í sinni sveit, ef
frátafir og ferðalög yrðu
hófleg.
Með ólíkindum þykir, að
allir hafi verið hreinræktaðir
kratar sem á ofannefndum
fundi voru, enda munu fundar-
menn hafa verið eitthvað yfir
tuttugu.
(Aðsent)
Skemmdarstarfsemi
Það er eftir því tekið hvað
Húsmæðraskólanum á ísafirði
er vel við haldið. Að utan eru
gluggar, þak og hliðgrindur
málað reglulega og hurðir
olíubomar.
Auðvitað á þetta svona að
vera. En því átakanlegra er
til þess að vita að skemmda-
vargar skuli hvað eftir annað
gera sér far um að eyðileggja
og slíta gróður og matjurtir
úr garði skólans og dreifa
þessu svo um garðinn, og ekki
síður á götur og svæði utan
hans. Alveg nú nýlega mátti
t.d. sjá flekki af gróðri úr
garðinum á svæðinu bak við
íþróttahúsið og Sundhöllina og
allar götur út í Norðurveg og
Austurveg. Er þessi skemmda-
starfsemi hin herfilegasta og
raunar bæjarskömm, sem
nauðsynlegt er að stemma
stigu við.
ATLAS
Kæliskápar, 3 stærðir:
CKYSTAL REGENT
140 lítra kælirúm
og 60 Iítra frystihólf
hurðin tvískipt.
Utanmál:
hæð 104 cm.
breidd 59,5 cm. og
dýpt 58,5 cm.
CRYSTAL KING
170 lítra kæliskápur
þar af 25 lítra
frystihólf
Utanmál:
hæð 117 cm.
breidd 55 cm.
dýpt 54 cm.
CRYSTAL QUEEN
130 lítra kæliskápur
þar af 17 lítra
frystihólf
R A D I O s.f.
Silfurgötu 4 - ísafirði
CONSUL
ferðaritvélin er
hentug fyrir
SKÖLAFÓLK
ÁRS
ÁBYRGÐ
Verð 2985,00
RADIO s.f.
Silfurgötu 4 - Isafirði.
HERBERGI
Herbergi óskast til
leigu nú þegar,
eða sem fyrst.
Þarf ekki að
vera stórt.
Upplýsingar í síma 188
ísafirði
BILL TIL SÖLU
Bifreiðin 1-55
FORD TAUNUS
er til sölu.
Upplýsingar gefur
Unnur Gísladóttir,
Hlíðarveg 21,
sími 203 Isafirði
Takið eítir
Viljum taka á leigu tvö herbergi í vetur.
Einnig vantar okkur konu til starfa í eldhúsi.
HÓTEL MÁNAKAFFI, Isafirði sími: 454
Klisvörðnr
Vantar bráðlega við íþróttahúsið. (þ.e. kyndarastarf,
ræsting o.fl.)
Upplýsingar veitir
Gísli Kristjánsson
sundhöllinni
Fitslt'iínir tíl siilu
Tilboð óskast í húseignir Munins hf., við Aðajstræti
9, Isafirði, með lóðarréttindum á fjöruleigulóð. Enn-
fremur bryggju. Um er að ræða útgerðarstöð nálægt
hafnarbakkanum, með 3 beitingarplássum, aðgerðar-
plássi og veiðarfærageymslu. Ennfremur 2 íbúðir uppi.
Við götu niðri iðnaðar- eða verzlunarpláss. Hentugt sem
útgerðarstöð, iðnaðarpláss eða skipaafgreiðsla.
Isafjarðarbær hefir áskilið sér forkaupsrétt að eign-
unum.
Lysthafendur geri tilboð fyrir 30. september n.k. til
Ólafs Guðmundssonar, Pósthólf 31, lsafirði.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Isafirði, 9. september 1965.
pp MUNIN h.f.,
Ól. Guðmundsson.
Nýkomið mjög fjölbreytt úrvaj Ijósatækja í Joft á
veggi og borð.
LUXO 1001 vinsælasti vinnulampi landsins, í tveim
stærðum.
LOFTLJÖS frá kr. 200,00
Smekklegir vegglampar og gólflampar. Vorum að taka
upp þrjár stærðir plastbala athugið verðið:
60 1. kr. 194,00 — 65 1. kr. 222,50 — 70 1. kr. 292,00
Einnig sjö stærðir af plastskálum, verð frá kr. 14,75
Strokk rjómasprautur frá kr. 17,75.
Útihitamælar, brauðskurðarhnífar, uppþvottagrindur
ódýrar o.fl. o.fl.
PHILIPS gæðavörur
Strokjárn, hrærivélar, steikarapönnur, háfjallasólir,
giktarlampar, rakvélar, hárklippur á rakvélar, hnífar
og snúrur í rakvélar, hnífa og skærabrýni, ljósaperur.
Væntanlegt næstu daga: Þrjár gerðir segulbanda.
Isafirði, sími 416