Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.09.1965, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 25.09.1965, Blaðsíða 4
Nýtt frystilms á Hólmavík tii frystingar og geymslu á kjoti BíAÐ TRAMSOKNAVMANNA / l/£5 7FJARÐAKJORDÆM! Bezta hráefnið verður að greiða hæsta verði 20/9 Kaupfélag Steingrímsfjarð- ar, Hólmavík, er nú að ljúka við byggingu á nýju og vönduðu frystihúsi, sem ætlað er til frystingar og geymslu á kjöti. Húsið, sem er þrjár hæðir, er 300 ferm. að flatar- máli og eru 200 fermetrar á fyrstu og annari hæð, eða samtals 400 fermetrar frysti- og geymslurými. Geymslur taka um 200 tonn af kjöti og í kjötfrystinum er hægt að frysta um 1200 skrokka í einu. Auk þess er innyflafrystir. Það nýmæli er í sambandi við frystikerfi hússins, að þar eru sérstök tæki til þess að fá raka úr einangrun þess. í þessu sama húsi verður einnig kjöt- og fiskbúð svo og Dýravemdunarnefnd ríki- sins og stjórn Sambands Dýra- verndunarfélaga Islands (S.D. í.) leyfa sér hér með að vekja athygli á gildandi reglug. um flutning búfjár, vegna þess að nú fara í hönd miklir búfjár- flutningar, en umrædd reglu- gerð er frá 6. sept. 1958. Með þessu vilja nefndir aðilar reyna að kynna þau á- kvæði, sem varða líðan og öryggi dýra, þegar þau eru flutt milli staða á farar- tækjum. Þá leyfa sömu aðilar sér að minna á eftirfarandi: 1. að í göngum hafi gangna- foringi tiltæka byssu, svo deyða megi með skoti lem- strað fé, en eigi sé verið að kjötvinnsla á fyrstu hæð. Þarna verða nýtísku inn- réttingar og vinnslutæki. Á annari hæðinni verður svo eld- hús, borðsalur og snyrti- herbergi og á þriðju hæðinni svefnpláss fyrir starfsmenn sláturhússins. Kostnaðarverð hússins verður um 5 milljónir króna. Þessi bygging er við slátur- hús kaupfélagsins, en það var byggt 1959 og er hið vandað- asta hús. Sláturhúsið er tvær hæðir, grunnflötur 600 fer- metrar. í því er hægt að slátra um 1000 fjár á dag. Slátmn hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar hefst 21. þ. m. og er gert ráð fyrir að slát- ra þar í haust um 13 þúsund fjár. reiða það eða flytja með farartækjum. 2. að komið sé fyrir ská- borðum við réttir, svo reka megi fé úr dilkum á bílpalla og þar með sé unnt að leggja niður þá aðferð að lyfta fé á bílpalla með handafli. 3. að þess sé vandlega gætt, að búfé sem bíður slátranar nætur eða daglangt sé vatnað og gefið fóður. 4. að því sé stranglega fram- fylgt í hverju sláturhúsi, að það sé búið banaklefa. 5. að sláturhús séu þannig innréttuð, að blóð og gor renni ekki undir búfé sem bíður slátrunar. Það er á allra vitorði að langbesta hráefni sem hrað- frystihúsunum berst er sá fiskur sem veiddur er á lóðir, eða línu eins og það nú er oftast kallað. Auðvitað er það eftirsóknarvert fyrir fisk- iðnaðinn að fá sem -allra mest magn af fyrsta flokks hráefni, því það segir fljótt til sín í verðmæti útflutningsins ef hráefnið er ekki upp á það besta. slæmt hráefni skaðar því hvert einstakt fiskvinnslu- ver og útflutning þjóðarinnar Barnaskólinn Björgvin Sighvatsson, skóla- stjóri, tjáði blaðinu að kennsla í yngri deildum hefði hafist 22. þ.m., en kennsla í öðram deildum skólans hæfist um næstu mánaðarmót. 1 skólanum munu verða heldur fleiri börn en síðast liðinn vetur. Kennaralið er fullskipað. Tónlistarskólinn Samkvæmt upplýsingum Ragnars H. Ragnar. skóla- stjóra, hefur innritun nemenda staðið yfir að undanförnu, en skólinn verður settur um næstu mánaðarmót. Kennt verður á öll sömu hljóðfæri og síðast liðinn vetur, píanó, orgel og blásturshljóðfæri. Mun Þórir Þórisson annast um kennslu á blásturshljóðfærin og kenna og stjóma skóla- lúðrasveitinni. Húsniæðraskólinn Húsmæðraskólinn á ísa- firði var settur 22. þ.m. Skólastjórinn, frk. Þorbjörg Bjarnadóttir, flutti að venju flutti greinargott erindi um Hallveigarstaði, kosningarétt kvenna og félagasamtökin Vernd. Sigríður Guðmundsdóttir sem verið hefur formaður s.l. 24 ár baðst nú eindregið undan endurkosningu. Vora henni þökkuð störfin í öll þessi ár með dynjandi lófataki. í heild. Er það tjón ekki ein- vörðungu bundið við einstakar vörasendingar sem úr lélegu hráefni era unnar, heldur getur það haft varanlegri af- leiðingar. Að fiskur sem veiddur er á lóð sé besti fiskurinn til vinnslu, hvort heldur er í hraðfrystihúsunum, í salt eða annarar verkunar er öllum auðskilið. Á línuveiðum er aflanum landað daglega og fiskurinn er blóðgaður jafn- óðum og hann kemur á skip. skólasetningarræðu. í skólan- um verða í vetur 39 nem- endur. Kennaralið er óbreytt frá fyrra ári nema hvað nýr aðstoðarkennari, frk. Sólborg Árnadóttir, hefur nú verið ráðin að skólanum. Við skóla- slitin kvaddi skólastjórinn frú Önnu Sigfúsdóttir sem nú er að flytja úr bænum, en Anna hefur árum saman verið for- maður kvenfélagsins Ósk, og borið hag skólans mjög fyrir brjósti. Við skólasetninguna talaði einnig frú Guðrún Vigfús- dóttir, en hún á um þessar mundir 20 ára starfsafmæli sem kennari við skólann. Gagnfræðaskólinn Samkvæmt upplýsingum Gústafs Lárassonar, skóla- stjóra, verður Gagnfræða- skóli Isafjarðar settur um næstu mánaðamót. Ekki er ennþá vitað um nemenda- fjölda. Kennaralið skólans er fullskipað. Framhaldsdeild verður í vetur við skólann eins og áður. Stjórnina skipa nú: Ingibjörg Guðmundsdóttir Hnífsdal Unnur Gísladóttir Isafirði Elísabet Hjaltadóttir Bolungarvík Allur fiskur sem veiðist á línu er lifandi þegar dregið er, og við engar veiðar er jafn auðvelt að fara vel með hráefnið. Nú er það vitað að útgerð á línuveiðar er miklum erfið- leikum bundin, og það svo mjög að margir útgerðarmenn hér á Vestfjörðum telja vafa- samt að hægt verði að gera út báta til þeirra veiða á næstu vertíð. Væri það mjög illa farið, og ekki fyrirsjáanlegt það tjón sem af samdrætti línuveiðanna yrði. Ein af ástæðunum til þessa vanda er sú, að æ erfiðara verður að fá sjómenn til þessara veiða vegna þess að með öðram veiðiaðferðum, svo sem neta- veiðum, hefur á undanförnum áram verið mokað upp miklu magni á tiltölulega skömmum tíma, tveimur mánuðum eða svo, og tekjur sjómanna því oft orðið fljótteknari. í öðra lagi mun útgerðarkostnaður á línu vera orðin hlutfallslega dýrari en á net. Ekki verður hér rætt um þá gífurlegu rányrkju sem mörgum verður tíðrætt um í sambandi við netaveiðar. En hitt virðist ekki leika á tveim tungum hjá þeim sem best ættu að vita, að netafiskur sé ekki sambærilegur að gæðum við línufisk. Við það bætist svo, að netaveiðar era stund- aðar aðeins skamman tíma, en línuveiðar er unnt að stunda allt árið. Fyrir fiskiðjuverin og starfsfólk þeirra er að sjálfsögðu mjög óhagstætt að stórar eyður verði í að hráefni fáist. Samfelldar línuveiðar tryggja stöðugt og gott hrá- efni og samfellda atvinnu fólksins í fiskiðjuverunum. Ekkert virðist augljósara en það, að greiða beri mun hærra verð fyrir gott hráefni en lélegt, því úr því fæst verð- mætari vara. Og það er einmitt þetta sem gera verður. Það verður að krefjast þess að fiskur sem veiddur er á línu sé greiddur mun hærra verði en nú er gert. Besta fiskinn verður að borga besta verði, en það tryggði jafnframt samfelldari rekstur hriaðfrysti- húsa og annara fiskverkunar- stöðva. □— Samhand veáirzkra kvenna Sambandsfundur Vestf. kvenna var haldinn á Patreks- firði dagana 25. og 26. júní s.l. i boði kvenfélagsins Sif þar á staðnum. Fundinn sátu um 30 konur af Vestfj. kjálkanum, allt frá Súðavík og vestur á Patreks- fjörð. Gestur fundarins var frú Sigríður J. Magnússon fyrrverandi formaður K.R.F.I. Á árinu hafði Sambandið beitt sér fyrir nokkrum sauma og sníða- námskeiðum, og var allstaðar góð aðsókn að þeim. önnur mál er rædd voru á þinginu var hinn mikli tann- lækna- og læknaskortur dreif- býlisins. Samþykktar vora til- lögur um þessi mál og sendar heilbrigðisyfirvöldum. í á- fengismálum vora eftirfarandi tillögur samþykktar. 35. fundur S.V.K. haldinn á Patreksfirði 25. og 26. júní 1965 skorar á félagskonur hverja í sínu byggðalagi, að leggja bindindismálinu lið og vera á verði gegn áfengisböl- inu, gera tilraun til að skapa það almenningsálit, sem eitt er megnugt að breyta því ástandi er nú ríkir. Einnig þakkar fundurinn fjármálaráðh. Magnúsi Jóns- syni, þá röggsemi að loka áfengisverzluninni 16. júní og telur það hafa verið spor í rétta átt, til að draga úr áfengisneyslu á þjóðhátíðar- daginn. Sigríður J. Magnússon Dýraverndun Skólarnir settir —□—

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.