Ísfirðingur - 25.09.1965, Blaðsíða 1
BíAÐ TRAMSÓKNAKmNNA / l/ESTFJARÐAKJÖKMM!
15. árgangur.
Jónas frá Drlfln
Eins og frá var sagt
í síðasta blaði, var Jónas
Jónsson, fyrrv. alþingis-
. maður og ráðherra, á
t ferðalagi um Vestfirði
fyrstu daga sept. mánaðar
|tlf í hófi sem haldið var
- Jónasi til heiðurs á Isa-
firði föstudagskvöldið 3.
þ.m., flutti Guðmundur
lllll Ingi Kristjánsson, skáld,
lil honum eftirfarandi kvæði
Leiftrandi komstu, þegar öldin imga
Islandi bauð að vakna og tygja sig.
Penninn var hvass, og hiklaus var þín tunga.
Hugsjón og vilji töfrum gæddu þig.
Skinfaxi rann um himin, haf og grundu,
hugsanir þínar urðu vængir hans.
Þúsundir ungra fslendinga fundu
atgerfi sitt í ljóma foringjans.
Framar var sótt, þótt Filisteum sviði,
fár var í lofti, meðan svipan hvein.
Hitt var þó mest, hver heill var með því liði,
hugsjónabjarmi þinn er yfir skein.
Þannig var gæfan Islands fólki fengin,
frjálshuga mennt er allur lýður hlaut.
Fyrir þinn kraft svo farsæl voru gengin
framsóknarspor á tímans réttu braut.
Líttu nú yfir allt á góðum degi:
Island er ríkt af sigrum þínum enn.
Sjá þessa skóla, búðir, brýr og vegi,
býli svo góð og frjálsa verkamenn.
Samvinnustefnan þakkar þínum anda,
þú hefur mótað henni sterka menn.
Nú er oss gott að njóta þinna handa,
njóta þín bæði vel og lengi enn.
Hljómleikar
Á vegum Tónlistarfélags
ísafjarðar voru haldnir hljóm-
leikar í Alþýðuhúsinu á ísa-
firði fimmtudagskvöldið 16. þ.
m. Þarna komu fram brezka
söngkonan R. Little og Jósef
Magnússon sem lék á flautu.
Undirleik annaðist Guðrún
Kristinsdóttir.
Söngkonan söng mörg er-
lend og innlend lög með undir-
leik Guðrúnar og hún söng
einnig tvö lög með flautu- og
Framhald á 2. síðu
isafjörður, 25. sept. 1965. 14. tölublað.
Fréttabréf ór írneshreppi
10. sept.
Mikið grasár.
Hér leit út fyrir lélega
sprettu framan af sumri, enda
var júnímán. ákaflega kald-
ur. Það var fyrst um miðjan
júlí, að skipti um tíðarfar
með hlýindum og gróðrar-
skúrum. Urðu menn þá vitni
að örari grasvexti en nokkur
mundi dæmi til. Á einni viku
urðu tún kafloðin og biðu
bændur þá ekki lengur
boðanna en tóku til við
sláttinn. Var þá þegar orðin
síbreiða á töðuvelli. Hey
nýttust vel, því að ágætir
þurrkar voru um mitt sumarið
fram í miðjan úgúst.
Töðufengur af fyrra slætti
er því meiri að vöxtum og
gæðum en nokkru sinni áður
í þessu byggðarlagi. Aftur á
móti mun háarspretta vera
léleg eins og gefur að skilja,
þar sem sláttur hófst svo seint
á sumri. Síðustu vikumar
hefur verið hretviðri og örð-
ugt að fást við heyskap nema
votheysgerð. Þeirri hey-
verkunaraðferð er beitt hér í
stöðugt vaxandi mæli. Er það
eðlilegt, þar sem þurkar eru
hér jafnan af skomum
skammti.
Vegagerð.
Það furðulega hefur gerzt,
að þrátt fyrir tilraunir
stjómarsinna á alþingi til þess
að tefja vegagerðina norður í
Árneshrepp, hefur aldrei verið
unnið af jafnmiklum krafti að
vegagerðinni eins og í sumar.
Þrjár stórar ýtur hafa ratt
brautina, en í kjölfar þeirra
fylgdi ámokstursskófla með 4
vörubílum og veghefli. Era
góðar horfur á, að þessum
vélakosti takizt að leggja
veginn frá Veiðileysu til
Djúpuvíkur á þessu sumri og
rjúfa þannig aldalanga einan-
gran Ámeshrepps. Það mundi
þurfa langt mál til þess að
skýra hinar auknu fram-
kvæmdir í vegamálum byggð-
arlagsins og því rétt að láta
það bíða a. m. k. þangað til
stjórnarsinnar fara að telja
þær sér til þakka.
Hafnarbætur.
Um þessar mundir fer fram
viðgerð og lenging á
bryggjunni í Norðurf. Vinna
við þær framkvæmdir 15 menn
þar af 5 aðkomumenn, allir
frá Sauðárkróki. Verkstjóri er
Jón Bjömsson Sauðárkróki. Á
Eyri í Ingólfsfirði er einnig
unnið að viðgerð hafnarmann-
virkja, er urðu fyrir skakka-
falli af völdum íssins s. 1.
vetur.
Flytja Ar héraðinu
Kristján H. Jónsson, forstjóri
og fyrrverandi yfirhafnsögu-
maður á Isafirði, flutti ásamt
fjölskyldu sinni úr bænum til
Akraness í þessari viku.
Jóhannes Þ. Jónsson, kaup-
félagsstjóri, Suðureyri, er
einnig að flytja ásamt fjöl-
skyldu sinni til Reykjavíkur.
Að báðum þessum mætu
mönnum er in mesta eftir-
sjón. Þeir hafa báðir gegnt
þýðingarmiklum störfum hér í
héraðinu við ágætan orðstýr.
Fulltrúar á Kjördæmisþinginu
Hópmynd af fulltrúum á hinu glæsilega og einhuga kjördæmisþingi Framsóknarmanna í
Vestfjarðakjördæmi, sem haldið var að Vogalandi dagana 14. og 15. ágúst s.I. Frá kjör-
dæmisþinginu og samþykktum þess var sagt í tveimur síðustu blöðum.
Ljósm. Guðm. Sveinsson