Ísfirðingur - 06.10.1966, Page 4
Dánardægur
Halldóra Benediktsdóttir.
Eins og frá var sagt í síð-
asta blaði andaðist frú Hall-
dóra Benediktsdóttir að heim-
ili sínu í Bolungarvík 2. sept.
s.l. Jarðarför hennar var gerð
frá Bolungarvík 13. s.m.
Frú Halldóra var fædd 6.
nóvember 1892 í Austur-
Skaftafellssýslu, og þar ólst
hún upp. Hún giftist Bjama
Eiríkssyni 1918, en hann var
einnig úr sömu sýslu. Þau
hjónin fluttu til Bolungarvík-
ur á árinu 1919, en þar var
Bjarni fyrst verzlunarstjóri
og síðar kaupmaður og út-
gerðarmaður um áratuga
skeið. Hann andaðist 2. sept.
1958. Þau hjónin eignuðust
fimm syni, sem allir erl mjög
mannvænlegir og dugandi
menn.
Frú Halldóra var á allan
hátt hin mætasta kona. Hún
hafði, sem og maður hennar,
almenningsorð fyrir mann-
kosti, alúðlega framkomu og
frábæra gestrisni. Hún var
kona prýðilega vel greind,
mikil húsmóðir og framúr-
skarandi góð húsmóðir bama
sinna. Frú Halldóra naut að
verðleikum almennrar virðing
:ar og vinsælda allra sem
henni kynntust.
Veturliði Guðbjartsson, Urðar
vegi 11, Isafirði, andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu hér í
bænum 21. september s.l.
Hann var fæddur að Snæfjöll-
um 26. júní 1883. Hann ólst
upp að mestu á Brekku á
Ingjaldssandi en flutti þaðan
í Hnífsdal þar sem hann var
formaður á bát í nokkur ár.
Til ísafjarðar flutti Veturliði
árið 1910 og átti þar heima
síðan. Hann var lengi verk-
stjóri fyrir mulningsgerð Isa-
fjarðarkaupstaðar og fórst
það starf vel úr hendi sem
önnur störf sem hann vann
að um dagana.
Kona Veturliða var Guðrún
Halldórsdóttir, en hún and-
aðist 1959. Þau eignuðust 19
böm og em 13 þeirra á lífi.
Þau voru öll viðstödd útför
föður síns.
Eins og að ofan segir fórust
Veturliða öll störf vel úr
hendi. Hann var samviskusam
ur dugnaðarmaður, geðþekkur
og vel látinn.
Gagnfræðaáólinn
Gagnfræðaskólinn á Isa-
firði var settur 2. þ.m. Um
200 nemendur verða í skól-
anum í vetur í 8 bekkjadeild-
um. Fastir kennarar eru 11
að meðtöldum skólastjóra og
að auki eru 4 stundakenn-
arar.
Við skólasetningu minntist
skólastjórinn Steinþórs Kristj-
ánssonar kennara, sem lést
í vor, og Lúðvígs heitins
Guðmundssonar skólastjóra,
en hann var fyrsti skólastjóri
Gagnfræðaskólans á ísafirði.
Norræni dagurinn
Norræni dagurinn er í dag
þann 6. október. Hér í bænum
er dagsins minnst á þann hátt
að formaður Norræna félags-
ins á Isafirði, Aðalbjöm
Tryggvason, flytur erindi fyr
ir nemendur Gagnfræðaskól-
ans um starfsemi norrænu
félaganna og norræna sam-
vinnu.
Gísli Magnússon, Eyhildarholti:
UPPGJAFARVITNI
Þorri manna ræðir ekki um
annað meir en þá óðaverð-
bólgu, sem nú geysist fram
með æ vaxandi hraða. Hún
ríður húsum um gervallt land,
svo að hriktir í öllum viðum.
Framleiðslan stynur undan
oki verðbólgunnar. Oddvitar
landbúnaðar, útgerðar, iðnað-
ar — allir eru þeir á einu
máli um, að öll framleiðsla sé
á heljarþröm. Skipafélögin
kvarta, flugfélögin kvarta —
allir kvarta, þeir sem ein-
hvern rekstur hafa með hönd
um. Launamenn og verka-
menn telja sig vanhaldna.
Verðbólgan setur allt úr skorð
um.
öll fjárfesting er skipulags-
laus. Tugum og hundruðum
milljóna er ausið í fram-
kvæmdir, sem engan arð færa
þjóðarbúinu, þótt fáir einstak
lingar kunni þar að draga
vænan drátt. Þama má ekki
stinga við fótum. Það væru
„höft“. Framleiðslan er af-
skipt um lánsfé. Samvinnufé-
lögin, sem samkvæmt hinum
háþróaða félagsmálaskilningi
Morgunblaðsins eru „þröng
sérhagsmunaklíka,“ eru af-
skipt um lánsfé. Þó er þeim
gert að skyldu að láta af
hendi milljónir af aflafé sinna
mörgu félagsmanna til fryst-
ingar í Seðlabankanum. Þetta
og þvíumlíkt eru ekki „höft“,
samkvæmt skilgreiningu hag-
fræðiprófessorsins. Það er
frelsi, dæmigert íhaldsfrelsi.
Snöru má ekki nefna í hengds
manns húsi.
Ríkisstjórnin lofaði í önd-
verðu að stöðva verðbólguna.
Lífverðir hennar hafa að vísu
borið á móti þessu, þ.á.m. hag
fræðiprófessorinn. Hann
kemst raunar ekki fram hjá
hinum frægu og hreinskiln-
ingslegu ummælum ólafs heit
ins Thors. En hann er nógu
forsjáll til að segja: „Ég fyrir
mitt leyti legg allt annan
skilning í þessi ummæli hans,
sem stjómarandstæðingar i
seinni tíð hafa svo oft vitnað
til.“ Hinn persónulegi skiln-
ingur hagfræðiprófessorsins á
mæltu máli er sem sé annar
og sjálfsagt æðri miklu öllum
skilningi almennings.
Ríkisstjómin hefur ekki get
að efnt loforð sitt um stövun
verðbólgunnar. Þetta vita all-
ir. Hún hefur ekki einu sinni
haft neina raunhæfa tilburði
í þá átt að hamla gegn hrað-
vexti verðbólgunnar, heldur
hið gagnstæða.
Ihaldsprófessorinn og sálufé
lagar hans vilja firra ríkis-
stjórnina allri ábyrgð á á-
standinu. Prófessorinn segir í
Morgunbl. 23. júní: „En á
framleiðslukostnaðinn getur
hið opinbera lítil bein áhrif
haft, þar sem hann er fyrst
og fremst kaupgjald þeirra,
sem að framleiðslunni vinna,
en kaupgjaldið er ákveðið af
samningum milli atvinnurek-
endanna og launþega, sem
ríkisvaldið getur aðeins haft
óbein áhrif á.“
Hann minnist ekki á rekstr-
arvömr atvinnuveganna, ekki
á vexti, ekki á skatta, sölu-
skatt né aðra. Hafa þessir lið
ir þá engin áhrif á fram-
leiðslukostnaðinn og þróun
verðbólgunnar? Hefur hið
opinbera beitt áhrifum sínum
til lækkunar þessum liðum —
eða hækkunar?
Prófessorinn sér ekkert nema
kaupgjaldið. Og þar leyfir
hann sér að umhverfa þeim
sannleika að það em ekki at-
vinnurekendur, heldur sjálft
ríkisvaldið, sem verið hefur
hinn raunvemlegi samnings-
aðili gagnvart launþegum í
öllum meiri háttar kjarasamn
ingum að undanförnu.
Prófessorinn talar um ó-
„heiðarlegi" málflutningur. 1
stæðinga. Þetta er víst hinn
„heiðarlegi" málflutningur. í
þvílíkt öngþveiti geta jafnvel
mætir menn rekizt í vörn fyr-
ir vondum málstað. Um M.bl.
þykir slíkt ekki tiltökumál.
Ríkisstjómin er engilhrein.
Stundum er það þjóðin, stund
um stjórnarandstaðan, sem á
alla sök. Hún er hinn svarti
sauður. Nú hælast stjórnar-
blöðin um yfir því, að ríkis-
stjórnin hafi óskorað traust
meiri hluta þjóðarinnar. Til
hvers má ætlast af ríkis-
stjórn, sem hefur öruggt
meirihluta fylgi? Á hún ekki
að hafa forystu? Á hún ekki,
með tilstyrk sinnar ömggu
áhafnar, að sigla fleyinu út
úr öllum ólgusjó? Á hún að
láta illviljaðan minnihluta
taka af sér ráðin og sigla
öllu norður og niður? Eða er
hún rekald eitt, sem veltur
sitt á hvað í brimgarðinum ?
Hvernig á að koma því heim
og saman að ríkisstjóm, sem
státar af öruggum meirihluta,
skuli ekki geta stjómað með
tilstyrk þessa meirihluta og
fundið færa leið út úr þeim
Framhald á 3. síðu.