Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.10.1970, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 03.10.1970, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiöslumatiur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. Verð árgangsins kr. 100,00. — Gjalddagi 1. október. ,— ------—--------------— --------------------------------- Gjörbreyta þarí stjórnarstefnunní Það er nú ljóst orðið, að brotin úr Alþýðubandalaginu telja sérstakra úrræða þörf ef þau eiga að hakla hlut sínum gagn- vart Framsóknarflokknum í komandi kosningum. tJrræði þeirra í þeim efnum er nú það, að fullyrða að Framsóknar- flokkurinn sé ákveðinn I því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosninga,r. Raunar var það Alþýðublaðið sem fyrst kom fram með þessar fullyrðingar. Það benti á að sums staðar hafa Fram- sóknarmenn samstarf við Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnar- málum og ályktaði út frá því, að Framsóknarflokkurinn i heild ætlaði sér að vinna með Sjálfstæðisflokknum einum i ríkisstjórn. Hitt talaði Alþýðublaðið minna um, að á ýmsum stöðum er Framsóknarflokkurinn í samstarfi við Alþýðu- flokk og Alþýðubandalag, eins og á ísafirði. Fljótt á litið virðist það undarlegt, að Alþýðuflokkurinn, sem óslitið hefur haft stjómarsamstarf við Sjálfstæðisflokk- inn einan á annan áratug, telji það mikið sakarefni á hendur öðrum flokkum að vilja vinna með þeim flokki. En hér liggur tvennt til grundvallar. Annað er hræðsla við að missa völdin. Hitt er vitneskjan um það, að íhaldssamvinnan er óvinsæl meðal alþýðu. Þeir sem hlustað hafa á skrif Alþýðublaðsins um póli- tíska útlegð þeirra, sem ekki em í ríkisstjórn, vita vel, að í flokki þess hlýtur það að vera skelfileg tilhugsun að missa ráðherrastólana. Og nú hefur áróðursmeistumm flokks ins dottið í liug að bjarga sér með þeirri kenningu, að það sé raunar allt annar flokkur, sem sækist eftir að stjóma með Sjálfstæðisflokknum einum. Eins og sakir standa getur enginn vitað hvernig Alþingi verður skipað eftir kosningar. Allt tal um hugsanlegt stjórnarsamstarf eftir kosningar er því að meira og minna Ieyti í lausu lofti, því að enginn veit nema forsendur þess kynnu að vera brostnar að því er þingstyrk varðar. Vit- anlega geta flokkar ákveðið samstarf eftir því sem styrkur þeirra kynni að leyfa, svo sem stjórnarflokkamir hafa við tvennar kosningar lýst því yfir, að þeir myndu stjórna land- inu saman að kosningum loknum, ef þeir fengju þingstyrk til þess. Víst er gott að slíkt liggi ljóst fyrir, þegar gengið er til kosninga. En nú mun allt slíkt vera í fullri óvissu hvort sem mönnum Iíkar betur eða verr. Enginn veit í dag hvers raunvemlega er að vænta af Alþýðuflokknum að kosn- ingum loknum. Hitt vita menn að í ársbyrjun 1969 töluðu þeir Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson um sam- starf við Framsóknarflokkinn og jafnvel kosningasamvinnu á þeim grundvelli. Botninn datt úr þeim umræðum. Þeim var sagt að þeir hefðu ekkert umboð og leyfi til að tala um slíkt. Hin nýju samtök frjálslyndra sunnanlands og vinstri manna norðanlands áttu fyrst og fremst að halda sér lirein- um og ósnortnum f öllum gömlum flokkum og vera mál- Sextugur: Halldór Kristjánsson Halldór Kristjánsson, bóndi, á Kirkjubóli í Bjamardal í Önundarfirði, átti sextugsaf- mæli í gær 2. þ.m. Hann er fæddur á Kirkjubóli og hef- ur alltaf átt þar heima. For- eldrar hans voru þau hjónin Bessabe Halldórsdóttir og Kristján Guðmundsson. Hall- dór stundaði nám í Núps- skóla á árunum 1928—30. Að félagsmálum hefur Hall- dór unnið mjög mikið. Árum saman hefur hann átt sæti í skólanefnd Mosvallask.hverfis, svo og í skólanefnd héraðs- skólans á Núpi. I sýslunefnd átti hann lengi sæti. Formað- ur Héraðssambands ung- mennafélaganna í Vestur-ísa- fjarðarsýslu var hann 1954— 1958, og fór á vegum þessara samtaka í fyrirlestrarferðir víða um land. Hann hefur unnið mikið starf á vegum Góðtemplarareglunnar, skrif- að fjölda greina um bindindis mái og flutt fyrirlestra á veg um reglunnar. í stjórnarskrár nefnd var Halldór 1945—51. í úthlutunarnefnd listamanna- launa frá 1961. Hann hefur lengi verið endurskoðandi Kaupfélags önfirðinga. For- maður stjórnar Mjólkursam- lags ísfirðinga hefur hann verið frá stofnun þess fyrir- tækis. Snemma fór Halldór að hafa afskipti af stjórnmálum og hefur síðan verið einn af dug- mestu og hæfustu forsvars- mönnum Framsóknarfiokksins ins á Vestfjörðum. Hann var formaður Félags ungra Fram- sóknarmanna í V-ls. 1938-45. Hefur síðan verið formaður Framsóknarfélagsins í sýsl- unni. í miðstjórn Framsóknar flokksins hefur hann verið frá 1956, og formaður Kjör- Halldór Kristjánsson dæmissambands Framsóknar- manna í Vestfj.kjördæmi frá 1967. Hann var fyrst í framboði til alþingiskosninga í Vestur-lsa fjarðarsýslu 1942, í tvennum kosningum sem fram fóru það ár. í Barðastrandarsýslu var hann í framboði 1946, og síð- an 1959 hefur hann alitaf verið á framboðslista Fram- sóknarfl. í Vestfjarðakjör- dæmi, í fjórða sæti listans, en skipar við næstu ailþingis- kosningar þriðja sætið. Hann hefur verið á öllum flokks- þingum Framsóknarflokksins síðan 1937. Halldór hefur fengist mikið við ritstörf og er maður prýði lega ritfær. Hann var blaða- maður hjá Tímanum í Reykja vík og ritstjóri blaðsins í for föllum árin 1946—51. 1 ára- tug hefur hann, ásamt þeim sem þetta ritar, verið rit- stjóri blaðsins Isfirðingur, og síðan skrifað langflesta leið- ara blaðsins, auk fjölda ann- ara greina. Eftir hann hafa birtst í blöðum og tímaritum frumsamin ljóð. Halldór samdi ævisögu Sigtryggs Guð- laugssonar á Núpi og kom bókin út 1964. Hann hefur einnig þýtt nokkrar bækur sem út hafa verið gefnar, þar á meðal bókina „Vinir um veröld alla“, en hún var lesin í útvarpinu 1952. Alla þá gífurlega miklu vinnu og fyrirhöfn sem Hall- dór hefur lagt í afskipti af opinberum málum hefur hann látið í té málefnanna vegna, en ekki til að afla sjálfum sér fjár eða frama. Hann er í fremstu röð ræðumanna og mikill baráttumaður fyrir hverju því máli, sem hann telur til heilla horfa fyrir land og lýð, og svo er hann minnugur, fjölhæfur og fróð- ur að Ihann getur undirbún- íngslaust flutt snjallar og at- hyglisverðar ræður um hin margvíslegustu málefni. Eiginkona Halldórs er Re- bekka Eiríksdóttir frá Sand- haugum í Bárðardal. Er hún hin mætasta kona og hafa þau hjónin alið upp þrjú fóst- urböm. einn pilt og tvær stúlkur, sem öll eru nú upp- komin. Það voru margir sem lögðu leið sína að Kirkjubóli í gær til að óska afmælisbaminu og fjölskyldu hans heilla í til- efni afmælisins, og jafnframt til að þakka honum mikil og ósigingjörn störf. Að sjálfsögðu voru sveitung ar hans og Vestur-lsfirðingar þar fjölmennastir, en margir komu víðar að. Sýndi þetta ljóslega hvers trausts og virð- ingar Halldór nýtur. Ég þakka Halldóri Krist- jánssyni fyrir ágæt kynni og gott samstarf til margra ára, og ég og fjölskylda mín ám- um honum og fjölskyldu hans allra heilla í tilefni sextugs- afmælisins. Framsóknarflokkuriim getur því í dag engu lofað um ákveðið samstarf við ákveðna flokka og heldur ekki fortekið neitt. Hann reynir að gera þjóðinni sem gleggsta grein fyrir því hvað hann vill, hvers vegna hann er í stjórnarandstöðu og hverju hann vill breyta. Því lofar hann, að hafi hann engan styrk til að breyta stjórnarstefnunni verður hann í stjórnarandstöðu eitt kjörtímabil enn. En fordómalaust mun hann taka höndum saman við hverja sem er um breytta stjórnarstefnu til samræmis við það, sem hann hefur boðað. Sjálfsagt verður margt í óvissu þegar gengið verður til kosninga. Enn eru ekki nema fremur fá framboð ákveðin, en ljóst er samt, að ta.Isverð breyting verður á Alþingi, og þar munu nýir menn koma við sögu. Framsóknarflokkurinn mun nota tímann sem eftir er til kosninga, eins og undan- farið, til að gera þjóðinni grein fyrir stefnu sinni, í trausti þess, að hún geri lilut hans svo góðan í komandi kosning- um að hann geti haft forustu um gjörbreytta stjórnarstefnu. Því miður getur Framsóknarflokkurinn ekkert fullyrt um það í dag hverjar undirtektir annara flokka þá munu reynast, en hitt er víst, að innan allra flokka er nú mikil óánægja með stjóm landsins og rás viðburðanna á mörg- efnalega sem mest ráðgáta fram yfir kosningar. um sviðum. Jón Á. Jóhannsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.