Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.10.1970, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 03.10.1970, Blaðsíða 4
Fræðslufnndur Félag opiniierra starfsmaiina 23 ára Sunnudaginn 27. f.m. efndi Bandalag starfsmanna ríkis og bæja til fræðslufundar fyr ir opinbera starfsmenn í Góð templarahúsinu á ísafirði. Þrír af forustumönnum banda lagsins, þéir Kristján Thor- lacíus, form. BSRB, Guðjón B. Baldvinsson og Haraldur Steinþórsson fluttu ágæt og eftirminnileg erindi um skipu lag og starf heildarsamtak- anna, réttindi og skyldur opin berra starfsmanna og um samningsrétt og kjarasamn- inga. Að loknum ræðum frum Dagana 8. og 9. sept. sl. var haldinn á Núpi í Dýra- firði aðalfundur Kennarafé- lags Vestfjarða, sem er félag starfandi kennara við skóla á Vestfjörðum. Var þá nýlok- ið námskeiði í eðlisfræði, er þar var haldið fyrir eðlisfræði kennara í fjórðungnum. Aðalerindi fundarins fluttu þeir örnólfur Thorlacius menntaskólakennari, er kom á vegum Skólarannsókna, Þór- leifur Bjamason, námsstjóri og Arngrímur Jónsson skóla- stjóri á Núpi. í erindi sínu gerði Örnólfur fyrst og fremst grein fyrir hinum einstöku þáttum þeirr- ar endurskipulagningar, er fyrir dyrum standa í skóla- málum og hlutverki Skóla- rannsókna í því starfi. Erindi Þórleifs „Ný viðhorf í skólamálum", fjallaði í fram haldi af erindi Örnólfs fyrst og fremst um þá heildar- stefnu, sem mál þessi væru að taka í dag. mælenda tóku margir fundar- menn til máls. Til frummæl- endanna var beint ýmsum fyrirspurnum sem þeir svör- uðu greiðlega. Þetta var þarfur og ágætur fundur og tókst hann í alla staði hið besta. Ber að þakka forustumönnum BSRB fyrir þetta framtak. Fundinn sóttu liðlega 40 manns. Karl Guð- jónsson, fyrrv. alþingismaður var fundarstjóri og fundar- ritari var Sturla Halldórsson, form. FOSf. Arngrímur Jónsson flutti erindið „Væntanlegar breyt- ingar í starfsháttum héraðs- skólans á Núpi“, þar sem hann lýsti breytingum í skóla- starfi, er gerðar yrðu með tilkomu hinna nýju fram- haldsdeilda við héraðsgagn- fræðaskólana. Urðu talsverðar umræður um öll þessi erindi og svör- uðu framsögumenn fjölda fyr irspuma. Einnig voru rædd ýmis hagsmuna- og réttinda- mál kennara, svo og uppeldis- og skólamál almennt. Núverandi stjórn skipa: Pétur Bjamason, skólastj., Bíldudal, form., Jón Eggertss. skólastjóri, Patreksfirði, gjald keri, Páll Ágústsson kennari Patreksfirði, ritari. Varastjórn: Guðmundur Friðgeirsson, skólastjóri, örlygshöfn, vara- form., Jömndur Garðarson, kennari, Bíldudal, varagjaldk. Hilmar Árnason, kennari, Pat reksfirði, vararitari. Félag opinberra starfsmanna á Isafirði átti 25 ára afmæli 20. september sl. I tilefni þessa merkis afmælis efndi félagið til myndarlegs og fjöl mc-nn hófs í Góðtemplarahús- inu á ísafirði sunnudaginn 27. sept. og hófst það klukkan 19,30. Núverandi formaður fé lagsins, Sturla Halldórsson, hafnarvörður, setti hófið og stjórnaði því. 1 ræðu sem hann flutti rakti hann sögu félagsins frá upphafi. Félagið hefur mikið starfað að hags- muna- og kjaramálum opin- berra starfsmanna hér í bæ- num og verið vel vakandi í þeim efnum, bæði starfsmönn um og bæjarfélaginu til góðs. 75 ára Jón Guðjónsson, fyrrverandi bæjarstjóri, til heimilis að Túngötu 3 ísafirði varð 75 ára í gær. Jón er á allan hátt hinn mætasti maður og vann um tveggja áratuga skeið mikil og ómetanleg störf í bágu ísafjarðarkaupstaðar. Eiginkona hans er Kristín Kristjánsdóttir. 50 ára Árni Matthíasson, rakara- meistari, Silfurtorgi 1, Isa- firði, átti fimmtugsafmæli 1. þ.m. Hann dvelur um þessar mundir á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn. Barnaskóli ísafjaröar Barnaskóli Isafjarðar hóf vetrarstarfið 1. sept. sl., en þá byrjaði kennsla í 7, 8 og 9 ára deildum skólans. Eldri deildirnar hófu vetrarstarfið 10. s.m. Nemendur skólans eru nú rétt innan við 400. Einn kennari lét af störfum, Framhald á 3. síðu Einn merkasta áfangann verð ur að telja stofnun lífeyris- sjóðs starfsmanna bæjarfé- lagsins, en það tók margra ára vinnu að koma því máli heilu í höfn. Fyrstu stjóm félagsins skip uðu þeir Jón Á. Jóhannsson, form., Baldvin Þórðarson, og Ragnar Guðjónsson. Núver- andi stjóm skipa þeir Sturla Halldórsson, form., Halldór Ólafsson og Jóhann Kárason. Aðrir formenn félagsins hafa verið: Guðmundur G. Krist- jánsson, Hans Haraldsson, Haraldur Jónsson og Gylfi Gunnarsson. Lengst allra hafa setið í st.jórn félagsins þeir Halldór Ólafsson og Haraldur Jónsson. í skólamálum hér hefur nú undanfarið orðið stór fram- för og vonandi verður fram- hald á því. En eitt er það samt á því sviði, sem ég get ekki sætt mig við án skýr- inga og langar því mikið til að verði rökstutt opinberlega. Hvers vegna er ekki kennt í Barnaskóla ísafjarðar nenia fimm daga viltunnar? Frá mínu sjónarmiði er það alveg fráleitt, að börn, t.d. 12 ára gömul, séu látin vera í skóla allt að 7 kennslustund um á dag. Barnið þarf að vakna klukkan 7,30 að morgni og hafa lokið 5 tíma skóla- setu klukkan 12. Eftir hádegi eru svo kenndir 1—2 tímar. Eftir þessa vinnu á svo bamið að undirbúa sig fyrir næsta dag, sem er allra minnst, að mínu viti, eins og hálfs til tveggja tíma vinna. Sem sagt 9—10 tímar á dag. Hvað Aðstoðarbnkavörðiir Frú Anna Steinsson var ráðin aðstoðarbókavörður við Bæjar- og héraðsbókasafnið á ísafirði á fundi bókasafns- stjómar 26. sept. sl. Umsækj- endur um setarfið voru 8. Samkvæmt lögum um al- menningsbókasöfn ræður bóka safnsstjórn bókaverði. Starfstími aðstoðarbókavarð ar er 2/3 af fullu starfi. Félagið bauð fjölda gesta til hófsins í Góðtemplarahúsinu, þar á meðal bæjarstjóra og bæjarstjórn ísafjarðar, svo og þeim úr fyrstu stjórn félags- ins sem ennþá eiga heima í bænum. Þá voru einnig boðn- ir sem heiðursgestir félagsins Kristján Thorlacius, form. B.S.R.B., Guðjón B. Baldvins son, Haraldur Steinþórsson og Karl Guðjónsson, en þeir höfðu fyrr um daginn haldið fræðslufund hér í bænum svo sem frá er sagt í annari grein hér í blaðinu. Margar ræður voru fluttar og heillakveðjur bárast. Félaginu bárust einn- ig gjafir frá bæjarsjóði ísa- fjarðar og Rafveitu Isafjarð- ar. verður ef barnið hefur nú ein hver áhugamál, svo sem ann- að nám eða eitthvað ef til vill ekki síður þroskandi. Þetta fyrirkomulag er eng- in ástæða til að láta bjóða sér og sínum án viðhlýtandi skýringa. Venjulegir launþegar vinna 8 stunda vinnu og sumir starfshópar skemur. Ef þetta er hæfilegur vinnudagur fyr- ir fullorðið fólk, hvað þá um börn að vinna 8—10 tíma? Ég held að það hljóti að vera flestum ljóst, að þetta sé neikvætt fyrir árangur barns við nám. Og það er mín skoðun að kennarar geti kennt börnum meira og bet- ur á 6 dögum heldur en 5, þótt kennslustundum yfir vik una sé ekki fjölgað. Þau rök fyrir 5 daga kennslu, að kennarar eigi að hafa frí á laugardögum fær ekki staðist, en ég læt ógert að benda á hvers vegna, það sjá allir sem það vilja. Mig granar að um þetta hafi t. d. aldrei verið rætt við Fræðsluráð Isafjarðar og að þetta sé einhliða ákvörðun tekin af kennuram og skóla- stjóra. Ég fer því fram á það við þá aðila, sem þessu ráða, að gefa rökstutt svar opinberlega við spumingu minni. Með þökk fyrir birtinguna. Hreinn Þ. Jónsson. Biðjið verzlun yðar um vörur frá: Efnagerðinni FLÖRTJ Brauðgerð KEA Kjötiðnaðarstöð KEA Smjörlíkisgerð KEA Reykhúsi KEA Efnaverksmiðjunni SJÖFN Kaffibrennslu Akureyrar SENDUM beint til verzlana, gistihúsa og matarfélaga. FLJÓT og ÖRUGG afgreiðsla. Verksmiðjuafgreiisla ^ Akureyri - Sími: (96)21400 Kennarafélag Vestfjarða Skýringar óskast

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.