Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.10.1970, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 24.10.1970, Blaðsíða 2
V ISFIRÐINGUK Minninyarorö Kalin og graslans tnn víöa nm land Gísli Jönsson fyrrverandi albingismaður Gísii Jónsson Þegar Gísli Jónsson fyrrver andi alþingismaður er fall- inn frá er lokið löngum og merkum æviferli. Það er ekki ætlun mín að segja hér ævisögu Gísla Jóns sonar. Öll þjóðin veit að á efri árum var hann umfangs- mikill fésýslumaður og um skeið atvinnurekandi í stórum stíl. iHátt á annan áratug sat hann á Alþingi og lét þar mjög til sín taka. Bernsku sinni hefur hann sjálfur lýst í foók þeirri, sem hann gerði um foreldra sína. Gísli fæddist í fátækt og faðir hans sá ekki nein fjár- hagsleg ráð til að styðja hann til skólagöngu. Gísli fór því á mis við skólagöngu og bók menntir í uppvexti. En hann átti sér þann metnað að vilja komast áfram og láta til sín taka og hann brast ekki mann dóm og elju til að sækja að settu marki. Hann gerðist ungur vél- stjóri og síðan farmaður og fram yfir miðjan aldur var hann jafnan nefndur Gísli vél stjóri. Hann hóf verzlun og á henni mun hann hafa auðg ast. Það fullnægði honum þó ekki. Hann bauð sig fram til Alþingis í Barðastrandarsýslu og náði kosningu í annað sinn sem hann var þar í kjöri, enda var hann þá eigandi Bíldudals og hafði miklar ráðagerðir um framkvæmdir og aukna atvinnu í Flatey. Það var vorið 1942 sem Gisli Jónsson náði kosningu. Vorið 1946 var ég í framboði í Barðastrandarsýslu. Það voru erfiðar kosningar fyrir Framsóknarflokkinn. Nýsköp- unarstjómin sat þá að völd- um og hafði haft fullar hend ur fjár, og þó að mjög væri tekið að sneiðast um og mikl ir erfiðleikar í gjaldeyrismál- um á næsta leiti, þýddi lítið að segja fólki það. Auk þess var þá Framsóknarflokkurinn klofinn, þó að ekki væri um tvöfalt framboð að ræða nema í tveimur kjördæmum lands- ins. Gísli vann glæsilegan kosningasigur, en svo var metnaður hans mikill, að hon um þótti sér svívirðing gjör með því, að ég fékk tvö at- kvæði móti hverjum þremur sem ihann hlaut, og þótti mér það fullnógur munur. Gísli þótti á þeim árum ekki annmarkalaus ræðumaður. Hann var engan veginn laus við að vera hljóðvilltur og hætti talsvert við mismælum. Þekking hans á bókmenntum v£ir takmörkuð, enda sagð- ist hann ekki hafa neinn tíma til að lesa sér til gamans nema þegar hann væri háttað ur á kvöldin, en þá sofnaði hann strax, ef hann ætlaði að líta í bók. Þingmennskan varð Gísla menntandi. Hann hafði mann dóm og skyldurækni til að reyna að kanna til hlitar hvert það mál, sem hann átti um að fjalla, en það er margt sem kemur til þingsins kasta. Þegar á það er litið, að Gísli var um skeið formaður fjár- veitingarnefndar liggur ljóst fyrir ,að hann hefur lagt á sig óhemju vinnu að kynna sér málavexti í sambandi við tillögur um margskonar fjár- veitingar. Það mun ekki of mælt að vegna þingstarfa sinna hafi Gísli Jónsson kynnt sér ýmsa þætti þjólífsins, sem hann hafði lítinn gaum gefið áður. Á seinni þingum sínum var hann einhver besti liðsmaður við útvegun fjár til ýmiskonar líknarmála og þá einkum með það í huga, að fólk sem stæði höllum fæti vegna heilsuleys- is eða óhollra lífshátta gæti orðið sjálfbjarga og uppbyggi legir þegnar. Þosteinn Þorsteinsson sýslu- maður hafði gaman af kerskni og orðahnippingum. Einhvem tíma á blaðamannsárum mín- um sagði hann, að ég væri búinn að vera fjóra vetur í Reykjavík til að læra þing- mennsku af Gísla Jónssyni. Ég svaraði því til, að það hefði ég séð, að Gísli hefði ýmsa þá mannkosti sem væru - Heylenyur bænda rýr og lélegur Það eru landplágurnar gömlu eldar og ísar, en má ekki bæta við, að plága sé graslaus tún, kalin og hvít um hæsta gróandann. Mun sanni nær að svo sé. Annað eins hefur ekki hent í manna minnum hér um sióðir, i öllu falli. Er því úr vöndu að ráða. Viðbrögð foænda hér al- mennt eru í stuttu máli þau. að þeir hafa aflað sér heyja með öllum tiltækum ráðum, m. a. á eyðijörðum þar sem nokkurt gras var að fá, og jafnvel brugðið fyrir sig gamla heyskaparlaginu með orfinu og hrífunni, og síðan fiutt heyið ýmist á sjó eða landi. Ennfremur hafa bænd- ur orðið að standa í heykaup um frá öðrum landshlutum, sem betur eru á vegi staddir í þessum efnum. En allt er þetta þungt í vöfum og vegur skammt móti grasmiklum og véltækum túnum við bæjar- vegginn. Hér innan Eyrarhrepps var sett á laggimar kalnefnd með oddvita 'hreppsins í farar- broddi. Nefnd þessi hefur unn ið mjög ötullega og af góð- um skilningi, í þarfir bænda, aðstoðað þá aHveruIega í sam bandi við heykaup og flutn- inga, og ber henni þakkir fyr ir. Já, svo sannarlega er allt þetta gott og blessað svo langt sem það nær, og bjarg- ar í foih því sem bjargað verð ur. En það er skammgóöur vermir „að pissa í skó sinn“. Bændur kaupa ekki hey tH frambúðar ár eftir ár. Því fer fjarri. Þess háttar foúskap ur á enga framtíð. Nei og aftur nei. Viðhljótum að erja jörðina á nýjan leik, það eitt gHdir, og freista þess að fá nýtt líf í landið, með því að bHta kalskeUimum og fá nýj- an gróður, nýtt gras á túnin. Engum bónda er kleift að búa við graslaus tún. Það er ÖU- ljóst. En vita menn, að það er enginn jarðabótastyrkur veittur við að foilta landi og græða upp kal, eða í öUu faUi svo hverfandi lítiU að enginn stuðningur er að. Nú er orðið kostnaðarsamt að rækta, og því ekki að beina hinum venjulega jarðabóta- styrk að endurbUtingu lands- ins, þar sem kalið hefur herj- að. Það er ekki um annað að ágætir þingmannskostir og mættu vera algengari. Eng- inn rækti þingfundi betur en hann. Hann kynnti sér hvert mál af alúð og alvöru, enda neytti hann ekki áfengis og yrði nautn þess því ekki tH frádráttar á manndómi hans. Kona Gísla Jónssonar bHað ist að heilsu. Þá fór Gísli að sitja heima á kvöldin ef á- stæður leyfðu. En hann sat ekki auðum höndum, heldur las löngum upphátt þeim til afþreyingar. Þá las hann ým iskonar bókmenntir, skáld- skap, heimspeki, dulfræði. Þá kom það líka í ljós að bóklest ur er menntandi. Þegar Gísli var kominn á áttræðisaldur og hættur þing mennsku og slíkri umsýslu gerðist hann rithöfundur. Hann skrifaði bók um for- eldra sína og tvær skáldsög- ur. Ekki mun ofmælt að hann hafi komið ýmsum á óvart með þessum bókum. Vald hans á máli og kunnátta í notkun þess hafði náð undraverðum þroska. Þá er það athyglisvert að andi og boðskapur skáldsagn- anna er sá, að það sé í rauninni fásinna að sækjast eftir auði, metorðum og völdum, því að það sé raunar allt annað sem velferð manns og velHðan sé undir komið. Gísli Jónsson var merkileg og minnisstæð peróna,. Ævi hans og þroskaferiU er efni í gott og sígilt bókmennta- verk. Halldór Kristjánsson. Úlgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritsljórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreióslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. Verð árgangsins kr. 100,00. — Gjalddagi 1. október. ræða, enda kemur enginn jarðabótastyrkur annar til greina á þeim svæðum, ein- íaldlega vegna þess að ein- mitt þær jarðabætur eru fyrst og fremst aðkallandi nauðsyn. Það má vel segja, að ekki sé upp á marga fiska þó pínu lítiU bóndakarl sé með einar og aðrar vangaveltur í sam- bandi við þessi vandasömu kalmál. En þrátt fyrir það mun það þó vera tillaga bænda almennt, að fuUur styrkur verði veittur við endurræktun í sambandi við kalskemmdimar. Því er það að hér er full þörf á að ein- hverjir áhrifamenn í land- búnaðarmálum taki upp hansk ann vegna bænda, og beri fram til sigurs þau mál er hér hefir lítillega verið drepið á. En hvað ég vildi sagt hafa. Á ekki landbúnaðurinn ráðu- nauta í tuga tali í þjónustu sinni? Er ekki eitthvað hljótt um alla þessa góðu og lærðu landbúnaðarfrömuði ? í slíku vandamáli bænda sem þessu væri þess að vænta, að ein- mitt nú kæmu þeir fram með uppörfandi tillögur sínar og ráðleggingar. Oft var þörf en nú er nauð- syn. Að sönnu var hér á ferð harðærisnefnd ríkisins með búnaðarmálastjóra innanborðs Hélt hún fundi hér og þar með bændum, aðaUega til að safna skýrslum af ástandinu á hverjum stað. Á fundinum hér í Skutulsfirði mættu á- samt harðærisnefnd ýmsir fulltrúar frá nærliggjandi sveitarfélögum og tóku þátt í umræðum. Þannig að þetta var hin skemmtilegasta sam- koma og fróðleg að auki. T.d. kom fram spuming frá ein- um snjöllum fundarmanni um það, hvort ekki væri á vegum nefndarinnar hlutast til um það, að fuUkominn jarðabóta- styrkur yrði fáanlegur á endurræktun kaUands. Svar- aði hún á þá lund, að hún hefði ekki með neitt slíkt að gera. Nei, nei. Hér verður svo brotið í blað og spjallið látið falla niður. Hinsvegar má vænta þess, að hvað svo sem fram vindu mála líður, að þá munu bændur eftir mætti reyna að endurrækta það land sem skemmst hefur og auka við gróður jarðar eftir því sem þeim er frekast unnt. Skrifað í september 1970. P. J. Engidal.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.