Ísfirðingur


Ísfirðingur - 01.05.1971, Side 2

Ísfirðingur - 01.05.1971, Side 2
2 ÍSFIRÐINGUR i—-----—-------——•— --------—------------------------------- 81AD WAMSÓKN/WMANN/I / VCSm/IRMKJÓBDÆMI Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreióslumafiur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. Verð árgangsins kr. 100,00. — Gjalddagi 1. október. -----------------—-------------—--------------------------- Kosningasöngur stjórnarílokkanna Svo sem vænta má, er kominn kosningatónn í stjórnar- blöðin. Morgunblaðið a.m.k. virðist vera búið að ákveða hvernig kosningaáróður það skuli reka. Þar er tvennt sem mest ber á. Annað er það, að nú sé mikið góðæri á íslandi og gjörbreytt ástand frá því sem var fyrir einum tveimur árum. Og það á auðvitað að vera að þakka ríkisstjórninni. Hitt er svo sundrung stjórnarandstæð- inga. 'Sk. Um góðærið á íslandi er það að segja, að aflabrögð hafa verið góð og afburðaverð hátt. Verðhækkanir hafa verið svo miklar að nemur meira en einum fimmta frá fyrra ári á helstu útflutningsafurðum. Opinberar skýrslur telja v að útfluttar sjávarafurðir séu að verðmæti 27% meiri árið 1970 en 1969. Þetta ætti að nægja til að skýra málið. Það eru sömu rök og sömu lögmál sem valda góðærinu nú og 1966, og þau ollu líka erfilðleikunum fyrir tveimur árum. Ríkis- stjórnin á engu fremur hlut að verðhækkunum á heims- markaði en verðfalli. Og þó að hún kunni voldug að vera, mun ekki almennt vera talið að hún ráði yfir veðri og fiski- fiskigöngum. Morgunblaðinu mun verða erfitt að sanna, að verðlag á heimsmarkaði hefði ekki getað hækkað, ef stjórnarskipti hefðu orðið á íslandi 1968 eða 1969. Hitt er vert að hafa í huga hver viðbúnaðður stjórnar- valda er, ef verðlag skyldi falla aftur. Ólafur Björnsson, alþingismaður, segir að það sé hrollvekja að hugsa til að stjórna málum hér á landi þegar haustar. Þann dóm kveður þessi hagfræðingur Sjálfstæðisflokksins upp um MINNINGARORÐ Grímur Kristgeirsson Grímur Kristgeirsson Áður en gengið var til dagskrár á fundi bæjarstjórn- ar ísafjarðar 28. þ.m. minnt- ist forseti bæjarstjórnar, Jón A. Jóhannsson, Gríms Krist- geirssonar, fyrrverandi bæj- arstjórnar- og bæjarráðs- manns, sem lézt 19. þ.m., og mælti á þessa leið: Grímur Kristgeirsson, fyrr- verandi bæjarfulltrúi og bæj- arráðsmaður á ísafirði, and- aðist í Reykjavík 19. þ.m. Hann var fæddur að Bakka- koti í Skorradal 29. sept- ember 1897. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðný Ólafs- dóttir og Kristgeir Jónsson. Á árinu 1920 flutti Grímur til Isafjarðar og átti þar síð an heima til ársins 1953 að hann flutti til Reykjavíkur. Fyrstu fjögur árin sem hann átti heima á ísafirði var hann lögregluþjónn í bænum og fórst það starf mjög vel. 1924 opnaði hann rakarastofu á ísafirði og vann síðan að þeirri iðn þar til hann flutti úr bænum. Á ísafjarðarárum sínum vann Grímur mikið að opin- berum málum. Hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins frá 1934 til 1953. Fyrstu 4 árin var hann varabæjarfull- trúi og eitt kjörtímabil átti hann sæti í bæjarráði. Iiann átti sæti í ýmsum nefndum innan bæjarstjórnarinnar. Hann var einn af aöalhvata- mönnum að byggingu Sund- hallarinnar á ísafirði og fylgdist með byggingu henn ar f.h. bæjarstjórnarinnar, og mjög áhugasamur var Grím- ur um stækkun Gagnfræða- skólahússins og hann fylgd- ist einnig með þeirri bygg- ingu. Þegar hlutafélagið Njörður var stofnað var hann einn af aðalhvatamönn um þess, og hann átti sæti í stjórn fyrstu rækjuverk- smiðju hér í bænum, Að öðrum félagsmálum vann Grímur mikið t.d. í íþrótta- félagi Isfirðinga, Iðnaðar- mannafélaginu, Sóknarnefnd ísafjarðar og Dýraverndunar- félagi ísafjarðar. Grímur var kvæntur Svan- hildi Ólafsdóttur Hjartar, frá Þingeyri, hinni ágætustu konu Hún andaðist 1966. Þau eignuðust eitt barn, Ólaf Ragnar, mikinn náms- og gáfumann, sem nú er lektor við Háskóla íslands. Grímur Kristgeirsson var hygginn maður og raunsær, sem ekki rasaði um ráð fram í sambandi við þau málefni sem honum var falið að vinna að. Mér fannst hann jafnan gera sér ljósa grein fyrir flestum hliðum hvers máls. og raunverulega vinna málin, en slíkt er hygginna manna háttur. Hann var áhugasam- ur og farsæll bæjarstjórnar- maður. Um leið og ég votta syni Gríms, Ólafi Ragnari, einlæga samúð bið ég háttvirta bæjar fulltrúa að votta minningu Gríms Kristgeirssonar virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Rammagerðin ÍSAFIRÐI Verður lokuð frá 25. maí til 1. okt. GÖTE ANDERSON Hafnarsjóður Isafjarðar óskar eftir tilboðum í smíði á bryggju-pollum. Upplýsingar hjá bæjarverkfræðingi. Bæjarsjóöur tsafjarOar ætlar að ráða flokksstjóra. Umsóknir sendist bæjarstjóra. stjórnarfarið í dag. Morgunblaðið hælir sinni stjórn af rétt- 0g hann er eflaust reiðubúinn til að gera það aftur, hvenær um viðbrögðum við vanda fyrri ára. Það eru gengislækk- sem tækifæri byðist. Og það er ekkert til að undrast eða Bæjarstjórinn ísafirði. anirnar. Ráðherrar töluðu þá um að „takast á við allan hneykslast á. Það væri heimskur maður, sem ekki vildi vandann einu“ og „leysa málin í eitt skipti fyrir öll' nota það tækifæri sem byðist til að koma sínu fram, bara með gengisfellingu. Samkvæmt þessu verða úrræði ríkis- stjórnarinnar gengisfall á gengisfall ofan þegar verzlunar- árferði breytist íslendingum í óhag. Hún kann ekki önnur ráð. Spurning kosninganna er fyrst og fremst sú, hvort þjóð- in uni því, eða hvort hún vilji breyta um stefnu. Sé þjóðin sammála Morgunblaðinu um það, að vel hafi verið stjórn- að, leggur hún vitanlega blessun sína yfir öll gengisföll lið- inna ára og heldur fagnandi áfram á þeirri braut. Sundrung stjórnarandstæðinga er vitanlega mikið al- vörumál. En vilji þjóðin breytta stefnu verður hún þó að greiða atkvæði gegn stjórnarflokkunum. Morgunblaðið lætur nú sem það sé hneykslað yfir því, að stjórnarand- stæðingar vilji samstarf við kommúnista. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur stjórnað íslandi í samvinnu við kommúnista af því að til þess þyrfti samstarf við einhvern, sem hann hefði ógeð á. Slíkir skapgallar henta ekki stjórnmálamönnum. Björgun repd Hér eru því í rauninni tiltölulega hreinar línur. Spurn- liggur Ijóst fyrir að í vor keppa 5 flokkar um kjörfylgið. Það er líka Ijóst, að verði um að ræða víðtækari samtök um breytta stjórnarstefnu eftir kosningar mun Fram- sóknarflokkurinn þar gegna forustuhlutverki. Vonir manna um breytta stjórnarstefnu eru fyrst og fremst bundnar við það, að Framsóknarflokkurinn eflist að áhrifum. Hér eru því í rauninni tiltölulega hreinar línur. Spurn- ingin, sem úrslitum ræður, er sú, hvort menn vilja að hald- ið sé áfram eins og verið hefur. Þeir sem vilja breyta til, hafa miklu mestar líkur fyrir því að þeir fái vilja sinn ef þeir greiða Framsóknarflokknum atkvæði sitt. H.Kr. Á næstunni munu vera væntanleg tvö björgunarskip frá Noregi til þess að reyna að ná á flot togaranum Caesar sem strandaður hefur verið við Arnarnes síðan 21. þ.m. Brezkir sérfræðingar komu hingað til athugana í sambandi við strandið, svo og norskur maður. Einnig kom Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, sömu er- inda. í fylgd með honum var Finnur Guðmundsson, fugla- fræðingur.

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.