Ísfirðingur


Ísfirðingur - 01.05.1971, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 01.05.1971, Blaðsíða 4
Vel af stað farið Nýlega barst raér skólablað Menntaskólans á ísafirði, en blaðið hefur hlotið nafnið „Gullsparð“. Ég las þetta blað mér til ánægju og tel að vel sé af stað farið. Útlit blaðsins og frágangur allur virðist í góðu lagi. Skóla- meistarinn skrifar athyglis- verðan leiðara. Ég held að hvaða blað sem væri gæti verið stolt af að birta grein- ina „Mengunin og skólarnir“ eftir I.D. Þar er mjög vel á penna haldið. Finnur Torfi Hjörleifsson er ábyrgðarmað- ur blaðsins. Ég mun reyna að verða mér úti um næstu blöð. J.Á.J. fienginn nr vistinni Dr. Gunnlaugur Þórðarson, fyrrverandi frambjóðandi Al- þýðuflokksins, hefur nýlega lýst því opinberlega yfir, að hann muni ekki styðja Al- þýðuflokkinn í næstu alþing- iskosningum vegna afstöðu flokksins í landhelgismálinu. Það munu áreiðanlega verða margir aðrir en dr. Gunnlaugur sem segja sig úr tengslum við Alþýðuflokkinn í næstu kosningum vegna ráðleysis og dáðleysis flokks- ins í þessu mikilsverðasta hagsmunamáli þjóðarinnar. Verkamenn óskast Bæjarsjóður ísafjarðar ætlar að ráða verkamenn Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist á bæjarskrifstofuna. ísafirði, 30. aprfl 1971. Bæjarverkfræðingurinn á ísafirði. Tilkynning frá Barnaskóla Isaf jarðar Þau börn í skólahverfinu, sem fædd eru árið 1964 eiga að hefja skólagöngu á þessu ári. Innritun þeirra í skólann fer fram föstudaginn 21. maí n.k. klukkan 14,00. Börnin verða síðan nokkra daga í vorskóla. ísafirði, 30. apríl 1971. SKÓLASTJÓRI. Stjórnmálaályktnn... Framhald af 1. síðu. ustan verði þannig skipulögð, að hún starfi meira að utan- ríkisviðskiptum en verið hef- ur og þá í nánu samstarfi við útflutningsatvinnuvegi þjóðar innar. Lánakerfið verði endurskipu- lagt með aukna hagkvæmni fyrir augum. Fækkað verði bönkum cg fjárfestingarsjóð- um og þeir efldir og tryggt að fjármagn það sem fyrir hendi er verði á skipulegan hátt nýtt til þjóðhagslegra arðbærra framkvæmda. Rafvæðingu landsins verði lokið og stefnt að því að nota raforku til hitunar húsa þar sem hitaveitum verður ekki við komið. Skattalöggjöfin verði endur- skoðuð, meðal annars með það fyrir augum að létta skattabyrði þeirra er lág laun hafa. Skattavísitalan fylgi Halldór Kristjánsson: Að ílokksþingi loknu Það mun ekki ofmælt, að með fimmtánda flokksþingi Framsóknarmanna hafi verið fylgst með meiri athygli en venja er um slíkar samkom- ur. Stærsta blað landsins hafði sagt þjóðinni að þar væri von harðra átaka og sennilegt að menn segðu þar sundur með sér griðum og ílokkurinn klofnaði. Þess í stað reyndist að vera þar mikill samhugur og sóknar- vilji. Stjórnmálayfirlýsing flokks- ins birtist hér í blaðinu. Ó- venjulegt mun vera að flokk- ar leggi fram svo glögga og gagnorða stefnuskrá. Hún var samþykkt einróma með mikilli ánægju á flokksþing- inu. Þessi stjórnmálayfirlýsing er þannig unnin, að fyrir flokksþing eru samin drög að henni. Eftir að almennar stjórnmálaumræður höfðu staðið nokkrar klukkustund- ir á flokksþinginu tók stjórn málanefndin til starfa, en í henni voru nær hundrað menn. Hún fékk þessi drög til athugunar. Auðvitað voru valdir menn í nefndina með það í huga, að þar kæmu sem flest sjón- armið fram. Stjórnmálanefndin skipaði úr sínum hópi sjö manna undirnefnd til að vinna stjórnmálayfirlýsinguna úr þeim hugmyndum sem fram komu og fylgi höfðu. Það er ekki ofmælt að unnið hafi jafnan framfærsluvísitölu. Beitt verði víðtækum ráð- stöfunum gegn hverskonar mengun. Éngin verksmiðja verði reist eða rekin nema óháðir aðilar sanni að meng- unarhætta af hennar völdum sé hverfandi. Beita skipulegum samverk- andi ráðstöfunum við stjórn efnahagsmála með stuðningi f jöldahreyfinga fólksins í land inu til að halda verðbólgunni í skefjum svo að endir verði bundinn á þá skipulagslausu efnahagsstefnu, sem leitt hef- ur til endurtekinna gengisfell- inga og gert að engu kjara- bætur almennings. verið að mótun hennar á veg- um stjórnmálanefndar tals- vert á þriðja dag. Það þarf því enginn aðsegja, að flokks þingið hafi verið kallað sam- Halldór Kristjánsson an til að samþykkja eitthvað, sem búið var að semja fyrir- fram. Sú skoðun kom fram á flokksþinginu, að æskilegast og drengilegast væri að stjórn málaflokkar lýstu því yfir fyrir kosningar með hverjum þeir myndu vinna að kosn- ingum loknum. Þá vita kjós- endur best að hverju þeir ganga. Þetta getur þó eng- inn flokkur einhliða. Það þar samninga tveggja eða fleiri flokka til. Enginn flokk ur hefur nokkurntíma lofað skilyrðislaust að vinna með öðrum. Hér var því ekki ann- að hægt en að draga fram IV. Að loknum kosningum til Alþingis mun Framsóknar- flokkurinn starfa með öðr- um stjórnmálaflokkum á grundvelli þeirra stefnumála, sem lýst er hér að framan, en við myndun ríkisstjórnar leggja höfuðáherzlu á upp- sögn landhelgissamningsins við Breta og V.-Þjóðverja og útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur. Framsóknarflokkurinn mun á komandi kjörtímabili vinna að því að móta sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafn- aðar, samvinnu og lýðræðis. helstu stefnumálin, svo sem gert er. Þau mál, og fram- gang þeirra, munum við fram bjóðendurnir reyna að ræða við kjósendur fram að kosn- ingum, og raunar engu síður eftir þær, nái flokkurinn að- stöðu til stjórnarþátttöku. Ég tel mig hafa fylgst með málum í Framsóknarflokkn- um í rúmlega 30 ár. Ég tel að aldrei hafi starfað í fl. meira af ungum mönn- um, sem ástæða er til að vænta mikils af, en einmitt nú. Það var glæsilegt lið ungra manna, sem stofnaði Samband ungra Framsóknar- manna 1938. Mér hefur aldrei fundist jafnmikið til um unga menn í flokknum síðan, fyrr en nú á síðustu misser- um. Verði Framsóknarflokk- urinn í ríkisstjórn næsta kjör tímabil, veit ég að áhrifa þess ara ungu manna mun gæta í ríkum og vaxandi mæli. Það er ánægjulegt fyrir hvern þann sem valinn verður til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn, að eiga kost slíkra samstarfs manna. Eigi að framkvæma þá stjórnarbót, sem okkur dreymir um, er mikil þörf ungra og dugandi manna. Sérstaka ánægju vakti það, hve mikill áhugi og einhugur var um landhelgismálið á flokksþinginu. Fulltrúar höfðu þá sögu að segja, að svo væri um land allt. Dæmi voru mér nefnd um það úr uppsveitum bæði sunnan lands og norðan. Það var gott að heyra, því að vel mátti hugsa sér, að nokkuð öðru máli gegndi þar en hér vestra til dæmis, þar sem segja má að dagleg afkoma okkar allra sé háð því að bátamiðin verði varin. Það er því engin tilviljun, að landhelgismálið er nefnt fyrst af baráttumálum kom- andi daga, og að lokum er aftur lögð sérstök áherzla á framgang þess. Framsóknar- flokkurinn vill ekki bregðast einhug íslenzkrar þjóðar í landhelgismálinu. H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.