Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.11.1972, Síða 2

Ísfirðingur - 11.11.1972, Síða 2
2 ÍSFIRÐINGUR Dugnaður og stjórnkænska Framhald af 1. síðu TILRAUN TIL SAMSTÖÐU í grein sinni ræðir bæjar- fulltrúinn fyrst um það, að Samtökin hafi beitt sér fyrir því 1971 að koma á meiri- hlutasamstarfi í bæjarstjórn sem hinir svokölluðu vinstri flokkar stæðu að, en sú við- leitni hafi farið út um þúfur. Um þennan þátt er óljóst fjall að í grein bæjarfulltrúans og m.a. sleppt mjög þýðingar- miklum atriðum, eins og t.d. því, að Samtökunum var ekki meiri alvara með samstöð- una en svo, að Samtakamenn harðneituðu að taka að sér störf forseta bæjarstjórnar, af hverju svo sem það hefur nú verið. Annars var það álit ýmsra, þar á meðal þess sem þetta ritar, að varla væri von um góðan árangur, svo fyrirhyggjulítið og klaufalega sem forsvarsmenn Samtak- anna stóðu að margnefndri tilraun um að ná samstöðu. FJÁRMÁLALEG STAÐA Eftir slitróttar vangaveltur um verkaskiptingu starfs- manna bæjarins, tæknideild- ina o.fl. fer bæjarfulltrúinn að ræða um fjármál kaupstað- arins, og segir þá m.a.: „Fjár málaleg staða bæjarfélagsins var mjög slæm“....... Ekki ætlar sá er þetta ritar að halda því fram að hér sé um róg að ræða um það bæjar- félag sem bæjarfulltrúinn hef ur boðist til að stjórna, held- ur sé hér um vanþekkingu eða fljótfærni að ræða. Hefði hann þó ekki þurft annað en líta á efnahagsreikninga bæjarins til margra ára og sjá þá með eigin augum að „Fjármálaleg staða bæjarfé- lagsins" hefur jafnan verið mjög góð, og er það enn. Ég veit ekki betur en að efna- hagsreikningar félaga og stofnana séu lagðir til grund- vallar mati á því hvort fjár- málaleg staða sé góð eða léleg. Oft er hin fjármálalega staða þó í raun betri en efna hagsreikningar sýna, og mun það ekki hvað síst eiga við bæjarfélögin, þar sem ýmsar eignir, t.d. fasteignir, eru, réttilega og í samræmi við ákvæði laga og reglna, skráð- ar mjög lágt miðað við raun- verulegt verðmæti. T.d. er húseignin Fjarðarstræti 7—9 á ísafirði eignfærð í efnahags- reikningum 1970 og 1971 á kr. 1.450.000,00, allar íbúðir- nar, eða varla sömu upphæð og ein af íbúðunum myndi verða seld fyrir, ef um það væri að ræða. Það er ekki með nokkrum rétti hægt að halda því fram, að „Fjár- málaleg staða“ lítils bæjar- félags sem á nokkra millj- ónatugi umfram skuldir skv. efnahagsreikningum, sé „mjög slæm“. Hitt er svo allt annað mál, að félag eða stofnun, sem hefur fjármálalega góða stöðu, getur oft á tíðum átt við tímabundna rekstrarf jár- örðugleika að stríða, og það hefur iðulega hent Isafjarðar- kaupstað, og er það áreiðan- lega ekki einsdæmi, því svo hefur verið að heyra að mörg önnur bæjarfélög þekktu einn- ig til slíks vanda. Kemur þá til kasta þeirra sem með völd- in fara hverju sinni að ráða fram úr þeim vandamálum, og skal fyllilega viðurkennt að það getur oft verið erfitt viðfangsefni. En því skal vissulega fagnað ef nú er bjartara framundan en áður hjá okkar bæjarfélagi. Það hefur aldrei verið bor- ið á móti því hér í blaðinu að þessi bæjarfulltrúi Samtak- anna gæti verið þokkalega vel gefinn. Því verður að æt)l- ast til þess að hann hugsi nokkurnveginn rökrétt þegar hann er að ræða um „fjár- málalega stöðu“ kaupstaðar- ins. Um dugnaðinn og fram- takssemina gefur hann sjálf- um sér vottorð í Vestra, en þar segir frá því að hann hafi farið alla leið til Reykja- víkur til að bjarga málefnum ísafjarðarkaupstaðar, í fylgd með forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra. Hvílíkur ein- dæma dugnaður og stjórn- kænska! En hvorki forsetinn eða bæjarstjórinn hafa nú samt talið ástæðu til að gefa yfirlýsingu um þetta á prenti, og ég reikna með að þeir hafi það ekkert í huga, enda svona ferðalög ekkert einsdæmi. Er nú nokkuð óeðlilegt þó mönn- um kynni að detta í hug: Mikillæti. Sjálfumgleði. En meðal annara orða. Hvað mikið af þeim verklegu fram- kvæmdum sem fjárhagsáætl- un gerir ráð fyrir hefur verið staðið við? Hvernig væri greiðslugeta bæjarins nú, ef þær fyrirhuguðu framkvæmd- ir hefðu allar verið gerðar? Ekki skal bæjarfulltrúanum kennt um það, að hann hafi komið málum bæjarins í ,óefni“, — en það fullyrðir blað hans að ég hafi gert. VERKEFNIN Síðar í grein sinni telur bæjarfulltrúinn upp íjölda verkefna sem unnið hefur verið að á mörgum undan- íörnum árum, og sem eru og hafa verið á ýmsum stigum framkvæmda og eða undir- búnings. Telur hann t.d. upp skipulagsmál, hafnarmál, byggingu sjúkrahúss og læknamistöðvar, sorphirðingu, tækjakost bæjarins, rekstur barnaheimilis, húsnæðismál skólanna o.fl. o.fl. Ekkert af þessum málum á varaforset- inn 'hugmyndina að, og enn er honum bent á reikninga bæjarins á undanförnum ár- um, til að ganga úr skugga um að að þessum málum hefur verið unnið og að mikl- ir fjármunir hafa verið lagð- ir fram til þeirra. Hvenær bíða ekki óleyst og ófullgerð verkefni hjá bæjar- félögunum? Á maður kann- ske von á því að einhvern daginn komi tilkynning um það í Vestra, að nú hafi hon- um sjálfum, varaforsetanum, tekist að ljúka öllum verkefn- um í þessu bæjarfélagi. Ekk- ert verkefni biði óleyst. Allt sé búið. Það væri ekkert am- alegt að geta þá sagt á fundi hjá Samtökunum: Stóð ég mig ekki vel piltar! Það er hlægilegt mikillæti að varaforsetanum skuli þykja taka því, að segja sér- staklega frá þvi í blaði sínu, þó samið hafi verið um „vissa yfirdráttarheimild" við banka. Heldur maðurinn að það sé eitthvað nýtt, að samið hafi verið um yfirdráttarheimild fyrir þetta bæjarfélag? ÞAKKLÆTIÐ í lok greinar sinnar í Vestra lætur varaforseti bæjarstjórn- ar sig hafa það að þakka fyrrverandi bæjarstjóra fyrir störf í þágu ísafjarðarkaup- staðar. Það er að vísu ágætt að hafa þakklætið skjalfest í Vestra. En margur hefði haldið að varaforsetinn léti duga þakklætið sem hann bar fram á bæjarstjórnarfundi- num 21. september s.l. VANEFNIN Ekki get ég nú neitað mér um að fara nokkrum orðum um svartletursgreinina, innrömm- uðu, sem hefst á fyrstu síðu Vestra. Þar er talað um hnignunareinkenni „í bæjar- lífi ísfirðinga" í sambandi við blaðaútgáfu. Gegn hnignun- inni hafa Samtakamenn barist á þann hátt, að þeir hafa ekki gefið út eitt einasta blað á annað ár. Af því að aðrir hafa, að dómi blaðsins, „dund að“ við skriftir af „brjóstum- kennanlegum vanefnum“, (ekki skortir nú brjóstgæðin) hefur þeim „lítt fýst að slást í hópinn“ og því „fremur kos- ið að gefa ekkert blað út.“ Þarna sjá bæjarbúar greini- lega framtakssemi og dugnað Samtakanna við að berjast gegn þvi sem þeir kalla „hnignunareinkenni í bæjar- lífi ísfirðinga." Þeir bara halda að sér höndum. Ekki tek ég mér það neitt nærri þó Vestri haldi því fram að mín blaðamennska sé af „vanefnum" gerð. Alveg áreiðanlega væri þar hægt um að bæta af öðrum. Hitt er svo annað mál, að borið sam- an við stílhnoð og prófarka- lestur Vestra frá 31. f.m., að þá verður Vestri varla tek- inn til fyrirmyndar um van- efnalausa blaðamennsku. Þar skyldi maður þó ætla að ekki væri um að kenna þekkingar- leysi, elli eða öðrum vanefn- um. í margnefndu blaði, þ.e. Vestra frá 31. okt. s.L, er fjallað um leikrit og sagt að það sé þýtt og staðfært „af Emil Torodddag.“ Næsta setn- ing hljóðar þannig: „Eftir ára mót fyrirhugar Litli leik- klúbburinn að sýna er af létt- asta taginu.“ Er þetta til fyrirmyndar? Er svona frá- gangur vanefnalaus? Svo er nú prófarkalestur á hinni miklu (að vöxtum) grein varaforsetans ekki algjörlega vanefnalaus. Ekki hefði nú þótt taka því að tala um þessi vanefni hjá Vestra ef sá sem skrifaði svartletursgreinina hefði ekki kallað það yfir sig. Hvað get- ur hann ,,kennt“ og á hvað „bent“ sem betur mætti fara í blaðamennsku? ísfirðingur ætlar ekki að taka undir skraf Vestra um „bæjarslúður“ Ísfirðinga. Það hæfir best að Vestri sitji einn að slíkri blaðamennsku. MILLILIÐALAUST Þess verður að geta, að í Vestra er sagt, að í blaðinu sé „reynt að gefa heillegt yfirlit yfir þýðingarmestu mál, sem vert er að bæjar- búar fái upplýsingar um milli liðalaust." Hvað er nú þetta? Jú, það hlaut að vera bæjar- fulltrúi Samtakanna sem yrði að gefa „milliliðalausar“ upp- lýsingar. Hver annar væri svo sem bær um það? En flest má nú kalla „heillegt yfirlit.“ Um nokkur önnur atriði kennslu- og bendingagreinar- innar í Vestra getur verið að ég ræði nánar einhverntíma síðar. Jón Á. Jóhannsson. OSTA-OG SMJÖRSALAN s.f. snorrabraut 54. ostur A ER D&ÍMM * OG ^LJÚFFENGUR SIAD tZXmSÓKNAHMANNA / VESjrjARDAKJÖRDA 'SOKNAPMANNA / 1/ESirjARDAKJÖKlKMI Útgefcuidi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreióslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. Verð árgangsins kr. 100,00. — Gjalddagi 1. október.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.