Morgunblaðið - 08.01.2010, Side 1

Morgunblaðið - 08.01.2010, Side 1
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 2010 íþróttir Aron Einar Akureyringurinn ungi er ánægður með gengi sitt í enska liðinu Coventry. Hann veit þó ekkert hvað framtíðin býr í skauti sér. Samningar tókust ekki og óvíst hvað félagið vill gera. 3 Íþróttir mbl.is RÓBERT Gunnarsson er línumaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úr- slitakeppni EM í Austurríki 19.-31. janúar. Róbert er 29 ára gamall, fæddur 22. maí 1980. Hann lék fyrst með A-landsliði Íslands árið 2000 og hefur spilað frá þeim tíma 153 landsleiki og skorað í þeim 471 mark. Þar af eru 13 leikir og 35 mörk á EM en þar lék hann í Slóveníu 2004, Sviss 2006 og Noregi 2008. Róbert var í landsliðinu sem fékk silf- urverðlaunin á ÓL í Peking 2008. Róbert kom ungur inn í lið Fram og lék með því til vorsins 2002. Þá gekk hann til liðs við danska félagið Århus GF og spilaði þar í þrjú ár en samdi við Gum- mersbach í Þýskalandi 2005. Þar hættir hann að þessu tímabili liðnu og hefur samið við Rhein-Neckar Löwen. FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER EFTIR 11 DAGA Róbert Gunnarsson Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is KRISTJÁN Örn Sigurðsson, lands- liðsmiðvörður í knattspyrnu, skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samn- ing við Hönefoss, nýliða í norsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Hann færir sig því um set innan Noregs en Kristján hefur spilað með Brann í sömu deild undanfarin fimm ár og varð meistari með liðinu árið 2007. Hönefoss er frá samnefndum 14 þúsund manna bæ skammt frá Ósló. Liðið hafnaði í öðru sæti 1. deildar á síðasta ári og spilar í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti á komandi leiktíð. Hönefoss komst upp úr 4. deild árið 1988 og hefur smám saman fikrað sig upp deildirnar síðan og aldrei fallið. Dag Håvard, framkvæmdastjóri Hönefoss, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn við Kristján á vef VG í gærkvöld. „Ég var sérstaklega ánægður með viðhorf hans, en hann velur að yfirgefa næststærsta félag- ið í deildinni og ganga til liðs við það næstminnsta. Hann sagðist vera spenntur fyrir því að spila með nýju liði, sem leikur gegn stórum liðum í hverjum einasta leik, þar sem allir verða að bretta upp ermar til að ná árangri. Það er einmitt með svona viðhorf sem við þurfum að mæta til leiks,“ sagði Håvard en Kristján er fjórði leikmaðurinn sem Hönefoss fær til sín í vetur, og sá öflugasti að sögn Håvards. Kristján Örn, sem er 29 ára og hefur leikið 44 landsleiki fyrir Ís- land, er annar Íslendingurinn sem leikur með Hönefoss. Guðni Rúnar Helgason spilaði með liðinu í hálft annað ár, 2000 til 2001. Hönefoss krækti í Kristján Samdi við nýliðana í norsku úrvalsdeildinni til tveggja ára Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „VERKEFNIÐ er mjög metnaðarfullt og það verður spennandi að taka þátt í því. En eftir fjögur ár hjá FCK er maður orðinn svo mikill félagsmaður að þetta er svolítið eins og að fara að spila með Þór,“ sagði Arnór Atlason, lands- liðsmaður í handknattleik, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins FCK og fyrrverandi leik- maður KA á Akureyri, spurður um tíðindi gærdagsins í danska handknattleiknum. Þá var tilkynnt að FCK og AG Håndbold yrðu sameinuð og tækju þátt í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili sem AG København. AG Håndbold leikur í næstefstu deild danska handknattleiksins um þessar mundir en er á góðri leið upp í úrvalsdeild. Félagið er að stærstum hluta til í eigu skartgripasalans Jesper Nielsen og fyrirtækis hans, KasiGroup. Til fróðleiks má rifja upp að um þetta leyti fyr- ir ári stefndi allt í að Ólafur Stefánsson gengi til liðs við AG Håndbold en þau áform runnu út í sandinn nokkru síðar og Ólafur gerði samn- ing við Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen og fyrirtæki hans hefur reyndar einn- ig sterk ítök í þýska liðinu. Núverandi samningur rennur út í vor Félag skartgripasalans, KasiGroup, mun eiga meirihluta í hinu nýja AG København. „Ég veit ekki almennilega hvernig staðan á þessu er hvað mig varðar. En eins og þetta hljómar þá er Jepser Nielsen eða fyrirtæki hans að kaupa félagið mitt og sameina það sínu. Núverandi samningur minn við FCK rennur út í vor en áður en ég kom heim um áramótin gerði ég munnlegt samkomulag þess efnis að vera áfram hjá félaginu,“ sagði Arnór í gær en hann hafði ekki fengið neinar upplýs- ingar frá stjórnendum FCK eða stjórnendum hins nýja félags um hvort hann væri inni í myndinni hjá liði hins sameinaða félags. Eftir því sem fram kemur í samtölum við for- ráðamenn AG København er tilgangur samein- ingarinnar sá að búa til sterkasta handknatt- leikslið Danmerkur. Ekki verður þar við látið standa gangi hernaðaráætlun Nielsens upp heldur er ráðgert að AG København verði í hópi allra bestu félagsliða Evrópu og komist á stall með Ciudad Real á Spáni og Kiel í Þýskalandi. Spennandi en breyttar forsendur „Út frá þessu sjónarhorni er þetta ótrúlega spennandi tækifæri. Þar af leiðandi er gaman að verða kannski hluti af þessu nýja liði,“ sagði Arnór og bætti við. „Í dag eru nokkuð breyttar forsendur fyrir því samkomulagi sem ég gerði við forráðamenn FCK fyrir áramótin; nýtt fé- lag, nýir þjálfarar, nýr heimavöllur og fleira. Ég þarf að vega hlutina og meta upp á nýtt og sennilega er best að segja sem minnst á þessari stundu,“ sagði Arnór og bætti við að hann von- aðist eftir að forráðamenn FCK hefðu samband við sig fljótlega til að ræða hvorum megin hryggjar hann lendi. Svíinn Magnus Andersson sem þjálfað hefur FCK um nokkurra ára skeið stýrir ekki hinu sameinaða liði. Það kemur í hlut núverandi þjálfara AG Håndbold, Søren Herskind og Klavs Bruun Jørgensen. Á heimasíðu FCK segir að öllum leik- mönnum FCK sem hafi samning við félagið vegna næsta vetrar verði boðið að leika fyrir hið nýja félag. Hvort það nær til munnlegra samn- inga kom ekki fram. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óvissa Arnór Atlason hefur leikið með FCK undanfarin ár og tryggði liðinu danska bikarmeist- aratitilinn á dögunum. Hann veit ekki hvert framhaldið verður hvað sig varðar. „Eins og að spila með Þór“  Arnór samþykkti munnlega framhaldssamning við FCK fyrir áramót  Óvíst hvort það sam- komulag heldur gagnvart hinum nýja danska handboltarisa sem er í fæðingu í Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.