Morgunblaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 3
a landsliði kvöld sigur á um í riðla- eistaramóts- ur yfir í Ist- gði íslenska g leikur á gegn Ný- inn úrslita- yrstu þrjú rkið var skor- i færri, jafnt markið kom og strákarnir Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 2010 Valdís ÞóraJónsdóttir var í fyrrakvöld kjörinn íþrótta- maður Akraness og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur þann titil. Valdís Þóra varð Íslands- meistari í höggleik í golfi sl. sumar og er hún fyrsta konan frá Akranesi sem nær þeim árangri. Þrjár konur voru í þremur efstu sætunum í kjör- inu, Inga Elín Cryer, sundkona varð önnur og Karitas Ólafsdóttir bad- mintonkona varð þriðja.    Sunneva Einarsdóttir annarmarkvarða handknattleiksliðs Vals meiddist illa á æfingu á sunnu- daginn. Hún fór úr ökklalið, sperri- leggur brotnaði og tvö liðbönd slitn- uðu. Sunneva leikur ekki meira með Val á þessu keppnistímabili. Vals- menn leita nú að markverði til þess að vera Berglindi Írisi Hansdóttir aðalmarkverði til halds og trausts. Þangað til sú leit ber árangur stend- ur Jóhannes Lange, aðstoðarþjálf- ari, á milli stanganna í öðru markinu á æfingum Valsliðsins þegar hópn- um er skipt upp í tvö lið.    Helena Sverrisdóttir skoraði 5stig í stórsigri TCU gegn Air Force háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í fyrrinótt. Lokatölur 72:35. Íslenska landsliðs- konan hefur oft hitt betur en í leikn- um, en hún hitti aðeins úr einu af alls sjö skotum sínum utan af velli. Helena lék í 25 mínútur af alls 40.    María Ben Er-lingsdóttir lék vel með UTPA há- skólaliðinu í körfuknattleik í 84:76 sigri liðsins gegn Texas A&M Corpus Cristi í fyrrinótt. María, sem lék með Keflavík áður en hún fór í nám til Bandaríkjanna, skoraði 21 stig og tók 2 fráköst.    Danska dagblaðið Jyllands-Posten fullyrðir í gær að danski landsliðsmarkvörðurinn, Niklas Landin, sem leikið hefur með GOG leiki með toppliði Bjerr- ingbro/Silkeborg þegar keppni hefst nýjan leik í dönsku úrvals- deildinni í byrjun næsta mánaðar. GOG, sem Guðmundur Þórður Guð- mundsson þjálfar, fékk greiðslu- stöðvun í byrjun vikunnar.    Rafa Echenique frá Argentínuátti högg ársins 2009 á Evr- ópumótaröðinni að mati dómnefnd- ar. Á lokaholunni á lokakeppnisdegi BMW meistaramótsins í München sló Echenique boltann ofaní af um 225 metra færi. Hann lék holuna, sem er par 5, á 2 höggum eða 3 höggum undir pari. Echenique lék hringinn á 10 höggum undir pari og blandaði sér í baráttuna um sig- urinn á mótinu en Echenique lék síðari 9 holurnar á 27 höggum sem er sem metjöfnun á Evrópumóta- röðinni.    BjörgólfurTakefusa, markakóngur úr KR, lék æfinga- leik með þýska 2.deildarliðinu Ahlen í fyrradag en hann er þar til reynslu um þessar mundir. Björgólfur lék fyrri hálfleikinn þeg- ar Ahlen tapaði, 1:3, fyrir 3. deild- arliðinu Münster. Ahlen er neðst í 2. deildinni, næstefstu deildinni í Þýskalandi, og leitar að sóknar- manni til styrkingar. Fólk sport@mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ARON á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Coventry sem hann gekk til liðs við frá hollenska liðinu AZ Alkmaar. Aron átti afar góðu gengi að fagna með enska lið- inu á sinni fyrstu leiktíð. Hann var fastamaður í liðinu og var eftir tímabilið útnefndur leikmaður árs- ins hjá félaginu. Aron var inntur eftir því hvort hann sæi fyrir sér að fara frá Cov- entry núna í janúarglugganum. Maður veit aldrei hvað gerist ,,Maður veit aldrei hvað gerist. Ef eitthvað kemur upp þá held ég að Coventry skoði það. Coventry er félag sem er byggt upp á ungum leikmönnum og ef því býðst gott til- boð í leikmenn þá selur það þá. Ég væri meira en til í að skoða það ef eitthvað tilboð kæmi upp á borðið.“ Aron og samherjar hans í Cov- entry hafa ekki farið varhluta af því vetrarríki sem ríkjandi er á Bret- landseyjum þessa dagana. Aron er þó ekkert að kippa sér upp við það enda vanur slíku í heimabæ sínum á Akureyri. ,,Við fengum að æfa á aðalvell- inum í dag þar sem hann er upphit- aður en dagana tvo á undan æfðum við á gervigrasi innanhúss. Það er alveg skelfilegt fyrir bakið og vont að skipta yfir af venjulegu grasi yf- ir á gervigras. Það er meiðslahætta því fylgjandi en maður verður víst að sætta sig við þessar aðstæður útaf veðrinu sem er hérna,“ sagði Aron. Mætir Emil og Hermanni Aron mætir félögum sínum í landsliðinu í næstu tveimur leikjum. Á morgun tekur Coventry á móti Barnsley sem Emil Hallfreðsson leikur með og á þriðjudaginn er komið að endurteknum leik Con- ventry og Portsmouth í bikarnum en Hermann Hreiðarsson leikur sem kunnugt er með Portsmouth. ,,Það var skemmtilegt að spila á móti Portsmouth um daginn. Við Hemmi voru aðeins að kítast en það var allt í góðu. Það er allt mögulegt í bikarnum eins og Leeds sýndi og sannaði í leiknum á móti Manchest- er United. Við höfum engu að tapa og ég tel okkur eiga góða mögu- leika á að slá Portsmouth út,“ sagði Aron en Coventry er í 17. sæti í ensku 1. deildinni. ,,Við höfum verið að rétta úr kútnum á síðustu vikum. Við höfum unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum okkar og þetta er á uppleið hjá okkur.“ Lært mikið á einu og hálfu ári Aron Einar hefur verið með í flestum leikjum Coventry á tíma- bilinu, 20 af 24 leikjum liðsins í 1. deildinni, og hefur Akureyringurinn verið fastur fyrir á miðjunni. Hann hefur byrjað inná í 18 af þessum 20 leikjum. ,,Ég hef spilað mjög vel í síðustu fimm til sex leikjum. Ég var svolítið niðri í byrjun tímabilsins. Ég lét samningaviðræðurnar fara svolítið í skapið á mér. Ég lærði af því að hengja ekki haus þótt félagið vilji ekki gera það sem þú vilt. Ég ákvað að einbeita mér af fótboltanum og nú er ég kominn í frábært form. Ég hef lært mikið á þessu eina og hálfa ári sem ég hef verið hjá Coventry,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Morgunblaðið/Eggert Sterkur Aron Einar Gunnarsson kom til liðs við Coventry sumarið 2008 og hefur verið fastamaður síðan.  Aron Einar Gunnarsson óviss með framtíð sína hjá Coventry  Samningar tókust ekki í haust, veit ekki hvað forráðamennirnir vilja  Líður vel í Coventry ,„Það er lítið að gerast í samningamál- unum. Ég er hins vegar alveg rólegur. Mér líður vel í Coventry og held bara áfram að standa mig vel. Það náðust ekki samningar á milli mín og félagsins í haust og ég veit ekki hvað forráða- menn liðsins eru að hugsa, hvort þeir séu að bíða eftir því að lið komi með tilboð í mig eða ætli að bjóða mér nýj- an og bættan samning,“ sagði lands- liðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson leikmaður enska 1. deildarliðsins Cov- entry við Morgunblaðið í gær. Kominn í frábært form Í HNOTSKURN »Aron er tvítugur að aldri ogleikur sem miðjumaður. Hann kom ungur inní lið Þórs á Akureyri og lék með því í 1. deild 2005 og 2006. »Sumarið 2006 fór hann tilAZ Alkmaar í Hollandi en fékk þar aðeins tækifæri í ein- um deildaleik með aðalliðinu. »Aron fór til Coventry sum-arið 2008 og hefur átt fast sæti í liðinu í ensku 1. deildinni. Fljótlega annarri lotu komust Tyrkir inn í leikinn með tveimur mörkum á stutt- um tíma, 3:2. Íslenska liðið sneri hins- vegar leiknum við á einni mínútu með því að gera þrjú mörk í röð. Staðan var því 6:2 eftir aðra lotu. Í þriðju lotunni tryggði ís- lenska liðið sigurinn enn frekar með tveimur mörkum. Íslenska liðið sótti töluvert meira en það tyrkneska allan leikinn. Segja má að um skyldusigur hafi verið að ræða enda Tyrkir með veikasta liðið í riðlinum. Orri Blöndal leikmaður íslenska liðsins var ánægður með að vinna riðilinn og var spenntur fyrir leiknum á morgun. „Við vorum frekar lengi í gang og vorum svo- lítið mikið í refsiboxinu. Við höfðum samt yf- irhöndina allan leikinn. Á morgun er frí og þá not- um við tímann til að undirbúa okkur fyrir undan- úrslitin,“ sagði Orri. Ólafur Björnsson og Egill Þormóðsson skoruðu 2 mörk hvor og þeir Orri Blöndal, Matthías Máni Sigurðarson, Gunnar Sigurðsson og Jóhann Leifs- son eitt hver. Róbert Pálsson átti 3 stoðsendingar, Tómas Ómarsson 2, Ingólfur Elíasson 2 og þeir Egill, Jóhann, Óli Gunnarsson, Pétur Maack, Snorri Sigurbjörnsson og Matthías Skjöldur Sig- urðsson eina hver. Sigurvegarinn í leik Íslands og Nýja-Sjálands mun, auk þess að fara upp um deild, spila á sunnu- dag um gullverðlaunin við sigurvegarana úr leik Ástrala og Norður-Kóreu. vs@mbl.is andi sigur á Tyrkjum í Istanbúl Góður Egill Þormóðsson skoraði tvö mörk í gærkvöld og lagði eitt upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.