Morgunblaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 7
Íþróttir 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010
HÓLMAR Örn Eyjólfsson, miðvörður úr 21-
landsliði Íslands í knattspyrnu, hefur verið lán-
aður frá West Ham í Englandi til belgíska félags-
ins Roeselare út þetta keppnistímabil.
Hólmar, sem er 19 ára, hefur verið í röðum
West Ham í hálft annað ár en félagið keypti hann
af HK sumarið 2008. Hann hefur af og til verið
fyrirliði varaliðs West Ham og þá var hann einn
mánuð í láni hjá 3. deildarliðinu Cheltenham í
haust.
Hjá Roeselare hittir Hólmar fyrir samherja
sinn úr 21-árs landsliðinu, Bjarna Þór Viðarsson,
sem hefur leikið mjög vel með belgíska liðinu. Það
er í neðsta sæti belgísku 1. deildarinnar, efstu
deildarinnar þar í landi, með jafnmörg stig og
Lokeren sem er næstneðst. Að-
eins neðsta liðið fellur beint og
þar sem Moeskroen er gjald-
þrota er ljóst að Roeselare
kemst í það minnsta í umspil þó
það yrði áfram á botninum. Roe-
selare hefur notað vetrarfríið til
að styrkja leikmannahópinn.
Hólmar er fjórði leikmaðurinn
sem félagið fær nú eftir áramót-
in en hinir þrír eru sóknarmenn.
Hólmar lék 19 leiki í úrvals-
deildinni með HK áður en hann fór til West Ham.
Hann á að baki 12 leiki með 21-árs landsliðinu og
samtals 32 leiki með yngri landsliðum. vs@mbl.is
Hólmar lánaður til Roeselare
Hólmar Örn
Eyjólfsson
KA vann tvöfaldan sigur á laugardaginn
þegar blakarar hófust handa á nýjan leik að
afloknu jólafríi. Norðanmenn sýndu litla
gestrisni er þeir tóku á móti Stjörnunni úr
Garðabæ og sigruðu bæði í karla- og
kvennaflokki. Á Neskaupstað mættust
Þróttarar í kvennaflokki, annars vegar
heimaliðið og hins vegar Þróttur úr
Reykjavík. Þar vann heimaliðið öruggan
sigur.
Karlaleikurinn var æsispennandi og
skemmtilegur og hann stóð í heilar tvær
klukkustundir, en KA-menn eru þekktir
fyrir að leika jafnan langa leiki. KA vann
fyrstu hrinuna 25:18 og síðan skiptust liðin
á um að sigra í æsispennandi leik þar sem
KA vann oddahrinuna 15:11 en heild-
arstigaskorið úr leiknum var 104:100. KA
styrkti enn stöðu sína á toppi deildarinnar.
Það munar miklu fyrir kvennalið KA
þegar Hulda Elma Eysteinsdóttir er með og
hún var með á laugardaginn og fór fyrir
liðinu er það lagði Stjörnuna 3:1.
Norðfirðingar unnu Þrótt úr Reykjavík
næsta auðveldlega í þremur hrinum á laug-
ardaginn og mikil spenna virðist fram-
undan hjá konunum. Þar er staðan nú þann-
ig að HK, Fylkir og KA eru með 10 stig en
KA með einum leik meira. Norðfirðingar
koma þar á eftir með 8 stig. skuli@mbl.is
Tvöfaldur sigur hjá KA í blakinu
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
MANCHESTER United landaði 90
stigum þegar liðið varð Englands-
meistari síðastliðið vor en hefur nú
aðeins náð 44 stigum í 21 leik í úrvals-
deildinni. Liðið situr samt sem áður í
2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir
toppliði Chelsea sem nú á reyndar
einn leik til góða, og það er kannski til
marks um hve jöfn enska úrvals-
deildin er orðin.
Öll lið deildarinnar virðast vel sam-
keppnishæf og hefur andstæðingur
United á laugardaginn, Birmingham,
til að mynda verið á ótrúlegri siglingu
og ekki tapað í tólf leikjum í röð þrátt
fyrir að hafa mætt Chelsea, United
og Liverpool.
Lærisveinar Alex McLeish, sem
kjörinn var besti þjálfari desem-
bermánaðar, jöfnuðu Liverpool
meira að segja að stigum með jafn-
teflinu um helgina. Þetta ætti ekki að
koma neinum á óvart sem sér Birm-
ingham-liðið spila en það virðist afar
vel skipulagt og agað.
„Birmingham er á miklu skriði
enda leggja leikmennirnir sig mjög
vel fram og gera andstæðingnum erf-
itt fyrir. Liðið hefur bætt sig mikið
síðan það kom í úrvalsdeildina og
Alex McLeish á mikið hrós skilið. Við
getum því verið sáttir við eitt stig,
sérstaklega fyrst við misstum mann
af velli með rautt spjald,“ sagði Sir
Alex Ferguson, stjóri United, eftir
leikinn en hann var afar ósáttur við
annað gula spjald landa síns, Darrens
Fletchers, sem var rekinn af leikvelli
seint í leiknum.
„Fáránlegur brottrekstur“
„Ég hef ekki séð brottrekstur fyrir
svo vægt brot í langan tíma. Þetta er í
raun fáránlegt. Ég hef fylgst vel með
Mark Clattenburg dómara á þessari
leiktíð. Hann dæmdi til að mynda leik
Arsenal og Tottenham og þá hefði
þurft að höggva einhvern í herðar
niður með exi til að spjald færi á loft.
Svo sendir hann mann af leikvelli
hér,“ sagði Ferguson reiður.
Everton var að margra mati sterk-
ari aðilinn í hinum leik helgarinnar
þegar liðið gerði 2:2-jafntefli við Ars-
enal. Everton komst tvívegis yfir í
leiknum en Tékkinn Tomas Rosicky
jafnaði metin í uppbótartíma eftir
laglegan undirbúning Abous Diabys
sem hefur reynst liðinu dýrmætur í
fjarveru Cesc Fabregas sem er
meiddur. Everton-menn hafa nú ekki
tapað í síðustu sex leikjum sínum og
þannig náð að rétta úr kútnum eftir
brösuga byrjun en þeir sitja í 12. sæti
deildarinnar eftir tuttugu leiki.
Fengu ekki að spila boltanum
„Þeir komu í veg fyrir að við gæt-
um spilað boltanum og fengið flæði í
okkar leik,“ sagði Arsene Wenger,
stjóri Arsenal, eftir leikinn. „Þeir
voru skeinuhættir og spiluðu vel, og
þetta hefði hæglega getað farið 3:1 en
fór sem betur fer 2:2. Á endanum var
það samt þessi einstaki keppnisandi
sem bjargaði okkur fyrir horn. Við
hættum aldrei að reyna og þess
vegna fengum við stig,“ bætti hann
við.
Enn tapar United stigum
Stórliðin tvö Man. Utd og Arsenal misstigu sig bæði um helgina Aðeins
tveir leikir af níu voru spilaðir Tólf leikja taplaus hrina hjá Birmingham
Reuters
Kaldir Það var fimbulkuldi á Bretlandseyjum um helgina og þeir William Gallas og Thomas Vermaelen, miðverðir
Arsenal, virðast hafa látið hann á sig fá því þeir áttu í mesta basli með sóknarmenn Everton á laugardaginn.
Í HNOTSKURN
»Aðeins tveir af níu leikjumsem fara áttu fram í ensku
úrvalsdeildinni um helgina
voru leiknir.
» Ekki hefur verið ákveðiðhvenær leikirnir spilast.
» Mikil ófærð er á vegum íEnglandi og óvíst hvort
leikur Man. City og Blackburn
fer fram í kvöld.
Ekki virðist nýja árið fara vel í Eng-
landsmeistara Manchester United
sem gerðu 1:1-jafntefli við spútniklið
Birmingham í öðrum af aðeins tveim-
ur leikjum sem fram fóru í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu um
helgina. Þar með er uppskera United
úr síðustu sjö leikjum þrír sigrar, þrjú
töp og eitt jafntefli. Það er svo sann-
arlega ekki vænlegt til árangurs í
baráttunni við Chelsea og Arsenal
um Englandsmeistaratitilinn en Ars-
enal missteig sig reyndar einnig og
mátti prísa sig sælt með að ná 2:2-
jafntefli á heimavelli gegn Everton.
Eiður Smári Guð-
johnsen innsigl-
aði sigur Mónakó
á 2. deildarliðinu
Tours í víta-
spyrnukeppni,
4:3, eftir að liðin
gerðu 0:0 jafntefli
í 64-liða úrslitum
frönsku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu í fyrra-
kvöld. Eiður kom inná sem varamað-
ur á 65. mínútu og lét nokkuð að sér
kveða í leiknum og framlengingunni.
Hann tók síðan fjórðu vítaspyrnu
Mónakó sem reyndist ráða úrslitum
því markvörður liðsins varði tvær
síðustu spyrnur leikmanna Tours.
Gylfi Þór Sig-urðsson,
leikmaður 21-árs
landsliðsins í
knattspyrnu, held-
ur áfram að vekja
athygli hjá enska
1. deildarliðinu
Reading. Nú hef-
ur hann verið út-
nefndur besti leikmaður desem-
bermánaðar hjá liðinu. Þetta er í
þriðja sinn sem Gylfi hlýtur svona
viðurkenningu hjá Reading en hann
var einnig valinn besti leikmaður
liðsins í september og nóvember.
Gylfi kom inn í aðallið Reading í
upphafi tímabilsins, eftir að hafa
leikið með unglinga- og varaliðum
þess undanfarin ár, og er marka-
hæsti maður liðsins með 7 mörk.
Úkraínski knattspyrnumaðurinnAndriy Voronin er genginn í
raðir Dinamo Moskvu frá Liverpool
og er kaupverðið talið nema tveimur
milljónum punda. Voronin kom til
Liverpool sumarið 2007 en náði sér
ekki á strik og var lánaður til
Herthu Berlín á síðustu leiktíð þar
sem hann skoraði 11 mörk í 20 deild-
arleikjum.
Besti knatt-spyrnumað-
ur heims Lionel
Messi réttlætti
þá nafnbót heldur
betur með
frammistöðu
sinni í 5:0 sigri
Barcelona á Te-
nerife í spænsku
1. deildinni í gærkvöld. Messi lék á
als oddi, gerði þrennu og lagði upp
eitt mark. Sigurinn kom Börsungum
upp fyrir Real Madrid í efsta sæti
deildarinnar en Madridingar fengu
að vera þar í tvo klukkutíma eftir 2:0
sigur á Mallorca.
Lærisveinar Jose Mourinho hjáInter sýndu mikla þrautseigju
þegar þeir tryggðu sér 4:3 sigur á
Siena í ítölsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu með tveimur mörkum á síð-
ustu mínútum leiksins á laugardag-
inn. Inter er því enn á toppi
deildarinnar með átta stiga forskot á
AC Milan sem vann góðan sigur á
liðinu í 3. sæti, Juventus, 3:0 á úti-
velli. Ronaldinho gerði tvö mörk.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
AFRÍKUKEPPNI landsliða í knattspyrnu hófst í
gær með opnunarleik heimaþjóðarinnar Angólu
og Malí, í dimmum skugga þriggja dauðsfalla í
röðum Tógómanna. Vopnaðir byssumenn úr að-
skilnaðarhreyfingu Cabinda, héraðs sem tilheyrir
Angóla án þess þó að eiga landamæri að landinu,
réðust á liðsrútu Tógó á föstudag og urðu þremur
að bana auk þess að særa fleiri.
Enginn leikmanna Tógó lést í árásinni og að
sögn Emmanuels Adebayors, framherja Arsenal
og skærustu stjörnu Tógó, hugðust leikmennirnir
taka þátt í keppninni þrátt fyr-
ir árásina til að heiðra minn-
ingu þeirra sem féllu. Yfirvöld í
Tógó gripu hins vegar í taum-
ana og sendu í gær einkaþotu
til að sækja keppnislið sitt og
draga það úr keppni.
„Við leikmennirnir fund-
uðum og ákváðum að við vild-
um gera þjóð okkar gott og
heiðra þá sem létust. Því miður
hefur ríkisstjórn okkar hins
vegar ákveðið að við skulum halda heim. Við vit-
um ekki hvort það verður gerð önnur árás og yf-
irvöld vita betur hvað er okkur fyrir bestu,“ sagði
Adebayor í samtali við fjölmiðla.
Sækja um undanþágu fyrir liðið
Svo gæti reyndar farið að Tógó taki þátt í
keppninni eftir allt saman því þegar liðið yfirgaf
Angóla í gærkvöldi tilkynnti Christophe Tchao,
íþróttamálaráðherra Tógó, að reynt yrði að fá
undanþágu til að koma seinna inn í keppnina.
„Við höfum ákveðið að minnast látinna bræðra
næstu þrjá daga og höfum beðið knattspyrnu-
samband Afríku um að endurskipuleggja leikja-
fyrirkomulagið svo að við getum komið síðar inn í
keppnina en áætlað var,“ sagði Tchao.
Tógó ekki með vegna skotárásar?
Leikmenn vildu spila en yfirvöld gripu í taumana Afríkumótið hófst í gær
Emmanuel
Adebayor