Morgunblaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is ENGAN bilbug er að finna á Vals- konum í N1-deildinni í handknatt- leik en þær unnu um helgina fjög- urra marka sigur á Haukum, 31:27. Þær tróna á toppnum eftir tólf leiki og hafa enn ekki tapað leik í vetur. Haukar, sem nú sitja í 4. sæti, veittu þeim þó verðuga keppni á laugardaginn og þegar tæpar 15 mínútur voru til leiksloka munaði aðeins einu marki á liðunum. „Ég var samt einhvern veginn aldrei stressuð yfir stöðunni í leikn- um,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir sem var markahæst hjá Val með átta mörk. „Mér fannst við all- an tímann vera með yfirhöndina en það er auðvitað þannig að ef að við leyfum okkur að slaka á þá getum við lent í vandræðum. Svo bara keyrðum við þetta í gang aftur og þá var aldrei spurning hvernig þetta færi,“ bætti hún við. Hrafnhildur átti að venju fínan leik fyrir hið reynda og öfluga lið Vals sem og Berglind Íris Hans- dóttir sem varði fimmtán skot í markinu, oft úr dauðafærum. Þá steig Ágústa Edda Björnsdóttir upp þegar mest á reið undir lok leiksins en hún gerði fimm mörk á þeim skamma tíma sem hún spilaði. Hjá Haukum stóð Hanna G. Stef- ánsdóttir vel fyrir sínu þrátt fyrir að vera tæplega búin að jafna sig á handarbroti og Nína Björk Arn- finnsdóttir var afar drjúg á línunni. Liðið leið hins vegar fyrir það hve illa stórskyttan Ramune Pek- arskyte náði sér á strik gegn góðri vörn Vals en hún hrökk þó í gang undir lok leiksins. Þáttur hennar þarf að vera stærri til að Haukar geti lagt bestu lið deildarinnar að velli. Engin kergja á milli liðanna Síðasta viðureign Hauka og Vals dró dilk á eftir sér en liðin mættust þá í deildabikarnum á milli jóla og nýárs. Valur vann leikinn af öryggi en Haukum var síðar dæmdur sigur vegna þátttöku Nínu K. Björns- dóttur en hún var þá ekki komin með leikheimild. Það er reyndar kaldhæðnislegt að Nína sat svo all- an tímann á varamannabekknum á laugardaginn. Hrafnhildur þvertók fyrir að einhver kergja hefði verið á milli liðanna vegna þessa máls enda var prúðmennskan í fyrirrúmi. „Maður er nógu fullorðinn til að leggja svona bara á bakvið sig. Mér fannst við eiginlega frekar vera allt of góðar við þær, fengum held ég einu sinni tveggja mínútna brott- vísun. Miðað við vörnina sem við höfum spilað í vetur fengu þær allt of blíðar móttökur,“ sagði Hrafn- hildur létt í bragði. Valur hefur sem áður segir ekki tapað leik á leiktíðinni en gert tvö jafntefli og því hefur liðið aðeins eins stigs forskot á Fram fyrir stór- leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld. Þar er hætt við að fyrsta tap þeirra rauðklæddu geti litið dagsins ljós og um það eru Valskonur með- vitaðar að sögn Hrafnhildar. „Nú horfum við fram á toppslag- inn á þriðjudaginn og það verður náttúrulega gríðarlega erfiður leik- ur. Þar mun dagsformið bara ráða. Auðvitað vonast maður til þess að tapa bara aldrei en einhvern tímann hlýtur víst að koma að því,“ sagði Hrafnhildur. Morgunblaðið/Kristinn Ákveðin Rebekka Rut Skúladóttir úr Val reynir að brjótast í gegnum vörn Haukanna í leiknum á laugardag. Ekkert lát á frábæru gengi Valskvenna  Haukar veittu þó verðuga mótspyrnu  Mikill prófsteinn annað kvöld Vodafonehöllin að Hlíðarenda, úr- valsdeild kvenna, N1-deildin, laug- ardaginn 9. janúar 2010. Gangur leiksins: 2:2, 4:4, 8:8, 10:8, 12:9, 14:10, 15:13, 17:13, 19:14, 19:18, 22:21, 27:23, 28:25, 29:27, 31:27. Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir 8/2, Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Ágústa Edda Björnsdóttir 5, Re- bekka Rut Skúladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Katrín Andrésdóttir 1, Brynja Dögg Steinsen 1, Kristín Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 7, Nína Björk Arnfinnsdóttir 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Erna Þráinsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Tatanja Zu- kovska 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Bryndís Jónsdóttir 1. Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 11 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Góðir. Áhorfendur: 92. Valur – Haukar 31:27 Helena Sverr-isdóttir var á laugardaginn útnefnd íþrótta- maður desem- bermánaðar hjá háskóla sínum í Bandaríkjunum, TCU. Helena þakkaði traustið og hélt upp á tilnefninguna með flottum leik í 62:41 sigri TCU á Ut- ah. Þar lék Helena mest allra í liði TCU, alls í 34 mínútur, og hún gerði 7 stig, átti langflestar stoðsendingar eða sex talsins og tók auk þess þrjú fráköst og stal boltanum í þrígang. Þess má geta að í TCU er íþróttafólk í ellefu keppnisgreinum og fékk karfan viðurkenningu fyrir desem- bermánuð, bæði í karla- og kvenna- flokki.    Jón Arnór Stefánsson og félagar íspænska körfuknattleiksliðinu Granada fögnuðu í gær sigri á Murcia í hörkuleik þar sem lokatöl- ur urðu 79:76. Jón Arnór gerði tíu stig, en hann lék í 18 mínútur í leikn- um. Hann tók tvö fráköst og átti eina stoðsendingu. Granada er í 9. til 14. sæti deildarinnar sem stendur eftir sautján leiki.    Logi Gunn-arsson átti flottan leik með CASE í frönsku deildinni um helgina en þá vann liðið Denain 93:75. Logi var ekki í byrj- unarliði CASE en lék í rúmar 28 mínútur og varð stiga- hæstur ásamt öðrum leikmanni með 22 stig. Hann tók tvö fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af fimm tveggja stiga skotum sem hann tók, þremur af fimm þriggja stiga og úr öllum fimm víta- köstum sínum.    Njarðvíkingar hafa gengið frásamningi við bandaríska körfuknattleiksmanninn Nick Brad- ford um að leika með liðinu það sem eftir er keppnistímabilsins. Brad- ford var nýlega leystur undan samn- ingi í Finnlandi og er kominn til landsins og að sögn Sigurðar Ingi- mundarsonar, þjálfara Njarðvík- inga, á aðeins eftir að ganga frá fé- lagaskiptum hans frá Finnlandi. Bradford lék með Grindvíkingum í fyrra en hafði áður leikið með Kefla- víkingum undir stjórn Sigurðar í tvö tímabil, frá 2003 til 2005.    Fram er áfram stigi á eftir Val íúrvalsdeild kvenna í hand- knattleik eftir öruggan sigur á HK, 35:27, í Digranesi á laugardaginn. Staðan var 21:13, Safamýrarliðinu í hag, í hálfleik. Karen Knútsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Fram og Elísa Ósk Viðarsdóttir gerði 10 mörk fyrir HK. Þá vann Stjarnan öruggan sig- ur á Fylki, 26:20, í Mýrinni og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Fram.    BjörgólfurTakefusa skoraði fyrra mark þýska 2. deildarliðsins Ahlen þegar það vann 3. deildarlið Wuppertal, 2:1, í æfingaleik. Björgólfur er til reynslu hjá Ahlen þessa dagana og stóð sig vel, sam- kvæmt vef félagsins, en hann spilaði fyrri hálfleikinn í leiknum. Ahlen mætir Dortmund annað kvöld og Björgólfur verður væntanlega með í þeim leik. Fólk sport@mbl.is „ÉG tel að þetta hafi verið mjög sannfærandi sigur gegn sterku liði Hauka,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í N1-deild kvenna í hand- knattleik á laugardag. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn náttúrulega en líka hvað við náðum að spila leikinn af svakalegum krafti. Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi,“ sagði Stefán sem var ánægður með hve vel tókst að halda aftur af stór- skyttu Hauka, Ramune Pek- arskyte. „Okkar styrkleiki felst í mjög öflugum varnarleik en hún er nátt- úrulega frábær skytta sem er mjög erfitt að stoppa. Það er því ekkert óeðlilegt að hún skyldi ná að minna aðeins á sig í lokin en heilt yfir gekk vörnin mjög vel,“ sagði Stefán sem hefur enn ekki upplifað tap á þessari leiktíð. „Það er auð- vitað mjög erfitt að fara í gegnum þetta mót taplaus og næsti leikur er gegn Fram þar sem ég tel okk- ur hafa helmingslíkur á sigri.“ Hanna: Ágætis byrjun á árinu Hanna G. Stefánsdóttir gerði fimm marka Hauka og var ágæt- lega sátt við frammistöðu liðsins. „Ég er alveg ánægð með fyrstu 20 mínúturnar hjá okkur en svo duttum við aðeins niður og gáfum þeim fjögurra marka forskot sem reyndist erfitt að vinna upp. Auð- vitað vildi maður sigur en þetta var samt ágætis byrjun á árinu,“ sagði Hanna sem telur Hauka eiga heima ofar en í fjórða sæti. „Mér finnst við geta miklu betur en við höfum verið að sýna. Þetta var alls ekkert lélegur leikur hjá okkur en mér finnst að sjálfsögðu að við ættum að vera að berjast á toppnum í þessum deild,“ sagði Hanna. sindris@mbl.is „Stjórnuðum leiknum frá upphafi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.