Morgunblaðið - 11.01.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
ÞAÐ var margt ágætt sem íslenska
landsliðið í handknattleik gerði er það
vann Þjóðverja 32:28 í vináttuleik
þjóðanna í Nürnberg á laugardaginn.
Þjóðverjar voru 16:14 yfir í hálfleik,
en íslenska liðið gafst ekki upp og
tókst með vel skipulögðum leik að
vinna upp forystu heimamanna og
sigra með fjögurra marka mun.
Íslenska liði byrjaði ekki sérlega
vel því Þjóðverjar gerðu fyrstu tvö
mörkin og Ingimundur Ingimund-
arson var rekinn af velli snemma leiks
og síðan aftur um miðjan fyrri hálfleik
þannig að hann kom ekki meira inná í
vörnina. Vignir Svavarsson kom þá í
vörnina við hlið Sverre Jakobssonar
og náðu þeir ágætlega saman.
Íslenska liðið skapaði sér samt fín
færi en gekk erfiðlega að koma bolt-
anum framhjá Lichtlein í markinu, en
hann varði mjög vel í fyrri hálf-
leiknum. Það sama má reyndar segja
um Björgvin Pál í íslenska markinu,
en hann lenti reyndar oft einn á móti
einum þar sem Þjóðverjar keyrðu upp
hraðann eins og þeir gátu og skoruðu
mikið úr hraðaupphlaupum. Þau sáust
hins vegar varla hjá íslenska liðinu
sem gerði ekki eitt einasta mark í
fyrri hálfleik með marki úr hraðaupp-
hlaupi í fyrstu bylgju, en ein tvö í svo-
kallaðri annarri bylgju.
Vænleg staða heimamanna
Þjóðverjar komust í vænlega stöðu,
14:9, er þeir gerðu átta mörk gegn
einu í fyrri hálfleik. Á þessum kafla
gekk ekkert upp hjá íslenska liðinu,
sem gafst þó ekki upp og ekki heldur í
þeim síðari er Ólafur skaut í stöng úr
víti er staðan var 20:16. Með sam-
takakrafti og undir forystu fyrirliðans
Ólafs Stefánssonar, hélt liðið áfram og
náði undirtökunum í leiknum og fagn-
aði fjögurra marka sigri í lokin með
því að gera 16 mörk gegn átta á síðari
hluta síðari hálfleiks.
Ólafur fór fyrir íslenska liðinu og
virðist bara hafa haft gott af hvíldinni
frá liðinu í haust. Hann átti margar
stórkostlegar sendingar á félaga sína
og tók af skarið er á þurfti að halda.
Arnór átti fínan leik sem og Snorri
Steinn. Vörnin var lengst af fín og
Björgvin Páll góður þar fyrir aftan.
Sturla kom sterkur inn fyrir Guðjón
Val, sem fann sig ekki alveg að þessu
sinni.
Ljósmynd/Michael Heuberger
Mark Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Ísland án þess að Michael Müller fái nokkuð við því gert. Hann skoraði níu mörk í leikjunum tveimur.
Ólafur fór fyrir liðinu
Margt gott hjá landsliðinu á laugardag Vann Þjóðverja með fjórum mörkum
Íþróttahöllin í Nürnberg í Þýskalandi,
vináttulandsleikur í handknattleik
karla, laugardaginn 9. janúar 2010.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:2, 3:4,
5:7, 6:8, 11:8, 14:9, 14:13, 16:14, 19:15,
20:16, 20:19, 22:23, 26:26, 26:28,
27:30, 28:32.
Mörk Þýskaland: Kaufmann 6, Kraus
5/2, Müller 4, Späth 3, Flohr 2, Jansen
2/1, Strobel 1, Theuerkauf 1, Glandorf
1, Christophersen 1, Schröder 1, Ha-
ass1.
Varin skot: Lichtlein 10/1, Heinevetter
9.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Ísland: Ólafur Stefánsson 10/6,
Arnór Atlason 5, Snorri Steinn Guð-
jónsson 5/1, Guðjón Valur Sigurðsson
3, Róbert Gunnarsson 2, Alexander
Petersson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Aron
Pálmarsson 1, Vignir Svavarsson 1,
Björgvin Páll Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
18, Hreiðar Levy Guðmundsson 1/1.
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Lazaar og Reveret frá
Frakklandi.
Áhorfendur: 8.000 og uppselt.
Þýskaland – Ísland 28:32
Lið Austur-ríkis, undir
stjórn Dags Sig-
urðssonar, mátti
þola naumt tap
gegn Ungverja-
landi, 25:26, í síð-
asta leiknum á al-
þjóðlegu
handknattleiks-
móti í Wiener Neustadt í fyrrakvöld.
Dagur sagði á vef austurríska sam-
bandsins að sigur Ungverja hefði
verið verðskuldaður og sitt lið hefði
gert sig sekt um of mörg mistök.
Konrad Wilczynski, Patrik Fölser
og Roland Schlinger skoruðu 4
mörk hver fyrir austurríska liðið.
Austurríki er í riðli með Íslandi áEM en liðin mætast í Linz 21.
janúar. Austurríska liðið tapaði öll-
um leikjum sínum á mótinu, áður
gegn Póllandi, 26:32, og Króatíu,
29:38. Króatía vann Pólland, 25:21, í
úrslitaleik mótsins en ef Íslendingar
komast í milliriðil á EM verða Kró-
atar á meðal andstæðinga þar. Kró-
atía fékk 5 stig, Pólland 4, Ungverja-
land 3 en Austurríki ekkert stig.
Danmörk sigraði Tékkland nokk-uð örugglega, 29:24, í síðasta
leiknum á fjögurra þjóða handknatt-
leiksmóti í Álaborg í gær. Danir
unnu því alla sína leiki, en þeir lögðu
Slóveníu á föstudag, 36:35, og Nor-
eg, 33:29, á laugardag. Lasse Svan
Hansen var markahæstur hjá Dön-
um í gær með 5 mörk.
Ulrik Wilbek,þjálfari
Dana, var ánægð-
ur eftir leikinn
gegn Tékkum í
gær. „Ég tel að
sóknarleikurinn
sem við sýndum á
mótinu hafi verið
einn sá besti hjá
okkur í mörg ár. Ég hlakka til að sjá
meira af honum á EM, og ég held að
við séum að koma varnarleiknum í
rétt horf,“ sagði Wilbek við haand-
bold.com í gær.
Allt stefndi í frábæra byrjun Ang-ólamanna þegar þeir tóku á
móti Malí í gærkvöldi í opnunarleik
Afríkumótsins í knattspyrnu. Ang-
óla komst í 4:0 á 74. mínútu en í kjöl-
farið fylgdi hreint út sagt ótrúlegur
leikkafli sem tryggði Malí 4:4 jafn-
tefli. Seydou Keita, miðvall-
arleikmaður Barcelona, minnkaði
nefnilega muninn í 4:1 á 79. mínútu
og Frédéric Kanoute bætti við
marki á 88. mínútu, áður en Keita og
Mustapha Yatabaré gerðu hvor sitt
markið í uppbótartíma.
Búlgarski knattspyrnumaðurinnDimitar Berbatov hjá Man-
chester United gæti þurft að gang-
ast undir aðgerð á næstu dögum til
að losna við þrálát meiðsli í hné sem
hann hefur glímt við. Berbatov var
ekki í hópi United um helgina.
Fólk sport@mbl.is
MAGNÚS K. Magnússon og Magnea Ólafs úr Víkingi sigruðu í
meistaraflokkum karla og kvenna á stigamóti í borðtennis, Adi-
dasmótinu, sem haldið var í TBR-húsinu á laugardaginn.
Magnús vann félaga sinn úr Víkingi, Magnús Finn Magnússon,
í úrslitaleik í meistaraflokki karla, 3:0. Loturnar enduðu 11:8, 11:7
og 11:8. Bjarni Bjarnason úr HK og Daði F. Guðmundsson úr
Víkingi höfnuðu í 3.-4. sæti.
Magnea vann Bergrúnu Björgvinsdóttur úr Dímon í úrslitaleik
í meistaraflokki kvenna, 3:1. Loturnar enduðu 11:4, 7:11, 11:7 og
11:9. Eyrún Elíasdóttir hafnaði í þriðja sæti.
Ólafur Eggertsson úr Víkingi sigraði í 1. flokki karla. Sig-
urbjörn Sigfússon, Víkingi, varð annar og þeir Helgi Þór Gunn-
arsson úr Akri og Pétur Ó. Stephensen, Víkingi, höfnuðu í 3.-4.
sæti.
Pétur sigraði síðan í eldri flokki karla. Emil Pálsson úr Víkingi
varð annar og í 3.-4. sæti urðu Bjarni Gunnarsson úr KR og Sig-
urður Herlufsen úr Víkingi. vs@mbl.is
Magnús og Magnea unnu
Morgunblaðið/Kristinn
Sigraði Magnea Ólafs sigraði í meistaraflokki kvenna.
Morgunblaðið/Kristinn
Annar Magnús Finnur Magnússon lék til úrslita í meistaraflokki.