Morgunblaðið - 15.01.2010, Qupperneq 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2010
Einar Jóns-son, þjálfari
kvennaliðs Fram
í handknattleik,
var í gær úr-
skurðaður í eins
leiks bann. Hann
fékk rautt spjald
fyrir óíþrótta-
mannslega fram-
komu undir lok leiks Stjörnunnar og
Fram í Mýrinni í síðustu viku. Einar
tekur út leikbann á laugardaginn
þegar Fram tekur á móti Haukum í
N1-deild kvenna á heimavelli. Guð-
ríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálf-
ari Fram, verður þá alfarið við
stjórnvölinn.
Helena Sverr-isdóttir
skoraði 15 stig
fyrir TCU sem
tapaði gegn
Wyoming á úti-
velli, 73:67, í
bandaríska há-
skólakörfubolt-
anum í fyrrinótt.
Helena lék í 37 mínútur af alls 40 og
var hún næststigahæst. Íslenska
landsliðskonan tók 10 fráköst og gaf
þrjár stoðsendingar. Þetta var fyrsti
tapleikur TCU í Mountain West-
deildinni en liðið vann fyrstu tvo
leikina í deildinni.
Blake Griffin, sem var valinnfyrstur í háskólavali NBA-
deildarinnar af LA Clippers, fer í að-
gerð á hné á næstu dögum og verður
hann ekkert með liðinu á þessari
leiktíð. Forráðamenn Clippers von-
uðust til þess að Griffin myndi
styrkja liðið verulega á þessari leik-
tíð en hann slasaðist í æfingaleik
þann 23. október þar sem hnéskel á
vinstra hné brotnaði. Griffin hefur
verið í endurhæfingu frá þeim tíma
en læknar liðsins töldu að leikmað-
urinn yrði að fara í aðgerð til þess að
fá bót meina sinna. Griffin skoraði
tæplega 14 stig að meðaltali og tók
átta fráköst í leikjum Clippers á
undirbúningstímabilinu.
Íslendingaliðið Brann tapaði sín-um fyrsta æfingaleik á nýju ári í
gær þegar liðið beið lægri hlut fyrir
Haugasund, 2:0. Ólafur Örn Bjarna-
son og Birkir Már Sævarsson léku
allan tímann fyrir Brann en Gylfi
Einarsson sat á bekknum.
DimitarBerbatov,
framherji Man-
chester United,
hefur verið út-
nefndur knatt-
spyrnumaður árs-
ins í Búlgaríu og
er þetta í sjötta
sinn sem hann hlýtur þessa við-
urkenningu. Berbatov varð enskur
meistari með Manchester United í
fyrra og vann deildabikarinn með fé-
laginu. Þá sló hann markametið með
búlgarska landsliðinu þegar hann
skoraði tvö mörk gegn Möltu í nóv-
ember og hefur þar með skorað 49
mörk fyrir landsliðið.
Garðar Jóhannsson er að reynafyrir sér hjá þýska 2. deildar
liðinu Hansa Rostock eins og Morg-
unblaðið hefur áður greint frá. Upp-
haflega átti hann að koma heim í
gær en dvöl hans var framlengd til
morguns. Á vef Hansa Rostock seg-
ist þjálfari liðsins vilja sjá meira til
Garðars en hann segist ánægður
með það sem hann hefur séð til Ís-
lendingsins.
Stórskyttan Pascal Hens leikurekki með Þjóðverjum á Evr-
ópumótinu í handknattleik sem hefst
í Austurríki á þriðjudaginn. Hens er
meiddur og er það skarð fyrir skildi í
liði Þýskalands enda er hann afar
öflugur leikmaður.
Fólk sport@mbl.is
Í DAG hefst keppni á alþjóðlega íþróttamótinu
Reykjavík International Games en þetta er í þriðja
sinn sem mótið fer fram. Það er Íþróttabandalag
Reykjavíkur sem stendur að mótshaldinu en kepp-
endur verða um 2000 og þar af eru erlendir kepp-
endur um 300. Keppnisgreinarnar eru níu alls.
Keppt er í badminton, frjálsíþróttum, fimleikum,
dansi, listhlaupi á skautum, júdó, skylmingum,
sundi og keilu. Keppnisstaðirnir eru allir í Laug-
ardalnum nema í keilu þar sem að keppt er í Öskju-
hlíð.
Fyrrum heimsmeistari í keilu og ólympíu-
verðlaunahafi í sundi taka þátt
Robert Andersen frá Svíþjóð keppir í keilu en
hann varð heimsmeistari í greininni árið 2006.
Norðmaðurinn Alexander Dale Oen keppir í sundir
en hann er silfurverðlaunahafi
frá Ólympíuleikunum 2008 í Pek-
ing. Martin Krabbe frá Dan-
mörku keppir í 60 metra hlaupi
en hún varð fjórða í greininn á
EM innanhúss 2009.
Íslenskt íþróttafólk er í meiri-
hluta. Sundmaðurinn Jakob Jó-
hann Sveinsson úr Ægi er á með-
al keppenda og Ásdís
Hjálmsdóttir keppir í frjáls-
íþróttum.
Bakhjarlar leikanna eru fyrirtækin Síminn og
Orkuveita Reykjavíkur sem undirrituðu samstarfs-
samning vegna leikanna við sérstaka athöfn í
Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, í hádeginu í
gær. Nánari upplýsingar á www.rig.is.
Alþjóðlegt íþróttamót í Laugardal
Ásdís
Hjálmsdóttir
ASTON Villa hefur öll tök á að leika til úrslita í
ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í næsta
mánuði eftir 1:0-útisigur á Blackburn í fyrri við-
ureign liðanna í undanúrslitum keppninnar í gær-
kvöldi.
Það var miðjumaðurinn James Milner sem skor-
aði sigurmarkið á 23. mínútu með skoti af stuttu
færi eftir góðan undirbúning frá Ashley Young.
Síðari leikurinn verður á Villa Park í Birmingham
á miðvikudaginn í næstu viku en deginum áður
mætast Manchester City og Manchester United í
hinni undanúrslitaviðureigninni og fer leikurinn
City.
ppninnar fer fram á Wembley en Manchester Unit-
United lagði Tottenham í úrslitum í fyrra þar sem
aspyrnukeppni.
tryggði Villa sigur
FJÖLNIR gerði
góða ferð til
Grindavíkur þar
sem Grafarvogs-
liðið hafði betur,
111:109, eftir fram-
lengingu. Staðan
var 99:99 eftir
venjulegan leik-
tíma. Tómas Freyr
Tómasson og Ægir
Þór Steinarsson
fóru fyrir Fjölnisliðinu í framlenging-
unni. Þeir skoruðu fimm stig hvor.
Tómas skoraði þriggja stiga körfu 18
sekúndum fyrir leikslok og gulltryggði
svo sigurinn með vítaskoti þremur sek-
úndum fyrir leikslok. Ægir Þór átti frá-
bæran leik. Hann skoraði 33 stig og gaf
að auki 13 stoðsendingar og tók sex frá-
köst.
Darrell Flake skoraði 38 stig fyrir
Grindavík og tók að auki 10 fráköst.
Páll Axel Vilbergsson, sem skoraði 54
stig í síðasta leik Grindavíkur, fann
ekki fjölina sína og skoraði aðeins sex
stig.
Þrír af lykilleikmönnum Grindavíkur
eru meiddir, þeir Þorleifur Ólafsson,
Arnar Freyr Jónsson og Brenton
Birmingham, og voru þeir því ekki með.
seth@mbl.is
Ægir fór á kostum hjá Fjölni
Ægir Þór
Steinarsson.
Eftir Björn Björnsson
sport@mbl.is
SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari
Njarðvíkinga, var ánægður með sína
menn eftir næsta auðveldan sigur á
sjálfstraustslausum Tindastóls-
mönnum, þar sem gestirnir náðu þegar
á annarri mínútu leiks tíu stiga for-
skoti, sem þeir létu aldrei af hendi og
lönduðu að lokum 27 stiga sigri, 79:106.
„Við spiluðum bara vel, það var
hörkukraftur í liðinu. Við komum vel
stemmdir í leikinn og vörnin var mjög
góð og gaf aldrei eftir. Það spiluðu allir
vel og höfðu gaman af þessu. Það var
enginn veikur hlekkur,“ sagði Sig-
urður.
Njarðvíkingar tóku þegar í upphafi
forystuna, skoruðu fyrstu sex stigin og
náðu á annarri mínútu að skapa sér
rúmt forskot sem þeir létu ekki eftir
allan leikinn. Nokkrum sinnum í fyrsta
leikhluta náðu heimamenn að naga það
niður í eins stafs tölu en þegar í upp-
hafi síðari hálfleiks gerðu gestirnir út
um leikinn og náðu mest þrjátíu stiga
forskoti. Allt Njarðvíkurliðið lék vel og
ljóst að Bradford smellur vel inn í liðið
og styrkir það verulega.
Lið Tindastóls virtist á köflum vanta
sjálfstraust, menn sýndust veigra sér
við að skjóta, leituðu of lengi að sam-
herja og spiluðu sig oft og einatt í
strand og þurftu að taka mjög erfið
skot, sem rötuðu þá ekki á hringinn.
Þess á milli rifu þeir sig upp og áttu
góða spretti, og má nefna Michael
Giovacchini, Svavar Birgisson og Axel
Kára en Kenney Boyd er langt í frá sá
styrkur sem liðið þarfnaðist. Hann
hittir vel og er sterkur undir körfunni,
en hann þarf að hafa úthald í meira en
tæplega annan hálfleikinn. Þá var dóm-
gæsla þeirra Björgvins Rúnarssonar
og Halldórs Geirs Jenssonar með því
skrautlegra sem sést hefur hér og voru
þeir þó ekki undir neinni pressu.
Hvorki leikmenn, þjálfarar né áhorf-
endur virtust hafa um það minnstu
hugmynd á hvað var dæmt oft og ein-
att, enda urðu villurnar 53 í það heila,
og tekið skal fram að dómararnir verða
ekki sakaðir um annað en að hafa gert
leikinn mun leiðinlegri en hann hefði
þurft að vera.
Tindastóll engin
fyrirstaða hjá
Njarðvíkingum
Njarðvíkingar einir í toppsætinu
unum hjá okkur í þessum leik. Þegar
upp er staðið er ég mjög ánægður með
að landa sigri við þessar aðstæður,“
sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari
Hamars, eftir leikinn.
Og Ágúst var jákvæður í garð and-
stæðinganna. „Það er mikil barátta í
þessu FSu-liði, þeir spiluðu fast og
slógu okkur út af laginu í upphafi leiks.
Við áttum samt von á því að þeir myndu
mæta okkur af hörku, þetta er ná-
grannaslagur og mikið undir hjá báðum
liðum. Þeir töldu sig eflaust geta unnið
okkur og lögðu sig alla í leikinn. Nýi
Kaninn þeirra er mjög góður og munu
fleiri lið þurfa að hafa fyrir hlutunum
hérna í vetur.“
Lið FSu hefur gengið í gegnum mikl-
ar sviptingar í vetur en nú virðist vera
að birta til í herbúðum Selfossliðsins.
Liðið hefur endurheimt burðarásinn
Christopher Caird eftir innanbúðar-
agabann og þá virkar nýi Kaninn, Rich-
ard Williams, mjög sprækur. Skólapilt-
arnir mega samt ekki treysta um of á
Williams eins og gerðist á lokasprett-
inum í gærkvöldi.
„Ég er mjög vonsvikinn með þennan
leik. Við komumst vissulega nálægt
sigri en það skiptir engu þegar upp er
staðið. Við erum að verða betri en liðið
er alltaf að breytast og þarf að ná stöð-
ugleika. Við áttum í erfiðleikum gegn
svæðisvörn Hamars og þegar leið á
leikinn misstum við trú á verkefninu,“
sagði Rob Newson, þjálfari FSu.
r Guðmund Karl
t@mbl.is
Ð var mikið undir í leik FSu og
mars í Iðu í gærkvöldi. FSu er stiga-
t á botninum og Hamar í bar-
sæti um úrslitakeppni auk þess
um grannaslag er að ræða.
nnustigið var því nokkuð hátt í
num en Hamarsliðið hafði betur að
um, 78:91, eftir sveiflukenndan leik.
Það gekk eiginlega allt á afturfót-
Ljósmynd/Guðmundur Karl
ækur Richard Williams leikmaður FSu var sprækur gegn Hamri í grannas-
num í gær. Marvin Valdimarsson og Ragnar Nathanaelsson eru til varnar.
Hamar hafði betur í grannaslagnum