Morgunblaðið - 12.03.2010, Page 1

Morgunblaðið - 12.03.2010, Page 1
FÖSTUDAGUR 12. MARS 2010 íþróttir Körfubolti Keflavík í annað sætið eftir léttan sigur á slökum Njarðvíkingum. Breiðablik gal- opnaði fallbaráttuna með því að sigra Hamar. Tindastóll ekki í vandræðum á Selfossi. 4 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hefnd FH-ingar náðu loksins að svara fyrir sig í nágrannarimmu gegn Haukum eftir að hafa farið halloka gegn þeim í fyrri viðureignum liðanna í vetur. FH-ingar unnu sannfærandi sigur, 31:25, í Kaplakrika í gærkvöld og hér er það Ólafur Guðmundsson sem sækir að Haukamarkinu en Einar Örn Jónsson reynir að verjast. »2-3 HINN 42 ára gamli Bjarki Sig- urðsson, sem dró fram skóna í vet- ur, og leikur með FH-ingum fylgd- ist með slag FH og Hauka í Kaplakrika í gær í borgaralegum klæðum í stúk- unni. Ástæðan er sú að hann gekkst undir aðgerð í vikunni vegna brjóskloss í baki. Bjarki sagði við Morgunblaðið að aðgerðin hefði heppnast vel og hann vonaðist til að geta byrjað að spila á ný eftir þrjár vikur en Bjarki hefur á löngum og glæsi- legum ferli oft meiðst illa og hefur margoft farið undir hnífinn. Sonur Bjarka, Örn Ingi, var hins vegar í fullu fjöri og átti góðan leik þegar FH lagði Hauka, 31:25. gummih@mbl.is Bjarki í aðgerð vegna brjóskloss Bjarki Sigurðsson BÆÐI Liverpool og Fulham máttu sætta sig við ósigra í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Evr- ópudeildar UEFA í knattspyrnu í gærkvöld. Bæði þurfa nú að vinna heimaleikina með tveggja marka mun. Liverpool sótti Lille heim til Frakklands. Eden Hazard skoraði þar sigurmark franska liðsins, beint úr aukaspyrnu, þegar sex mínútur voru til leiksloka, 1:0. Juventus sigraði Fulham, 3:1, í Tórínó. vs@mbl.is Ensku liðin bæði í erfiðri stöðu Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is GUÐMUNDUR Reynir Gunnarsson, knatt- spyrnumaður, hefur ákveðið að leika með KR- ingum í sumar. Guðmundur er á mála hjá sænska liðinu GAIS en þar hefur hann átt erfitt með að vinna sér sæti í liðinu og hann hefur náð sam- komulagi við forráðamenn Gautaborgarliðsins um að verða lánaður í sumar. KR og GAIS eiga eftir ganga frá samkomulagi um lánssamninginn en þau mál verða væntanlega kláruð á næstu dög- um. Þegar út spurðist að Guðmundur væri á heim- leið settu mörg lið úr Pepsi-deildinni sig í sam- band við leikmanninn og óskuðu eftir að njóta krafta hans en svo fór að lokum að Guðmundur ákvað að velja KR. ,,KR er mitt lið og því varð það fyrir valinu. GAIS og KR eiga að vísu eftir að ganga frá samn- ingum en ég held að það verði ekkert mál,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu með Vesturbæjarliðinu. Þurfti að hugsa mig svolítið um Var þetta erfitt val? ,,Ég þurfti að hugsa mig svolítið um. Ég var með tilboð frá nokkrum liðum en á endanum fannst mér ég ekki geta farið annað en í uppeldis- félagið,“ sagði Guðmundur, sem var í láni hjá KR-ingum síðari hluta tímabilsins í fyrra og kom við sögu í átta leikjum liðsins í Pepsi-deildinni en hann samdi við GAIS haustið 2008. Hann varð 21 árs í janúar, hefur spilað tvo A-landsleiki og á samtals 49 leiki að baki með KR í efstu deild. Hann lék fjóra leiki með GAIS í sænsku úrvals- deildinni fyrri hluta síðasta tímabils. Guðmundi líst vel á sumarið fyrir hönd KR- inga, sem á dögunum hömpuðu Reykjavík- urmeistaratitlinum. ,,KR-liðið lítur mjög vel út og ég hlakka bara til að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við munum mæta í hvern leik í sumar til að vinna og auðvitað langar menn að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Við gerum okkar besta til að ná honum,“ sagði Guð- mundur. Hann er fjórði ,,útlendingurinn“ sem KR-ingar fá til liðs við sig. Hinir þrír eru Viktor Bjarki Arnarsson, sem kom frá norska liðinu Nyberg- sund, Kjartan Henry Finnbogason kom frá Sandefjord í Noregi og Guðjón Baldvinsson, sem er í láni frá GAIS eins og Guðmundur. Þá gekk markvörðurinn Þórður Ingason til liðs við þá svart/hvítu frá Fjölni, á lánssamningi. „Gat ekki farið annað“  Guðmundur Reynir lánaður að nýju frá GAIS til KR  Valdi KR eftir tilboð frá nokkrum félögum  Fjórði „útlendingurinn“ sem kemur í Vesturbæinn í vetur KÁRI Steinn Karlsson hlaup- ari úr Breiðabliki hljóp á dögunum vel undir Íslands- meti sínu í 5.000 metra hlaupi inn- anhúss á móti í Seattle í Banda- ríkjunum. Kári stundar nám við Berkeley- skólann í Kaliforníu og keppir fyrir hönd skólans. Hann varð fimmti í hlaupinu á 14:03.06 mínútum sem er jafnframt betri tími en Íslands- met hans í greininni utanhúss, 14,06.61 mínútur. Líklega verður afrekið ekki við- urkennt sem Íslandsmet þar sem hlaupið fór fram á 308 metra langri braut en ekki 200 metra eins og jafnan er miðað við. Tími Kára er engu að síður mikil persónuleg bæting því Íslandsmet hans innan- húss er 14:08,58 mínútur. Kári er 24 ára gamall og leggur megináherslu á 5.000 og 10.000 metra hlaup og á Íslandsmetið í báðum greinum. Hann stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í London árið 2012. kris@mbl.is Kári nálgast 14 mínútna múrinn Kári Steinn Karlsson ÞRÍR Íslend- ingar taka þátt í Vetrarkastmóti Frjálsíþrótta- sambands Evr- ópu sem fram fer í Arles í Frakk- landi helgina 20. og 21. mars. Óð- inn Björn Þor- steinsson, FH, tekur þátt í kúlu- varpi. Ásdís Hjálmsdóttir, Íslands- methafi í spjótkasti úr Ármanni, er skráð til leiks í spjótkasti og hin fjölhæfa Helga Margrét Þorsteins- dóttir tekur þátt í kúluvarpi og spjótkasti í unglingaflokki sem ætl- aður er keppendum undir tvítugu. Óðinn Björn fer utan ásamt þjálf- ara sínum, Eggerti Bogasyni, um helgina en þeir ætla að nýta næstu viku undir æfingabúðir ytra. Óðni hefur síðan verið boðið að taka þátt í kúluvarpskeppni Växjö laugardag- inn 27. mars og segir Eggert að stefnan sé sett á þátttöku þar. Ásdís og Helga Margrét fara til Frakklands eftir viku en með þeim í för verður Stefán Jóhannsson, þjálfari þeirra. Eftir mótið í Frakk- landi fara þau þrjú til Tenerife þar sem þau verða við æfingar um 10 daga skeið. Ásdís setti Íslandsmet á Vetr- arkastmótinu á síðasta ári þegar það var haldið á Kanaríeyjum og rauf 60 metra múrinn í fyrsta skipti í spjótkasti. Þá tók Bergur Ingi Pétursson, Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH, einnig þátt í mótinu. Hann er meiddur í baki núna og tekur ekki þátt. iben@mbl.is Þrjú á leið á kastmót í París Ásdís Hjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.