Ísfirðingur


Ísfirðingur - 16.01.1975, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 16.01.1975, Blaðsíða 1
BLAÐIRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJARÐAKJOKMM/ 25. árgangur. ísafirði, 16. janúar 1975 3. tölublað. Happdrællislán til vega- gerðar Á haustþinginu var lagt fram í neðri deild frumvarp til laga um happdrættislán ríkissjóðs að upphæð kr. 1200 milljónir til þess að undir- byggja og leggja slitlag á veginn frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Við meðferð málsins í neðri deild var upphæðin hækkuð í kr. 2000 milljónir og jafnframt ákveðið, að kr. 800 milljónum skyldi varið til vegarins frá Reykjavík suður um landið og austur til Egils- staða. Þannig kom frumvarp- ið tii efri deildar þingsins. í efri deild urðu miklar umræður um málið og var málið ekki afgreitt fyrir jólin. í þeim umræðum fjallaði Steingrímur Hermannsson um vegamál á Vestfjörðum. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu Steingríms: „Við íslendingar höfaim upp á síðkastið farið í vaxandi mæli inn á happdrættislán til vegagerðar. Ég held, að við getum verið sammála um það, að þessi fjáröflunarleið er mjög umhugsunarverð. Við skrifum þannig ávisun á framtíðina. Þessa ávísun verð- ur einhvern tímann að greiða með fjárhæð sem við þekkjum ekki. Ég er þó þeirrar skoð- unar, að þetta komi til greina í sambandi við vegamál. Það er svo mikilvæg framkvæmd cg sparar veruleg útgjöld. í þvi sambamdi get ég þvi fyrir mitt leyti fallist á þessa fjár- öflunarleið. Það frumvarp, sem upphaf- lega lá fyrir, gerði ráð fyrir kr. 1200 millj. með slíkri inn- heimtu og skyldi því eingöngu varið til þess að kosta upp- byggingu Norðurvegar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Aðrir þingmenn hafa verið fljótir að hoppa á vagninn í jólavertíðinni og hafa nú auk- ið þetta í kr. 2000 millj. og jafnframt breytt málinu þannig, að 2/3 hluta skuli varið til að greiða kostnað við Norðurveg, en 1/3 hluta við gerð Austurvegar milli Reykjavíkur og Egilsstaða um Suðurland. Þetta er sem sagt bundið við hinn margrómaða hring- veg, sem þjóðin öll virðist nú Steingrímur Hermannsson eiga að aka eftir og helst hvergi annars staðar. Háttvirtur þingmaður, Ingi Tryggvason, gerði grein fyrir því áðan hvernig farið var með spenni einn, næstum því í kringum landið, til þess að komast frá Egilsstöðum til Kópaskers. Gaman væri að heyra hann gera grein fyrir því hvernig farið hefði verið með þennan spenni til Vest- fjarða landleiðina. Ég hygg, að það séu tvær til þrjár vik- ur síðan síðustu bílamir fóru þangað og þangað verður ekki opin leið landleiðina fyrr en í vor. Fyrst og fremst staíar þetta af því, að ekki hefur enn komist á samband um Inndjúpið og suður yfir í Barðastrandarsýsluna, sem er nauðsynlegt til þess að unnt verði að halda opinni leið. Þegar það samband er fengið, leyfi ég mér að fullyrða, að þetta muni gjörbreytast. Kunnugir menn segja, að þá muni ekki vera stórum erfið- ara að halda þar opinni leið heldur en í öðrum landshlut- um, t.d. á leiðinni frá Reykja- vík til Akureyrar. Vestfirðimir hafa notið góðs að nokkru af happdrætt- isláni. Kr. 80 millj. verður ráðstafað til þess að koma sambandi á um Djúpið, þann veg, sem Uggur að Ögri, fyrir þá firði, sem áður var ekki vegur um. Það er hins vegar ákaflega mikill misskilningur, sem stundum heyrist frá ókunnugum, að þar með sé Djúpvegi lokið. Vegurinn frá Ögri og inn í Djúpið er gam- all vegur, sem hvergi nærri ber umferðina. Því fer víðs- fjarri. Eftir er að leggja veg- inn frá Ögri inn Mjóafjörðinn yfir í ísafjörðinn í Nauteyr- arhreppinn og þaðan suður um fjöUin og tengja hann vegakerfi landsmanna. Rætt er um tvær leiðir, annað hvort Þorskafjarðarheiðina, sem nú er farin að mestu leyti á nið- urgröfnum vegi. Þar eru u.þ.b. 40 km á milU bæja, en hins vegar gott ýtuland. Eða aðra fjallaleið, sem er styttri, þ.e.a.s. Kollafjarðarheiðina. Þar eru aðeins um 5-6 km yfir fjallið. Hins vegar er sá annmarki á þeiiri leið, að þá eru eftir tveir hálsar til að komast í vegasamband. Þeir eru snjóþungir og það mál þarf einnig að leysa. Þarna er stórt átak framundan hvor leiðin, sem farin verður. Ég verð að segja með fullri virðingu fyrir hringveginum, sem er ákaflega mikilvægt átak í vegamálum þessarar þjóðar og ber að fagna, að hringvegi er lokið fyrr en Vestfirðirnir eru komnir i samband við hann. Ég skal ekki fullyrða hve mikið fjár- magn þarf til þess, en mér þætti ekki undarlegt þótt það væri af stærðargráðunni kr. 4-500 milljónir. Er nú ekki rétt að gera það, sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa gert, hoppa á vagninn, hækka þessa upphæð t.d. í kr. 2500 milljónir og taka Vest- firðina með. Ég sé ekkert á móti því, fyrst við förum þessa leið á annað borð. Þá erum við þó komnir með alla landshluta. Þetta vil ég athuga. Það er að sjálfsögðu mikið umhugsunarefni, hvemig vinna ber að vegaáætlunum. Til þeirra mála vantar stór- aukið fé. Ég hef sagt áður, að með tilUti til þess hve þörfin er mikil og mikið sparast, get ég fylgt þessari fjáröflunar- leið, sem hér er til umræðu, en er ekki réttara að vinna að vegamálum þannig að afla fjár til Vegasjóðs, en ekki beint til einstakra vega- framkvæmda, og gera síðan eina áætlun um vegaframkv- æmdir í landinu öllu, en vera ekki með fyrsta flokks lands- hluta og annars flokks lands- hluta eða fyrsta flokks vegi og annars flokks vegi. Er ekki rétt að taka þetta allt Framhald á 2. síðu Rækjuveiðarnar Haustvertíð hjá rækjubát- unum hófst í byrjun október og lauk 4—8. desember. Á þessu hausti stunduðu 82 bátar rækjuveiðar frá Vest- fjörðum, og er það 10 bátum fleira en síðasta haust Heild araflinn varð nú 1.921 lest, en var 2.096 lestir á síðasta hausti. Frá Bíldudal hafa róið 14 bátar, og var afh þeirra í desember 14 lestir. Er afla- fengur þeirra á vertíðinni þá orðinn 209 lestir, en var 241 lest á sama tíma í fyrra. Frá verstöðvunum við ísa- fjarðardjúp hafa róið 55 bátar, og var afli þeirra í desember 100 lestir. Vertíðar aflinn er þá 1.220 lestir, en í fyrra gaf haustvertíðin 1.290 lestir. Frá Hólmavík og Drangs- nesi hafa róið 13 bátar í haust, og öfluðu þeir 61 lest í desember. Er vertíðaraflinn þá 492 lestir, en var 565 lestir í fyrra. Skemmdir á haf n- armannvirkjum - á Flateyri Rétt fyrir áramótin komu fram miklar skemmdir á hafnarmannvirkjum á Flat- eyri í Ömmdafirði. Stálþil hafskipabryggjunnar hafði bognað út að neðan, steypti kanturinn brotnað frá þekj- unni, og uppfyllingin undir þekjunni var horfin á stóru svæði. Hafði stálþilið sigið á 25-30 metra kafla, mest um hálfan metra. Hér er um mjög alVarlegar skemmdir og mikið tjón að ræða. Hefur sveitarstjórinn á Flateyri, Kristinn Snæland, áætlað að tjónið yrði ekki undir 10 milljónum króna. Ekki er vitað hvenær unnt verður að hefjast handa um endurbætur hafnarmannvirkj- anna. Þingeyrarflugvöllur Á árinu 1974 jókst umferð um Þingeyrarflugvöll mjög mikið. Þá fóru 3195 farþegar um völlinn, en 2190 farþegar flfli skuttog- urunnu 1974 Á árinu 1974 voru gerðir út 7 skuttogarar frá Vestfj., og var heildarafli þeirra á árinu 18.581 lest (slægður fiskur). Skiptist aflinn þannig milli skipa:- Lestir Bessi, Súðavík 3.656 Júlíus Geirmunds., ísaf. 3.119 Guðbjartur, ísafirði 3.058 Framnes I., Þingeyri 3.045 Páll Páls., Hnífsdal 2.755 Guðbjörg, ísafirði 2.624 (frá 22/3) Trausti, Suðureyri 324 (frá 6/10) 1973. Vöruflutningar 1974 voru 162.834 kg. á móti 100.764 kg. 1973. Á Þingeyr- arflugvelli voru 298 lendingar 1974. Flugfélag Islands sér um áætlunarflug til Þingeyrar, tvisvar í viku að vetrinum. en þrisvar í viku á sumrin. Flugfélagið Ernir á ísafirði var einnig með tvær áætl- unarferðir á viku til Þingeyr- ar á s.l. ári. NÝ SLÖKKVISTÖÐ Rétt fyrir áramótin var ný silökkvistöð tekin í notkun á Flateyri, en þar er einnig nýr og vel útbúinn slökkviliðsbíll. Slökkviliðsstjóri er Steinar Guðmundsson og varaslökkv- iliðsstjóri Bragi Halldórsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.