Ísfirðingur


Ísfirðingur - 16.01.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 16.01.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR i--------------------------------—-----——— ^Mbðinpir SIAO r£SMSÓKMJ?MANN/> / VESmaRDAKJÓKDtMI Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóliannsson, áb. Afgreiðslumafiur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. -------- ----------—.—~ -----------—.— -------1 Að liðnu ári Á liðnu ári reyndi á margan hátt á það stjórnkerfi, sem við búum við. Sú vinstri stjórn, sem sett var á vetur hafði ekki þingmeirihluta, og að treysta á ábyrga afstöðu stjórnar- andstóðunnar reyndist vera það sama og setja á „Guð og gaddinn”. Svo sterkt er það flokksvald, sem ríkir í sölum aiþingis. Segja má, að réttur forsætisráðherra til að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga hafi bjargað því, sem bjargað varð, en þjóðin var búin að glata tíma og vandinn orðinn stærri, þegar snúist var gegn honum en eðlilegt hefði verið, ef stjórnkerfi landsins væri sterkara. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að of vægt hafi verið farið í sakirnar með beitingu bráðabirgðalaga. Athyglisvert er, að allar athuga- semdir í garð Olafs Jóhannessonar um misbeitingu valds eru flognar út í veður og vind, enda aldrei nein alvara á bak við þær ásakanir. Þær voru aðeins lúalegur áróður i kosnigahitanum. Það var ekki bara æðsta stjórn landsins, sem reyndist of veik. Alþýðusamband íslands hafði markað ákveðna stefnu í kjaramálum, þar sem leiðarljósið var meiri launajöfnuður. Þeirri stefnu efa ég ekki að meiri hluti þjóð- arinnar var fylgjandi, en hvað gerðist? Hlutirnir snérust alveg við. Meiri launamismunur varð niðurstaðan. Aldrei hefur það komið jafn áþreifanlega í Ijós, að Alþýðusamband íslands hefur það veika stjórn, að hún veldur ekki því hlutverki, sem henni er ætlað, þ.e. að ráða heildarstefnunni í í kjaramálum. Við íslendingar erum neyzlu menn og látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Allt er gott um það að segja, en friðlaust frelsi, sem stendur í innan-lands deilum og gerir kjarasamninga, sem fyrst og fremst eru verðbólgu- samningar, getur ekki tekið ákvörðun um breytta skiptingu fjármagns milli atvinnurekenda og launþega. Hér er um ákvörðun atvinnurekenda og launþega að ræða að taka fjár- magn frá sparifjáreigendum og getur ekki talist stórmannleg. Þó við þvoum hendur okkar og segjum við gamla fólkið, sem við erum að verðfella spariféð hjá, að við hækkum ellilífeyr- inn, er okkar þvottur sá sami og hjá Pílatusi forðum. Hend- urnar verða hreinar en undan ábyrgðinni sleppum við ekki. Ól. Þ. Þ. Sjúkrasamlag Isafjarðar óskar öllum meðlimum sínum farsældar og heilbrigðs á nýlega byrjuðu ári. Vélsmiðja ísafjarðar Við óskum viðskiptavinum okkar og öðrum árs og friðar og þökkum samskiptin á liðnu ári. Hús- eigendur - Hús- TíliMEL olíufylltir rafmagnsofnar, til hitunar fyrir ibúðir, sjúkrahús, félagsheimili og hvar annarsstaðar, sem menn vilja fá þægilegan hita. Mánaðarlega fáum við stórar sendingar af þessum ágætu rafmagnsofnum. Ef þið óskið, munu rafmagnsverkstæði aðstoða við útvegun ofnanna frá okkur, eða þið hringið eða skrifið til okkar og sendum við þá ofnana, strax eftir pöntun, með skipi, flugi eða bíl. Ofnarnir eru í þessum stærðum: Stærð: Lengd: Hæð: Nægir fyrir: 500 W 600 mm. 600 mm. 15 rúmm. 800 W 840 mm. 600 mm. 23 — 1250 W 1440 mm. 600 mm. 36 — 2000 W 1920 mm. 600 mm. 57 — 350 W 600 mm. 300 mm. 10 — 500 W 840 mm. 300 mm. 14 — 800 W 1440 mm. 300 mm. 23 — 1000 W 1800 mm. 300 mm. 28 — Til þess að reikna út rafmagnsþörf herbergjanna til hitunar, má gera ráð fyrir 35-40 wöttum á rúmmetra. Á þeim stöðum, þar sem hitarafmagn er tekið af um máltíðir, verka þessir ofnar sem hita-jafnarar, því þeir eru það lengi að kólna, að lítið verður vart við, þó að rafmagnið sé tekið af stuttan tíma. Hitastillirinn er það nákvæmur, að ekki á að muna nema + eða -s- 1 gráðu, frá þeim hita, sem beðið er um. Þeir nota því aðeins það rafmagn sem þarf, - ekkert framyfir það. Nú getum við talað af íslenskri reynslu - ofnarnir líka alstaðar mjög vel. Ofnarnir gefa hitann frá sér, nákvæmlega eins og um vatnsmiðstöð væri að ræða. Engin rykbrennsla og því ekki sortaflekkir á veggjum. Við sendum bækling til þeirra sem óska. Hringið eða skrifið. KJÖLUR SF. Keflavík — Símar 92-2121 og 92-2041 — Box 32. — HAPPDRÆTTISLÁN Framhald af 1. síðu saman í einni myndarlegri áætlun, t.d. vegaáætlun til fjögurra ára, eins og nú er gert, en jafnframt innan áætl- unar til lengri tíma. Komið hefur fram hjá hæstvirtum samgönguráðherra, að átak eins og Norðurvegurinn gæti tekið 2-3 vegaáætlanir. Vel mætti draga upp eins konar ramma að langtímaáætlun, sem næði t.d. yfir þrjái venjulegar vegaáætlanir. Fjáröflun tii Vegasjóðs ætti að vera óbundin og ráðstafað Skattframtöl Tek að mér skattframtöl fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Hafið samband sem fyrst. Arnar G. Hinriksson, hdl. Aðalstræti 13, sími 3214 samkvæmt ákvörðun Alþingis við gerð vegaáætlunar, bæði við gerð langtímaáætlunar og skammtímaáætlunar. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að áætlanir fyrir einstaka lands- hluta ættu að falla inn í slíka almenna heildaráætlun. Ég hygg, að slíkt væru skynsam- legri vinnubrögð. Ég geri mér grein fyrir því, að erfitt muni reynast að fá vinnubrögðum breytt þannig við meðferð þessa máls. Því sýnist mér réttast að hækka upphæðina enn, taka Vest- firðina með sem hluta af þessu landi okkar og gera ráð fyrir því að koma þeim í öruggt samband við vegakerfi landsins.”

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.