Ísfirðingur


Ísfirðingur - 08.03.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 08.03.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Bolungarvíkur. Þegar fé hér verður komið á ellefta þúsund, og ekki ólíkiegt að því fjölgi ennþá meir, má búast við 14-16 þúsund sláturfjár á svæðinu. Að flytja það úteftir eða suður yfir Þorskafjarðar- heiði, jafnvel þó yfir hana yrði þá kominn góður vegur, er óðs manns æði, enda eðli- legast að við njótum þeirrar vinnu og fjármuna sem fram- leiðsla okkar skapar, eins og framast er unnt. Fjárhiisbyggingar Ef B.S. athugaði nú fram- antalið atriði af dálítilli sann- girni, getur hann varla undr- ast það þótt fjósbyggingar yrðu ekki ofarlega í huga eða á framkvæmdalista okkar Inndjúpsbænda fyrir sumarið 1974. Geta verður þess að á stærri kúabúunum voru víða nokkuð nýleg fjós. Fjárhús voru hinsvegar langvíðast léleg eða hrunin, svo bygging- arnar í sumar voru meira eðlileg endurnýjun, sem of lengi hafði setið á hakanum. Og mér er ekki kunnugt um annað en bændumir sjálfir eigi að borga þær byggingar, því eins og fyrr segir, en ég get endurtekið fyrir B.S., að Landnámið aðstoðar okkur við að skipuleggja uppbygg- inguna og útvega viðbótar- lánsfé til áætlunarfram- kvæmdanna þar sem hið almenna lánakerfi þrýtur. Þær 5 milljónir sem veittar voru til áætlunarinnar 1974 voru eðlilega notaðar til efnis- kaupa i vor, þegar við borð lá að framkvæmdir strönduðu vegna þess millibilsástands sem skapaðist 1 vor vegna þingrofsins og kosninganna og að þjóðfélagið var þá eins og bíil í frígír. Ekki er ólák- legt að fjárveitingin nú í ár 7 milljónir fari sömu leið. Helst var annars talað um að þessum fjármunum yrði skipt sem nokkurskonar staðarupp- bót og kæmi til bóndans sem viðbót á grundvallarverð þeirrar vöru, sem hann legði inn í mjólkurbú og sláturhús. Varla mun af veita og dregur þó skammt til að jafna þann aðstöðumun sem við búum við samanborið við stéttar- bræður okkar mjög marga, einkum sunnan-, suðvestan- og norðanlands. En ég get ekki stillt mig um, svona í framhjáhlaupi, að skora á þá alltof mörgu bændur hér um slóðir, sem ennþá stunda hjarðmennsku- búskap, en hafa verið að byggja í sumar, eða hugsa til þess á næstu árum, að ef þeir auka ekki ræktunina og hey- feng, helst á undan, og a.m.k. samhliða byggingum og bú- stofnsaukningu, og ef þeir stefna ekki jafnframt að auk- inni frjósemi fjárins og há- marksafurðum, þá eru þeir ekki einungis að fremja efnahagslegt sjálfsmorð, held- ur vega að rótum Inndjúps- áætlunar. Ef menn ráða ekki Messað næstkomandi sunnu- dag klukkan 2 í ísafjarðar- kirkju. Bolungorvík, Gufuduls- hreppur, Fluteyjurhreppur Nýir umboðsmenn skattstjóra eru: í Bolungarvík, Guðmundur Sigmundsson, Höfðastíg 12, sími 7141 í Gufudalshreppi, Gísli Ágústsson, oddviti, Hofsstöðum í Flateyjarhreppi, Jóhannes Gíslason, hreppstjóri, Flatey Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall og útför HALLDÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR KNAUF Tangagötu 20 ísafirði Walter Knauf og fjölskylda og aðrir vandamenn við hvorutveggja í einu, og' það gera ekki einyrkjar, þá er betra að fara sér hægar í byggingum og láta ræktun- ina ganga fyrir, því stað- reynd mun það, að af 120 hektara túnauka, sem var á áætlun 1974, má kallast gott ef ræktunin nemur 20 ha. á svæðinu. Eins hitt, að þeir bændur hér sem náð hafa nægum hey- feng og stefna alfarið að ræktunarbúskap, eru nú að komast í fremstu röð á land- inu hvað afurðasemi sauð- fjárins snertir. Þröngsýni B.S. óskapast svo yfir því, „að hinu takmarkaða fjár- magni þjóðarinnar” sé varið til sauðfjárræktar á Vest- fjörðum, þ.e. við Inndjúpið. Ja, svei. Er þetta ekki músar- holusjónarmið? Ég veit ekki betur en að við bændur hér við Djúp gleðjumst heilum hug þegar framfaraspor eru stigin úti í kaupstöðum, þegar þangað koma ný at- vinnutæki, eða þegar fjár- magn fæst í nauðsynlega uppbyggingu, eða til annarra aðkallandi verkefna þar. Við gerum okkur nefnilega ljóst, að sveitimar og sjávarplássin eru eins og fingur á sömu hendi, þurfa og verða að styðja hverjir aðra, ef vel á að fara. Þess vegna vildum við óska þess, að okkur væri gert kleift að framleiða alla þá mjólk sem þið útfrá þurfið. En bændur eru ekki upp i fjölmiðlum með leiðbeiningar til sjómanna um sjósóknina, eða ráðleggingar til útgerðar- manna um hvemig þeir eigi að fara að því að hætta að tapa. Né heldur til skólastjóra um hvemig þeir eigi að ráða við baldna unglinga. Hinsveg- ar getur hvaða langskóla- genginn apaköttur sem er, svo og alls konar pólitískar vanmetakindur, vaðið yfir bændur og búalið á skítugum skónum, hafandi uppi ósann- indavaðal og firrur í garð þessa atvinnuvegar, sem fram- leiðir 2/3 af fæðu þjóðarinnar 1 og 20% þjóðarinnar a.m.k. hafa framfæri sitt af, og eru því sperrtari sem þeir eru fjær því að hafa nokkurntíma komið á grænt gras eða nálægt búfé. Því miður fá svona „spámenn” alltaf ein- hvern hljómgrunn hjá hugs- unarlitlum malbikssálum. Maiíiir líttu þér nær Niðuríag greinar B.S. er nálegt bergmál frá Gylfa Þ. (Guðföður), Jónasi í Vísi og Bjössa Matt. Þar sem þeir Bakkabræður voru svo hressi- lega kveðnir í kútinn í út- varpinu, í landbúnaðarþætti Páls Heiðars Jónssonar 13. febrúar, læt ég hjá líða að ansa því, utan þar sem B.S. segir að sér sé illa við út- flutningsbætur á dilkakjöt. Það er engan veginn víst, að það dæmi sé þjóðhagslega óhagkvæmt þegar á allt er litið. Með þessum útflutningi aflar landbúnaðurinn stórs hluta þess gjaldeyris sem hann þarfnast til innflutnings í sína þágu. Er það vítavert eins og útlitið er núna? Eða sá gjaldeyrir sem fæst fyrir ullar- og skinnavöruna, þann hluta sem kemur af „umfram- dilkunum?” Eða þá vinnu sem þeir skapa öðrumen bænd- um? Eða vill B.S. borga 10% hærra verð innanlands, svo bændur nái grundvallarverði? Kannske kýs hann kjötskort þegar ver árar? Framleiðsla umfram þörf er ekkert sér- stakt íslenskt fyrirbæri í góðum árum, heldur algengt og snúist við á líkan hátt og hér, nema þá hjá þeim sem hafa efni á að eyðileggja eða gefa umframbyrgðir. En sauðfjárhald í þéttbýli á að dómi margra alvörubænda ákaflega takmarkaðan rétt á sér, og ætli það færi nú ekki mesti kúfurinn af dilkakjöts- útflutningnum ef það væri ekki til staðar. Væri nú ekki nærtækara og verðugra verk- efni fyrir B.S. og Alþýðu- flokkinn, þar sem hann er einhvers megnugur t.d. á ísa- firði, að vinna að því að sauð- fjárhald innan bæjarmark- SELJUM ÚRVALS DANSKAR OG ÍSLENSKAR FÓÐURBLÖNDUR FYRIR ALLAN BÚPENING Isafjarðarkaupstaður Anglýsing um greiðslu olíustyrks Olíustyrkur fyrir tímabilið september — nóvember 1974 verður greiddur frá og með 3. mars n.k. á venjulegum afgreiðslutíma skrifstofunnar, frá kl. 10-12 og 13-15. Bæjarritarinn á ísafirði. Bókasafnið, Ísafirði Safnið verður opið frá og með laugardeginum 9. mars n.k. á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 2,00—7,00 á laugardögum kl. 2,00—4,00 Lestrarsalurinn er opinn virka daga nema laugardaga kl. 2,00—7,00 Bókavörður anna dragist sem mest saman, og stuðla þá heldur að auk- inni mjólkurframleiðslu í Hnífsdal, Skutulsfirði og Arn- ardal, heldur en vera að reka hornin í okkur bændur hér við Djúp, vegna þess að við, með takmarkalitlar víðáttur úrvals sauðfjárbeitilanda bak við okkur, erum að reyna að koma fótunum undir okkur á þann eðlilegasta og fljót- virkasta hátt sem verða má. 16./2. 1975 Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn, N-ís.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.