Ísfirðingur


Ísfirðingur - 10.05.1975, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 10.05.1975, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 (safjarðarkaupstaður Gcrðlönd Þeir aðilar, sem haft hafa á leigu garðlönd frá ísafjarðarkaupstað, verða að greiða leigugjald fyrir 10. maí n.k. Hafi leigan ekki verið greidd fyrir þann tíma verða garðlöndin leigð öðrum. ísafirði 28. apríl 1975 Bæjarritarinn ísafirði GEFJUN AKUREYRI dralon BAYER ÚrvaJs trefjaefni 111 hamingju með ferminguna og til hamingju á ferðum þínum í framtíðinni, með góðan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viðrar Til hamingju með svefnpoka frá Gefjun Auglýsið í ísfirðingi ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSMYNDASTOFA ÍSAFJ ARÐAR Mánagötu 2 sími 3776 Aðalfundur Samvinnufaankans Aðalfundur Samvinnubank- ans var haldinn, hinn 12. apríl s.l., í ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Fundarstjóri var kjörinn Ragnar Ólafsson, hrl., en fundarritari Margeir Daní- elsson, hagfr. Form. bankaráðs, Erlendur Einarsson, forstjóri flutti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á árinu 1974 og rakti nokkuð fjár- málaþróunina almennt. Kom þar fram að árið 1974 var Samvinnubankanum að mörgu leyti hagstætt, sérstak- lega hvað snertir aukningu innlána og rekstrarafkomu. Búist er við að framkvæmdum við nýbyggingu bankans í Bankastræti 7, ljúki í þessum mánuði. Tíu ár eru liðin frá stofnun 9 af 13 útibúum bank- ans. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri, lagði fram endur skoð- aða reikninga bankans og skýrði einstaka þætti þeirra. Heildarinnlán í Samvinnu- bankanum í árslok 1974 námu 2.598 m. kr. og höfðu aukist um 625 m. kr. á árinu eða 31,7%, sem er nokkuð yfir meðaltalsaukningu innlána á s.'l. ári. Spariinnlán jukust um 533 m. kr. eða 34,4% en veltiinnlán um 92 m. kr. eða 22%. Heildarútlán námu í árslok 2.119 m. kr. og hækkuðu um 522 m. kr. á árinu eða 32,6%. Úr Stofnlánadeild samvinnu- félaga, sem er sérstök deild innan bankans, voru á árinu afgreidd 5 ný lán að fjárhæð 18,7 m. kr. og námu heildar- útlán í árslok 40 m. kr. Þetta var þriðja starfsár deildar- innar. Bundin innistæða bankans í Seðlabankanum nam í árs- lok 506 m. kr. og hefði aukist um 121 á árinu. Á viðskipta- reikningi var 4 m. kr. inneign um áramótin. Heildarvelta, þ.e. fjármagnsstreymi gegn um bankann, nam 55 milljörð- um og jókst um 47,8% frá fyrra ári. Færslu- og afgreiðslufjöldi varð 1.4 millj. og jókst um 13,5%. Viðskiptareikningum fjölgaði um 3000 og voru um 41 þús. talsins í árslok. Rekstursafkoma bankans varð hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Tekjuafgangur til ráðstöfunar nam 43,7 m. kr. samanborði við 28,2 m. árið 1973. Til afskrifta var varið 3,9 m. kr. en í sjóði voru lagðar 39,8 m. kr. Eigið fé bankans nam í árslok 175,6 m. kr. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 12% arð fyrir árið 1974. Endurkjörnir voru í banka- ráð þeir Erlendur Einarsson, Aöalskoöun bifreiða á fsafirði og Súðavíkurhreppi árið 1975 fer fram dagana 2. maí — 16. júní og ber bifreiða- eigendum að koma með bifreiðar sínar til eftir- litsins. Skoðun fer fram við lögreglustöðina kl. 9—12 og 13—16,30 tilgreinda daga. 2. maí í—1—75 5. maí í—76—150 6. maí í—151—225 7. maí í—226—300 9. maí í—301—375 12. maí í—376—450 13. maí í—451—525 14. maí í—526—600 15. maí í—601—675 16. maí í—676—750 20. maí í—751—825 21. maí í—826—900 22. maí í—901—975 23. maí í—976—1050 26. maí í—1051—1125 27. maí í—1126—1200 28. maí í—1201—1275 29. maí í—1276—1350 30. maí í—1351—1425 2. júní í_1425—1500 3. júní í—1501—1575 4. júní í—1576—1650 5. júní f—1651—1725 6. júní í—1726—1800 9. júní í—1801—1875 10. júní í—1876—1950 11. júní í—1951—2025 12. júní í—2026—2100 13. júní í—2101—2175 16. júní í—2176 og áfram Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Einnig skal sýna skilríki fyrir því að bifreiðaskattur, vátryggingargjöld ökumanns og skoðunargjald fyrir árið 1975 sé greitt, og að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. HAFI GJÖLD EKKI VERIÐ GREIDD OG ÖÐRUM SKILYR-ÐUM EKKI FULLNÆGT VERÐUR SKOÐ- UN EKKl FRAMKVÆMD OG BIFREIÐIN TEKIN ÚR UMFERÐ ÞAR TIL ÚR HEFUR VERIÐ BÆTT. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á réttum degi án þess að hafa áður tilkynnt skoðunarmanni lögmæt forföll með hæfi- legum fyrirvara, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og vegalögum og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum þeim sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á ísafirði, 23. apríl 1975. ÞORVARÐUR K. ÞORSTEINSSON. forstjóri, formaður, Hjörtur Hjartar, framkv.stjóri, vara- formaður, og Vilhjálmur Jóns- son, framkvæmdastjóri og til vara Ásgeir Magnússon, framkv.stjóri., Hjalti Pálsson, framkv.stjóri., og Ingólfur Ólafsson, kaupfél.stj. Endur- skoðendur voru kjörnir þeir Óskar Jónatansson, aðalbók- ari og Magnús Kristjánsson, fyrrv.kaupfél.stj., en Ásgeir G. Jóhannesson er skipaður af ráðherra.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.