Ísfirðingur


Ísfirðingur - 07.06.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 07.06.1975, Blaðsíða 4
Mngmálafundir í Vestfiarðakiördæmi Alþingismenn Framsóknar- ílokksins í Vestfjarðarkjör- dærni, Steingrímur Hermanns- son og Gunnlaugur Finnsson, héldu í s.t. mánuði þingmála- fundi á eftirtöldum stöðum: Steingrímur Hermannsson mætti á fundum sem hér segir: Tálknafirði fimmtudaginn 22. maí, Patreksfirði föstudaginn 23. maí, Flateyri laugardaginn 24. maí kl. 16 og á Þingeyri sama dag kl. 21. Gunnlaugur Finnsson mætti á fundunum sem hér segir: Súðavík föstudaginn 23. maí, ísafirði laugardaginn 24. maí, Bolungavík sunnudaginn 25. maí og á Suðureyri mánu- daginn 26 maí. Alþingismennirnir sögðu frá hinum þýðingarmestu þing- málum, og þá sérstaklega þeim sem snertu Vestfjarða- kjördæmi. Þeir svöruðu og fyrirspurnum fundarmanna. Margir tóku til máls á flest- um fundanna. Framhald þingmálafunda í Vestfjarðakjördæmi verður eins og hér segir: Steingrímur Hermannsson mætir: Miðvikudaginn 18. júní, kl. 22,00, í félagsheimili Djúp- manna, Snæfjallahreppi. Fimmtudaginn 19. jún, kl. 21,00, Drangsnesi. Föstudaginn 20. júní, kl. 21,00 í félagsheimilinu Árneshreppi. Sunnudaginn 22. júní, kl. 16,00, Hólmavík. Sunnudaginn 22. júní, kl. 21,00 Sævangi, Kirkjubólshreppi. Gunnlaugur Finnsson mætir: Miðvikudaginn 18. júní, kl. 21,30, Borðeyri. Fimmtudaginn 19. júní, kl. 21,00,Bjarkarlundi. Föstudaginn 20. júní, kl. 21,30 Reykjanesi. Laugardaginn 21. júní, kl. 21,30, Birkim., Barðastrandar- hreppi. Sunnudaginn 22. júní, kl. 16,00, Örlygshöfn, Rauða- sandshreppi. ALLIR ERU VELKOMNIR Á FUNDINA. firiinnti SMÐ TRAMSOKNAVMANNA / l/TSTFJAKÐAKJÓPMM/ Menntaskólinn á Isafir&i — Skólaslif 7975 Menntaskólanum á ísafirði var slitið í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 1. þ.m. klukkan 4 síðd. Hófst athöfnin með því að frú Bryndís Schram kynnti hvað fram færi. Að hennar orðum töluðum léku þrír ihljóðfæraleikarar, úr kammersveit kennara Tón- listarskólans á ísafirði, Tríó í c-moll, eftir L.v Beethoven, op. 1 nr. 3. Frú Sigríður Ragnarsdóttir lék á píanó, Jakob Hallgrímsson á fiðlu og séra Gunnar Björnsson á selló. Næst flutti skólameistarinn, Jón Baldvin Hannibalsson, athyglisverða ræðu, þar sem hann m.a. greindi frá starf- semi skólans. Hann afhenti nokkrum nemendum verð- laun fyrir sérlega góðan námsárangur cg nýstúdentum afhenti hann prófskírteini sín. Síðasta atriðið var svo það. að systurnar Agnes og Hólm- fríður Sigurðardætur léku dúett á píanó, vals eftir C.M.v. Weber. Alls þreyttu 30 nemendur stúdentspróf við skólann að þessu sinni, þar af 1 utan- skóla. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náðu þær Hólm- fríður Sigurðardóttir og Sól- veig Kjartansdóttir, báðar á félagsfræðakjörsviði, með fullnaðareinkunnina 8,4 og Margrét Oddsdóttir á raun- greinakjörsviði með fullnaðar- einkunnina 7,8. Menntaskólinn hefur nú alls útskrifað 58 stúdenta, þar af 20 stúlkur og 38 pilta. Bestum námsárangri í 3. bekk náðu þeir Jónas Guð- mundsson og Stefán Jóhann Stefánsson með eink. 8,0 og 7,7, báðir á raungreinasviði. Á félagsfræðakjörsviði hlaut Sigríður Hrafnkelsd. hæstu einkunn 7,4. Á 2. ári náði bestum árangri Oddný Sigurðardóttir með eink. 8,0, Hallfríður Baldurs- dóttir, 7,9 og Elísabet Gunnarsdóttir 7,8, allar á félagsfræðakjörsviði Á. raun- greinakjörsviði fengu hæstar einkunnir Steindór Kristjáns- son 7,8 og systurnar Ásdís og Svandís Kristjánsdætur 7,6 í 1. bekk náðu bestum árangri Rúnar Helgi Vignis- son með eink. 9,1, sem jafn- framt er hæsta fullnaðar- einkunn við skólann frá upp- hafi, Stefán Hrafnkelsson 8,3 og Anna Kristín Ásgeirsdóttir 7,9. Alls stunduðu 150 nemendur nám við skólann í vetur, þar af 5 utanskóla. Piltar voru 72, en stúlkur 78. Nemendafjöld- inn skiptist þannig, að 62 voru frá ísafirði, 45 voru annars staðar frá Vestfjörð- um og 43 áttu heima utan Vestfjarða. Aðalfundur Gagnfræðaskólinn á Isafirði Vorhljómleikar og skólnslit Tónlistarskólo ísofjarðor Isfirðinga Aðalfundur Kaupfélags ís- firðinga var haldinn í Sjó- mannastofunni á ísafirði laugardaginn 31. maí s.l. Formaður stjórnar félagsins, Þorgeir Hjörleifsson, setti fundinn og kynnti dagskrá. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Konráð Jakobsson og Benedikt Þ. Benediktsson, en fundarritarar Gunnl. Guð- mundsson og Halldór Magnús- son. Þorgeir Hjörleifsson flutti skýrslu stjórnarinnar, en að ræðu hans lokinni flutti kaup- félagsstjórinn Einar Matthías- son, skýrslu og lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 1974. Rekstur félagsins árið 1974 reyndist mjög óhagstæður. Þess skal sérstaklega getið að núverandi kaupfélagsstjóri Einar Matthíasson, tók við stjórn félagsins seint á árinu, eða í nóvember, og ber því ekki ábyrgð á rekstri þess nema siðustu vikur ársins. Síðan Einar tók við starfi kaupfélagsstjóra hefur hann gert sér allt far um, og lagt í það mikia vdnnu, að komast að raun um hvernig staðið getur á hailarekstri félagsins. Er þess að vænta að sú athug- un beri árangur til hagsbóta fyrir félagið, ásamt ýmsum Gagnfræðaskóla ísafjarðar var slitið 31. maí s.l. að við- stöddu fjölmenni. Þar mættu meðal annara fulltrúar frá 20 ára, 25 ára og 30 ára gagn- fræðingum. Einnig fulltrúar frá Unglingaskólanum á Isa- firði, sem var fyrirrennari Gagnfræðaskólans. Ekki er unnt að segja frá skipulagsbreytingum og hag- ræðingu sem unnið hefur verið að síðustu mánuðina. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Gunnlaugur Ó. Guð- mundsson og Guðbjarni Þorvaldsson, en þeir báðust undan endurkjöri. í þeirra stað voru kosnir í stjórnina Pétur Sigurðsson og Guð- mundur Sveinsson. Þeir voru áður báðir í varastjórn og voru í þeirra stað kjörnir í varastjórnina Daníel Sig- mundsson og Jakob Haga- línsson. Endurskoðendur fél- agsins voru kjörnir Konráð Jakobsson og Einar Árnason. Aðalstjórn félagsins skipa nú: Þorgeir Hjörleifsson, form. Baldur Bjamason, Benedikt Þ. Benediktsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Halldór Magnússon Marías Þ. Guðmundsson, Pétur Sigurðsson og Sigmund- ur Sigmundsson. Aðalfund K.í. sátu liðlega 30 fulltrúar frá deildum fél- agsins. skólaslitum Gagnfræðaskóla ísafjarðar í þetta sinn, nema minnast jafnframt þess hörmulega atburðar þegar skólastjórinn, Jón Ben Ás- mundsson, fórst í umferðar- slysi í Eyjafirði aðfaranótt 21. nóvember s.l. á besta starfsaldri, eða tæplega 44 ára gamall. Það var óvænt og átakanlegt áfall. Við skólaslitin heiðruðu viðstaddir minningu hans. Eftir andlát Jóns tók Gústaf Lárusson við stjórn skólans til áramóta, en frá áramótum hefur Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi Skólastjóri, stjórnað skólanum Formaður fræðsluráðs ísa- fjarðar, Jón Páll Halldórsson, þakkaði þeim Gústaf og Hannibal fyrir að hafa tekist þann vanda á hendur að stjórna skólanum á erfiðum tíma. í skólanum voru í vetur alls liðlega 270 nemendur. Landsprófi miðskóla luku nú 42 nemendur, þar af 24 með framhaldseinkunn. Gagn- fræðaprófi luku 40 nemendur. Við skólann störfuðu í vetur 19 kennarar. Þrjátíu ára gagnfræðingar gáfu iskólanum málverk af Gunnari Klængssyni, fyrrv. kennara skólans, en mál- verkið er eftir Benedikt Gunnarsson. Tuttugu og tutt- ugu og fimm ára gagnfræð- ingar færðu skólanum að gjöf hljómflutningstæki til tungumálakennslu. Fulltrúar frá Unglingaskóla ísafjarðar, Vorhljómleikar Tónlistar- skóla ísafjarðar voru haldnir í Alþýðuhúsinu á ísafirði þriðjudaginn 27. og miðviku- daginn 28. maí s.i. Á hljóm- leikunum komu fram liðiega 70 af nemendum skóians og var leikið á eftirtalin hljóð- færi: píanó, fiðlu,, gítar, flautu, horn og klarinett, en langflestir nemenda léku á píanó. Var mjög skemmtilegt að hlýða á leik nemendanna. Á hljómleikunum lék einnig hljómsveit Tónlistarskóla ísa- fjarðar undir stjórn Jakobs Hallgrímssonar, og var leikur hljómsveitarinnar sérstaklega ánægjulegur, og vakti mikla athygli. Skólaslit Tónlistarskólans fóru svo fram í Alþýðuhúsinu laugardaginn 31. maí s.l. kl. 5 e.h. Skólastjórinn, Ragnar H. Ragnar, flutti ávarp, en að ávarpi hans loknu léku eftir- taldir nemendur skólans: Guð- rún Jónsdóttir, sem lék á sem oft var kallaður „Fram- haldið” og var raunar fyrirrennari Gagnfræðaskól- ans, gáfu mynd af fyrstu nemendum Unglingaskólans. Skólastj. Hannibal Valdi- marsson, flutti við skólaslitin snjaila ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir starfi skól- ans á liðnum vetri, þakkaði nemendum samveruna og árnaði þeim allra heilla. Hann þakkaði einnig kennurum skólans ágætt samstarf. fiðlu, Hólmfríður Sigurðar- dóttir, lék á píanó, Kolbrún Svavarsdóttir, lék á ílautu og Agnes Sigurðardóttir, lék á píanó. Næst voru verðlaun afhent. Aðalpíanóverðlaun skólans að þessu sinni hlaut Agnes Sig- urðardóttir. Margir nemenda skólans hlutu verðlaun í tón- fræðum og voru þau fiest gefin af fyrirtækjum í bænum Þá lék hljómsveit Tónlistar- skólans undir stjórn Jakobs Hallgrímssonar. Að lokum fóru fram skólaslit. í Tónlistarskólanum voru i vetur álíka margir nemendur og undanfarin ár, eða um 90. Söngnámskeið var í vetur haldið á vegum skólans og tóku þátt í því um 30 manns. Kennari á námskeiðinu var frú Hanna Bjarnadóttir. Kammersveit var í vetur stofnuð af kennurum skólans. Kammersveitina skipa: Sig- ríður Ragnarsdóttir — píanó, Jónas Tómasson — flauta, séra Gunnar Björnsson — celló, Jakob Hallgrímsson — fiðla, Hjálmar H. Ragnars- son — klarinett og Erling Sörensen — flauta. Hefur sveitin oft komið fram í vetur í bænum og víðar og leikur hennar þótt frábær. Er mikill menningarauki að hljómsveitinni. Auk skólastjórans og þeirra sem kammersveitina skipa hefur frú Sigríður Jónsdóttir kennt við skólann í vetur, sem og jafnan áður.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.